Morgunblaðið - 22.08.1991, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991
Björgun úr Meðalfellsvatni:
Mennimir mjög þrekaðir
þegar þeim var bjargað
ÞRÍR menn um tvítugft yoru hætt komnir þegar bát þeirra hvolfdi og
hann sökk á Meðalfellsvatni í Kjós á laugardag. Tveir menn brugðust
skjótt við og náðu að bjarga mönnunum upp úr 8-10 gráðu heitu vatn-
inu og voru þeir orðnir mjög þrekaðir.
Guðmundur Bjami Baldursson,
bókhaldari, og félagi hans Hallgrím-
ur Sigurðsson, fiskverkunarmaður,
báðir frá Þorlákshöfn, höfðu verið
við veiðar úti á vatninu skömmu fyr-
ir atvikið. Guðmundur sagði að veðr-
ið hefði skyndilega versnað, komið
gjóla og öldugangur og þeir ákveðið
að halda í land. „Hallgrímur var að
horfa á piltana úti á vatninu og tók
eftir því að enginn var í björgunar-
vesti. Þeir voru famir að keyra á
hlið við vindinn, fengu gusu inn í
bátinn, plastbát með utanborðsmót-
or, og það skipti engum togum að
hann fylltist og sökk undan þeim,“
sagði Guðmundur.
„Það var ekkert annað hægt að
gera en að drífa sig út og reyna að
ná mönnunum, en þeir vom sunnan-
vert á miðju vatninu. Við höfum
þurft að sigla um 500 metra að þeim.
Ég er með stóran bát, 15 feta plast-
bát yfirbyggðan að framan og með
50 hestafla vél. Hallgrímur hnýtti
tveimur spottum í björgunarvesti og
kastaði því til mannanna. Þeir náðu
taki á því og við drógum þá tvo
fyrstu upp að bátnum. Þeir voru
mjög vel klæddir og þar af leiðandi
þungir. Þeir voru dreifðir í vatninu
og höfðu borist undan vindinum
lengra frá landi. Einn þeirra var al-
veg við bátinn, sem maraði enn upp
úr vatninu, stefnið stóð aðeins upp
úr. Við kölluðum til hans að halda
sér við stefnið en hann hefur líklega
ekki heyrt það því hann reyndi að
synda í átt til okkar. Okkur fannst
hann vera orðinn mjög þrekaður svo
við lögðum alveg upp að honum.
Hann virtist fara aðeins í kaf við
boðaföll frá bátnum en Hallgrímur
náði taki á honum. Tveir þeirra virt-
ust nokkuð dasaðir, en þeir spjölluðu
við okkur á leið í land og voru okkur
mjög þakklátir. Sá þeirra er spræk-
astur var vildi meina að þeir hefðu
ekki getað haldið þetta út mikið leng-
ur. Þeir hafa verið í vatninu í 5-10
mínútur," sagði Guðmundur. Piltun-
um varð ekki meint af þessu slysi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Guðmundur á þátt í að bjarga manns-
lífum. 1974 átti hann þátt í að bjarga
áhöfninni af Brynjólfi ÁR 4, sem
sökk út af Selvogsbanka með fimm
manna áhöfn. Þá var hann í áhöfn
skips sem bjargaði áhöfninni af Ing-
vari Einarssyni sem brann austur af
Vík í kringum 1974-75.
Guðmundur sagði að þeir félagar
hefðu reynt að kraka upp bátinn á
sunnudag en það ekki tekist. Þeir
ætluðu reyna aftur um næstu helgi.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 22. AGUST
YFIRLIT: Við Jan Mayen er 977 mb lægð sem dýpkar og hreyfist
norðnorðaustur, en á Grænlandshafi er að myndast 922 mb lægð
sem þokast norðaustur.
SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, víðast stinningskaldi. Skúrir sunn-
anlands og vestan en létt skýjað norðaustanlands. Hiti 10 til 15
stig, hlýjast norðaustanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðvestanátt með skúrum um norðan-
vert landið en víðast léttskýjað sunnanlands. Fremur svalt í veðri,
hiti 3 til 10 stig.
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg vestanátt, þurrt og bjart víðast
hvar í fyrstu en snýst síðan í sunnanátt og fer að þykkna upp suð-
vestanlands. Heldur hlýnandi.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
s, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * * * Snjókoma
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veftur Akureyrl 10 skýjað Reykjavík 10 léttskýjað
Bergen 16 skýjað
Helsinki 18 hálfskýjað
Kaupmannahöfn 20 hálfskýjað
Narssarssuaq 9 skýjað
Nuuk 6 rigning
Ósló 21 skýjað
Stokkhólmur 21 hálfskýjað
Þórshöfn 13 rígnlng
Algarve 26 heiðskfrt
Amsterdam 23 léttskýjað
Barcelona 28 léttskýjað
Berlin 19 skýjað
Chicago 13 léttskýjað
Feneyjar 27 léttskýjað
Frankfurt 26 heiöskírt
Glasgow 20 hálfskýjað
Hamborg 20 léttskýjað
London 24 léttskýjað
Los Angcles 18 léttskýjað
Lúxemborg 24 helðskírt
Madrid vantar
Malaga 28 mistur
Mallorca 31 heiðskirt
Montreal vantar
NewYork 21 þokumóða
Orlando 24 alskýjað
París 28 iéttskýjað
Madelra 26 léttskýjað
Róm 27 heiðskírt
V/n 19 alskýjað
Washington 20 léttskýjað
Winnipeg vantar
Atli Dagbjartsson læknir við áúrefniskassa Lilju litlu, sem var rétt
rúmar tvær merkur þegar hún fæddist, þann 29. júní í sumar.
