Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1991 31 gerð hún er, veit ég að hún sem önnur skyldmenni þakka að Ásdís hefur nú fengið hvíld, en geyma minningu um sterka og merka konu. Blessuð sé minning hennar. Margrét Þorsteinsdóttir Þegar erfiðu dauðastríði er lokið og helsjúk manneskja hefur fengið frið og lausn finnur maður fyrst til feginleika. Svo taka minningarnar að sækja á og söknuður eftir því sem var, en verður ekki aftur. Þann- ig er um mig nú þegar Ásdís Sveins- dóttir er öll. Ásdísi kynntist ég fyrst fyrir 13 árum þegar ég hóf búskap með bróðursyni hennar í næsta nágrenni við hana. Frá fyrstu kynnum var mér ljóst að þarna fór stórbrotin mannkostakona og ekki breyttist sú skoðun mín á henni eftir að kynnin urðu lengri og meiri. Lengst af hefur Ásdís búið og starfað á Egilsstöðum og þegar ég kynntist henni hafði hún tekið við rekstri Gistihússins á Egilsstöðum af foreldrum sínum og bjó þar ásamt þeim. Það er afskaplega tómlegt að hugsa sér þennan stað án hennar því svo stóru hlutverki gegndi hún hér. Flestir ef ekki allir þeir sem staðnum tengjast voru líka tengdir Ásdísi og hún lét sér annt um allt sitt fólk, vini og venslamenn og til hennar var gott að leita. Ekki er svo að Ásdís hafi alltaf verið bljúg og blíð. Hún var eins og ég sagði fyrr stórbrotin og því fylgdi líka stórbrotið skap. Það gat staðið gustur af Ásdísi ef henni mislíkaði, en hún tókst á við eigið skap og var iðulega tilbúin til að bæta fyrir ef henni fannst hún ekki hafa breytt rétt og ber það vott um stórmennsku hennar. Hún var mikil kjarkmanneskja og tókst á við mörg og mikil verk- efni um ævina sem ég ætla ekki að telja upp hér, enda aðrir sem þekktu hana lengur betur til þess fallnir. Kjarkur hennar kom ekki síst fram nú er hún í nærri 3 ár barðist við sín erfiðu veikindi. Hún hélt sitt heimili á meðan stætt var og naut þar aðstoðar Ingunnar dóttur sinnar síðustu mánuðina. Þar hélt hún til hins síðasta sínum venjum og safn- aði um sig sínu fólki og hélt þeim boð hvenær sem tilefni gafst til. Þannig hafði það alltaf verið hjá henni. Það var ávallt mikill gestagangur hjá Ásdísi. Bæði var að til hennar var gott að koma og eins var henni afar ljúft að fá fólk í heimsókn og stóð hennar heimili alltaf opið. Unga fólkið og börnin voru henni sérstak- lega kærkomnir gestir. Hún var bæði góð og örlát við þau og gerði sér far um að þekkja þeirra innri mann. Hún átti oft til að koma færandi hendi að tilefnislausu. Yngri sonur minn kallaði hana á tímabili „Ástí ísfrænku“ og bílinn hennar „ísbílinn". Það var nefnilega svo oft á góðviðrisdögum að.Ásdís kom brunandi til okkar á bílnum sínum — það var ekki hennar háttur að fara mjög hægt — steig út og kallaði: Hverjir vilja ís? Það þurfti ekki að bíða lengi eftir að öll börnin sem voru að leik í nágrenninu hóp- uðust í kringum hana og hún út- deildi ís á alla. Enginn mátti verða útundan. Það var einn stór þáttur í fari hennar að passa alltaf að eng- inn yrði útundan og ef henni fannst einhveijum mismunað einhvers staðar þá tók hún ævinlega þann hinn sama undir sinn verndarvæng og ef henni fannst á einhvern hallað í umræðum tók hún hiklaust hans málstað. Sem dæmi um þetta vil ég nefna að þegar yngri sonur minn veiktist alvarlega og allra athygli beindist að honum fannst henni sem eldri bróðirinn stæði í skugganum og naut. hann þá umhyggju hennar. Þau voru sérstakir vinir og fór hann oft að finna frænku sína. Ásdís Sveinsdóttir er frá okkur farin fyrr en við hefðum viljað. Við hefðum öll viljað njóta nærveru hennar og góðs félagsskapar leng- ur. