Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 43

Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 43
 £> ■ I I I I 1 I . > > MORGUNBLAÐIÐ > - ^ •• ' ........................ ■ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ I AÞENU Ragnheiður Runólfsdóttir tvíbætti eigið íslandsmet í 200 m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Aþenu í gær, og varð í sjöunda sæti í greininni. Það er annar besti árangur íslendings í sundi fyrr og síðar. KORFUKNATTLEIKUR / BANDARIKIN Allir þeir bestu með á ÓL í Barcelona? MICHAEL Jordan, körfuknatt- leikskappi frá Chicago Bulls, og Larry Bird, Boston Celtics, hafa báðir lýst yfir áhuga sínum á að leika með bandaríska landsliðinu á Óiympíuleikunum i Barcelona næsta sumar, skv. frétt í bandarísku blaði t gær. Karl Malone og John Stockton frá Utah, David Robinson, San Antonio, Charles Barkley, Phila- delphiu, Chris Muilin, Golden State og Scottie Pippen, Chicago, hafa einnig sagt að þeir væru tilbúnir til að leika með ólympíuliðinu. Áður höfðu Earwin.„Magic“ Johnson hjá Los Angeles Lakers og Patrick Ewing hjá New York Knicks sagst tilbúnir að leika með liðinu. Það verður síðan ákveðið 21. september hvaða leikmenn komi til með að skipa bandaríska liðið í Barcelona. KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND Stuttgart sigraði Hansa Rostock Stuttgart sigraði Hansa Rostock, 3:0, í 4. umferð Bun- desligunnar í knattspyrnu á Neckar-leikvanginum í gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap Hansa Rostock i deildinni. Sammer skoraði fyrsta mark Stuttgart í lok fyrri hálfleiks og síðan bættu Walter og Gaudino tveimur mörkum við í síðari hálf- leik. Stuttgart hafði mikla yfirburði og sigurinn sanngjarn. Eyjólfur Sverrisson lék ekki með Stuttgart. Hans Rostock heldur enn efsta sætinu á markahlutfalli þrátt fyrir tapið, hefur 6 stig eins og reyndar Hamburger, Frankfurt, Kaisers- lautern og Leverkusen. Stuttgan, fylgir fast á eftir með 5 stig ásamt Bayern Múnchen og Dortmund. Ragnheiður tvíbætti íslandsmetið í 200 m bringusundi Hafnaði í 7. sæti, sem er næst besti árangur sem íslendingur hefur náð á EM RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir stóð sig vel í 200 metra bringu- sundi á Evrópumeistaramótinu í Aþenu ígær. Hún tvíbætti íslandsmetið og hafnaði í 7. sæti, sem er næst besti árang- ur sem íslendingur hefur náð á EM. Það er aðeins Eðvarð Þór Eðvarðsson sem hefur gert betur er hann hafnaði í 4. sæti íbaksundi á EM 1987. Bræð- urnir, Arnar Freyr og Magnús Már Ólafssynir, settu einnig íslandsmet í gær, Arnar Freyr í 400 m fjórsundi og Magnús Már í 100 m flugsundi. agnheiður Runólfsdóttir tryggði sér rétt til að keppa í úrslitasundinu með því að ná átt- unda besta tímanum í undanrásun- um á glæsilegu íslandsmeti 2:34,78 mín. Gamla metið sem hún átti sjálf var 2:35.98 mín. í úrslitasundinu gerði hún enn betur og kom í mark SKIÐI Landsliðið til borgarinnar í dag Skíðalandsliðsmennirnir sem em að hjóla umhverfis landið eru langt á undan áætlun og verða væntanlega komnir að Borgar- kringlunni kl. 10.00 í dag. Upphaf- lega var gert ráð fyrír því að það tæki strákana 7 sólarhringa að hjóla þessa 3.000 km. í gærkvöldi voru skíðakapparnir staddir í Stykkishólmi og hafði meðalhraðinn þá verið 25 km á klukkustund. Þeir eru því tveimur sólarhringum á undan áætlun. á 2:34.08 mín. og varð sjöunda. Þessir tímar eru undir ólympíulág- markinu og er hún eini íslenski sundmaðurinn sem náð hefur lág- mörkum. Magnús Már var aðeins 0,20 sek. frá ól-lágmarkinu í 200 m skriðsundinu á þriðjudag. „Mjög ánægð“ „Ég er mjög ánægð með sundið og það var gott að bæta sig aftur í úrslitunum. Ég var búin að hvíla fyrir þetta mót í tíu daga og stefndi á að bæta mig og það gekk upp,“ sagði Ragnheiður eftir sundið. Hún var eina stúlkan frá Norðurlöndum sem náði inní A-úrslit og undirstrik- ar það enn frekar árangur hennar. „Nú er næsta verkefni að bæta sig í 100 metra bringusundinu líka, en sú keppni fer fram á föstudag." Hún sagði að allur aðbúnaður kepp- enda væri góður nema að maturinn mætti vera betri. Bræðurnir settu Islandsmet Arnar Freyr Ólafsson setti ís- landsmet í 400 m fjórsundi er hann synti á 4:39,43 rtlrn. Hann bætti met Arnþórs Ragnarssonr, sem var 4:48,31 mín. - sett á meistaramóti íslands í júlí. Arnar Freyr var í 17. sæti af 20 keppendum í undanrás- um. Hann bætti fyrri árangur sinn um 10 sekúndur. Arnþór Ragnarsson varð í átj- ánda sæti í sama sundi á 4:48,05 mín. sem var einnig undir gamla íslandsmetinu. Magnús Ólafsson setti íslands- met í 