Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLASIÐ LAUGARBAGUR 7i<öEPTEMBER;1991 *«• Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Biðlistar hinna sjúku Morgunblaðið hefur eftir Bjarna Torfasyni, yfir- lækni á hjartaskurðdeild Land- spítala, í gær, að 66 manns bíði hjartaaðgerðar á spítal- anum. Að auki bíða 146 ein- staklingar eftir hjartaþræð- ingU. Reiknað er með að gera þurfi hjartaskurðaðgerð á 64 þeirra. Þannig bíða í raun 126 manns eftir hjartaskurðaðgerð. Staðan er þessi þrátt fyrir það að aðgerðum var fjölgað verulega á hjartaskurðdeild Landspítalans, þann veg, að aðgerðir voru jafn margar á fyrstu 8 mánuðum þessa árs og allt árið í fyrra. Engu að síður hafa margir hjartasjúkl- ingar þurft að leita þessara aðgerða erlendis, með ærnum aukakostnaði og fyrirhöfn, bæði fyrir samfélagið og að- standendur sjúklinganna. Talið er að hér þurfí að framkvæma u.þ.b. 210 hjartaaðgerðir á ári. Biðlistar eru einnig ærnir hjá bæklunar- og öldrunarsjúk- dómadeildum. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi ekki komizt í viðeigandi rann- sóknir fyrr en seint og um síðir vegna sumarlokana, að því er fram kom á fundi sem land- læknir boðaði til með stjórnend- um og yfírlæknum á deilda- skiptum sjúkrahúsum á dögun- um. — Svo virðist sem biðtími sjúklinga eftir aðgerðum og legurými á spítölum geti verið verulegur. Dæmi eru þess, að sögn eins fundarmanna, „að sjúklingar deyi á biðlistum". Astæður vandans í heil- brigðiskerfínu eru ýmsar. í fyrsta lagi hafa lokanir deilda á stærstu sjúkrahúsunum síðustu árin, til að ná fram sparnaði, sem deilt er um, hvort hafí tekizt, dregið úr þjónustu- getu þeirra; valdið því að fjár- festing, sem fyrir hendi er í menntun, húsnæði og tækjum hefur ekki nýzt sem ella. I ann- an stað hefur dregizt um of að ljúka mikilvægum framkvæmd- um, sem auka munu þjónustu- getu sjúkrahúsanna. Þar er meðal annars átt við húsnæði fyrir gjörgæzlu- og skurðstofur, (K-bygging Landspítala/skurð- stofur og B-álma Borgarspít- ala). í þriðja lagi benda tals- menn sjúkrastofnana á skort á hjúkrunarfræðingum og sjúkr- aliðum, sem þeir tengja launa- kerfí ríkisins síðustu árin. í fjórða lagi hafa fjárveitingar til tækjakaupa vart nægt til nauð- synlegs viðhalds eldri tækja, en tæki af þessu tagi úreldast fljótt í örri tækniþróun innan læknis- fræðinnar, hvað þá til kaupa á nýjum tækjum. Einstaklingar og félagasamtök hafa á hinn bóginn hlaupið myndarlega undir bagga með sjúkrastofn- unum að þessu leyti. Vandinn, sem fyrir hendi er, rekur rætur í ýmsar áttir. Hann tengist fjárveitingum til fjár- festingar og rekstrar innan heilbrigðisgeirans — og for- gangsröðun verkefna, bæði inn- an heilbrigðiskerfisins og í ríkisbúskapnum á heildina litið. Hann skarast því hrikalegum vanda í ríkisfjármálum, sem er arfleifð næstliðins kjörtímabils. Hann tengist og skipulagi heil- brigðisþjónustunnar; hvern veg hún lagar sig að þörfum samfé- lagsins, m.a breyttri aldurs- skiptingu þjóðarinnar. Hér skal ekki gert lítið úr hrikalegri stöðu ríkisfjármála né mikilvægi þess efnahags- markmiðs, sem stjónvöld hafa sett sér, að leita jafnvægis í ríkisbúskapnum á þessu kjörtímabili. Reynslan sýnir að ef ekki er gripið til viðeigandi aðhaldsaðgerða á þessum vett- vangi á fyrri hluta kjörtímabils renna góðu áformin gjarnan út í sandinn. Auk þess er jöfnuður í ríkisbúskapnum mikilvægur þáttur þeirrar viðleitni að stuðla að heilbrigðum þjóðarbúskap — atvinnu- og efnahagslífí — sem verði þess megnugt að standa kostnaðarlega undir almennri velferð í landinu, þar með talin nauðsynleg nútíma heilbrigðis- þjónusta. Það er hins vegar óhjá- kvæmilegt í ljósi þeirra upplýs- inga sem tíundaðar voru á til- vitnuðum fundi landlæknisemb- ættisins (sem gjarnan hefði mátt boða til