Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 20
Norska ríkisstj órnin hótar að segja af sér Sakar stjórnarandstöðuflokka um að veikja samninga- stöðu Norðmanna í EES-viðræðunum Ósló. Reutor. GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, sagði í gær að stjórn sín kynni að segja af sér ef stjórnarandstaðan veitti henni ekki afdráttarlausari stuðning í viðræðum við Evrópubandalagið (EB) um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Sveitarstjórnakosningar fara fram í Noregi á mánudag og stjómmála- skýrendur segja að Brundtland vilji með þessu sýna fram á að Norðmenn eigi ekki völ á öðru en minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins eftir að stjórnarsamstarfí hægri- og miðju- flokka var slitið í fyrra. „Það er ekki hægt að ganga út frá því sem gefnu að stjórn Verkamannaflokksins verði við völd í þrjú ár,“ sagði forsætisráð- herrann í viðtali við norska blaðið Dagbladet. Næstu þingkosningar verða ekki fyrr en 1993. „Afstaða Hægriflokksins og Mið- flokksins er nú þannig að það er næstum ómögulegt að ná samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Þeir verða þá líka að vera reiðubúnir að taka við,“ sagði Brundtland ennfrem- ur. Hún bætti við að til greina kæmi að kalla saman þing eftir kosning- amar á mánudag til að fá úr því skorið hvort stjómin nyti stuðnings flokkanna tveggja. „Henni er alvara," sagði talsmaður forsætisráðherrans er hann staðfesti að rétt væri haft eftir Brandtland í blaðinu. „Ég tel ekki að þetta séu aðeins merkingarlausar hótanir. Hún kynni að vera að sýna fram á að í raun komi ekki önnur stjóm til greina," sagði Stein Kuhnle, prófessor við stjómmálafræðideild Björgvinjarhá- skóla. „Hún hefurtekið mikla áhættu að mínu mati en ég veit ekki hvort hún hefur lagt of mikið undir," bætti hann við. „Það er ljóst að þetta er leikflétta til að bæta stöðu flokksins í kosningunum. Verkamannaflokkur- inn þarf að fá allan þann stuðning sem hann mögulega getur." Brundtland sakaði Hægriflokkinn um að reyna að grafa undan stjórn- inni í viðræðunum- um Evrópska efnahagssvæðið með því að beita sér fyrir aðild að Evrópubandalaginu. Hún sagði að Verkamannaflokkurinn myndi ekki íhuga möguleikann á aðild að bandalaginu fyrr en ljóst væri hvort Evrópska efnahagssvæðið yrði að veruleika. „Hægriflokkurinn er, eins og áð- ur, bæði hlynntur aðild að Evrópu- bandalaginu og eins viðamiklum samningi um Evrópskt efnahags- svæði og kostur er,“ sagði Kaci Kull- mann Five, leiðtogi Hægriflokksins. „Það er öldungis óskiljanlegt að formaður Verkamannaflokksins skuli kjósa að vekja efasemdir um hið síðamefnda." Brundtland gagnrýndi einnig leið- toga Miðflokksins sem era algjörlega andvígir samningum um Evrópska efnahagssvæðið og segjast ekki geta haft samstarf við flokka sem styðja STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Skólaskórnir komnir. Verd frá kr. 2.995,- Stærðir 25-46. 5% staðgreiðsluafsláttur. - Póstsendum. Hringlunni, Toppskórinn, Domus Medica, sími689212. Veltusundi, s. 21212. sími 18519. aðild að Evrópubandalaginu. Forsæt- isráðherrann sagði að Miðflokkurinn græfi undan umboði stjórnarinnar. Leiðtogar Miðflokksins höfðu óskað eftir því að Verkamannaflokkurinn myndaði minnihlutastjóm eftir að þeir slitu stjómarsamstarfí við Hæg- riflokkinn og fleiri flokka í fyrra. Atvinnuleysið í Noregi er einnig eitt af helstu kosningamálunum. 5,3% vinnuaflsins era án atvinnu og atvinnuleysið hefur sjaldan verið jafn mikið frá síðari heimsstyrjöldinni. Reuter Leiðtogar teknir á beinið Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseti og Borís N. Jeltsín, forseti Rúss- lands, lagfæra klæðaburð sinn áður en bein sjónvarpsútsending með þátttöku þeirra hefst. Um var að ræða þátt þar sem áhorfendur bandarísku ABC-stöðvarinnar gátu lagt spumingar fyrir leiðtogana. Athygli vakti hve gott samkomulag virtist nú ríkja milli mannanna tveggja sem eldað hafa grátt silfur undanfarin fjögur ár. Bandarísk flugfélög: Delta Air Lines fjölgar ferðum yfir Atlantshaf American og United Airlines færa einnig út kvíarnar BANDARÍSKA flugfélagið Delta Air Lines hyggst fjölga ferðum sínum þessari flugleið verður af heildarsæt- yfir Atlantshaf úr 92 á viku í 195, samkvæmt frétt sem birtist í banda- ríska dagblaðinu Tlie Wall Street Journal á þriðjudag. Þar kemur einnig fram að áfangastöðum féiagsins í Evrópu fjölgar stórlega, sér- staklega á meginlandinu. Morgunblaðið ræddi við Dean Breest, blaða- fulltrúa Delta Air Lines, og spurði hann hveiju þessi stóraukning á ferðum sætti. „Við höfum tekið yfír ferðir Pan American-flugfélagsins frá New York til Evrópu og einnig ferðir frá Detroit og Miami til Lundúna. Eins og er fljúgum við til 12 ákvörðunar- staða í Evrópu, tveggja staða á ír- landi, Lundúna og Manchester í Bretlandi, Parísar, Amsterdam, fímm borga í Þýskalandi; Múnchen, Stuttgart, Hamborgar, Frankfurt og Berlínar, og við fljúgum einnig til Kaupmannahafnar. Við þetta bætast flugleiðir Pan Am, sem við vonumst til að fá endanlegt samþykki fyrir fljótlega. Við ætlum að taka þessar nýju leiðir í gagnið í október. Þá munu u.