Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 27

Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDÁGUR 25. AGUST 1991 Sigurður Hall í vinnunni. er. Þetta vilja þeir í hádegi og á kvöldin. Það er tvíréttað i hádeg- inu og þríréttað á kvöldin. Það átti að vera fiskur í öll málin. Þegar á vikuna leið var það orðið ansi spennandi að velta fyrir sér hvaða fiskréttur dúkkaði upp næst og þetta var farið að minna á hæfnis- og hugmyndakeppni áður en yfir lauk. Ég get líka nefnt hóp svissneskra bankakarla sem hefur veitt hérna. Þeir vilja eingöngu gamaldags sveitamat, kjötsúpu og svoleiðis. Þeir formæla frönsku lín- unni um grænmeti og vilja fá hrúgu af mauksoðnu með matn- um. Annars eru þeir afar hrifnir af íslenskum ostum, sérstaklega camenbert og brie sem þeir telja með þeim bestu sem fáanlegir eru. Það varð alltaf að vera ostabakki tiltækur, í öll mál. Enn get ég haldið áfram. Annar hópur var blandaður, íslendingar, Þjóðveijar og bandarískir arabar og gyðingar. Gyðingurinn mátti ekki borða svínakjöt og arabinn ekki heldur. Þeir vildu helst bara fisk og grænmeti. Þjóðverjarnir vildu þungan hádegisverð, en létt- meti eins og samlokur á kvöldin. íslendingarnir vildu ekki sjá fisk, bara steik. Svo vildu sumir borða klukkan níu og aðrir klukkan tíu. Ég var kominn með „a la carte“ þjónustu á þennan hóp. Það lét hver og einn vita hvað hann vildi og hvenær.“ En verður ekki að hafa svona lagað í föstum skorð- um? „Kannski, en ég er bara svo „lí- beral“!. Þessir menn eru að njóta lífsins og ég legg mitt af mörkun- um. Ég tek þessu með jafnaðar- geði og geri það með glöðu geði. Þröstur Leo t.v. og Valdemar Örn t.h. í hlutverkum sínum. KVIKMYND Grátt gaman um tundurdufl Tökum á kvikmyndinni „Ókunn dufl“ er lokið og eftir- vinnsla er vel á veg komin eftir því sem kvikmynda- gerðarmaðurinn Sigurbjörn Aðalsteinsson segir. Myndin er ein af all nokkrum nýjum íslenskum kvikmyndum sem verið hafa í vinnslu að undanförnu. Sigurbjöm segir að kvikmydnina megi flokka undir svatta kómedíu, en hún fjallar um Hrólf sem finnur gam- alt tundurdufl. Hann er sannfærður um að duflið sé óvirkt og byijar að skrúfa það í sundur. Dufiið er hins vegar ekki óvirkt. Hér er um stuttmynd að ræða þar sem þeir Þröstur Leo Gunnarsson og Valdemar Örn Flygenring fara með aðalhlutverkin. Þröstur leikur duflfinnandann, en Valdemar leikur lögfræðing sem á sjávarlóðina þar sem duflið finnst. „Ókunn dufl kemur að sögn Aðalsteins í kvikmyndahúsin í haust. HÚN ER KOMIN Á ÍSLENSKU! eftir José Stevens og Simon Warwick-Smith Mikael handbókin - er skrifuð af einum virtasta Mikael-miðli heimsins, sálfræðingnum dr. Jose L. Stevens í félagi við nemanda sinn. Mikael er vitsmunavera á öðru tilverustigi. Mikael segir á mjög lifandi og skýran hátt frá þvi hvers vegna við mennirnir erum hér á jörðinni, hvernig við, hvert og eitt, höfum okkar hlutverk í alheimssköpunarverkinu, hver tilgangurinn er og hvernig við veljum sjálfallar aðstæður okkar, uppeldisskilyrði, þjóðerni og samferðamenn. Bókin veitir m.a. svör við því: ■ Hvers vegna við fæðumst aftur og aftur, líf eftir líf ■ Hvernig sálkjarninn, innsta gerð mannsins, safnar sifellt ísig meiri þroska ■ Hvernig við þroskumst frá því að vera ungbarnssál til þess að við kveðjum sem gömul sál ■ Hver tengsl okkar við aðra eru og hvernig þau myndast? ■ Hvort atburðir úr fyrri lífum fylgi okkur inn íþetta líf? B YRJENDANÁMSKEIÐ Helgina 13/8 og 1/9 verðurhaldið byrjendanámskeið iMikael fræðunum. Leiðbeinandi verðurHelga Ágústsdóttir. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Helgina 21—22 mun Dr. José Stevens halda námskeið fyrir þá sem lokið hafa byrjendanámskeiði og þá sem lokið hafa fyrri framhaldsnámskeiðum. FYRRILÍF Dr. José Stevens mun halda námskeið um fyrri líf og áhrifþrirra á okkurnú, þriðjudaginn 24/9 kl. 19-22. M.a. er sagt frá: ■ Sjö gerðum sálarhlutverka, en hvert og eitt okkar tilheyrir einhverri þessarra gerða og ber einkenni hennar oft skýrt í fasi, viðfangsefnum og lífsstíl samkvæmt Mikael. ■ Ert þú prestur, hagleiksmaður, þjónn eða sögu- maður? Eða eru e.t.v. konungur, lærdómsmaður eða stríðsmaður? ■ Értu ung sál á framabraut, þroskuð sál með til- finningaþrungna tilveru eða gömul sál sem finnst hlutirnir ekki alltaf skipta svo ýkja miklu máli? Mikael handbókin er ekki boðun nýrra trúarbragða. Hún er ekki heldur siðfræði. Hún er ekki heldur leið- sögn um það hvernig þú átt ekki að lifa... Fræðsla Mikaels er hins vegar ein leið af mörgum, en mjög skemmtileg og athyglisverð leið til að skýra jarð- vistir, mannlífið, mismuninn á einstaklingum og hvers vegna þeir eru hver með sinu móti. Mikael handbókin varpar nýju og spennandi Ijósi á þig og alla sem þú þekkir, eykur skilning á mannlegu eðli og rökréttu samhengi tilverunnar. Upplýsingar um öll námskeið eru veitt í sima 689278. Mikael handbókin er bók fyrir alla sem velta tilverunni fyrir sér. Fæst í öllum helstu bókaverslunum NYALDARBÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.