Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 29 Mótettukór Hallgrímskirkj u hefur tíunda starfsárið: Sérhæfing skilar best- umárangri Tíunda starfsár Mótettukórs Hallgrímskirkju er nú að hefjast með tónleikum í Kristskirkju á Landakotshæð í Reykjavik. Með þessu er eiginlega verið að rifja upp fyrstu árin því fyrstu tón- leikar kórsins voru haldnir þar hinn 5. september 1982 og raun- ar nokkrir þeir fyrstu allt þar til Hallgrímskirkja var vígð haust- ið 1986. Að þessu sinni er einnig svipuð efnisskrá í boði, kirkju- tónlist eftir J.S. Bach og aftur mætir þýski baritónsöngvarinn Andreas Schmidt til leiks með kórnum. Þá var hann lítt þekkt- ur en nú þegar á hann glæstan feril að baki og er bókaður langt fram í tímann. Andreas Schmidt heldur áfram tryggð við Mótettukórinn en tónleikarnir að þessu sinni eru haldnir í sam- vinnu við Kirkjulistahátíð 1991 sem fram fór í maí sl. Stjórn- andi er Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju en tónleik- arnir hefjast klukkan 17 á laugardag. -Ástæðan fyrir veru minni í Mótettukórnum er sú að ég hafði mikinn áhuga á kirkjutónlist og þóttist sjá fram á að geta kynnst henni enn betur með þátttöku í slíku kórstarfi, segir Trausti Þór Sverrisson, einn kórfélaga, en hann hefur verið með frá upp- hafi. -Ég hafði hlustað talsvert á klassíska tónlist og kynnst henni af plötum og með því að lesa mér svolítið til. Hins vegar hafði ég ekki verið í kór áður og fannst sumu heimafólki mínu þetta dá- lítið undarlegt tiltæki hjá mér, segir Trausti ennfremur og segist hafa haft ýmislegt gagn af kór- starfinu: Aðrar leiðir -Reynslan er svo margvísleg. Bæði það að koma fram og taka þátt í flutningnum og eins hitt að kynnast tónverkunum á nýjan hátt. Það á bæði við um gömul sem ný verk. Mótettukórinn hef- ur farið svolítið aðrar leiðir í flutningi kirkjutónlistar en aðrir slíkir kórar og iðulega tekið til flutnings tónverk sem ekki hafa heyrst hér áður. Á þann hátt höfum við kórfélagar kynnst lítið þekktum verkum _og lítið þekkt- um tónskáldum. Ég held líka að þessi sérhæfing kórsins sem ég vil kalla svo hafi skilað betri ár- angri. Og það er gaman að vera í kórnum þegar uppskeran er eins og hún var á kirkjulistahátíðinni sl. vor. -Ég hafði trú á að svona kór ætti erindi við tónlistaráhugafólk hér og þóttist líka vita að Hörður Áskelsson væri réttur maður á réttum stað og þar sem ég hafði sungið talsvert í kórum áður en var svona á milli vita sló ég til þegar Hörður var að safna liði, segir Erla Elín Hansdóttir sem einnig hefur verið með frá upp- hafi. Þau Trausti eru meðal fán-a núverandi félaga sem hafa verið með frá fyrsta starfsárinu. Kór- inn taldi um 20 manns á þessum fyrstu tónleikum, nokkrir bætt- ust við fyrsta veturinn og hefur Myndin er tekin í Kristskirkju á æfingu Mótettukórs Hallgrímskirkju á öðrum starfsvetri hans. hann smám saman stækkað síð- an. Gera sönginn að atvinnu sinni -Margir kórfélagar hafa haldið út á tónlistarbrautina, stundað söngnám meðfram þátttöku sinni í kórnum og síðan gert söng að atvinnu sinni og aðrir hafa mjög langa reynslu af kórsöng, segja þau Erla Elín og Trausti Þór og segja að margir kórfélaga hafi milli 10 og 20 ára reynslu af kórsöng. -Strax á fyrstu árunum var stefnt að því að flytja mótettur Bachs, tónverk við sálma Hall- gríms