Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 39' BtÓHÖU. SÍMI 78900 - ALFABAKKA 8 - BREIÐHOLTI FRÁBÆRU ÆVINTÝRAMTND „ROCKETEER" Á ÍSLANDI, EN HÚN ER UPPFULL AF FJÖRI, GRÍNI, SPENNU OG TÆKNIBRELLUM. „ROCKETEER" ER GERÐ AF HINUM SNJALLA LEIKSTJÓRA JOE JOHNSTON (HONEY I SHRUNK THE KIDS) OG MYNDIN ER EIN AF SUMARMYNDUNUM VEST- AN HAFS í ÁR. „ROCKETEER" - TOPP MYND, TOPP LEIKARAR, TOPP SKEMMTUN. Aðalhlutverk: Bill Campell, Timothy Dalton, Jenni- fer Connelly, Alan Arkin. Kvikmyndun: Hiro Narita (Indiana Jones). Klippari: Arthur Schmidt (Who Framed Roger Rabbit). Framleiðendur: Larry & Charles Gordon (Die Hard 1 & 2). Leikstjóri: Joe Johnston (Honey I Shrunk The Kids). Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.05. Bönnuð innan 10 ára. MOMMUDRENGUR The Maa The \fcman. The Mother Onlv THE IpNELy H A aatáj far mjm *Wi nw hd i mAa. Sýnd kl.5,7, 9og11. LÍFIÐ ERÓÞVERRI Sýnd kl. 5,7,9 og 11. SKJALDBÖKURNAR2 Sýnd kl. 5 og 7. ALEINNHEIMA Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÆVINTÝRAMYND ÁRSINS 1901 NEWJACKCITY Sýnd kl. 9og11. Bönnuði. 16ára. ■ Á PÚLSINUM föstu- dags- og laugardagskvöld 6. og 7. september leikur blús- hljómsveitin Vinir Dóra á fyrstu hausttónleikum sínum. Sérstakur gestur bæði kvöldin verður tónlist- armaðurinn Jóhann G. Jó- hannsson, en hann mun syngja nokkur af þekktustu lögum hljómsveitarinnar Cream, en Jóhann er gam- all blúsari og lék hér áður fyrr með hljómsveitinni Óð- menn, sem auk hans var skipuð þeim Finni T. Stef- 'ánssyni gítarista og Ólafi Garðarssyni trommuleik- ara, en hans sæti tók síðar trommuleikarinn Reynir Harðarson. Hljómsveitin Óðmenn er sennilega með fyrstu blúshljómsveitum hér á landi, en eftir hana liggja 2 litlar plötur auk tveggja glatna albúms er bar heitið Óðmenn II. Búast má við fleirum gestum upp á sviðið með Vinum Dóra. ■ JÖTUNUXAR leikur í Sjallanum, ísafirði, föstu- dags- og laugardagskvöld og eru allir rokkunnendur hvattir til að mæta. Hljóm- sveitina skipa: Guðmundur Gunnlaugsson, Rúnar Örn Friðriksson, Hlöðver Ell- ertsson og Jón 0. Gíslason. ELDHUGAR LAUGARÁSBÍÓ Sími32075 Hún er komin, stórmyndin um vaska slökkviliðsmenn Chicago- borgar. Myndin er um tvo syni brunavarðar, er lést i eldsvoða, og bregður upp þáttum úr starfi þeirra, sem eru enn æsilegri en almenningur gerir sér grein fyrir. Myndin er prýdd einstöku leikara-úrvali: Kurt Russell, William Baldwin, Scott Glenn, Jennifer Jason Leigh, Rebecca DeMornay, Donald Sutherland og Robert DeNiro. Fyrst og fremst er myndin saga brunavarða, um ábyrgð þeirra, hetjudáðir og fórnir í þeirra daglegu störfum. Sýnd í kl. 5, 7, 9 og 11. (kl. 7 í C-sal og kl. 11 í B-sal) - Bönnuð innan 14 ára. Sýndkl. 5,7,9 og11.10. (kl. 11.10 íC-sal) Bönnuð innan 12 ára. LEIKARALÖGGAN DANSAÐ VIÐ REGITZE Vegna fjölda áskorana. - Sýnd í C-sal kl. 5 og 9.15. 5. sýningarmánuður. Kínverskur landslags- málari sýnir á Selfossi LU HONG kínverskur landslagsmálari heldur myndlistarsýningu á Hót- el Selfossi dagana 6.