Morgunblaðið - 22.08.1991, Side 7
7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991
Skaftárhlaupið meira
að vöxtum en 1989
Súluhlaup stöðvast vegna klakastíflu
SKAFTÁRHLAUP það er lauk
fyrir skemmstu var meira að
heildarmagni en hlaupin sem
urðu 1986 og 1989, þrátt fyrir
að hámarksvatnsflæði þeirra
hlaupa hafi verið þó nokkru
meira en hámark hlaupsins nú.
Súluhlaupið sem var að hefjast
á föstudag en stöðvaðist vegna
klakastíflu hefur ekki Iátið
frekar á sér kræla, og er jafn-
vel talið úr sögunni í bili.
Meðfylgjandi línu- og súlurit
sýna annarsvegar þróun hlaupa
1986, 1988 og 1991, en heildar-
magn hlaupa frá 1955 hins vegar.
Á súluritinu má sjá stærðarmun
hlaupa úr eystri- og vestari Skaft-
árkatli, en lægi-i súlurnar tilheyra
hlaupum úr vestari katlinum, sem
er mun minni en sá eystri.
Á línuritinu má sjá að hámarks-
flæði hlaupsins 1986, sem var svip-
að og hámarksflæði 1989, eða
milli 1.200 og 1.300 rúmmetrar á
sekúndu, er þó nokkru meira en
hlaupsins nú, en hámark þess var
1.140 rúmmetrar á sekúndu. Hins
vegar voru upphaf og endir þeirra
hlaupa sneggri en nú varð.
LÍÐAN Norðmannsins sem fannst
meðvitundarlaus við Hótel Island
aðfaranótt sl. laugardags hefur
eitthvað skánað, samkvæmt upp-
lýsingum gjörgæsludeildar Borg-
arspítalans. Enn hefur ekkert
komið fram sem varpað getur ljósi
á atburði næturinnar, en jafnvel
er talið að maðurinn hafi fallið í
jörðina.
Maðurinn fannst meðvitundarlaus
við austurenda Hótel íslands aðfara-
Nú berast víða að fréttir af ágætri
laxveiði, til dæmis frá Laxá í Leir-
ársveit sem hefur verið með nokk-
uð eðlilegt vatnsmagn siðasta
hálfa mánuðinn eða svo. Þar hefur
verið rifandi veiði að undanförnu.
Þar eru nú komnir vel á sjöunda
hundrað laxar á land og sjö stanga
holl sem var nýverið í ánni fékk
um 90 laxa.
Síðasta holl í Laxá í Leirársveit
fékk um 90 fiska. Gott vatn er nú í
ánni og mikill lax. Lax er og kominn
inn I vötn og veiðst hefur í stubbun-
um tveimur Selós og Þverá.
Góð veiði í Norðurá
Stjórn Stangaveiðifélags Reykja-
víkur var að koma úr Norðurá og
fékk 69 laxa. Þá voru komnir um
1200 laxar úr ánni í heild, þar af
1020 af aðalsvæðinu, en afgangurinn
ýmist af „efri dalnum" eða úr
Stekknum. Jón Gunnar Borgþórsson
framkvæmdastjóri SVFR sagði að
menn hefðu séð mikið af laxi víða í
ánni. Víða væri mikill fiskur á
óvenjulegum stöðum, jafnvel á
nótt sl. laugardags og reyndist hann
hafa höfuðkúpubrotnað. Honum er
haldið í öndunarvél en samkvæmt
upplýsingum gjörgæsludeildar er
líðan hans betri.
Maðurinn var með landa sínum
umrætt kvöld en leiðir þeirra höfðu
skilið. Síðast sást til hans inni á veit-
ingastaðnum með íslendingi en að
sögn RLR gat hann engar upplýs-
ingar veitt um atvikið.
hrygningarstöðvum þar sem hann
er ekki vanur að vera á þessum tíma
sumars. „Fyrsti heili dagurinn gaf
45 laxa. Þá var úrhellisrigning og
rok og menn þrömmuðu alla ána og
reyndu alls staðar, t.d. bæði með
túpum og spón á lítið reyndum svæð-
um. í ljós kom að það var nóg af
laxi. Halldór Þórðarson fékk til dæm-
is 5 fiska í Glitstaðahyljum sem lítið
höfðu verið reyndir áður. í aflanum
voru upp í 14 punda fiskar og ekki
mikið af 3 og 4 punda smælki,“ sagði
Jón Gunnar.
Sogið mjög gott
í vikubyijun voru komnir 215 lax-
ar af svæðum SVFR í Soginu. 89
úr Alviðru, 66 úr Ásgarði, 34 úr
Bíldsfelli og 36 úr Syðri Brú. Svæðin
hafa gefið samanlagt 150 stórbleikj-
ur og 220 til viðbótar hafa verið
skráðar í skýrslur á silungasvæðinu
í Ásgarði. September er ævinlega
mjög góður í ánni og þá veiðast
gjarnan stærstu laxarnir.
Hér og þar...
Á þriðjudag voru komnir 106 lax-
ar úr Gljúfurá, 5 löxum meira en
allt síðasta sumar. Talsvert er af
laxi í ánni. Enn koma nýrenningar
í ána.
Miðfjarðará hefur gefið yfir 800
laxa, meiri veiði en allt síðasta sum-
ar, en þar er veitt til 9. september.
Stendur áin sig einna best stóru
ánna í Húnavatnssýslum.
Um þetta leyti fer netaveiðin aftur
í gang í Hvítá í Borgarfirði, en að
undanförnu hefur veiðst á köflum
ágætlega og æ fleiri veiðistaðir fund-
ist. Einn þeirra hefur verið sýnu best-
ur, Þvottaklöpp fyrir neðan Grímsár-
ós.
Skaftárhlaup 1991,1988 og 1986 (ænnsii í m3/sek.) Upphafstímar hlaupanna felldir saman
m3/sek. I j/\ \r Skaftárhlaup sumarið 1991
111 \—yr Skaftárhlaup veturinn 1986
600 sumarið 1988
•1 0 1 2 3 4 6 6 7 8 9 dagar10
Líðan Norðmannsins betri
JUKKUR, DREKATRÉ, BURKNAR, KAKTUSAR OG ALLAR POTTAPLÖNTUR
Jukkur ca 35sm
Jukkur ca 45sm
Jukkur ca 60sm
.USVÖWPU*
i7b\andaðit vendu
Aður
Burknar 4^7.
Kaktusar, margar teg. 49^:
Þykkblöðungar, margar teg. 279r-
Fikus Benjamini ca. 60sm. £§37.
Madagaskarpálmar jFHk-
Flöskuliljur jfá9;-
Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070