Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 33
íiaaí&ai QIQA. MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 Fjórðungsúrslitum HM í skák lokið: Taugar Ivantsjúks brustu Skák Margeir Pétursson EFTIR að hafa jafnað metin með glæsilegri sókn í áttundu einvígisskákinni gegn ívant- sjúk varð Artúr Júsupov hlut- skarpari í framlengingu. „Krónprins skáklistarinnar" eins og Ivantsjúk hefur verið nefndur eftir sigur sinn á stór- mótinu í Linares í febrúar, er því fallinn af stalli í bili. Tefld- ar voru tvær 45 mínútna skákir í framlengingunni og vann Jú- supov þá fyrri með ævintýra- legri sókn með svörtu. I þeirri seinni stóð hann lengst af nokkru betur, en henni lyktaði um síðir með jafntefli. Öllum á óvart komst því Júsupov áfram og mætir hann Jan Timman í undanúrslitum áskorenda- einvígjanna, sem væntanlega fara fram snemma á næsta ári. Hitt undanúrslitaeinvígið verð- ur á milii þeirra Anatólí Karpov og Nigel Short. Vart er þó hægt að segja að þennan óvænta sigur Júsupovs megi þakka betri taflmennsku hans, heldur voru það fyrst og fremst taugarnar sem réðu úrslit- um. í báðum vinningsskákum Jú- supovs í lokin átti ívantsjúk möguleika á að hrinda sókn, hans. Það hefði hann vafalaust verið fær um ef taugaspennan hefði verið minni, enda frægur fyrir ná- kvæmni sína í útreikningum. Það er að vísu tæplega hægt að lá honum það að hafa ekki fundið góðan jafnteflismöguleika í átt- undu skákinni, en í fyrri skák framlengingarinnar var sókn Jú- supovs byggð á brauðfótum. ívantsjúk yfirsást þá afskaplega lúmsk þriggja leikja máthótun, þangað til það var orðið um sein- an og hann varð að gefa drottn- ingu sína til að afstýra mátinu. Taflmennska ívantsjúks í einvíginu var á köflum afar sann- færandi, sérstaklega virtist hann geta treyst á að fá yfirburðastöð- ur með hvítu mönnunum. Vanda- mál hans virðast ekki vera skák- legs eðlis, um snilld hans og ótrú- lega þekkingu er ekki hægt að efast, en ef taugarnar halda áfram að bregðast á örlagastundu er hætt við að leiðin í gegnum einvígi sem þetta að heimsmeist- aratitlinum verði afar torsótt. Orðstír Júsupovs sem einvígis- manns vex enn við þennan sigur, öfugt við Ivantsjúk virðist tauga- styrkur hans nú gersamlega óbil- andi. Árangur hans er þeim mun ótrúlegri að því leyti að í fyrra varð hann fyrir árás á í Moskvu og fékk byssuskot í hrygginn. Kúlan var síðar fjarlægð á sjúkra- húsi í Brussel. Þetta varð til þess að hann gat ekki varið sæti sitt í heimsbikarkeppninni, sem hefst hér í Reykjavík í næsta mánuði. Nærri má geta að maður sem orðið hefur fyrir slíkri reynslu og gengið með blý í skrokknum í nokkra mánuði, án þess að hagg- ast, láti ekki flækjur í tímahraki raska ró sinni. En riijum fyrst upp örlaga- stundina í áttundu skákinni þegar Júsupov tókst að jafna: Svart: Vasilí Ivantsjúk Júsupov hafði fórnað hrók fyrir að komast í návígi við svarta kónginn og í þessari stöðu hótar hann fyrst og fremst að leika 23. Be4. Eins og ég benti á hér í Mbl. á laugardaginn er bezta vörn svarts nú fólgin í 22. — Bb4! og framhaldið gæti orðið 23. Rxf7! (Aðrar leiðir til að lialda áfram sókninni eru ekki sjáanlegar.) 23. - Hxf7 24. Dh6+ - Kh8 25. Bf5n— Kg8 og nú: a) 26. Bxe6 - Dc2! (En ekki 26. — Dc4? eins og misritaðist hér í Mbl á laugar- daginn, þá verður svartur auðvit- að mát eftir 27. Dg6-I— Kh8 28. Dh5+) 27. Dg5n— Kf8 og hvítur á ekki einu sinni jafntefli með þráskák. b) 26. Dg6+ (Til að halda valdi á c2) 26. - Kh8 (Ekki 26. - Kf8 27. Bxe6 - Dc7 28. Bh6+ - Ke8 29. Bxd5) 27. Bxe6 - Dg8! 