Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 Hannaðir sýningarsalir í Mjólkursamlagshúsinu AKUREYRRBÆR hefur sam- þykkt tillögxi starfshóps um lista- miðstöð í Grófargili að semja við Helga Vilberg, myndlistarmann og skólastjóra Myndlistaskólans, að vera ráðgjafi og hafa eftirlit með hönnun myndlistarsala í Mjólkursamlagshúsinu. Jafn- framt hefur starfshópnum verið falið að semja við hönnuði um að hanna myndlistarsalina. Helgi Vilberg sagði í samtali við 450 manns á tónleikum UM 450 manns sóttu tónleika þriggja hljómsveita á skemmti- staðnum 1929 á Akureyri í fyrrakvöld. Tónleikarnir hófust klukkan 22 og iauk nokkru eftir miðnætti. Fyrst lék hljómsveitin Point Blank, þá Sálin hans Jóns míns og loks Todmobile. Agóðann af seldum aðgöngumiðum munu hljómsveitirnar nota til að kosta ferð til Danmerkur, þar sem þær munu kynna list sína á tónlist- arráðstefnu. Tónleikagestir skemmtu sér hið besta og listamennirnir rómuðu mjög tónleikasalinn í 1929, sem áður var Nýja bíó, en þar þótti áður einn besti tónleikasaiur hérlendis og þar voru teknar upp plötur með einsöngvurum og kórum á fyrstu árum hljóðritun- ar. í salnum eru nú mjög fullkomin Wjómflutningstæki og töldu hljóm- sveitarmenn það myndu greiða mjög fyrir tónleikahaldi þar framvegis. Morgunblaðið að „Gilnefndin" hefði haft afar gott samstarf við myndlist- armenn og yfirleitt alla aðila sem aðild ættu að hugmyndinni um lista- miðstöð í Grófargili. Meðal annars hefði hópur iistamanna setið á tveimur fundum nefndarinnar og þar hefðu verið viðraðar hugmyndir og álit um nýtingu Mjólkursamlags- hússins. Helgi sagðist hafa tekið saman niðurstöður þessara samráðs- funda fyrir nefndina og síðan hefði þess verið farið á leit við sig að hann yrði áfram til ráðgjafar, þótt enn hefði ekki verið gengið frá samningi þess efnis. Að sögn Helga er um að ræða í fyrsta áfanga að innrétta þijá sýn- ingarsali á fyrstu hæð Mjólkursam- lagshússins. Tveir þessarra sala yrðu væntanlega þannig búnir að úr þeim mætti gera einn stóran, sem rúmaði þá stærri sýningar, samsýningar, hvort heldur væru heimamanna eða aðfluttar innlendar eða erlendar. Á hinn bóginn væri ætlunin að á hæð- inni væri hægt að hafa þijá aðskilda sali og þar með gætu verið þar þijár aðskildar sýningar. Þetta væru í grófum dráttum þær hugmyndir að fyrsta áfanga í Mjólkursamlagshús- inu sem nú stæði fyrir dyrum að leggja hönnuðum til handa. Helgi Vilberg sagði það bæði gleð- ilegt og mikilvægt að mikið sam- starf væri haft við listamenn vegna þessara framkvæmda, en um það hve langur tími liði uns salirnir yrðu tilbúnir til nota hlytu fjárveitingar bæjarins að ráða. Hér væri þó að- eins um að ræða hluta þeirrar starf- semi sem í framtíðinni ætti að fara fram í þessu mikla húsi. Vantar um 250 dagvist- arrými á Akureyri 212 BORN á aldrinum tveggja til sex ára eru á biðlista eftir dagvist- arrymi a Akureyri. Einmg liggja skólavist um 45 barna. Á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag upplýsti Sigrún Svein- bjarnardóttir, formaður félagsmála- ráðs og bæjarfulltrúi Alþýðubanda- Jagsins, að á Akureyri væri nú rými Áil að vista alls 572 börn, 430 í leik- skólum, 102 á heils dags dagvistum og auk þess 40 á Stekk, dagheim- ili FSA. Árlega fæddust á Akureyri 230-250 börn, á milli 80 og 90% ' mæðra og 90% feðra ynnu utan heimilis og það leiddi af sér mikla