Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 10

Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 ÆL B1AGK& DEGKER ÖFLUG 0G ENDINGARGÓÐ STRAUJÁRN BIACKSDECKER straujárn. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. SKEIFAN 8 - SlMI 812660 Dyrasímarfra m FfTrTTT^ Smekklegt útlit og gæði dyrasíma- búnaðarins frá Siedle er óþarfi að kynna hér eftir áratuga frábæra reynslu íslendinga af honum. Þau þægindi og það öryggi sem hon- um er samfara réttlæta það að þú klippir út þessa auglýsingu og hafir samband við okkur. Þar færðu greinargóðar upplýsingar og myndabæklinga. m P^mrTTTn SMITH OG NORLAND Nóatúni4, s. 28300. 0OEXION IMPEX hillukerfi án boltunar 'r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 OLOF NORDAL Ólöf Nordal við verk sitt, Reisn (1991). Myndlist EiríkurÞorláksson Gallerí Sævars Karls í Banka- stræti 9 hefur fyrir venju að bjóða upp á sýningar sem standa í mán- uð í senn, þannig að það gefst rúmur tími til að sjá sýningarnar, vega þær og meta. Þetta er góð tilbreyting frá því sem almennt ríkir í sýningarsölum borgarinnar, þar sem sýningar standa stundum aðeins í viku, en upp í sautján daga lengst. Menn mega því hafa sig alia við til að missa ekki af neinu merkilegu, svo ekki sé minnst á ef einhver sýning er þess virði að sjá hana oftar en einu sinni. Því er sýningartíminn í Galleríi Sævars Karls vel þegin regla. I ágústmánuði hefur staðið yfir sýning _ á verkum ungrar lista- konu, Ólafar Nordal. Olöf stund- aði nám við Myndlista- og handíð- askólann á árunum 1981-85, en fór síðan utan til framhaldsnáms, og hefur nú nýlokið meistaragr- áðu frá bandrískum listaskóla. Nám hennar hefur til þessa eink- um verið á textílsviðinu, en hér sýnir hún þó ekki textílverk, held- ur pappírsþrykk og höggmyndir. Því má segja að námið hafi leitt Ólöfu í nokkuð aðra átt en hún hafði ætlað í upphafi, og afrakst- urinn sést að hluta í hinum litla sýningarsal gallerísins. Eins og eðlilegt er hjá ungu listafólki, er Ólöf í þessum verkum að leitast við að kanna undirstöð- una, sem hún á eftir að vinna úr; grunnformin, uppruna þeirra og túlkunarmöguleika. Þetta gerir listakonan í nokkrum teikningum og höggmyndum, eins og fyrr segir, og í sýningarskrá skilgrein- ir hún leit sína með fáeinum orð- um: „Teikningarnar eru form sótt í landslag, skúlptúrarnir landslag sótt í teikningarnar. Þannig er sýningargesturinn á vissan hátt leiddur í hálf-hring, en sú líking á vel við í þessu til- viki þar sem boginn er ríkjandi form í verkum Ólafar, og hring- formið undirstaða útfærslunnar. Þetta sést vel í þeim myndum sem eru unnar á pappír, en form þeirra endurspeglast síðan á vissan hátt í mjúkum bogamyndum högg- myndanna. — Þau verk sem eru mest grípandi eru á gólfinu. Ann- ars vegar er „Reisn“, sem í lit og formi vísar til hinnar lifandi nátt- úru, og hins vegar „Skrið“, sem frekast bendir til steinsins og jarð- arinnar, þess sem aðeins máist og mótast í eilífðinni. Þessi sýning ber vott um nokk- uð mótaða formhugsun, og úr- vinnslan er einnig góð í verkunum sem hér ber fyrir augu. Það verk- svið, sem listakonan hefur kosið að binda sig við á sýningunni, skilar henni nokkuð vel áleiðis í myndlistinni. Sýningu Ólafar Nordal í Gallerí Sævars Karls lýkur 30. ágúst. FileMaker • Macintosh © <%> Námskeið fyrir alla sem vinna úr upplýsingum! v 12 klst hagnýtt gagnasafnsnámskeið! *<? % Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu GIVENCHY snyrtivörur Kynnum í dag haustlitina frá GWENCHY kl. 13-17 Clara, Austurstræti Fasteigna- 8t fírmasalan Nýbýlavegi 20 ®42323 ®42111 ®42400 Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar gerðir af fyrirtækjum á skrá Sýnishorn af söíuskrá: ★ Heildverslun með sælgæti. ★ Heildverslun með matvöru. ★ Skiltagerð (Ijósaskilti - messing). ★ Búsáhaldaverslun og leikföng. ★ Sérhæfð húsgagnaverslun. ★ Skóverslanir. ★ Gistiheimili. ★ Skyndibitastaðir. ★ Veitingastaðir. ★ Matvöruverslanir. ★ Söluturnar. ★ Gleriðja. ★ Verslun sem selur notað og nýtt. ★ Pylsuvagnar. ★ Bónstöð. ★ Og fleira og fleira. Hafið samband. Látið drauminn rætast. Veitum faglega þjónustu. Kristinn Kjartansson, Friðrik Gunnarsson, Þorbjörg Karlsdóttir ritari, Guðmundur Þórðarson hdl. Samtök gegn aðild Islands að EES og EB stofnuð STOFNFUNDUR samtaka gegn aðild Islands að Evrópska efna- hagssvæðinu og Evrópubanda- laginu verður haldinn að kvöldi 29. ágúst að Hótel Borg. í fréttatilkynningu frá hópi sem unnið hefur að undirbúningi stofn- fundarins er því fagnað að dráttur hefur orðið á samningum Íslend- inga um aðild að Evrópsku efna- hagssvæði. Jafnframt er boðuð söfnun almennra undirskrifta und- ir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hætta við frekari samnings- gerð. NEÐSTALEITI - 3ja Vorum að fá í sölu sérlega vandaða ca 85 fm íbúð á 3. hæð. Parket. Sérþvottaherb. í íb. Stæði í bílskýli. Stór og góð sameign. Svalir í suðvestur. Mikið útsýni. Lyngvík hf., fasteignamiðlun, Síðumúla 33, símar 679490 - 679499. Ármann H. Benediktsson, Geir Sigurðsson lögg. fastsali. Barðavogur - 4ra herb Glæsileg 4ra herb. rishæð í þríbýli. Stofa, borðstofa, sólstofa, 2 svefnherb. og svefnloft. íbúðin svo til öll endurnýjuð. Parket. Stór, ræktuð lóð. Verð 7,8-7,9 millj. Upplýsingar gefur: HUGINNt fasteignamiðlun, Borgartúni 24, sími 625722. SVERRIR KRISTJÁNSSON, LÖGG. FAST. HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ if <F Hverafold Falleg 155 fm efri sérhæð ásamt bílskúr. Þar af er 35 fm herb. í kjallara. Staðsetning og útsýni mjög gott. Áhv. langtlán ca 5,0 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.