Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 Vangaveltur um kosningar á Bretlandi: John Major segir ríkisstjórn sína enn hafa verk að vinna London, Hong Kong. Reuter. VANGAVELTUR um það að íhaldsstjórnin á Bretlandi myndi brátt boða til kosninga fengu byr undir báða vængi þegar ákveðið var á miðvikudag að lækka vexti til þess að bjarga breskum efnahag úr þeim öldudal, sem hann hefur verið í. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem staddur er í Hong Kong, vill hins vegar ekki tjá sig um dagsetningu kosninga og segir ríkisstjórn sína „enn hafa verk að vinna“. Ný Gallup-skoðanakönnun segir að íhaldsflokkurinn hafi nú 4,5 prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Breski seðlabankinn lækkaði út- lánsvexti á peningum til annarra banka niður í 10,5 prósent á mið- vikudag. Það er túlkað sem merki til viðskiptabanka um að lækka útl- ánsvexti að sama skapi og þeir létu ekki á sér standa. Breska sterlingspundið hækkaði á gjaldeyrismörkuðum vegna þess- arar ráðstöfunar ríkisstjórnarinnar, þótt hagfræðikenningar kveði á um það að lækki land vexti leiði það til þess að menn selji gjaideyri þess lands og halli sér að gjaldmiðli lands með hærri vexti. Veðmangarar sögðu að líkur íhaldsflokksins á sigri í kosningum hefðu aukist við vaxtalækkunina og sögðu þær vera átta á móti ellefu. Efnahagslífíð tók afturkipp þegar vextir voru hækkaðir í 15 prósent 1989. Vextir hafa hins vegar verið lækkaðir jafnt og þétt frá því í októ- ber á síðasta ári og á almenningur því auðveldara með að verða sér úti um fjármagn auk þess sem lægri vextir af húsnæðislánum hafa minnkað greiðslubyrði, svo dæmi sé tekið. Gallup-stofnunin birti í gær skoðanakönnun þar sem íhalds- flokkurinn hafði fjögurra og hálfs prósentustigs forskot á Verkamann- aflokkinn. í skoðanakönnuninrii kváðust 39,5 prósent aðspurðra myndu kjósa íhaldsflokkinn ef þeg- ar yrði gengið til kosninga, 35 pró- sent kváðust fylgja Verkamanna- flokknum að málum og 19,5 prósent sögðust styðja fijálsa demókrata. Þetta er önnur skoðanakönnunin í þessari viku þar sem íhaldsflokkur- inn hefur forskot á Verkamanna- flokkinn. í Mori-skoðanakönnun, sem birtist í fyrradag var forskotið tvö prósentustig. í fyrri skoðana- könnunum hefur Verkamannaflokk- urinn allajafna haft sjö prósentu- stiga forskot á íhaldsflokkinn. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, kvaðst telja að John Major forsætisráðherra væri að búa sig undir kosningar 7. nóv- ember og bætti við að það hentaði sér ágætlega. Verkamannaflokkur- inn og stuðningsmenn hans í stétt- arfélögum segja að Major eigi eftir að gjalda fyrir atvinnuleysið, sem hefur fylgt í kjölfar kreppunnar á Bretlandi, í kosningunum. Talið er að 2,4 milljónir manna séu nú at- vinnulausar á Bretlandi og er það mesti ijöldi í þrjú ár. Reuter Frá fulltrúaþingi Sovétríkjanna í gær. Eftir hótanir Míkliaíls Gorbatsjovs og margar atrennur sam- þykkti þingið að leggja sjálft sig niður og Sovétríkin í núverandi mynd. Ályktun fulltrúaþings Sovétríkjanna: Millibilsástand uns lýð- veldin semja um samstarf Mncl/vu Rantai* Moskvu. Reuter. Fulltrúaþing Sovétríkjanna samþykkti í gær að fella úr gildi núverandi stjórnskipun Sovétríkjanna og setja þijár nýjar valda- stofnanir á fót til bráðabirgða. Þar með hverfa Sovétríkin af sjón- arsviðinu í núverandi mynd að minnsta kosti. Ekki er ljóst hvern- ig nýr samstarfsvettvangur lýðveldanna, Samband fullvalda lýð- velda eins og Sovétforsetinnn kýs að nefna hann, verður; sambands- ríki, ríkjabandalag eða samveldi. Fulltrúaþingið samþykkti jafn- framt viljayfirlýsingu