Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 28
m
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991
ATVIN N MMAUGL YSINGA R
Stúlka
óskast ífrágang og afgreiðslu á prentverkum.
Upplýsingar á staðnum.
Borgarprent,
Skeifunni6, Reykjavík,.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafs-
firði, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra.
-•Upplýsingar um starfið og starfskjör (hús-
næði og fríðindi) veitir forstöðumaður
Kristján Jónsson, sími 96-62480.
Matráðskona óskast
Þjónustufyrirtæki í miðbænum óskar eftir að
ráða matráðskonu.
Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
1. sept. nk. merktar: „M - 14816“.
>Viðskiptafræðingur
með all góða reynslu í fyrirtækjarekstri, óskar
eftir áhugaverðu starfi. Margt kemur til
greina. Jafnframt opinn fyrir samstarfi með
aðilum við ný, arðvæn verkefni.
Upplýsingar í síma 675486.
Tölvuumbrot
- - auglýsingagerð
Lítil og vel tækjum búin auglýsingastofa leit-
ar eftir starfandi hluthafa við tölvuumbrot
og auglýsingagerð.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 29. ágúst merkt:
„FA - 8095“.
Varahlutalager
Véla- og verkfærainnflytjandi óskar að ráða
nú þegar röskan og ábyggilegan starfsmann
til afgreiðslu og annarra tilfallandi lager-
> starfa.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 27/8, merktar:
„P - 3995“.
Frá Menntaskólanum
Kópavogi
Vegna veikinda vantar kennara til dönsku-
kennslu á haustönn í 12 stundir.
Upplýsingar gefur aðstoðarskólameistari í
síma 46865 eða 43861.
Starfsfólk óskast
Óskum eftir duglegum og ábyggilegum
starfskröftum til framtíðarstarfa í eftirtalin
störf:
1. Starfsmanni í upplýsingar.
Vinnutími frá 13.00-18.30.
2. Starfsmanni á kassa.
Vinnutími frá 9.00-18.30.
Æskilegur aldur 18-45 ára.
Upplýsingar gefur Svanur Sigurjónsson í
"^versluninni IKEA í dag, fimmtudaginn
22. ágúst, milli kl. 14.00-18.00.
Kringlunni 7.
Hjúkrunarfræðingar
Á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði,
vantar 1. september nk. hjúkrunarfræðing
til starfa á kvöldvöktum í hlutastarf.
Nánari upplýsingar veitir Þuríður Ingimund-
ardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 50281.
IGaidaval
Skrúögarðaþjónusta
Garðyrkjustörf
Starfsmenn óskast til garðyrkjustarfa.
1. Garðyrkjumann eða vanan mann til verk-
stjórnar.
2. Verkamenn til jarðvinnuframkvæmda.
3. Tækjamann á nýlega traktorsgröfu.
4. Vörubílstjóra.
Upplýsingar í síma 680615.
Hjúkrunarfræðingar
- sjjúkraliðar
Hjúkrunarfræðinga eða hjúkrunarnema
vantar til framtíðarstarfa á kvöld- og helgar-
vaktir á hjúkrunardeildir og heilsugæslu.
Sjúkraliðar og starfsfólk óskast í 100%
vinnu til framtíðarstarfa.
Höfum barnaheimili.
Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar-
forstjóri, í símum 35262 og 689500.
Auglýsingasafnari
Traust fyrirtæki leitar eftir manni í hlutastarf
til að selja auglýsingar á auglýsingaskilti.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á
þessu sviði. Einnig kemur til greina samstarf
viðfyrirtæki, sem starfarvið auglýsingasöfnun.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi skriflegar upplýs-
ingar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 26. ágúst
nk. merktar: „Auglýsingasöfnun - 4647“.
Skrifstofustarf
Verktakafyrirtæki í jarðvinnu óskar eftir
manni á skrifstofu. Þarf að geta unnið við
almenn skrifstofustörf, tölvu, launaútreikning
og hafa bókhaldsþekkingu.
Umsóknir, merktar: „V - 1031“, sendist til
auglýsingadeildar Mþl.
Frá Grunnskóla
Fáskrúðsfjarðar
Nokkra kennara vantar
Kennslugreinar m.a. raungreinar, enska,
danska og kennsla yngri þarna.
Aðstaða í skólanum er góð, bæði húsnæði
og kennslutæki.
Útvegum ódýrt leiguhúsnæði og leikskóla-
pláss er til staðar.
Flutningsstyrkur verður greiddur.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 97-51159
og formaður skólanefndar í vs. 97-51240 eða
hs. 97-51248.
Skólanefnd.
Sendill óskast
Stórt þjónustufyrirtæki í miðborginni óskar
að ráða duglegan og heiðarlegan ungling til
sendiferða í vetur og helst næsta sumar.
Upplýsingar fást á skrifstofu okkar.
(rtTÐNT ÍÓNSSON
RÁÐGJÖF fr RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Saumakona
Okkur bráðvantar saumakonu sem allra fyrst.
Þarf að vera vön fatabreytingum og vand-
virk. Vinnutími samkomulag.
Upplýsingar á staðnum eða í síma 678011,
Alda.
Listasaumur,
Kringlunni 8-12, 3. hæð.
IJl
Öldrunarfulltrúi
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir stöðu
öldrunarfulltrúa lausa til umsóknar. Öldr-
unarfulltrúi er faglega ábyrgur fyrir öldrunar-
þjónustu á vegum bæjarfélagsins. Viðkom-
andi þarf að eiga auðvelt með samstarf, búa
yfir frumkvæði og skipulagshæfileikum og
geta skapað sér yfirsýn yfir starfseiningar,
sem um ræðir. Leitað er eftir starfsmanni
með menntun á sviði félagsráðgjafar, félags-
fræða eða hjúkrunarfræða. Starfsreynsla í
öldrunarmálum er æskileg.
Umsóknarfrestur er til 16. september nk. og
liggja umsóknareyðublöð frammi á félags-
málastofnun, Fannborg 4.
Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í
síma 45700.
Félagsmálastjóri Kópavogs.
Upplýsingatækni
Við hjá Eimskip leitum nú að áhugasömum
starfsmönnum til starfa í tölvudeild fyrirtæk-
isins.
Tölvudeild Eimskips vinnur að þróun upplýs-
ingakerfa fyrirtækisins, en þau eru notuð
bæði á íslandi og erlendis. Hugbúnaðurinn,
sem nær til flestra þátta í starfseminni, er
hannaður af starfsmönnum fyrirtækisins.
Tölvuumhverfið er byggt upp af IBM AS/400
tölvum, sem tengdar eru saman á gagna-
flutningsneti. PC tölvunotkun er einnig mjög
mikil. Útstöðvafjöldi er nú yfir 300 talsins.
Við leitum að hæfum starfsmönnum
í eftirtalin störf:
1. Kerfishönnun/verkefnastjórnun.
2. Skjölun/kennsla.
3. Tölvustjórn/PC notendaþjónusta.
Við sækjumst eftir:
Háskólamenntun á tölvusviði og/eða reynslu
f kerfishönnun og stjórnun.
Þekkingu á PC tölvum og hugbúnaði.
Þekkingu á AS/400 umhverfi.
Skipulögðum vinnubrögðum.
Áhugasömu fólki, sem er reiðubúið til að
leggja sig fram við krefjandi verkefni.
Þeir, sem hafa áhuga á að starfa með okk-
ur, leggi vinsamlegast inn umsóknirtil starfs-
mannahalds Eimskips í Pósthússtræti 2 fyrir
29. ágúst nk. v
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