dagvistarþörf. Sigrún sagð i að ef saman væru teknar tölur þeirra rýma sem til væru og um- fyrir umsóknir um að lengja leik- sókna á biðlistum, kæmi í Ijós að um væri að ræða um 75% barna á aldrinum tveggja til sex ára. Þegar ákveðið hefði verið að slá á frest að hefja starf við að byggja dagvist- ina í Helgamagrastræti hefði aðeins verið um að ræða að fresta örlitlu broti af fyrirliggjandi vanda. Á þessari umræddu dagvist eru áætl- uð um 30 rými og taldi Sigrún nauðsynlegt að leita annarra og fleiri leiða til að leysa brýnasta dagvistarvandann. Dagvistin í fé- lagsheimilinu Hamri væri eitt lítið skref í áttina en þau þyrftu að verða fleiri. Morgunblaðid/Rúnar Þór Selja poka og kaupa fæðingarrúm LIONESSUR á Akureyri eru að hefja árlega fjársöfnun sína til líknar- mála. Að þessu sinni ætla þær að afla fjár til að kaupa fæðingarrúm fyrir Fæðingardeild FSA. Lionessur hafa áður haft fjársöfnun í upp- hafi sláturtíðar, en þær fara um bæinn og selja plastpoka. Allur ágóðinn rennur til Fæðingardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, en félagið hefur áður gefið henni ýmis tæki nauðsynleg fæð- ingu og öryygi barns og móður. Að þessu sinni stendur pokasala Lionessanna dagana 5.-9. september og þá mega bæjarbúar eiga von á að bankað verði upp á og boðnir til sölu plastpokar. „ Morgunblaðið/Friðrik Jónsson Áhöfnin á Eyfjörð frá Grenivík, Sólveig Erlendsdóttir, Akureyri, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Akureyri, Elínborg Bernódusdóttir, Vestmannaeyjum, og Stefán Sigurðsson, Reykjavík. íslandsmótið í sjóstangveiði: Sá aflahæsti fékk 247 kíló SJÖUNDA og síðasta sjóstanga- veiðikeppnin á Islandsmeistara- mótinu 1991 fór fram á Akur- eyri á dögunum. Islandsmeistari karla 1991 varð Þorsteinn Jó- hannesson frá Siglufirði, í öðru sæti varð Óskar Þ. Óskarsson frá Hellissandi og í þriðja sæti Þorsteinn Stígsson frá Reykja- vík. í kvennaflokki varð íslands- meistari Sigrún Sigurðardsóttir frá Hellissandi, í öðru sæti Elín- björg Gunnarsdóttir frá Reykja- vík og í því þriðja Sólveig Er- lendsdóttir frá Akureyri. Sjóstangamótin fara fram víða um land frá vori til hausts. Á síð- asta mótinu, sem var í umsjá Sjó- stangaveiðifélags Akureyrar, var róið frá Dalvík, en mótsgestir höfðu auk þess opið hús og loka- hóf á Hótel KEA á Akureyri. Aflahæstu einstaklingar á þessu sjöunda móti voru Stefán Péturs- son frá Akureyri í karlaflokki, en hann dró 178 fiska sem vógu alls tæp 247 kíló, og Guðrún Jóhannes- dóttir frá Akureyri í kvennaflokki, en hún dró 104 fiska sem vógu rúm 156 kíló. Aflahæsta sveit karla var sveit Páls A. Pálssonar, Akureyri, sem aflaði rúmra 716 kílóa alls. Ásamt Páli voru í sveitinni Bjarki Arngrímsson, Andri P. Sveinsson og Stefán Pétursson, en sá síðast- nefndi dró 100 kílóum meira en sveitarformaðurinn. Sigursveit kvenna var einnig frá Akureyri, sveit Sólveigar Erlendsdóttur, en ásamt henni voru í sveitinni Guð- rún Jóhannesdóttir, Sigrún Harð- ardóttir og Svandís Stefánsdóttir. Þær drógu alls ítæp 462 kíló. Háskólinn á Akureyri: Unnið að undirbún- ingi kennaranáms UM Háskólans á Akureyri er nú unnið að því að undirbúa og skipu- leggja hugmyndir sem uppi eru um að koma á kennaranámi við Há- skólann á Akureyri. Háskólanefnd réð til þess starfs Dr. Kristján Kristjánsson, en hann vinnur þessa dagana að skýrslu um málið. Skýrslan fer væntanlega