um nýskipan samstarfs lýðveldanna þar sem hvert þeirra ræður að hve miklu leyti það tekur þátt. Tii að mæta mismunandi óskum lýðveldanna um sjálfstæði er stefnt að því að þau taki misjafn- lega virkan þátt í hinu nýja sam- bandsríki, það verði sem sagt lag- skipt. Líklegt er talið að Rússland, Hvíta-Rússland, Kazakhstan, Túrkmenistan, Tadzhikistan, Úz- bekistan og Kirgisistan myndi kjarnann í sambandsríkinu þar sem vamar- utanríkis- og efna- hagsmál verði sameiginleg. Lík- legt er að þessi lýðveldi hafi sam- eiginlega stjómarskrá sem verði þó að ýmsu leyti réttlægri en lög lýðveldanna sjálfra. Næst komi lýðveldi sem stefna að stjómmálalegu sjálfstæði en vilja þó náin tengsl við sambands- ríkið. Þannig mætti sjá fyrir sér að Armenía og Úkraína gerðu tví- hiiða sáttmála við sambandsríkið um sameiginleg vamar-, utanrík- is- og viðskiptamál. Júríj Tsjerbak, þingmaður frá Úkraínu, sagði í gær að hann sæi fyrir sér að Úkraínumenn gætu orðið reiðu- búnir að taka þátt í ríkjabandalagi sem sniðið yrði eftir Evrópubanda- laginu. Hins vegar væri útilokað að Úkraína gengist undir sameig- inlega stjórnarskrá. í þriðja lagi væru lýðveldi sem einkum geta hugsað sér að taka þátt í efnahags- og viðskiptasam- starfí. Jafnvel er talið hugsanlegt að öll fyrrverandi Sovétlýðveldin fímmtán gætu bundist slíkum frí- verslunarsamtökum. í ályktun fulltrúaþingsins er stefnt að því að gera sáttmála um nýskipan Sovétríkjanna og nýja stjórnarskrá á grundvelli hans. Segir þar að valdaránið í Sovétríkj- unum í ágústmánuði og sigur lýð- ræðisaflanna hafí veitt sögulegt tækifæri til að hraða endurnýjun Sovétríkjanna. Til þess að afstýra frekari gliðnun Sovétríkjanna er lýst yfir að hafíst hafi millibils- skeið sem nota eigi til að ijúka samningsgerð um nýtt ríkjabanda- lag sem reist verði á „frjálsri þátt- töku lýðveldanna og hagsmunum fólksins“. Þangað til nýr sambandssátt- máli tekur gildi munu þijár stofn- anir fara með völd í Sovétríkjunum Sovétríkin í 74 ár: Kúgunartækin brugðust í rúss- nesku byltinminni hinni síðari Mnaliun Tho rinílt/ Tnlnnrnnli Moskvu. The Daily Telegraph. Sovétríkjanna verður minnst sem heimsveldis þar sem fór fram ógnarlegasta tilraun mannkynsögunnar, tilraun til að setja í eina deiglu hundruð þjóða og skapa nýja mannveru, homo sovietieus, tilraun sem kostaði 50 milljónir manna lífið að mati Prövdu og Izvestý'u og eru fórnarlömb stríðsins þá ekki meðtalin. í Sovétríkj- unum kom hugmyndafræði kommúnismans í stað trúarbragða, þegnunum var haldið í skefjum með ógnarstjórn sem hrundi þegar helstu kúgunartækin, herinn og öryggislögreglan, megnuðu ekki að bæla niður rússnesku byltinguna hina síðari. Enginn hefði orðið meira hissa en Vladímír Lenín hefði hann vitað að Sovétríkin ættu eftir að stand- ast tímans tönn í 74 ár. Stofnandi Sovétríkjanna var þeirrar trúar að ríki verkalýðsins myndi ekki lengi standast árásir kapítalismans. Hann treysti á að heimsbylting myndi fylgja í kjölfar stofnunar ríkis alþýðunnar. I öngþveitinu við lok fyrri heimsstyijaidar virtust Sovétrfkin í stakk búin til að leggja heiminn undir sig. Ríkisstjórnir hollar kommúnistum voru settar á stofn í Ungveijalandi og víðar 1919 en héldu ekki velli. Þegar ljóst var að byltingin breiddist ekki út neyddust bolsévikkar til að ein- skorða sig við heimalandið, gamla rússneska heimsveldið sem teygði sig frá Eystrasalti til Kyrrahafs. Sovétríkin í núverandi mynd má rekja aftur til ársins 1922. Flest þau ríki sem öðlast höfðu sjálf- stæði frá keisaraveldinu voru aftur komin undir eina stjórn. í stað Rússlands kom Samband sovéskra