á fyrri stigum fjár- lagaundirbúningsins) að leita skjótvirkra leiða til að bæta úr ástandinu. Það þarf að nýta til- tæka aðstöðu á höfuðborgar- svæðinu eins vel og aðstæður frekast leyfa. Sum verkefni í heilbrigðiskerfinu eru þess eðl- is, að eðlilegt er að þau njóti forgangs. í öðrum tilvikum er hægt að gera þá sanngjörnu kröfu til heilbrigðisyfirvalda, að þjónusta verði bætt og aukinni hagkvæmni verði komið við í rekstri. Loks er spurning, hvort' hægt er að gefa fólki kost á vali í heilbrigðisþjónustu í ríkara mæli en nú er, þannig að einhver hvatning verði í kerf- inu til betri þjónustu og meiri hagkvæmni. 23 Keflavíkurflugvöllur: Flugleiðir byggja við- haldsstöð fyrir milljarð FYRSTA skóflustungan að nýrri viðhaldsstöð fyrir flugvélar Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli verður tekin í næsta mánuði og gert er ráð fyrir að byggingunni verði lokið í árslok 1992. Áætlaður byggingakostnaður er 900-1.000 milljónir króna. Skýlið verður 12.500 fermetrar að stærð og 168 þúsund rúmmetrar. Það getur rúmað sex Boeing 737-400 flugvélar eins og Flugleiðir eiga í einu og verður eitt stærsta hús á íslandi, ef ekki það stærsta þegar það er tilbúið. Af þessum sökum mun allt við- hald flugvéla Flugleiða færast til Keflavíkurflugvallar. Hingað til hafa starfsmenn tæknideildar Flugleiða verið 145 í Reykjavík og 25 í Keflavík, en þegar skýlið verður tilbúið munu 162 starfa í Keflavík og 8 í Reykjavík. Velta tæknisviðs var 1,4 milljarðar á síðasta ári. Þá er gert ráð fyrir að með tilkomu skýlisins skapist möguleikar á að bjóða í viðhalds- þjónustu á alþjóðlegum markaði, sem nemur vinnu í fjórar til sex vikur á ári. Það kallar á ráðningu fleiri starfsmanna en að framan greinir. Samningar hafa tekist við kanadísku arkitekta- og verk- fræðisamsteypuna Norr um hönn- un og byggingu viðhaldsstöðvar- innar en byggingin er að 60-70% hluta til fjármögnuð með mjög hagstæðu láni frá kanadísku út- flutningsþróunarstofnuninni. Sig- urður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði að það sem á vantaði yrði afiað með fé úr rekstrinum, aukningu hlutafés eða lántökum, en ákvörðun þar að lútandi þyrfti ekki að taka fyrr en seint á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verulegur hluti byggingarvinnunnar verði í höndum íslenskra verktaka. Hann sagði að auk viðhaldsað- stöðunnar skapaðist einnig mögu- leiki til að geyma vélarnar í skýl- inu í slæmum veðrum og það minnkaði tæringu og viðhald. Um mjög hagkvæma fjárfestingu væri að ræða fyrir félagið. Ein af for- sendunum fyrir því að fara út í endumýjun flugflotans fyrir 20 milljarða væri að hafa góða við- halds- og geymsluaðstöðu hérlend- is. Nýting á tækjum og mannskap yrði betri, möguleikar sköpuðust á að selja viðhald á alþjóðamark- aði og hafa af því tekjur og vélarn- ar entust betur þegar hægt væri að koma þeim í skjól. Loftmynd af Keflavíkurflugvelli þar sem flugskýlið hefur verið teiknað inn á. Framkvæmdaslj órn VSI: 1.500 störf í sjávarútvegi í hættu vegna aflasamdráttar Framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambands íslands hefur sent frá sér ályktun um stöðu og horfur í efnahags- og at- vinnumálum, sem gerð var á fundi s.l. fimmtudag. Þar kemur fram að hlutur rikis og sveitarfé- laga í íslensku atvinnulífi hefur vaxið óðfluga á liðnum árum samtimis því, að hlutur atvinnu- veganna hefur dregist saman. „Frá 1987 hafa umsvif rikissjóðs aukist um 23% en verðmæta- 0G ÉSSEM IffHSMí Morgunblaðið/RAX MH-ingar fóru baráttuglaðir á fund Ölafs G. Einarssonar, mennta- málaráðherra, í gærmorgun. Nemendur i MH: Oánægju lýst með ákvörðun ráðherra NEMENDUR Menntaskólans við Hamrahlíð fóru á fund Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, í gærmorgun og afhenti honum undirskriftarlista