-29. september 1991. Þetta er önnur einkasýn- ing Lu Hong á íslandi. Sú fyrri var haldin í Reykjavík fyrir tæpu ári. Var sú sýning fyrsta alvarlega tilraun kínversks málara til að túlka íslenska náttúru með að- ferðum hefðbundinnar kínverskrar málaralistar. Lu Hong hefur ferðast sunnan- lands í sumar og á þessari sýningu getur að líta ýmsar perlur íslenskrar náttúru túlkaðar með aðferðum hefðbundinnar kínverskrar landslagsmálunar. Myndirn- ar eru málaðar með kínversku bleki og vatnslit- um á þunnan bambuspappír. Lu Hong fæddist í Peking 7. september 1957. Hún sýndi fljótlega myndlistar- hæfileika _og fékk sérstaka leiðsögn. Á tímum menning- arbyltingarinnar (1966- 1976) tók hún þátt í sam- sýningum æskufólks í Pek- ing. Fimmtán ára að aldri hóf hún skipulegt myndlist- arnám undir handleiðslu Zhu Daxiongs, eins mikilv- irtasta núlifanda málara í hefðbundnum kínverskum stíl. Lu Hong fékk inngöngu í Kínverska listaháskólann í Peking (Zhongyang Meishu Zueyuan), æðsta myndlist- arskóla Kína, árið 1981 með kínverska landslagsmálun (sansui) sem sérgrein. Inn- gönguskilyrði eru mjög ströng, einungis sex nem- endur voru teknir í þessa deild skólans það ár og oft eru engir nýir nemendur Lu Hong. teknir inn. Lu Hong er fyrsta konan sem lauk námi í kínverskri landslagsmálun frá Kínverska listaháskólan- um í Peking. Hún tók árlega þátt í samsýningum nem- enda og árið 1984 voru verk eftir hana valin á sýningu með úrvali verka eftir mál- ara víðsvegar að í Kína. Lu Hong útskrifaðist frá Kínverska Hstaháskólanum vorið 1985. Árið eftir fluttist hún til Japans þar sem hún lagði stund ájapönsku. Hún hélt einkasýningu í Tókýó í maí 1989. Lu Hong kynntist íslandi í gegnum íslenska náms- menn í Tókýó. Hún fékk mikinn áhuga á landinu og íslenskri náttúru sem er mjög frábrugðin kínversku og japönsku landslagi. Hingað kom hún svo í mars 1990. Síðan hefur hún reynt að kynnast landinu og túlk- að það sem hún hefur séð með aðferð kínverskrar landslagsmálunar. (Fréttatilkynning) 119000 ★ ★★ ÞJV. ★ ★★ MBL. Hann barðist fyrir rétllæti og dsl e.innar konu íina leidin til að framfytgja réttlœtinu var að brióta lögin I KEVIN COSTNER HOTTU HVAÐ Á AÐ SEGJA. TÆPLEGA 35 ÞÚSUND ÁHORF- ENDUR Á ÍSLANDI. U.Þ.B. 12.500.000.000 KR. í KASS- ANN VÍÐSVEGAR I HEIMINUM. - SKELLTU ÞÉR - NÚNA!!!! Aðalhlutvcrk. Kevin Costner (Dansar við Úlfa), Morgan Freeman |Glory), Christian Seater, Alan Rickman, Elisabcth Mastrantonio. Leikstjóri: Kevin Reynolds. Bönnuð börnum innan 10 ára. Sýnd í A-sal kl. 5 og 9 og í D-sal kl. 7 og 11. ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN: ★ ★ ★ ★ SV MBL. ★ ★ ★ ★ AK. Tíminn Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuðinnan 14ára. ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN CYRANO DE BERGERAC ★ ★★ SV Mbl. ★ ★ ★ PÁ DV. ★ ★ ★ ★ Sif, Þjóðviljinn. Sýnd kl. 5 og 9. GLÆPAKON- SKÚRKAR LITLI UNGURINN (LESRIPOUX) ÞJÓFURINN Sýnd kl. 9 og 11. Sýnd kl. 5 og 7. (La Petite Voleuse) Bönnuð i. 16 Sýnd kl. 5. Brúarhlaup Selfoss á iaugardag: Útlit fyrir góða þátttöku BRUARHLAUP Selfoss fer fram laugardaginn 7. september klukkan 14.00. Um 250 þátttakendur hafa skráð sig og eru flestir sem hyggjast taka þátt í skemmtiskokki sem er ríflega 5 kílómetrar. Auk þess verður keppt í 10 kíló- metra hlaupi og 21 km hálfmaraþoni. Rásmark er við norðurenda brúarinn- ar og endamark á Trygg- vatorgi. Auk hlaupavegalengd- anna er gefinn kostur á 10 km hjólreiðum sem margir hafa skráð sig í. Tekið er á móti skráningum í Sundhöll Selfoss og í versluninni Sportbæ á Selfossi. Sérstakir skráningardagar eru 5. og 6. september klukkan 16-18.00 í Vöruhúsi KÁ og Höfn hf. á Selfossi. Þá verð- ur hægt að skrá sig í Tryggvaskála milli klukkan 10 og 12.00 á laugardag. Afhending númera hefst klukkan 12.00 í Tryggva- skála á laugardag. Allir þeir sem taka þátt í hlaupinu fá viðurkenningu og sigurvegarar í hverjum flokki verðlaun. Ekkert skráningargjaid er í hlaupið en gert ráð fyrir að hlaupar- ar kaupi sér áprentaða stutt- ermaboli sem kosta 500 krónur og eru seldir á skrán- ingarstöðum í Höfn hf. og Vöruhúsinu. Einnig verða þeir seldir í Tryggvaskála á keppnisdaginn fram til klukkan 13.00. Við lok hlaupsins verður Höfn hf. með grillveislu sem fyrirtækið býður upp á í til- efni vígsluafmælis brúarinn- ar en það er staðsett beint á móti brúnni. Sig. Jóns. Þrjú innbrot í Börgarfirði BROTIST var inn í þrjá söluskála í Borgarfirði í aðfararnótt miðvikudags, auk þess sem rúður voru brotnar og skemmdir unn- ar í Hreppslaug í Andakíl. Þjófarnir eru ófundnir en þeir höfðu á brott með sér um tuttugu þúsund krónur og talsvert af vindlingum. Brotist var inn í söluskál- ann Baulu en þar fór þjófa- varnarkerfi í gang og fældi þjófana frá en þeir höfðu þó á brott með sér um 10 þús- und krónur. Þjófavarnarkerfi fór einnig í gang er brotisfe-'x var inn í Shell-stöðina á Kleppjárnsreykjum og þar höfðu þjófarnir lítið upp úr krafsinu. Úr þjónustumið- stöðinni á Husafelli var stolið talsverðu af vindlingum og 6-7 þúsund krónum í skipti- mynt. Loks voru brotnar rúð- ur og skemmdir unnar á inn- anstokksmunum í Hrepps- laug í Andakíl. Ekið á hross við Hellu ÞAÐ ÓHAPP varð skammt vestan við Hellu á miðviku- dag að hross hljóp fyrir bíl með þcim afleiðingum að bíllinn stórskeinmdist og aflífa þurfti hrossið. Slysið varð með þeim hætti að eitt úr hópi hrossa við þjóð- veginn, tók á rás og hljóp í veg fyrir Lada- bíl á leið út á þjóðveginn úr þorpinu. Mesta mildi má telja að ökumadur skyldi sleppa ómeiddur þar sem hrossið hafnaði upp á vélarhlíf bifreiðarinnar. Þess má geta að lausa- ganga hrossa er bönnuð hér um slóðir, en nokkur brögð eru að því að menn sem leið eiga um girðingar gleymi að loka hliðum á eftir sér. - A.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.