sósíalískra lýðvelda. „Sovét“ þýðir ráð á rússnesku og var eitt af slag- orðum byltingarinnar. Undir dæ- malausri ógnarstjórn Stalíns fengu lýðveldin á sig mynd ríkis þótt engin völd fylgdu, t.d. gátu þau haft eigin utanríkisráðherra. Á fjórða áratugnum þegar þjóð- ernishyggja fór ljósum logum um Evrópu bundu margir sem voru vonsviknir með gömlu skipanina í álfunni vonir sínar við Sovétríkin og hugmyndafræði þeirra. Þeim sem sáu það sem duldist bak við pótemkín-tjöldin, fátæktina og ógnina, snerist þó fljótt hugur. Andstætt við önnur heimsveldi jókst ekki dýrðin þegar nær dró hjarta þess, Moskvu. Lífsgæðin virtust mun meiri í Georgíu og Eystrasaltsríkjunum þar sem ítök flokksins voru minni. Það tók flokkinn sem kenndi sig við sósíalisma tvær til þijár kyn- slóðir með hamslausri harðstjórn að ala upp ósjálfstæði í þegnunum. í stað þjóðerniskenndar kom so- vésk dýrkun á Lenín og afrekum sósíalismans. Flokkurinn og kenn- ing hans hélt ríkinu saman og þegar hann brast hrundi ríkið. Það var úr þessum sama flokki sem upp reis leiðtogi sem sá að inniviðir ríkisins voru fúnir, Míkha- íl Gorbatsjov. Hann innleiddi glasnost og perestrojku, leyfði frelsun Austur-Evrópu en átti að sögn nánustu aðstoðarmanna þátt í að leiða yfir sig valdarán harðlín- umanna. Er hann sneri aftur til Moskvu eftir gagnbyltingu hafði hann enn ekki áttað sig á breyttum aðstæðum, sagðist enn trúa á sós- íalismann. Nokkrum dögum síðar hafði flokkurinn verið bannaður, KGB stokkað upp og nú stendur hann yfir moldum ríkisins sem ekki var hægt að endurnýja. auk forsetans „til þess að tryggja friðsamlega og stöðuga þróun í átt til lýðræðislegs og borgaralegs þjóðfélags," eins og segir í ályktun fulltrúaþingsins í gær. Þingið mun starfa í tveimur deildum. í lýðveld- isráðinu verða sendinefndir frá lýðveldunum og verða 20-52 full- trúar í hverri nefnd. Hvert lýð- veldi mun þó einungþ hafa eitt atkvæði. í sambandsráðinu verða þingmenn, valdir úr Æðsta ráðinu, sem var nokkurs konar smækkuð mynd fulltrúaþingsins sem lagt var niður í gær. Ríkisráðið fer með fram- kvæmdavaldið og verða ákvarðan- ir þess æðri samþykktum þings- ins. Þar eru forseti Sovétríkjanna, Míkhaíl Gorbatsjov, og leiðtogar lýðveldanna. Ráðið fer með ut- anríkismál, vamarmál, löggæslu og öryggismál. Ríkisráðið mun sjálft ákveða hvort ákvarðanir þess verða teknar samhjóða eða með einföldum meirihluta. í efnahagsnefnd, sem leysir núverandi ríkisstjórn Sovétríkj- anna af hólmi, munu sitja fulltrúar lýðveldanna og er hennar hlutverk að samræma efnahags- og félags- mál og sjá um daglega stjórn efna- hagsmála eins og það er orðað. Gorbatsjov mun tilnefna formann nefndarinnar sem er háður sam- þykki ríkisráðsins. Nefndinni er falið að gera sáttmála um efna- hagsbandalag sem verði opið að því leyti að lýðveldi geti gerst aðil- ar án þess að undirrita sambands- sáttmálann. að þessar bráðabirgðastofnanir þurfi ekki að vera lengur við lýði en í nokkra mánuði á meðan samn- ingsgerð um nýtt ríkjasamband stendur yfir. Þó kynnu t.d. deilur um landamæri að verða óþægur ljár í þúfu. Einungis ríkir sátt um þrenn landamæri milli Sovétlýð- velda og alls eru landamæradeilur milli lýðvelda og héraða innan Sovétríkjanna 75 talsins. Um þau fimm lýðveldi (Eist- land, Lettland, Litháen, Georgíu og Moldovu) sem að svo stöddu hyggjast ekki taka þátt í nýju ríkj- asambandi segir í ályktun fulltrúa- þingsins að sjálfstæði þeirra sé bundið því skilyrði að þau hefji viðræður við Sovétríkin til að leysa fjölda mála sem tengjast sam- bandssiitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.