þar sem 850 nemendur skólans lýsa yfir undrun og óánægju með þá ákvörðun ráðherra að draga til baka heimild til breytinga á áfangakerfi menntaskólans. í samtali við Benedikt Hjartar- son, formann skólafélagsins, kom fram að almenn óánægja ríkti í skólanum með þá ákvörðun menntamálaráðherra að draga til baka heimild til breytinga á áfangakerfí skólans. Þar með væri komið í veg fyrir að aukið val nemenda sem vildu sérhæfa sig. Benedikt sagði að ráðherra hefði verið afhentur undirskriftar- listinn auk þess sem nemendurnir hefðu skýrt afstöðu sína. í fram- haldi af þeim umræðum hefði ver- ið ákveðið að efna til opins fundar ráðherra og fulltrúa Háskóla ís- lands í Menntaskólanum á næst- unni. Þar fengju nemendur tæki- færi til að varpa spurningum til þessara aðila. sköpun I landinu hefur á sama tíma dregist saman um 3,5%. Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað en störfum á almennum vinnumarkaði fækkað. Sam- dráttur aflaheimilda um 12-13% á næsta ári veldur minni atvinnu sem gæti numið allt að 1.500 störfum I sjávarútvegi. Úr at- vinnu mun einnig draga í öðrum atvinnugreinum," segir í álykt- uninni. í ályktun framkvæmdastjórnar VSÍ segir einnig:„Á síðastliðnu vori stefndi í að lánsfjáreftirspurn opinberra aðila einna saman yrði langt umfram nýjan sparnað innan- lands. Ný ríkisstjóm greip þá til nokkurra ráðstafana sem áttu að draga úr lánsfjárþörfinni. Nú virð- ist sem áformaður samdráttur í lánsijáreftirspurn hins opinbera muni ekki ganga eftir eins og fyrir- hugað var. Gríðarleg lánsfjáreftir- spurn ríkissjóðs og opinberra sjóða, einkum húsnæðiskerfisins, hefur knúið fram hækkun raunvaxta. Raunvextir em nú svo háir, að engin von er til nýsköpunar og fjár- festinga í atvinnulífinu. Vaxtahækkun ríkisverðbréfa hefur valdið almennum vaxta- hækkunum. Mikil lánsljáreftir- spurn opinberra aðila og háir raun- vextir hafa alvarlega skert rekstr- arafkomu fyrirtækja og lamað vöxt hins unga hlutabréfamarkaðar. Lækkun á gengi hlutabréfa í mörg- um hlutafélögum er bein afleiðing af vaxtastiginu. Hlutabréfamark- aður getur ekki dafnað við þær aðstæður að vextir á ríkistryggðum verðbréfum séu hærri en meðal arðsemi íslenskra fyrirtækja. Fjár- munir leita frá fjárfestingu í at- vinnulífinu til fjármögnunar hins opinbera og áform um samruna fyrirtækja renna út í sandinn. Raunvextir áfram háir Fréttir af undirbúningi fjárlaga- frumvarps benda til þess, að ekki náist fram marktækur samdráttur ríkisútgjalda. Horfur um starfsemi húsnæðiskerfisins og fréttir af öðr- um þáttum gefa til kynna, að láns- fjárþörf opinberra aðila verði áfram meiri á næsta ári en innlendur lána- markaður ber. Engar horfur eru á að raunvext- ir fari lækkandi á næstu mánuðum og misserum ef ekki verður veru- lega dregið úr lánsfjárþörf hins opinbera. Taka þarf nú þegar ákvarðanir sem minnka framboð ríkistryggðra skuldabréfa og liggur beinast við að endurskoða reglur um húsbréf, bæði livað varðar upp- hæðir þeirra og rétt einstakra aðila til að fá slík bréf. Húsbréfaútgáfa var áætluð verða 10 milljarðar á fjárlögum en nú er útlit fyrir að útgáfan verði 15—16 milljarðar króna á árinu. Minnkandi hlutur einkaaðila íslenskt efnahagslíf stefnir nú inn í fimmta árið í röð án hagvaxt- ar. Á þessum tíma hefur hið opin- bera stækkað sinn hlut og á þessu ári stefnir vöxtur ríkisumsvifa í að verða meiri en nokkru sinni fyrr. Draga verður úr ríkisumsvifum án tafar. Stærri opinber geiri hefur óhjákvæmilega í för með sér minnkandi hlut einkaaðila, en það er einmitt í einkageiranum, sem lýtur aðhaldi samkeppni, þar sem hagræðing og aukin framleiðni á sér stað og flutningur mannafla og fjármuna frá einkageira til hins opinbera hlýtur þess vegna að draga úr hagvexti og leiða til lak- ari afkomu landsmanna. