Morgunblaðið - 22.08.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991
-------------- , , ; ------------------
11
Norræna mál-
nefndaþing-
ið haldið í
Reykjavík
38. ÁRSÞING norrænu mál-
nefndanna verður haldið að
Hótel Loftleiðum 23.-25. ágúst
næstkomandi.
Fyrstu norrænu málnefndirnar
voru stofnaðar í Finnlandi og Sví-
þjóð á heimsstyijaldarárunum síð-
ari og nú starfa málnefndir í öllum
opinberum málsamfélögum á
Norðurlöndum. íslensk málnefnd
var stofnuð 1964. Hún hefur frá
stofnun átt fulltráa á árlegum
fundum nefndanna og fimm sinn-
um áður staðið fyrir slikum þingum
hér á landi.
Allar málnefndirnar á Norður-
löndum, 10 talsins, eiga fulltráa á
þinginu í ár auk þriggja fulltráa
frá Norrænni málstöð í Ósló og
gestafulltrúa frá öðrum stofnun-
um. Þátttakendur verða alls 60.
Aðal umræðuefni þingsins nú
er staða Norðurlandamála í ljósi
nýrrar þróunar í Evrópu. Haldnir
verða níu fyrirlestrar sem tengjast -
því.
Borgarstjóri tekur á móti þing-
gestum í Höfða síðdegis 23. ágúst
og menntamálaráðuneytið býður
til kvöldverðar 24. ágúst. Sunnu-
daginn 25. ágúst verður þátttak-
endum boðið í ferðalag um Þing-
velli, Kaldadal og Borgarfjörð.
Vegna óska frá erlendum sam-
starfsnefndum heldur íslensk mál-
nefnd í tengslum við málnefnda-
þingið stutt námskeið í íslensku
20.-21. ágúst. Námskeiðið verður
framhald íslenskunámskeiðs sem
haldið var í maí 1990 fyrir norr-
ænt málnefndafólk og tókst mjög
vel.
Daginn áður en málnefndaþing-
ið hefst verða haldnir hér á landi
fundir í stjórn og framkvæmda-
nefnd Norrænnar málstöðvar. Eiga
íslendingar fulltrúa í hvoru
tveggja.
(Fréttatilkynning)
MEGA
bárulaga
álið ryögar
ekki né tærist.
Til afgreiðslu strax.
Mjög gott verð.
SPARAÐU VtDHALD
NOTADU AL
Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Pósthólf 1026, 121 Reykjavfk.
Sími 91-680606. Fax 91-680208.
BLÁTT
•- *.
NIÐURHENGD LOFT
CMC kerfl fyrlr nlðurhengd loft, er úr
galvanlseruðum málmi og eldþollð.
CMC kerfl er auðvelt i uppsetnlngu
og mjög sterkt.
CMC kerfl er fest með stillanlegum
upphengjum sem þola allt að
SO kg þunga.
CMC kerfl fsssf i mörgum gerðum bseði
sýnllegt og fallð og verðið er
ótrulega légt.
CMC kerti er serstaklegfc hannad Hringið eftir
fyrlr loftplolur frá Armstrong Irokari upplysingum
Þ. ÞORGRÍMSSON & CQ
______Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640
SNARSALA
2X80W
50 AÐGERÐIR
FJARSTÝRINGU
M/PLÖTUSPILARA.
17-25% AFSLÁTTUR
dagana 19. til 23. ágúst ’91
SAHYO 0
• BLAUPUNKT
BOSCH
II//LASER
Personal Computer
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780