þ.b. 24 nýir áfangastaðir bætast við. Umfang Norður-Atlants- hafsflugs flugfélagsins mun því þre- faldast á mjög stuttum tíma. Okkur er enn ekki ljóst hversu stórt hlutfall sætaframboð okkar á Júgóslavía: Friðarráðstefna haldin þrátt fyrir vopnahlésbrot Belgrad. Reuter. LEIÐTOGAR Júgóslavíu ákváðu í gær að taka þátt í ráðstefnu um frið í landinu á vegum Evrópubandalagsins þrátt fyrir að ekkert lát sé á bardögum í Króatíu. Friðarráðstefnan á að hefjast í Haag í dag og hefur Carrington lá- varði, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, verið falið að stjórna henni. Lávarðurinn hafði sagt á fímmtudag að ráðstefnunni yrði frestað ef bardögunum í Kró- atíu linnti ekki. Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins ákváðu hins vegar á fundi í Brassel að hefja skyldi ráðstefnuna þrátt fyrir ítrekuð vopnahlésbrot og mikið mannfall á undanförnum dögum. Forsetum júgóslavnesku lýðveld- anna sex og Stipe Mesic, forseta Júgóslavíu, var boðið að taka þátt í ráðstefnunni og þeir hafa þegið það, að sögn embættismanna Evrópu- bandalagsins í gær. Serbneskir skæraliðar hafa náð á sitt vald landamærasvæðum í aust- urhluta Króatíu, þar sem flestir serb- neskra íbúa lýðveldisins búa. Þeir héldu áfram að treysta stöðu sína i gær þrátt fyrir að stjórnvöld í Serb- íu hefðu fallist á vopnahlé. Serbar búast nú við því að serbnesku skæru- liðarnir hefji bráðlega sókn til að loka helsta þjóðveginum milli Zagreb, höfuðborgar Króatíu, og Adríahafs. Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins sögðu að tilraunir Serba til að ná landsvæðum af Króötum væru liður í áformum leiðtoga Serbíu, stærsta lýðveldis Júgóslavíu, um að stofna „Stór-Serbíu“. aframboði, m.a. vegna þess að við höfum ekki alveg ákveðið hvaða flugvélar við munum nota í þessar ferðir. Við munum byija að fljúga til nýju ákvörðunarstaðanna í byijun nóvember. Ég hef því engar tölur á reiðum höndum um markaðshlutfall okkar miðað við aðra. American Airlines og United Airlines hafa einnig nýlega keypt rétt til að flúga þessa leið, þannig að umtalsverðar breytingar eru að eiga sér stað. Við munum þó verða eitt stærsta flugfé- lag sem flýgur yfír Norður-Atlants- hafíð. Takmark okkar hefur aldrei verið að verða stærsta félagið á þess- ari flugleið, heldur það að veita bestu þjónustuna." Breest var spurður að því hvort Delta Air Lines hygðist bjóða sömu lágu fargjöld á meginlandi Evrópu og félagið hefur verið að bjóða í Bretlandi. „Fargjöld þarf sífellt að endurskoða vegna samkeppninnar. Ef annað flugfélag mun bjóða sér- stakt verð mun Delta veita því sam- keppni. Flest þeirra afsláttarfar- gjalda sem nú era í boði eru runnin frá öðrum flugfélögum, en við mun- um veita samkeppni á öllum þeim mörkuðum sem við eigum aðild að.“ Breest var spurður að því hvort hann byggist við því að fargjöld til og frá meginlandi Evrópu lækkuðu þegar félagið myndi hefja flug til nýju ákvörðunarstaðanna. „Þessu er erfítt að svara vegna þess að við munum þurfa að skoða ýmsa þætti eftir að við hefjum þessa þjónustu okkar, en ég tel að fargjöld sem standa til boða verði fjölbreytt eftir sem áður, allt frá fyrsta farrými og viðskiptafargjöldum til hinna al- mennu ferðamannafargjalda. Far- þegar munu því geta valið úr ýmsum fargjöldum.“ HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS herfur vinninginn Færeyjar: Hótel Borg seldist ekki Kaupmannahöfn. Frá Nils JÖrgen Bruun, frétiaritara Morgunblaðsins. HÓTEL Borg, stærsta hótel Fær- eyja, er á nauðungaruppboði en viðunandi tilboð í hótelið fengust ekki á uppboði sl. fimmtudag. Dönsk lánastofnun, Kreditforen- ingen Danmark, knúði fram uppboð á hótelinu en forgangskröfur hennar í þrotabúið nema 30,5 milljónum danskra króna, jafnvirði 278 milljón- um ÍSK. Alls nema kröfur í þrotbúið 67 milljónum danskra króna. Boðað hefur verið til nýs uppboðs á Hótel Borg 17. október nk. 1 %ÓRGUíÍBLA!ÐfÐ LÁlÍGÁRDÁcluR ÉílÉéTÉÍMBÉR 1991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.