Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 21 Bankamenn ákærðir Kviðdómur í Tampa í Flórídaríki hefur ákveðið að mál verði höfðað á hendur 'sex embættismönnum BGCI-alþjóðabankans og for- sprakka Medeliin-eiturlyfja- hringsins vegna gruns um að hafa komið milljóna dollara hagnaði af eiturlyfjasölu í umferð í gegn- um BCCI-bankann. í ákærunni sem kviðdómurinn sendi frá sér var BCCI-bankinn kallaður „ljárglæfrastofnun“, en samt var hann ekki formlega ákærður. Til- kynnt var um málshöfðunina þeg- ar einn hinna ákærðu, Syed Ali Akbar, fyrrum féhirðir bankans, var handtekinn í borginni Calais í Frakklandi. I ákærunni er því haldið fram að yfir fjórtán milljón- um dollara (um 850 milljónir ISK) af eiturlyfjagróða hafði verið komið í umferð. Sakborningarnir eiga yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. Á myndinni sést lögregla leiða Akbar á brotf eftir handtök- una í gær. Reuter Réttarhöldin yfir Noriega: Leit að kviðdómi hafín Miami. Reuter. DÓMSYFIRVÖLD í Miami á Flórida hófu í gær leit að kvið- dómendum til að dæma í máli Manuels Noriega, fyrrum leiðtoga Panama, sem sakaður er um aðild að eiturlyfjasmygli. Talið er að það muni taka tvær til þrjár vikur að finna tólf hlutlausa kviðdóm- endur auk sex varamanna. Valdir höfðu verið út 95 möguleg- ir kviðdómendur og voru þeir leiddir inn til yfirheyrslu hjá dómaranum í málinu, William Hoveler, í gærmorg- un að viðstöddum Noriega, eiginkonu hans og dætrum. Kvaðst Hoveler trúa því statt og stöðuglega að það myndi takast að setja saman kvið- dóm. Veijendur Noriega segja að það geti jafnvel reynst ómögulegt að finna fólk sem ekki hafi þegar rrijög ákveðnar skoðanir á málinu en um það hefur mikið verið fjallað í fjöl- miðlum. Saksóknarar í málinu sögðu í gær að ef mjög erfitt reyndist að fínna hlutlausa menn í kviðdóminn í Miami myndu þeir hugsanlega fara fram á það við dómarann að hann færði réttarhöldin til annarrar borgar. ------*-*-*----- EB og- EFTA: Ráðherrafund- ur í október Haag. Reuter. HANS van den Broek, utanríkis- ráðherra Hollands og forseti ráð- herraráðs Evrópubandalagsins, lagði til í gær að ráðherrar að- ildarríkja EB og Fríverslunar- bandalags Evrópu hittust í októ- ber til að blása lífi í viðræðurnar uni Evrópskt efnahagssvæði. Van den Broek lagði þetta til er hann ræddi við Paavo Váyrynen, utanríkisráðherra Finnlands, sem nú er í Hollandi. Talsmaður hollenska utanríkisráðuneytisins sagði líklegt að fundurinn yrði haldinn í Brussel upp úr miðjum október. Ný OECD-skýrsla: Dönum hrósað í efnahags- málum Kaupmannahöfn. Reuter. SAMKVÆMT skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem kom út á miðviku- dag hafa Danir sýnt miklar framfarir í efnahagsstjórn sinni síðustu tvö ár. Ríkissljórnin verður þó að fylgja þröngri fjá- lagastefnu sinni af meiri ákveðni, segir í skýrslunni. í skýrslunni var Dönum hrósað fyrir að hafa náð verðbólgunni nið- ur í 2,9%, sem er með því lægsta sem gerist í OECD-löndunum. Dön- um var einnig hælt fyrir að ná að skila afgangi í ríkisrekstrinum eftir að hallarekstur undanfarinna 26 ára. Þó sagði í skýrslunni að Danir yrðu að leggja aukna áherslu á að gera vinnumarkaðinn sveigjanlegri og draga úr miklu atvinnuleysi. Búist er við að Danir styrki góð- an efnahag sinn enn frekar á þessu ári og því næsta, þar sem kaup- máttur launa mun lítið hækka og ríkissjóður verður rekinn með 1,1% afgangi 1992, miðað við heildar- framleiðslu landsins, í stað 1,0% í ár. Landsframleiðsla Danmerkur mun aukast um 1,1% í ár miðað við 1,6% í fyrra. Þá er gert ráð fyrir að hún aukist um 2,1% á næsta ári. Búist er við að atvinnu- leysi verði 9,75% á þessu ári, sem er það mesta sem verið hefur i land- inu, en muni falla niður í 9.25% á því næsta. Þessar spár OECD-skýrslunnar eru í samræmi við áætlanir ríkis- stjórnarinnar, nema hvað atvinnu- leysi er meira en gert var ráð fyr- ir. Tala atvinnulausra hefur aidrei verið hærri en í júlí, þegar 296.000 manns voru á atvinnuieysisskrá, sem er um 10,6% vinnandi manna í Danmörku. Þetta var sjötti mán- uðurinn í röð sem atvinnuleysi jókst. Í skýrslunni kom fram að ríkis- stjórnin hefur smám saman slakað á þeirri hörðu fjármálastefnu sem hún tók upp þegar allt stefndi í mikið atvinnuleysi 1988. Fyrirsjáanlegt er að tekjur ríkis- sjóðs munu minnka þegar Danir aðlaga skatta sína að því sem ger- ist í öðrum Evrópubandalagslönd- um. NOTAÐU GRÆNMETI SEM HÆFIR TILEFNINU Við hjá KJ vitum að sama grænmetistegundin hæfir ekki öllum mat. Þess vegna hafa matreiðslumeistarar okkar lagað grænmetisblöndur sem henta mismunandi réttum: Þú átt valið. Niðursoðið grænmeti er hollt og ljúffengt meðlæti. AMERISK GRÆNMETISBLANDA ...meðsalatinu og svínakjötinu FRONSK GRÆNMETISBLANDA .....með nautasteikinni ITOLSK GRÆNMETISBLANDA ....með pastaréttunum GULRÆTUR OG GRÆNAR BAUNIR ..........með lambakjötinu auk þess bjóðum við að sjálfsögðu upp á Grænar baunir, maískorn, rauðkál og rauðrófur © K.JONSSON&CO. Sími: 96-21466 Akureyri 1«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.