fyrir Háskólanefnd í seinni hluta september- mánaðar og þaðan til Menntamálaráðuneytisins. Talið er að þeir sem Ijúka námi frá Háskólanum á Akureyri setjist frekar að úti á landi en hinir sem nema í Reykjavík. MKristján sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa verið ráðin frá 1. ágúst síðastliðnum um nokkurra mánaðá skeið tii að vinna að þessum undirbúningi. Hann sagðist hafa rætt hugmyndir um stofnun kenn- aradeildar við Háskólann á Akureyri við fjölmarga menn og víða og þessa dagana væri hann að vinna að skýrslu um möguleika á stofnun slíkrar deildar. Þá skýrslu legði hann væntanlega fyrir Háskólanefndina á næstu vikum og þaðan færi hún til ráðuneytisins. Hann hefði þegar rætt þessar hugmyndir við mennta- málaráðherra, sem hefði verið mjög áhugasamur um þær og raunar væri í ráðuneytinu beðið skýrslu um þá möguleika sem væru í þessu efni. Kristján sagði að í upphafi hefði verið óljóst hvers konar kennaradeild yrði um að ræða en nú væri stefnt að því að stofna litla kennaradeild með almennt kennaranám, deild sem gæti tekið inn um það bil 35 nemend- ur á ári og brautskráð 25 árlega. Um yrði að ræða deild sem hefði yfir að ráða færri sérsviðum en Kennaraháskólinn hefði í boði, en einbeitti sér að þeim sviðúm þar sem flesta kennara vantaði á lands- byggðinni. Þar væri meðal annars um að ræða raungreinakennslu, tón- og myndmenntakennslu. Kristján sagði tilganginn með því að stofna til svona deildar við Há- skólann tvíþættan. Öðrum þræði að greiða úr hinum mikla kennara- skorti á iandsbyggðinni. Hins vegar að styrkja faglegan grundvöll Há- skólans á Akureyri. í því fælist meðal annars að skapa skólanum tækifæri til að bjóða upp á almenn- ingsfræðslu og endurmenntun- arnámskeið af ýmsu tagi. Ef tekið yrði upp almennt kennaranám yrði að ráða að skólanum lektora í ýms- um greinum á borð við íslensku, sögu, heimspeki og eðlisfræði. Þar með væru komnir að skólanum menn sem gætu staðið fyrir námskeiðum af ýmsu tagi auk þess sem þeir nýtt- ust til kennslu í öðrum deildum skól- ans í stað þess að nú þyrfti meira og minna að fá fólk til að koma úr öðrum störfum til að kenna fáeina tíma hvern. Fastráðnir menn hlytu að tengjast stofnuninni meira og betur og starfskraftar þeirra nýtast að sama skapi. Meginástæðan til þess að hugur stendur til að stofna til kennaranáms á Akureyri segir Kristján þá stað- reynd að reynslan sýni að þeir sem ljúki námi frá Kennaraháskólanum í Reykjavík komi ekki nema að litlu leyti út á land. Fyrir því séu ýmsar ástæður, meðal annars félagslegar. í mörgum tilfellum sé um að ræða fólk sem af ýmsum sökum festi rætur í Reykjavík áður en það fer til náms eða meðan á því stendur. Reynslan væri jafnframt sú að hjúk- runarfræðingar sem útskrifaðir hefðu verið frá hjúkrunardeild Há- skólans á Akureyri ýmist væru í starfi eða stefndu að því að starfa utan Reykjavíkursvæðisins. Það virðist því ljóst að þeir sem ljúka prófi frá skólanum séu líklegri til að starfa úti á landi en þeir sem gera það í Reykjavík. Kristján sagði ennfremur að ætl- unin væri að tengja fyrirhugað kenn- aranám á Akureyri meira við starfs- vettvanginn, skólana sjálfa, en gert hefði verið, auka störf og vettvangs- heimsóknir nemenda í skólana. Því væri unnið að þessum undirbúningi í góðu samstarfi við Fræðslustjórann á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.