Fyrirburar á Vökudeild Landspítalans:
Njóta ávaxta sam-
evrópskrar rann-
sóknar á nýju lyfi
ÞEGAR Lilja Sigurðardóttir fæddist á Landspítalanum 29. júni í sumar
eftir aðeins 25 vikna meðgöngu vóg hún ekki nema 590 grömm, eða
rétt rúmar tvær merkur. Nú er hún orðin tæplega eitt kíló að þyngd
og fer vel fram, að sögn Atla Dagbjartssonar, læknis á Vökudeild
Landspítalans. Li^ja litla er dóttir Hjördísar Ástu Edvinsdóttur og Sig-
urðar Helga Jóhannssonar. Li|ja á einn albróður, sem er fjögurra ára,
og fjögur eldri hálfsystkini. Fjölskyldan er búsett á Akureyri og þarf
því stöðugt að vera í förum milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Atli Dagbjartsson læknir segir
að Lilja sé léttasti og minnsti fyrir-
buri sem náð hafí að dafna á Land-
spítalanum. Framfarir hennar
þakkar hann meðal annars lyfi sem
kallað er surfactant og kemur í veg
fyrir þann lungnasjúkdóm sem fram
til þessa hefur orðið banamein
margra fyrirbura. Surfactant er
sápuefni, sem dælt er ofan í lungná-
blöðrur fyrirburanna, en lungu
þeirra hafa sjaldnast náð þeim
þroska að þau framleiði þetta efni.
Landspítalinn er eitt fjölmargra
evrópskra sjúkrahúsa, þar sem nú
er unnið að rannsókn á áhrifum
surfactant-meðferðar á fyrirbura.
Rannsókninni er stjórnað frá rann-
sóknarstofnun í Oxford. Landspítal-
inn hóf þátttöku í rannsókninni í
október 1990 og er áætlað að henni
ljúki í nóvember í ár.
Atli Dagbjartsson stjórnar rann-
sókninni á Landspítalanum. Hann
segir að frá því að hún hófst hafi
20 böm fengið surfactant-meðferð
hérlendis og sér virðist að þetta
nýja lyf muni enn auka lífslíkur og
þroskamöguleika fyrirbura. Alls er
áætlað að rannsóknin taki til 4 til
6 þúsund barna í Evrópu. Lyfið
segir Atli að sé framleitt úr frum-
atómum en ekki unnið úr dýrum
eða jurtum. Að sögn Atla hafa
vísindamenn vitað í rúman áratug
hvernig búa átti lyfið til, en það sé
ekki fyrr en mjög nýlega að mönn-
um tókst að þróa aðferð til þess
að koma surfactant ofan í lungna-
blöðrur fyrirburanna.
Framfarir í meðferð fyrirbura
hafa orðið mjög miklar á undan-
förnum árum. Þetta kemur glöggt
fram í dánartölum nýbura. Fyrir
sextán til sautján árum dóu hér á
landi u. þ. b. 16 nýburar af hveijum
1.000 fæddum en nú er dánartalan
komin niður í því sem næst 6 af
þúsundi. Samkvæmt þessu deyja
hérlendis 40 færri nýburar á ári
nú en fyrir röskum hálfum öðrum
áratug.
Atli Dagbjartsson læknir segir
að þessar framfarir hafi kostað
mikið fé og enn sé ekki fyllilega
uppgert hverju þær hafi skilað.
Sífellt fjölgi þeim fyrirburum sem
nái eðlilegum þroska.
Tveggja Breta leit-
að á Vatnajökli;
Fundust á
tjaldstæðinu
í Laugardal
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
leitaði á þriðjudagsmorgun
tveggja Breta sem höfðu ætl-
að að halda af stað 12. ágúst
frá Skaftafelli yfir Vatnajökul
og að Öskju, en komu ekki
fram á þeim tíma sem ætlun
var. Eftir að þyrlan hafði
kannað svæðið við slæmar
aðstæður sótti hún eldsneyti
til Akureyrar, en fljótlega eft-
ir að leit hófst að nýju kom í
þ'ós að Bretarnir höfðu aldrei
haldið á jökulinn, heldur dval-
ið á tjaldstæðinu í Laugardal
fram á síðustu helgi.
Að sögn Tryggva Páls Frið-
rikssonar höfðu mennirnir sett
sig í samband við tilkynninga-
þjónustu hjálparsveitanna, og
gefið upp ferða- og tímaáætlun.
Þegar þeir komu ekki fram á
tilsettum tíma var farið að
grennslast fyrir um þá. Það var
svo síðdegis á þriðjudag að í ljós
kom að mennirnir höfðu snúið
til Reykjavíkur á ný frá Skafta-
felli þann 13. þessa mánaðar,
og dvalið á tjaldstæðinu í Laug-
ardal fram á laugardag, þann
17. ágúst. Þeim hafði hins vegar
láðst að tilkynna sig til miðstöðv-
ar Landsbjargar.
\
i
i
i
i
I
í
I
I
I
I