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Ásdísi og njóta vin- áttu hennar þann tíma sem ég þekkti hana. Enn þakklátari er ég þó fyrir hönd bamanna minna að þau skuli hafa átt Ásdísi frænku og það er ósk mín og von að minn- ingin um hana megi geymast með þeim þó þau séu enn ung að árum. Háöldruð móðir Ásdísar, Sigríður Fanney, sér á bak umhyggjusamri dóttur og ber hún missi sinn með reisn eins og hennar er von. Dóttir- in Ingunn kveður móður sem var tilbúin til að fóma henni öllu. Ásdís Gríma hefur misst ástríka ömmu sem var henni afar kær. Ég votta þeim samúð mína. Megi minningin um Ásdísi lifa í hjörtum okkar allra sem þekktum hana. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir Sveinn Péturs- son - Kveðjuorð Fæddur 30. september 1973 Dáinn 3. ágúst 1991 Mig langar með nokkrum orðum að kveðja besta vin bróður míns og góðan vin minn. Ég ,mun alltaf minnast hans sem virkilega hress og skemmtilegs Eyja-peyja sem alltaf hafði grínyrði á vörunum. Sveinn var mikið fyrir að skemmta sér og öðrum með alla- vega uppákomum. Hann var alltaf mjög hreinskilinn og gat maður því alltaf treyst því að fá hans álit í ljós, sama hversu skömmustulegt það var. Svo man ég alltaf þegar við fórum fjögur saman í bílnum hans uppá hraun — hvað við hlógum að því hversu fyndinn hann var og hreinskilinn. Ef hann gerði ein- hverjum grikk og viðkomandi fór í fúlt skap, þá bað hann mann alltaf fyrirgefningar, sama hversu lítið það var. Hann kom mér alltaf til að hlæja, sama í hvernig skapi ég var. Hann var það orðheppinn og sniðugur. En núna er hann farinn og ég get ekki hugsað til þess að geta ekki skemmt mér með honum og hlustað á hann tala. Hann er far- inn, en maður skilur ekki að hann komi ekki aftur. Ég skil ekki að þetta sé endanlegt. Ég vil votta fjölskyldu hans og vinum mína dýpstu samúð og ég vona að góður guð styðji við bak þeirra í framtíðinni. Þetta er virki- lega sár missir fyrir þau öll. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir HITACHI HJÓLSÖG •185inm blað • • Aðeins 4 kg • • 1.150 W mótor • • 5000 snúningo • •Verð 17.900.-* VÖLUSTEINN Faxafen 14, Sími 679505 Umboðsmenn um allt land. IVýll skrifstofutæknináni Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Erum við til kl. 22 .MjSWijSsB,, MEÐ HYBREX FÆRÐU GOTT SÍMKERFI OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. H YBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýrða sím- kerfið á markaðnum í dag. Auðvelt er að koma því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðum. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1 -32 bæjarlínur-Allt að 192 símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. HELSTU KOSTIR HYBREX • Islenskur texti á skjám tækjanna. •Beint innval. •Hægt er að fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk símsvörun. •Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram- ákveðnum tíma. •Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum. •Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bíður þar til númer losnar. •Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi. •Hægt er að tengja Telefaxtæki við Hybrex án þess að það skerði kerfið. • Hægt er að loka fyrir hringingar í tæki ef menn vilja frið. • Innbyggt kallkerfi er í Hybrex. Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 L satMtitiguiK, •Langlínulæsing á hverjum og einum síma. OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR | Borgarieikhúsið Morgunblaðið, augl. Gatnamálastjóri Samband Islenskra Reykjavíkur sveitarfélaga Gúmmívinnustofan Securitas Islenska óperan Sjóvá-Almennar Landsbréf hL ofl. ofl. ofl. ^m'nndt»r 'soo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.