Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
188. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Míkhaíl Gorbatsjov gengur niður landganginn frá flugvél sinni við komuna til Moskvu,
ásamt konu sinni Raísu og barnabarninu Oksönu.
TASS/Reuter
Valdaránstilraun harðlínumanna mistókst:
GORBATSJOVAFTUR VW
VÖLD í SOVÉTRÍKJUNUM
Sovétforsetinn kom aftur til Moskvu í gærkvöld - Jeltsín hylltur fyrir hug-
rekki og staðfestu - Varaforseti Ukraínu varar við nýrri sókn harðlínuaflanna
vill gera aðra valdaránstilraun, jafn-
vel þegar í nótt, og hún yrði mun
hættulegri.
Þing Lettlands lýsti yfir fullu
sjálfstæði landsins í gær, síðast þjóð-
þinga Eystrasaltslandanna þriggja.
Vopnaðir menn réðust á verði við
þinghúsið í Vilnius, höfuðborg Lithá-
ens, í gærkvöldi og særðu tvo, að
sögn talsmanns þingsins. Einn árás-
armannanna/láðist og reyndist vera
félagi í sérsveitum sovéska innanrík-
isráðuneytisins.
Sjá ennfremur fréttir og grein-
ar á bls. 2, 16-23 og baksiðu
og forystugrein á miðopnu.
íuusivvu. neuiei.
TILRAUN harðlínuaflanna í Sovétríkjunum til að ræna
völdum virtist runnin út í sandinn í gær, aðeins um 60
klukkustundum eftir að fyrst var frá því skýrt að Míkhaíl
S. Gorbatsjov forseti hefði vikið fyrir Gennadíj Janajev
varaforseta. í nótt var skýrt frá því að einn samsæris-
manna, Vladímír Krjútjskov, yfirmaður öryggislögreglunn-
ar, KGB, hefði verið handteldnn. Gorbatsjov hélt flugleiðis
frá Krímskaga í gærkvöldi og lenti í Moskvu Jkl. rúmlega
11 að íslenskum tíma. Áður hafði hann sent frá sér yfirlýs-
ingu um að hann hefði valdataumana á ný í sínum höndum.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
var ákaft hylltur heima fyrir og er-
lendis fyrir staðfestu sína andspænis
valdaræningjunum. George Bush
Bandaríkjaforseti sagði hann hafa
sýnt fádæma hugrekki og rússneski
forsetinn hlyti að uppskera mikla
virðingu á alþjóðavettvangi fyrir vik-
ið.
Ekkert var vitað með vissu um
afdrif félaganna í valdaránsklíkunni
að Kijútjskov frátöldum en saksókn-
ari Sovétríkjanna skýrði frá því í
gærkvöldi að mennirnir yrðu dregnir
fyrir rétt.
Stuðningsmenn Jeltsíns rifu ekki
niður víggirðingar við rússneska
þinghúsið í gær, að sögn vegna ótta
við frekari árásir. „Ég verð ekki viss
fyrr en aftökusveitin er búin að
skjóta þessa þorpara," sagði Konst-
antín Kobets, hershöfðingi og for-
maður varnarmálanefndar Jeltsíns.
„Hér er allt með kyrrum kjörum í
augnablikinu, en Útvarp Rússland
sendir stöðugt út tilkynningar, þar
sem fólk er beðið um að fara ekki
heim, lieldur halda kyrru fyrir við
húsið,“ var svarað er Morgunblaðið
náði í upplýsingaþjónustu rússneska
þinghússins um miðnætti.
Varaforseti Úkraínu varaði menn
við og sagði að þótt tilraun áttmenn-
inganna hefði mistekist hefðu
harðlínuöfl ekki gefist upp. Hann
sagði að Rauði herinn myndi ef til