Morgunblaðið - 22.08.1991, Side 16

Morgunblaðið - 22.08.1991, Side 16
M I ’ j ? r V / ; ; , , (l < \ ! < • / - x i • , 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 Starfsemi fjölmiðla í Moskvu að kom- ast í eðlilegt horfí Prentuðum blaðið í ljósritunarvélum - segir fréttasljóri Komsomolskaja Pravda í samtali við Morgunblaðið ÚTGÁFA frjálslyndra dagblaða er nú aftur komin í eðlilegt horf í Moskvu og útvarps- og sjón- varpsstöðvar, sem lokað var í valdaráninu á mánudag, hafa hafið útsendingar á ný. „Blaðið okkar kemur út á morgun, við fengum leyfi fyrir því um klukk- an tvö í dag. Ég tel að öll blöð muni verða gefin út í fyrramál- ið,“ sagði Maxim Tsjíkín, frétta- stjóri erlendra frétta á stærsta dagblaði Sovétríkjanna, Komso- molskaja Pravda, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum að skrifa fréttir morgundagsins, um valdaránið og ástandið í land- inu.“ „Á mánudagsmorguninn fengum við tilkynningu frá opinberu frétta- Stofunni Tass um að aðeins níu dagblöð yrðu gefín ut og Komso- molskaja Pravda væri ekki þar á meðal. Þeir tilkynntu jafnframt að allar fréttir yrðu ritskoðaðar. Til að fylgja þessu eftir komu hermenn inn í hús blaðsins og skriðdrekar voru á götunni fyrir utan. Hermenn- irnir höfðu sig lítt í frammi og voru mjög yfirvegaðir," sagði Tsjíkín. „Strax á mánudag ákváðum við að ritstjórnin myndi starfa eðlilega, þótt útgáfa blaðsins væri bönnuð. Blaðamenn okkar voru þegar í stað sendir til þinghússins og út á götur til að fylgjast með öllu, sem gekk á. Um nóttina prentuðum við blaðið eftir sem áður — í ljósritunarvélum. Yfírmaður Pravda-prentsmiðjunn- ar, sem prentar blaðið okkar, hafði fengið skipanir um að loka prent- smiðjunni. Á þriðjudagsmorgun hófum við dreifingu blaðsins meðal almenn- ings, og einnig sendum við frétta- skeyti til útlanda og til dagblaða og útvarpsstöðva í öðrum landshlut- um. Ýmis svæðisbundin dagblöð og sjónvarpsstöðvar birtu fréttir okk- ar, og nú eru þessi blöð farin að berast til Moskvu.“ Tsjíkín sagði að í dag væru eng- ar hömlur lagðar á útgáfu blaðsins og tilkynnt hefði verið að ritskoðun væri aflétt. Reuter I morgunsárið Snemma morguns í gær stóðu mörg þúsund manns enn vörð um þinghús Rússlands í miðborg Moskvu. Sumir slógu á léttari strengi ofan á skriðdreka eins og sjá má. Juuri Luik, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Eistlands; Valdaránstilraunin flýt- ir sjálfstæði Eistlands „ÉG HELD að valdaránstilraunin muni hafa þau áhrif að þróun í Éystrasaltsríkjunum í átt til frelsis og sjálfstæðis muni taka skemmri tíma en ella. Nú þurftu allir að gera upp hug sinn og taka sjálf- stæða ákvörðun og það hefur áhrif á hugsunarhátt manna,“ sagði Juuri Luik, aðstoðarmaður Lennarts Meris, utanríkisráðherra Eist- lands, sem fékk á þriðjudag umboð eistneska þingsins til að mynda útlagastjórn, í samtali við Morgunblaðið. „Hér er vissulega allt rólegt. Eystrasaltsríkjunum, og haldi bar- Nýjustu fréttir héðan herma að fimm herbílar hafi flutt hermenn að sjónvarpsturninum [í Tallinn, höfuðborg Eistlands]. Ekki hefur komið til átaka. Turninn hefur ekki verið hernuminn, eða öllu heldur aðeins neðsti hluti hans. Á efri hæðum gengur starfsemin sinn vanagang. Allur tæknibúnaður er í lagi.“ Luik kvaðst telja líklegt að her- sveitirnar í Tallinn myndu draga sig til baka þar sem valdaránið í Kreml hefði farið út um þúfur. „Uppiýsingar frá Sovétríkjunum og Eystrasaltsríkjunum gefa til kynna að herinn sé að hörfa frá öllum vígstöðvum. Hins vegar er einnig hugsanlegt að einstakar herdeildir taki sig saman, sérstaklega í áttunni áfram." Luik sagði að engin viðbrögð hefðu borist frá neyðarnefndinni eftir að eistenska þingið lýsti yfir sjálfstæði landsins á þriðjudags- kvöld. „Ég lít svo á að nefndin sé úr sögunni og henni gafst ekki tími til viðbragða í gærkvöldi. Aftur á móti hefur borist orðsending frá stjórn Jeltsíns. Jeltsín segir þar að hann viðurkenni sjálfstæði Eist- Iands.