Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. áEPTEMBER 1991 Heba heldur við heilsunni Byrjum 9. sept. Besta æfingablanda meö tónlist Bol - magi, rass, læri Teygjur - slökun Nudd- og Trimmform- meöferó HEILSURÆKTIN HEBA, Auðbrekku 14, Kópavogi sími 642209 CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 X-Iöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum! Hver hlýtur hagnaðinn? Síðari grein eftir Gylfa Þ. Gíslason i Markmið skynsamlegrar fisk- veiðistjómar er að sjálfsögðu að vernda fiskistofna og stuðla að því, að úr þeim sé veitt með hag- kvæmum hætti. En'jafnframt verð- ur að haga fiskveiðistjórninni þannig, að gætt sé réttlætis í tekju- og eignaskiptingu. Eigendur þeirra framleiðsluafla, sem hagnýtt eru við veiðar, verða að fá gi'eitt fyrir framlag sitt, hvort sem það eru sjómenn, eigendur veiðarfæra og olíu, þeir sem lánað hafa til rekstr- arins, eigendur skipanna sjálfra eða eigendur fískistofnanna. Fisk- veiðistefnan, sem nú er fylgt, hefur verið gagnrýnd fyrir það, að eig- endur fiskistofnanna, almenningur í landinu, fái ekki greiddan arð af eign sinni. Eigendur skipa fái verð- mæta heimild til þess að hagnýta hana án þess að greiða gjald fyrir. Ymsir, og þá fyrst og fremst for- svarsmenn sjávarútvegsins, gera lítið úr þessu og segja hitt aðalat- riðið, að fiskveiðistefnan leiði til hagræðingar við fiskveiðarnar, sem sé þjóðarbúinu öllu til góðs. Meginstoðir fiskveiðistefnunnar eru tvær. Annars vegar er þeim heildarafla, sem stjórnvöld leyfa að veiddur sé, skipt á milli skipa eftir vissum reglum án þess að greiða þurfi fyrir þessar veiðiheim- ildir. Hins vegar er eigendum skip- anna svo að segja alveg fijálst að eiga viðskipti með þessar veiði- heimildir, kvótana, sín á mili. Eig- andi margra skipa getur flutt veiði- heimildir milli skipa að vild. Og eigandi skips getur selt eiganda annars skips veiðiheimild sína við hverju því verði, sem um semst. Selji eigandi skips allan kvóta sinn verður að leggja skipinu, úrelda það. Málsvarar núverandi fiskveiði- stefnu halda því fram, að þessar reglur tryggi, að flotinn muni smám saman minnka í hagkvæma stærð. II Fyrstu árin eftir að núverandi fiskveiðistefna var tekin upp 1984 hélt verðmæti fiskiskipastólsins áfram að vaxa, þótt hann væri þegar mikið of stór. Sumpart átti þetta rót sína að rekja til þess, að byggð voru ný, afkastamikil og mjög hagkvæm skip, og er hér fyrst og fremst átt við frystitog- ara. Hér var auðvitað um fram- faraspor að ræða. En að verulegu leyti átti aukning flotans rót sín að rekja til óarðbærrar íjárfesting- ar í kjölfar sóknarmarksins svo- nefnda, þ.e. þeirrar reglu, sem í gildi var til síðustu áramóta, að skip máttu veiða eins og þau kom- ust yfir í takmarkaðan tíma. Þessi regla var talin valda óhagkvæmni og var því felld úr gildi við síðustu endurskoðun laganna um fiskveiði- stjórnina. Nú eru veiðiheimildir því eingöngu bundnar við aflamagn og kenndar við aflamark. Verðmæti fiskiskipaflotans eru nú sem betur fer hætt að vaxa. Og vegna þess, að við síðustu ára- mót urðu viðskipti með veiðiheim- ildir, kvóta, í raun og veru alveg fijáls, hefur á þessu ári kveðið enn meira að slíkum viðskiptum en áður. Veiðiheimildir, kvótar, hafa í mjög ríkum mæli verið fluttar milli skipa, sameinaðar á færri skip en áður. Þetta er að sjálf- sögðu hagkvæmt, bæði fyrir eig- éndur skipanna og þjóðarheildina, þar eð veiðarnar verða stundaðar með hagkvæmari hætti en áður. En þegar það er athugað, hversu mörgum skipum hefur verið lagt, vekur það athygli, hversu þau eru fá, þ.e. hversu fiskiskipum með réttindum til veiða fækkar lítið. Það, sem gerist, er, að þeir eig- endur skipa, sem sjá sér hag í því að selja kvóta, selja hann ekki all- an til þess að ekki þurfi að úrelda skipið. Þeir halda eftir dálitlum kvóta til þess að skipið haldi rétt- indum sínum til þess að fá úthlut- að kvóta að nýju. Þetta er vissu leyti skiljanlegt frá sjónarmiði eiganda skipsins, sem er að selja kvóta. Óvissa ríkir um, hver verða muni framtíðar- skipun fiskveiðistjórnarinnar. Menn vilja því bíða átekta. Þetta staðfestir á hinn bóginn það, sem haldið var fram í fyrri grein, að núverandi skipan tryggir engan veginn, að flotinn minnki með nægilegum hraða í nauðsynlega stærð. Og samfara þeirri óumdeil- anlegu hagræðingu, sem siglir í kjölfar sameiningar veiðiheimilda hjá æ færri skipum á sér stað gífur- leg eignasöfnun hjá mörgum út- gerðarfyrirtækjum. Þau bókfæra sem eign sína keypt kvótaverð- mæti, sem nema milljörðum, og mega telja afskriftir af þessum verðmætum til frádráttar tekjum sínum. Slíkt ástand má ekki vara öllu lengur. III Afleiðing, þess, að allir eru nú orðnir sammála um, að fiskveiði- flotinn sé orðinn alltof stór, er auðvitað sú, að allir gera sér ljóst, að hann verður að minnka veru- lega. Sá, sem þetta ritar, og fjöl- margir aðrir eru þeirrar skoðunar, að núverandi skipun fiskveiði- stjórnarinnar tryggi ekki nægilega minnkun hans. Það á ekki einung- is rót sína að rekja til þess, að Dr. Gylfi Þ. Gíslason „Er rétt að andmæia enn einu sinni þeirri fjarstæðu, að gjald fyr- ir hagnýtingu fiski- stofna séu álögur á út- gerðina og hún hafi ekki efni á slíku gjaldi. Verulegur og vaxandi hluti útgerðarfyrir- tækja greiðir nú í ár slíkt gjald. Það lendir bara á röngum stað: í vasa annarra útgerðar- fyrirtækja, en ekki til almennings í landinu.“ óvissa ríkir um framtíðina. Þótt gildandi lög yrðu gerð ótímabundin væri ekki heldur nein trygging fyrir því, að flotinn minnkaði í hæfilega stærð. í öllu falli tæki það mjög langan tíma. Og ranglát eignasöfnun héldi áfram hjá ein- stökum útgerðarfyrirtækjum. Þeim mun lengri tími, sem liði, þeim mun nær því drægi, að skipa- eigendur teldu sig eiga fiskistofn- ana við landið. Vandamálið, sem Ijallað er um í þessum tveim gi’einum, er, hvað muni gerast varðandi minnkun flotans að öllu óbreyttu, og hvað eigi að gera til þess stuðla að því, að hún fari fram sem skjótast og með sem hagkvæmustum og rétt- látustum hætti. IV Það gæti verið gagnlegt að gera sé grein fyrir því, hver yrði afleið- ing þess, ef hægt væri að minnka fiskiskipaflotann í einu vetfangi um þriðjung. Auðvitað er það ekki hægt. En engu að síður má að gera sér grein fyrir ýmsum hliðum þess ástands, sem skapaðist, ef flotinn væri aðeins tveir þriðju hlutar þess, sem hann er nú. Það er t.d. augljóst, að útgerðarkostn- aður flotans yrði miklu minni en hann er nú. Ef kaupgjald og vei'ð- lag innanlands héldist óbreytt, verðlag á innfluttum rekstrarvöi'- um sömuleiðis og gengi krónunnar væri hið sama og nú, er auðséð, að gífurlegar hagnaður yrði á út- gerðinni. Auðvitað hlyti minnkun flotans að hafa kostað eitthvað. En afskrift þriðjungs flotans gæti aldreið kostað nema lítinn hluta af þeim gífurlega hagnaði, sem myndast mundi á skömmum tíma. Hér skal alveg horft fram hjá þeim vandamálum, sem tengjast afskrift þess þriðjungs flotans, sem ekki ér þörf á til veiða. Ekki ætti að þurfa að taka fram, að slíkur ofsa- hagnaður hjá útgerðinni væri óeðli- legur. Gildandi skattalöggjöf nægði ekki til þess að gera hann ásættanlegan. Hann stangaðist al- gerlega á við réttlætistilfinningu alls almennings. Ef fylgt yrði sömu stefnu í geng- ismálum og fylgt hefur verið í ára- tugi, þ.e. að miða gengi krónunnar við það, að rekstur útgerðar væri í sæmilegu jafnvægi, ætti að bregðast við slíkum gróða með hækkun á gengi krónunnar. Slíkt kæmi hins vegar ekki til greina. Ýmis iðnaður og margvísleg þjón- usta afla næstum helmings gjald- eyristeknanna og gæti ekki staðið undir slíkri gengishækkun. En hvernig ætti þá að gera ástandið viðimandi? í því sambandi væri nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, hvernig hinn óeðlilegi gróði væri til kom- inn. Skýringin er auðvitað fyrst og fremst sú, að bókhald útgerðar- innar hefur ekki verið rétt frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Hún hefur aldrei talið til gjalda einn kostnað- at'lið, afgjald' fyrir hagnýtingu fiskistofnanna. Hér er um að ræða jafnsjálfsagðan kostnaðarlið og laun, afskriftir, vexti, olíu, veiðar- færi o.s.frv. Myndun ágóðans á auðvitað sumpart rót sína að rekja til þeirrar hagræðingar, sem átt hefur sér stað. Að því leyti er ekk- ert við hann að athuga. Af þeim gróða er eðlilegt, að greiddur verði venjulegur skattur. En með þann hluta hagnaðarins, sem á rót sína að rekja til þess, að útgerðin hefur ekki greitt þjóðarheildinni fyrir afnot sín af fiskistofnunum, verður að fara öðru vísi. Þann hagnað á þjóðin og verður að fá hann greidd- an. V Hér er alls ekki einungis um að ræða hugmynd, óraunhæft dæmi. y ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ I BORGARNES V VIÐ BORGARF'JARÐARBRU Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Utibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Urvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.