Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 199,1 fclk í fréttum MÖÐRUDALUR 150 manns á ættarmóti Afkomendur JónsA. Stefánssonar og Þórunnar G. Vilhjálmsdótt- ur Oddsen er bjuggu í Möðrudal héldu ættarmót heima í Möðrudal helgina 9.-11. ágúst sl. Þar mættu 150 manns af um það bil 200 afkomendum þeirra hjóna. Tókst mótið vei enda veður með af- brigðum gott, sólskin og blíða. Á laugardaginn var farið fram að Hvannárgili þar sem dvalið var allt síðdegið, og meðal annars fannst annað gil þar skammt framanvið litlu síðra hvað fegurð snertir. Á sunnudag var messað í Möðru- dalskirkju en kirkjuna byggði Jón A. Stefánsson bóndi í Möðnidal og var hún vígð 1949. Er kirkjan enn í eign afkomenda Jóns sem halda henni við og er raunar ein af fáum kirkjum er í einkaeign eru í landinu. Hefð er komin á að afkomendur Jóns og Þórunnar láti skíra, ferma og gifta -í Möðrudalskirkju. Við messuna á ættarmótinu skírði sóknarpresturinn sr. Bjarni Guðjóns- son eitt barn, Garðar Má Grétarsson, en foreldrar hans eru Grétar Reynis- son og Vala Garðarsdóttir. Utimark- aður á Fá- skrúðsfirði * Ahugakonur um útinmrk- að á Fáskrúðsfirði héldu útimarkað sl. helgi á Ilótel Austurlandi. Þetta er í annað skipti í sumar sem útimarkaður er haldinn. Ýmis varningur var til sölu, þ.á m. handavinna, síld og margt fleira. Einnig var boðið upp á kaffihlaðborð þar sem fólk gat sest niður og fengið sér kaffi og með- læti. Konurnar ráðgera að halda fleiri útimarkaði á næstunni. Afkomendur Jóns og Þórunnar samankomnir á ættarmótinu fyrir framan kirkjuna sem þau byggðu og enn er ættareign. - Sig. Að. PENINGAR Yoko í fast- eignahug- leiðingum Listakonan Yoko Ono, sem nýlega hélt sýningu á Kjarvalsstöðum, hefur fundið sitt draumahús og fest kaup á því. Þetta er engin venjuleg hæð í vesturbænum, heldur forn og draugalegur kastali í Ungveijalandi, nánar tiltekið skammt frá Búdapest. Yoko var þarna á ferð fyrir fáum mánuðum, sá slotið og féll þegar fyrir því. Hún spurðist fyrir um það og fékk þau svör að gömul aðalsætt hefði búið þar í árhundruð, en ættin væri í dauðateygjunum og þeir sem eftir lifðu vildu ekkert fremur en að selja höllina, enda væri auður af skornum skammti og húsakynni í niðurníðslu. Ekki hefur fengist upp- gefið hvað Yoko gaf fyrir eignina. Yoko var enn og aftur í fasteigna- hugleiðingum á dögunum. Þannig er mál vexti, að fyrir tuttugu árum keypti látinn eiginmaur hennar, Bít- illinn John Lennon, hús fyrir slyppan og' snauðan frænda sinn, Norman Birck að nafni. Sá hefur búið síðan í húsinu ásamt konu sinni. Yoko hefur nú sett lögmann sinn í að koma fólkinu út úr húsinu þar eð hún hef- ur fengið ríflegt tilboð í það. Þetta þykir skjóta nokkuð skökku við, því Yoko erfði nokkra milljarða eftir Lennon, en húseignin sem um ræðir verður seld á 15 milljónir. cinnHii I I l1 I 1,11, COSPER TT 1 I 1111 1 * I ' 11 1111 j11. H| t' |l H i i I . . . I .i 'iil'l.'li"'. '.i-í.1! 1 i i11. i i1.,.1 ■ 1 j'r>"111 i i ! • li^liV.,1!!'! ‘!!.'! i *!'! ■1 ■111111 i • • i 'l1 11 ‘ 11 , 1 , i 111 1,' )«' ,11,1 “ i 1 1 , ‘,»i 1. ■'.!! 11 1 ' j1' 1 11 ll l,. 11 II. 1 /, I i .) '1 l! "; i1 il.Gl I I 1 ‘i ‘ ‘ 1.1 COSPER . . l|l')li ,n11,'Gunsso - Ég vildi að ég ætti mann, sem væri jafn mikill riddari og þú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.