“ Aðspurður, um hvort valdaránið sem fór út um þúfur myndi hafa það í fór með sér að næstu hús- bændur í Moskvu yrðu umburðar- lyndari gagnvart sjálfstæðisbaráttu Éystrasaltsríkjanna, sagðist hann halda að valdaránið myndi a.m.k. leiða tii uppstokkunar á öllum svið- um í Sovétríkjunum. „Ég vænti þess m.a. að mikil endurskipulagn- ing verði á valdakerfi hersins og sovésku öryggislögreglunnar, KGB. Ég held að okkur [Eystrasaltsþjóð- unum] hafi opnast fleiri möguleikar nú þegar harðlínuöiíunum hefur verið greitt þungt högg og þau hafa sig líklega lítt í frammi í nán- ustu framtíð," sagði Luik. Hann taldi að afstaða Míkhaíls Gorbatsjovs gagnvart sjálfstæð- iskröfum Eystrasaltsríkjanna myndi ekki breytast ef hann tæki aftur yið völdum í Sovétríkjunum, „en ég held að völd Gorbatsjovs verði jafnvel enn minni en þau voru fyrir valdaránið. Borís Jeltsín Rúss- landsforseti, sem stóð sig framúr- skarandi vel meðan valdaránið stóð yfir og naut gífurlegs stuðnings, ekki einungis í Rússlandi, heldur einnig í öðrum Sovétlýðveldum og heiminum öllum, mun hins vegar hljóta enn meiri áþreifanleg völd í Rússlandi og hann mun stuðla að meira pólitísku réttlæti en Gorb- atsjov.“ Luik sagði að undanfarnir þrír dagar yrðu lengi í minnum hafðir og að vopnin hefðu snúist í höndum valdaránsmannanna: „Þeir ætluðu sér að varðveita Sovétríkin en raun- in varð þveröfug." Gorbatsjov hefur tapað leiknum segir Janis Jurkans, utanríkisráðherra Lettlands „STJÓRNVÖLD í Moskvu? Hvað eru stjórnvöld í Moskvu? Jeltsin hefur þegar viðurkennt sjálfstæði okkar. I mínum huga er Jeltsín langvaldamesti maðurinn í Sovétríkjunum,“ svaraði Janis Jurkans, utanrík- isráðherra Lettlands, spurn- ingu blaðamanns Morgun- blaðsins um hvort hann ætti von á því að stjórnvöld í Moskvu myndu viðurkenna sjálfstæði Lettlands, sem lýst var yfir í gær. „Ég tel að Gorbatsjov hafí orð- ið undir í atganginum pólitískt séð. í augnablikinu virðist hann njóta mikils stuðnings, en ég held að hann verði að segja af sér innan nokkurra vikna eða mánaða. Mér fínnst Gorbatsjov vera að hluta ábyrgur fyrir því sem gerðist. Gorbatsjov er ekki lengur í sama forystuhlutverki og áður og afstaða hans skiptir ekki lengur miklu máli. Hann er enn voldugur í augum umheims- ins, en hann hefur tapað leiknum innanlands. Hann verður að segja af sér. Hann á einskis annars úrkosti að mínu mati.“ Þegar Jurkans var spurður að því, hvort hann vænti þess að erlend ríki myndu viðurkenna sjálfstæði landsins á næstunni, svaraði hann því til, að yfir sextíu ríki sem viðurkenndu sjálfstæði landsins á þriðja áratugnum hefðu ekki lýst neinu öðru yfír, þannig að hann liti svo á að sú afstaða væri óbreytt. Aðspurður um hvort hann byggist við að ísland tæki upp stjórnmálasamband við Lettland sagði hann að það væri ýmsu háð: „Það veltur á því hversu hratt ástandið batnar í Sovétríkj- unum og Eystrasaltsríkjunum, en ég á von á að það gerist fljót- lega, mjög flótlega. Valdaránið flýtti fyrir þróun í átt til sjálf- stæðis í Lettlandi. Janis Jurkans. Frumkvæði Breta iiman EB: Stuðningnr við Austur- Evrópuþjóðir Prag. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, þakkar Bretum frum- kvæðið að væntanlegum fundi Evrópubandalagsþjóðanna í Haag um stuðning við Tékkósló- vakíu, Pólland og Ungveijaland. Tékkneska fréttastofan CTK segir að Havel hafi þakkað John Major, forsætisráðherra Bretlands, aðstoðina í símtali í gær. Major sagði við sama tækifæri að það væri í þágu Evrópubandalagsins að friður héldist og landamæri í Mið- og Austur-Evrópu væru tryggð. Báðir lýstu þeir sig sannfærða um að ekki væri unnt að snúa við þeirri lýðræðisþróun sem hefði átt sér stað í löndunum. „Mér virðist sem tilraunir okkar til að sameinast á ný þjóðum Vestur-Evrópu, sem hafa haft lýð- ræði að leiðarljósi, muni geta öðlast nýjan styrk við þennan sorglega atburð,“ sagði Havel í gær, og átti þá við valdaránið í Sovétríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Tékkóslóvakíu sagði að Jiri Di- enstbier utanríkisráðherra sem nú er á ferð í Bandaríkjunum, myndi ræða mál er vörðuðu öryggi land- anna þriggja við bandaríska emb- ættismenn í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, fullvissaði Havel á mánudagskvöld um að Bandaríkin styddu lýðræði í Austur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.