Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 12
I 12 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 Um húsnæðismál eftir Halldór Jónsson Eitt af stórverkefnum þessarar þjóðar eftir síðasta stríð, var að koma fólkinu fyrir í mannsæmandi íbúðum, sem þá bjó margt í brögg- um og öðru heilsuspillandi hús- næði. Þetta tókst með ríkisátaki, þar sem húsnæðislánakerfið var. En snemma fór að bera á því, sér- staklega eftir að Framsóknarára- tugurinn fyrsti gekk í garð, að illa gekk að viðhalda fé Byggingar- sjóðs ríkisins vegna verðbólgunnar sem sótti á þó hægt færi í fyrstu. Vegna verðbólgunnar þurftu þeir sem óverðtryggð húsnæðislán höfðu fengið í minna en 10% við- reisnarverðbólgunni aðeins að borga til baka rheð hraðminnkandi Framsóknarkrónum, eftir að ríkis- stjórn framsóknarmanna og kommúnista hleypti öllu í bál og brand 1971 með styttingu vinnuvi- kunnar og lögbundinni kauphækk- un, ásamt skuttogarafylleríinu sem enn heldur raunar áfram þó undir nýju kvótaflaggi sé. En verkefnið var ekki leyst. Nýir árgangar fólks þurftu nýtt húsnæði. Bankarnir voru að hrynja í óðaverðbólgu Framsóknaráratug- arins, peningasparnaður var að verða óþekktur og æ erfiðara var að afla lánsfjár til húsbygginga. Þá var farið að verðtryggja fjár- skuldbindingar. Allt í einu var aft- ur hægt að geyma peninga í öðru en steinsteypu. Framboð á fé jókst skiljanlega og menn urðu að breyta lagalegu gildismati sínu á því hvað væri okur og hvað væri bisness. En síðan þurfti að lækka kaupið með gengisfellingum þegar taxt- arnir höfðu verið spenntir of hátt með verkföllum. Kaupvísitalan var afnumin. Ohjákvæmilega kom fram misgengi kaupgjalds, verð- lags og vaxta. Mann hrópuðu hátt um misrétti í húsnæðislánum, þar sem eldri lán voru ekki verðtryggð eins og þau nýju. I þessari umræðu gleymdu menn því gjarnan, að lánahlutfallið hafði allt stórhækkað með verðtrygging- unni. Sífellt yngra fólk gat fest kaup á húsnæði með aðstoð hús- næðislánakerfisins án þess að hafa sparað saman höfuðstól. En jafn- framt jókst auðvitað íjármagns- kostnaðurinn á hveija íbúð. Þetta skulduga fólk varð hart úti. Aðstæður manna höfðu breyst frá því að geta ekki fengið nema lág lán til húsbygginga, sem þeir borguðu ekki öll til baka. Nú fengu menn há lán, sem þurfti að borga. Þessu gleyma þeir oft sem finnst að þeir hafi tapað af verðbólgunni góðu, þegar heil kynslóð var sögð hafa grætt á að féfletta gamla fólkið. Byggi ngarkostn aðu r hefur lækkað í raun frá því sem áður var við ýmsar sérstakar ráðstafan- ir. Sagt hefur verið að hann hafi til dæmis lækkað um 10% við það eitt, að Davíð og hans menn sköp- uðu nægt lóðaframboð fyrir alla í Reykjavík. Ny tækni á byggingarstöðum jók einnig byggingahraða og og hagkvæmni. Nyjar tölur segja okk- ur að byggingakostnaður á íslandi sé lægri en víða annars staðar. Þó er hætt við að gengisfall á haust- dögum myndi breyta þeim mynd okkur í óhag. 1986 var gert átak til þess að auka framboð og lánshlutfall hús- næðislána. Menn athuguðu bara ekki að 3,5% vextir á húsnæðislán í upphafi okuraldar meðan önnur lán báru fijálsa vexti ofan á ríkis- bréfavaxtastigið, sem ræður öllu vaxtastigi í landinu, leiddu til enda- loka Byggingasjóðs ríkisins og sí- fellt lengri biðraða eftir þessum ódýru lánum. Menn gáfust upp fyrir vandanum. Húsnæðiskerfið hrundi. Hvergi í heiminum hafa raurf- vextir af peningaeign geta haldist nema frá einhveijum mínus til plús 1,5% til iengri tíma. Þjóðfélög bera ekki meira. Okkar fáránlega vaxt- astig á útlánum byggir alfarið á ósvífni ríkisvaldsins í hávöxtum ríkisbréfa, sem bera uppi ævintýri pólitíkusanna eins og við sjáum þau til dæmis birtast í fallíttum Byggðastofnunar og Stefánssjóð- anna. í heilabúum stjórnmálamann- anna verður allur ríkissjóðshallinn til. Áframhald hans og árlegur vöxtur mun fyrr en síðar leiða til atvinnuleysis peningaseðla okkar, sem aftur þýðir kreppu og atvinnu- leysi fólksins. Þessi þróun er þegar hafin þeg- ar bankar sitja uppi með milljarða í verðtryggðum innistæðum, sem þeir geta ekki lánað út á verð- tryggðum kjörum. Þá eru keyrðir upp vextir og gjöld á öllu öðru, sem atvinnureksturinn getur ekki borið til lengdar. Auk þessa er bankakerfi íslend- inga alltof dýrt, sem sést best á því að bankastarfsmenn eru hér hlutfallslega tvöfalt fleiri en í Bandaríkjunum þó þeir velti mun minna. Enda ijölgar opinberum starfsmönnum um þijá á hveijum 40 klukkustundum og töluvert af því hjá ríkisbönkunum. Það er ekkert lögmál að allir vextir skuli miðast við 8,1% vegna krónísks hallareksturs ríkissjóðs sem býður þetta í peninga fólks- ins, sem á lífeyrissjóðina. Hallalaus ríkissjóður þyrfti ekki lán og allir vextir í landinu myndu þá geta lækkað um 8,1%. Væru ríkisbréfa- vextir 3% yfir verðbólgu myndu allir vextir í landinu fylgja á eftir og lækka um 5%. Ríkið gerir sér sekt sína í raun- inni ljósa, með því að taka upp vaxtabótakerfið. Með því viður- kennir það, að enginn getur borgað þann ijármagnskostnað, sem það hefur vakið upp með ríkisbréfa- trippinu, sem er bein samkeppni við atinnulífið og einstaklingana. Húsbréfin Frammi fyrir gjaldþroti gjafa- stefnunnar í Byggingasjóði ríkisins voru tekin upp húsbréfin, sem Al- þýðuflokkurinn boðaði sem sitt fagnaðarerindi, þó að það sé í raun- inni aðeins nýtt form á fijálsri skuldabréfasölu. Svona bréf bera hins vegar ein- hvern sósíaldemókratískan huliðs- hjálm, sem er ríkisábyrgð og happ- drættisvon. Kratar héldu því fram að markaðurinn myndi trúa þessu og kaupa þetta á pari. Markaðurinn er auðvitað ekkert vitlausari en venjulega og mat þessi húsbréf því fljótlega eins og önnur skuldabréf til langs tíma. Tölvurnar reikna á augnabliki verðmæti hvers bréfs útfrá ávöxt- Halldór Jónsson „Húsbréfakerfið hefur þannig sýnt sig að vera ekki sú lausn á hús- næðismálum þjóðarinn- ar, sem stefnt var að. Það er lánað of mikið til hverrar íbúðar og til of stutts tíma. Það er tímalengd lánsins frem- ur en vextirnir sem skipta sköpum." unarkröfu markaðarins og tíma- lengd. Húsbréfin eru ekkert öðru- vísi. Nú hafa verið gefin út húsbréf í stórum skömmtum og var sér- stökum viðskiptavökum falið að tryggja sölugengi bréfanna. En jafnhliða þessu þurfti ríkissjóður að selja enn meira af bréfum sínum og víxlum. Hann keppir því við allt og alla um ljármagn lands- manna. Vextir og afföll ijúka því upp. Frá er skemmst að segja, að húsbréfaafföll hafa nálgast 25% með öllum kostnaði og ávöxtunar- krafa hækkar nokkuð örugglega enn meira með aukinni ríkisbréf- aútgáfu sem yfirvofandi er. Hinn endi markaðarins, fólkið hefur hinsvegar við þetta að mestu misst lystina á að kaupa ný hús á byggingarkostnaðarverði. Til við- bótar breyttu gildismati og aukinni útþrá, hefur það beint sjónum sín- um að gömlum húsum, sem fást fyrir lægra verð. En þeim fer fjölgandi sem sjá að það er skynsamlegast í þessari stöðu að raða sér á félagslega kerfið, þar sem vextir eru niður- greiddir beint af ríkisvaldinu og lánstíminn nægur. Félagslega íbúðakerfið er því það sem koma skal segja kratar. Það sannar vax- andi aðsókn'. Byggingastarfsemi nýrra íbúða á fijálsum markaði er því að mestu að leggjast af. Hundruðir nýrra íbúða seljast ekki. Hvað skal gera? Bent hefur verið á, að taka megi upp ríkisábyrgð á fasteigna- verðbréf beint vegna íbúðabygg- inga í stað húsbréfanna. Þannig gætu menn ráðið afföllum með tímalengd, sem væri til hagsbóta með auknum sveigjanleika bæði lánstíma og gjalddaga. En þetta nægir ekki eitt og sér. 1986 kerfið var í sjálfu sér nokk- uð gott og gæti verið til framtíðar ef vextir í því fylgdu markaðnum. Þannig myndi Byggingasjóðurinn vera varðveittur. Það er lánstíminn sem skiptir meira máli en vextirnir. Vaxtabótakerfi í gegnum skatt- inn gæti þá, ásamt vissum for- gangi, komið þeim til góða, sem eru að byggja fyrstu íbúðir. Endurreisn byggingalána til Iangs tíma myndi geta hleypt nýju lífi í Byggingasamvinnufélög til dæmis. En þau eru nú flest að leggja upp laupana. Þessi félög hafa komið ungu fólki vel og hald- Þórður H. Hilmarsson for- stjóri Globus hf. „Reynsla okkar af starfsmönnum, sem stundað hafa nám í Skrifstofu- og ritaraskólanum, sýnir að námið hentar í alla staði vel til hvers konar -ritarastarfa og allra almennra skrifstofu- starfa. Sérstaklega hefur verið áberandi hversu fljótt þessir starfsmenn hafa náð tökum á nýju starfi og nýjum verkefnum." Katrín Óladóttir ráðningastjóri hjá Hagvangi „Skrifstofu- og ritaraskólinn hefur markvisst unnið að því að þjálfa og leiðbeina þeim, sem áhuga hafa á að gegna skrifstofustörf- um. Atvinnurekendur hafa í aukn- um mæli sýnt áhuga á að ráða nýútskrifaða nemendur skólans til almennra skrifstofustarfa. Er það bæði þeirra mat og okkar, sem vinnum við starfsmannaráðningar, að þeir, sem útskrif- ast með góðan vitnisburð, séu vel undirbúnir til að tak- ast á við svo fjölbreytt starf sem hið almenna skrifstofu- starf er í dag." Viltu auka atvinnumöguleika þína? KVÖLDNÁMSKEIÐ Skrifstofu- og ritaraskólans Til að auðvelda þeim, sem stunda vinnu og hafaáhugaáað aukastarfsmögulcika sína, býður Skrif- stofu- og ritaraskólinn kvöldnámskcið, þar sem hægt cr að Ijúka almcnna skrifstofunáminu á þremur önnum í stað tveggja. Kennsla hefst 16. september næstkomandi. Ath! Kennsla í dagskóla hefst miðvikudaginn 11. september, fáein pláss laus. Nánari upplýsingar í símum 621066 og 10004. SR SKRIFSTOFU- OG RITARASKÓUNN Stjórnunarfélag íslands Skrifstofu- og ritaraskólinn er í eigu Stjórnunarfélags íslands. Skólinn er starfræktur i Reykjavík, á Selfossi, í Vestmannaeyjum, í Keflavík, á ísafirði og á Egilsstöðum. ið byggingakostnaði niðri með staðreynslu. Dauði þeirra er því spor aftur á bak. Húsbréfakerfið hefur þannig sýnt sig að vera ekki sú lausn á húsnæðismálum þjóðarinnar, sem stefnt var að. Það er lánað of mik- ið til hverrar íbúðar og til of stutts tíma. Það er tímalengd lánsins fremur en vextirnir sem skipta sköpum. Áð því leyti væri 1986 kerfið betra fyrir almenning með nauð- synlegustu leiðréttingum. Hin giórulausa útþensla félagslega íbúðakerfisins, sem Byggingasjóð- ur íjármagnar nú með 1% vöxtum og 90% fjármögnun til 43 ára í samkeppni við einkaframtakið á 8% húsbréfamarkaðnum með 25 ára lánstíma, nær ekki nokkurri átt. Hverskonar þjóðfélag er það eig- inlega, sem býður eldri borgurum sínum 43 ára lánstíma meðan unga fólkið fær 25 ára lán og sjöfalda vexti til viðbótar? Þegar eru um 40% nýrra íbúða nú byggðar í félagslega kerfinu, sem þýðir að annarhver Islending- ur telur sig þurfa aðstoð af þessu tagi. Það er athyglisverð niður- staða. Hitt er þó öllu alvarlegra, að við blasir að hin 60% fólksins munu aldrei hafa efni á að greiða þetta niður með sköttum sínum samtím- is og hann er að byggja yfir sig á okurvaxtastigi ríkissjóðs. Rikis- sjóðshallinn mun því ekki geta lækkað af þessum ástæðum. Vissulega verður ávallt að finna lausnir á húsnæðisvanda fólks í félagslegum erfiðleikum. En út- þensla félagslega íbúðakerfisins má ekki verða til þess að fólk keppi að því að verða sem tekjulægst, eða að hjón skilji til þess að kom- ast í forgangshópa þessa kerfis. Ofurkapp stjórnmálamanna á vinstri vængnum á ágæti og nauð- syn hins félagslega íbúðakerfis hefur nú haft þær afleiðingar, að r sjálfseignarstefnan í húsnæðismál- um, sem hefur verið bakbein hinn- ar íslenzku vísitölufjölskyldu, er á hröðu undanhaldi og verður brátt aldauða ef ekkert verður að gert. 40% hlutfall félagslegra íbúða staðfestir aðeins að íslendingar eru greint fólk, sem kann að nýta sér framboðin tækifæri. Það segir hins vegar ekkert til um raunverulegan hug landsmanna til húsnæðismála. Það getur ekkert einkafyrirtæki í byggingariðnaði keppt við þá kommisara í Húsnæðisnefndunum, sem áður nefndust stjórnir verka- mannabústaða, sem nú byggja í stórum stíl með ótakmai'kað fé milli handa. Húsnæðisnefndirnar senda bara reikningana niður í Húsnæðis- stofnun þar sem aðrir kommisarar greiða hann út í hönd. Á meðan hafa frjáls félög ungs fólks, eins og t.d. Byggung, orðið að greiða hæstu yfirdráttarvexti fyrir fram- kvæmdalán sín og njóta engrar opinberrar fyrirgreiðslu lengur. Þetta er sósíalismi andskotans á hástigi. Niðurlag Tökum upp því 1986 kerfið að nýju, lánum 40-60% íbúðaverðs til 40 ára með vöxtum sem duga sæmilega til viðhalds kerfisins. Húsbréf eða fasteignabréf á mark- aðsvöxtum geta svo verið viðbót við þetta eftir því sem menn tre- ysta sér til að taka mikil lán til að byggja yfir sig. Að þessu fengnu munum við geta ákvarðað þörfina fyrir félagslegar íbúðir mun nánar en við getum nú. Við verðum að gera ungu fólki kleift að trúa á framtíð sína í þessu landi. Það gerist ekki nema við sköpum því tækifæri til-þess að hjálpa sér sjálft í stað þess að gera það að kerfisdýrkendum svo- nefndra félagslegra lausna, sem þýða aldrei annað en það. eitt, að einhver annar en notandinn skuli greiða reikninginn. Ilöfundur er verkfnrdmgur og annnr af forstjórum St oyp us t ö() varinimr hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.