28. Dxf7 - Dxf7 29. Bxf7 - Bxd2 30. Bxd5 — Bcl og með biskup fyrir þrjú peð ætti svartur að halda jafntefli á endataflið án telj- andi erfiðleika. ívantsjúk lék hins vegar afar slökum leik, á góðum degi hefði hann séð hvernig hvíta drottning- in skákar sig upp á h3 í framhald- inu: 22. - Rf6?? 23. Rxe6+! - fxe6 24. Dh6+ - Kh8 25. Bf5+ - Kg8 26. Dg5+ - Kh8 27. Dh4+ - Kg8 28. Dg5+ I Mbl. laugardaginn 24. ágúst misritaðist þessi leikur og stóð 28. Dg3+ í staðinn. Tómas Árni Jónsson hafði samband við undir- ritaðan og benti á að ef Júsupov hefði leikið þeim leik, hefði ívant- sjúk getað krafist jafnteflis áður en hann lék sínum 32. leik, á þeim grundvelli að sama staðan væri komin upp þrisvar. Tilgangur Júsupovs með þessum endurteknu skákum er að fækka leikjum sem hann þarf að leika fram að tíma- mörkunum í 40. leik. 28. - Kh8 29. Dh4+ - Kg8 30. Dg3+ - Kh8 31. Dh3+ - Kg7 32. Dg3+ - Kh8 33. Dh3+ - Kg7 34. Bxe6 — Dxe6 35. Dxe6 - Bd8 36. g4 - He8 37. Df5 - Bc4 38. g5 og ívantjsúk gafst upp. 38. — Rh5 er svarað með 39. d5. Gífurlegar sviptingar í framlengingunni Eftir þennan frækilega sigur var Júsupov kominn á bragðið. í fyrri skákinni blés hann snemma til sóknar og úr varð æsileg bar- átta: Hvítt: Vasilí ívantsjúk Svart: Artúr Júsupov Kóngsindvesk vörn I. c4 — e5 2. g3 — d6 3. Bg2 — g6 4. d4 - Rd7 5. Rc3 - Bg7 6. Rf3 - Rgf6 7. 0-0 - 0-0 8. Dc2 - He8 9. Hdl c6 10. b3 - De7 ívantsjúk hefur vafalaust ætlað að svara 10. — e4 með 11. Rg5 - d5 12. cxd5 - cxd5 13. Rb5 sem er óþægilegt fyrir svartan. II. Ba3 - e4 12. Rg5 - e3 13. f4 - Rf8 14. b4 Nú upphefst mikill darraðar- dans þar sem Júsupov sækir á kóngsvæng en ívantsjúk á drottn- ingai-væng og miðborði. 14. - Bf5 15. Db3 - h6 16. Rf3 - Rg4 17. b5 — g5 18. bxc6 — bxc6 19. Re5 — gxf4 20. Rxc6 - Dg5 21. Bxd6 - Rg6 22. Rd5 - Dh5 23. h4 - Rxh4?! Það er nú fullmikið að fórna tveimur mönnum fyrir sókn í þess- ari stöðu. Hlutlægt séð var 23. — fxg3 betra, en það er reyndar orðið of seint fyrir Júsupov að snúa við, hann verður að leggja allt í sölurnar fyrir sóknina. 24. gxh4 — Dxh4 25. Rde7+? Hér var miklu betra að leika 25. Rce7+,. riddarinn á d5 hefði tekið þátt í vörninni í framhaldinu með ásetningi sínum á svarta peðið á f4. 25. - Kh8 26. Rxf5 - Dh2+ 27. Kfl - He6! Ef ívantsjúk hefði skákað með hinum riddaranum í 25. ieik gæti hann nú leikið 28. Bxf4 með létt- únnu tafli. Nú er hann alveg blind- ur á máthugmynd Júsupovs. 28. Db7? - Hg6!! Þetta var það sem fyrir Júsupov vakti. Máthótun lians er afskap- lega lúmsk: 29. — Dhl+H 30. Bxhl — Rh2+ 31. Hgl mát. ívantsjúk liefur ekki önnur ráð við þessu en að fórna drottning- unni. Hann hefur ráð á því vegna þess hve miklu liði Júsupov hefur fórnað, en situr eftir sem áður fastur í mátnetinu. 29. Dxa8+ - Kh7 30. Dg8+ - Kxg8 31. Rce7+ — Kh7 32. Rxg6 - fxg6 33. Rxg7 - Rf2! Nú er nýtt óþægilegt mátstef komið í stöðuna. Svartur hótar 34. — Rh3 með óverjandi máti. 34. Bxf4 - Dxf4 35. Re6 - Dh2 36. Hdbl - Rh3 37. Hb7+ - Kg8 38. Hb8+ - Dxb8 39. Bxh3 — Dg3 og ívantsjúk gafst upp, því mátið verður ekki lengur umflúið. Minning: Jón Pálsson Fæddur 26. júní 1902 Dáinn 26. ágúst 1991 Þegar tekið er að halla sólríku sumri hverfur einn minna tryggu vina yfir á annað stig tilveru og við stöndum hljóð. 