Péturssonar og síðar ýmis stærri kórverk og þeim áföngum hefur þegar verið náð, segir Erla Elín og Trausti segir það hafa verið mikilvægt í því mótunar- starfi og í raun brautryðjenda- starfi sem kórinn hafi unnið á þessum árum að stefna að ákveðnu marki: -Okkur hefur oft fundist vera á brattann að sækja en Hörður hefur alltaf minnt okkur á hversu þýðingarmikið það sé að stefna að einhveiju og keppa að því að gera Stöðugt betur með hveiju nýju verki því öll gera þau nýjar og ólíkar kröfur til flytjendanna. Þegar ég lít til baka tel ég okkur mega vera ánægð með árangur- inn þó að mér fyndist að eftirtekj- an hefði mátt vera enn meiri á sviði hljóðritunar og útgáfu tón- listar. Á dagskrá Bach-tónleikanna í Kristskirkju á laugardag eru ein- söngskantöturnar Ich will den Kreuzstab gerne tragen og Ich habe genug og mótettan Kom, Jesu, kom. Flytjendur eru ásamt Mótettukórnum Andreas Schmidt og kammersveit. Rut Ingólfsdóttir er konsertmeistari og Hörður Áskelsson er sem fyrr stjórnandi. í vetur verður æfð Jóhannesarpassian eftir Bach og hún flutt bæði í Skálholtskirkju og Hallgrímskirkju. Passían verður fiutt í samvinnu við Bach- sveitina í Skálholti og leikið á upprunaleg hljóðfæri. -Það er einmitt flutningur Mótettukórsins á kirkjutónlist með undirleik á gömul hljóðfæri sem gerir hann dálítið frábrugð- inn og þannig kynnumst við verk- unum með annarri áferð eða með allt öðrum hljómi en við erum kannski vön og það er eitt af því sem gert hefur tónlistarflutning Mótettukórsins áhugaverðan að mínu mati segir Erla Elín Hans- dóttir. Og hún fær einnig loka- orðin um Mótettukór Hallgríms- kirkju: Líka kirkjukór -Ég vil einmitt minna á þessi tengsl kórsins við kirkjuna. Þegar Mótettukórinn var stofnaður var einnig starfandi kirkjukór við Hallgrímskirkju. Þessir kórar gegndu því hvor sínu hlutverki en nú hefur Mótettukórinn einnig tekið við hlutverki kirkjukórsins og því taka kórfélagar einnig þátt í hinum daglega eða viku- lega tónlistarflutningi í kirkjunni. Þess má að lokum geta að hið eiginlega vetrarstarf hefst í næstu viku og verða raddpróf fyrir nýja félaga n.k. mánudag og miðvikudag kl. 17 til 19 í Hallgrímskirkju. jt Hljómsveitin Júpiters í júní á Hótel Borg. ■ ROKKS VEJTIN Júpiters stendur fyrir nautnagleði á Hótel Borg í kvöld. Sveitina skipa 13 manns. Júpiters hafa ekki haldið stórtónleika síðan í júní. Þá stóðu þeir ásamt Rás 2 að sumarhátíð sem útvarpað var um allt land frá Hótel Borg. Húsið verður opnað kl. 23.00 og eru aðdáendur sveitarinnar minntir á að mæta tímanlega, því síðast var troðfullt út úr dyrum og færri komust að en vildu. Morgunblaðið/Arnór Ný viðbygg-ing við Gerðaskóla tekin í notkun í dag í dag kl. 16 verður tekin í notkun ný viðbygging við Gerðaskóla í Garði og er íbúum bæjarins boðið að skoða skólann milli kl. 16 og 18. Nýja húsnæðið er um 500 fermetrar og er kostnaðurinn við bygginguna um 48 milljónir kr. Dregið verður 15. september Aðeins ein söluvika eftir Vinningar 3 bílar, samtals að verðmæti 3.407.000 kr. Miðaverð 500 kr. Happdrættismiðamir fást hjá félagsmönnum, em seldir úr happdrættisbílunum eða sendir heim. Upplýsingar í síma 91-625744 eða 91-25744. LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu • Sími 91-625744 & 91-25744.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.