100 m flugsundi á 57,78 sek., en gamla metið var 59,90 sek. og átti hann það sjálfur. Hann varð 27. af 30 keppendum, en þetta er aukagrein hjá Magnúsi. Helga Sigurðardóttir varð 29. af 32 keppendum í 200 m skriðsundi, synti á 2:09,77 mín. Danir á uppleið Mette Jaconbsen frá Danmörku varð Evrópumeistari í 200 m skrið- sundi á 2:00,29 mín. Þetta voru önnur gullverðlaun Dana á mótinu því kvennasveitin sigraði í 4X200 m fjórsundi á þriðjudag. Danir höfðu ekki unnið gullverðlaun á EM í 53 ár. Sovétmenn sigursælir Sovétmenn hafa verið sigursælir á mótinu og í gær unnu þeir fern gullverðlaun. Vladislav Kulikov varð Evrópumeistari í 100 flug- sundi karla á 54,22 sekúndum. Elena Rodkovskaia sigraði í 200 metra bringusundi kvenna, synti á 2:29.50 mín. Andrei Semeniyk sigr- aði 1 dýfingum og sovéska karla- sveitin sigraði í 4X200 m skrið- sundi. URSLIT Knattspyrna 1. DEILD KVENNA Týr - Þór..............2:6 Slcfanía Guðjónsdóltir, Sara Ólafsdóttir - Ellen Óskarsdóttir 2, Inga Huld Pálsdóttir, Þórunn Sigui'ðardóttir, Lára Eymundsét|*-* ir, Iris Thorleifsdóttir. VINÁTTULANDSLEIKIR Gdansk, Póllandi: Pólland - Svíþjóð..............2:0 Wojciech Kowalczyk (59.), Miroslaw Trzec- iak ;(90.). Áhorfendur: 7.000 Prag, Tékkóslóvakiu: Tékkóslóvakía - Sviss..........1:1 Milan Luhovy (18.) - Kubilay Turkyilmaz (25.) Áhorfendur: 4.000. ENGLAND 1. deild í gærkvöldi: Aston Villa - Manchester litd....0:1 - Steve Bruce (vsp. 39.) Manchester City - Liverpool......2:1 David White 2 (24., 64.) - Steve McMana- man (75.) Coventry - Luton.................5:0 Kevin Callagher 2, David Smith, Paui4|f.i j long, Robert Rosario. Oldham - Chelsea...................3:0 Ian Marshall, Rick Holden, David Currie. QPR - Norwich....................0:2 - Dale Gordon, Rob Newman. ÞÝSKALAND Úrvalsdeildin, 4. umferð: Mönchengladbach - Werder Bremen..0:2 Dortmund - Diisseldorf...........3:1 Bayern Miinchen - Schalke........3:2 Nurnberg - Dynamo Dresden........1:1 Wattenscheid - Karlsruhe.........1:1 Leverkusen - Duisburg............2:1 ■Uif Kirsten gerði bæði mörk Lverkusen. Kaiserslautern - Stuttgart Kickers.4:3 Hamburger - Köln.................1:1 Frankfurt - Bochum.......... ....2:1 Stuttgart - Hansa Rostock..........3:0 EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐ& Forkeppni Evrópumótsins, fyrri leikir. Vín, Austurríki: SV Stockerau - Tottenham.........0:1 Gordon Durie (39.). Áhorfendur: 15.000 Galway, írlandi: Galway - OB (Danmörku)...........0:3 - Morten Donnerup (38.), Steen Ned- ergárd (46.), Lars Elstrup (68.) Áhorfendur: 7.000 HOLLAND Deildarkeppnin: Ajax — FC Volendam................3:0 FC Den Haag — Vitesse Arnhem.......0:3 FC Twente — MVV Maastricht.........1:0 Willem II - WV Venlo...............4:0 Roda JC — SVV/Dordrecht.........ggr.h De Graafschap — FC Groningen......0:o Belgía 1. deildin: Waregem - Molenbeek...............1:0 Aalst - Kortrý'k..................0:1 Gen - Anderlecht..................0:0 Lierse - Antwerpen...............,0:1 Club Brugge - Ghent...............5:1 FC Liege - Standard Liege......... Lokeren - Cercle Brugge...........TnHr^ Ekeren - Mechelen.................0:1 Beveren - Charieroi...............0:0 KNATTSPYRNA / ENGLAND Man. City sigradi Liverpool Manchester City sigraði Li- verpool á heimavelli í ensku 1. deildinni í gærkvöldi. David White var hetja liðsins, gerði bæði mörkin. Hinn ungi Steve McManaman minnkaði muninn fyrir Rauða herinn og síðan fékk Dean Saunders gullið tækifæri til að jafna, er Liverpool fékk víta- spyrnu sjö mín. síðar en hann þrumaði í þverslá. City hefur þar með sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum og er efst ásamt nágrönnum sínum í Man. United, sem unnu Aston Villa í gærkvöldi, 1:0. Steve Bruce gerði eina mark leiksins á Villa Park úr vítaspyrnu á 39. mín. sem dæmd var eftir að Steve Staunton felldi Bryan Robson. Oldham, sem leikur í 1. deild á ný eftir 68 ára fjarveru, burstaði Chelsea, 3:0, á heimavelli og Lu- ton, sem veðmangarar telja líkleg- asta liðið til að falla í 2. deild, fékk háðuglega í Coventry, þar sem heimaliðið vann 5:0. Sean Farrell, leikmaður Luton, var rek- inn af velli á 18. mín. og staðan var þá orðin 1:0. ■Tottenham sigraði aust- urríska liðið SV Stockerau 1:0 í Austurríki í gærkvöldi, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa. Norðmaðurinn Erik Thorstvedt var hetja enska liðsins; varði víta- spyrnu í síðari hálfleik. Gordon Durie gerði eina mark leiksins. Guðni Bergsson lék ekki með Tottenham.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.