6. þ.m. verður Jón Pálsson frá Seljalandi í Fljótshverfi lagður til hinstu hvíldar að Kálfafelli. Hann fæddist að Seljalandi 29. júní 1902 sem næst elstur í hópi systkina, sem urðu 15. Það segir sig sjálft að mikið þarf til að sjá slíkri fjölskyldu farborða en það þýðir að snemma þurftu þeir elstu í hópnum að taka hendi til. Þegar svo faðirinn féll frá þegar Jón stóð á tvítugu og eldri bróðirinn aðeins þrem árum eldri er ljóst að heimilið hlaut að veru- legu leyti að hvíla á þeirra herðum. Búskapur í sveitum Vestur- Skaftafellssýslu var í byijun aldar- innar hvorki stórbrotinn né marg- brotinn og hafði ekki tekið veruleg- um breytingum öldum saman. Það var „önn og strit á túni og mýri“, sveitirnar einangraðar milli eyði- sanda og jökulfljóta, hafnlaus strönd frammi fyrir en að baki jökl- ar og landsins mestu eldstöðvar, vegir aðeins troðnar hestagötur. Fólk hlaut að treysta á landið og eigin dug hér fremur en víðast hvar annars staðar á landinu. Börnum var ekki íþyngt með langri skólagöngu á þessum árum. Ég ætla að það hafi verið þrír mán- uðir vetur hvern fram að fermingu, en eftir það var ekki um skólagöngu að ræða heima í héraði. Fróðleiksf- úst fólk náði sér þó jafnan í furðu góða almenna menntun, sem nýttist því vel. Seljalandsheimilið var og er menningarheimili og ég hygg að það hafi verið flestum fremri, hvað það varðar þar um sveitir. Lestrafé- lög, stofnuð af áhugamönnum höfðu stórkostlega þýðingu í sveit- um landsins í byijun aldarinnar og svo var hér um slóðir fremur en víða annars staðar sökum erfiðra samgangna. Jón vann hörðum höndum til sveita og sjós árum saman til þess að afla heimilinu tekna, en þegar sameinað átak hafði fleytt yfir örð- ugasta hjallann, settist hann um kyrrt á bólstað feðra sinna, undi sér þar í hópi systkina glaður og reifur til hinstu stundar. Hann elskaði þetta land og gró- andan, hafði næmt fegurðarskyn og fylgdist grannt með breytingum í ríki náttúrunnar. Jón var bókamaður og fróðleiks- maður, kunni frá mörgu að segja og sagði einkar vel frá. Eitt var það í frásagnarmáta hanss, sem vakti athygli, en það var varfærni hans við að fullyrða nokkuð það sem hann ætlaði að gæti orkað tvímæl- is. Nú harma ég það að ekki hafa náðst að varðveita neitt af frásögn- um hans með hans eigin orðum. Jón hafði yndi af Ijóðum og átti áreiðanlega ekkert erfitt með að „smíða stöku“ ef hann vildi, en lítt mun hafa stundað það. Hann var góðlátlega kíminn og hafði næmt auga og eyra fyrir því broslega í fari manna og framkomu, en last- mæli lágu honum ekki á munni. Jón var prúðmenni í allri framkomu, glaðvær, skjótur til svara, tilsvör hans og lýsingar oft hnitmiðaðar. Hann var gáfumaður, sem hefði sómt sér vel í hvaða stétt eða stöðu sem er hefðu vegir hans legið þann- ig, en umfram allt var hann göfug- menni, sem ekki mátti vamm, sitt 'vita.. Sú list er mest að lifa með starfi sínu hvert helst það er, þroskast með því að láta það göfga sig en ekki buga. Þessa list átti Jón á Seljalandi flestum fremur en ég hef þekkt. Það er bjart yfir minningu hans og ég er þakklátur fyrir að hafa átt hann að vini. Jón Jónsson t Útför systur okkan HJÖRTÍNU INGUNNAR JÓNSDÓTTUR frá Stóruökrum, Miklubraut 72, verður gerð frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 7. sept. kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti liknarstofnanir njóta þess. María Jóelsdóttir. Sigurður Jóelsson. Katrín Jóelsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SALBJARGAR EYJÓLFSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll í náð. Guðrún Jónsdóttir, systkinin og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURLAUGAR JÚLÍUSDÓTTUR, Nesbala 21. Guðberg Haraldsson, Brynjar Pálsson, Vibekka Bang, Kolbrún Jóhannesdóttir, Haraldur Guðbergsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Páll Guðbergsson, Dóra Steinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 13.00-16.00 í dag. Sess, Faxafeni 9. Lokað í dag vegna jarðarfarar VALS RAFNS ÚLFARSSONAR. Vélorka hf., umboðs- & vélaverslun, Grandagarði 3,121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.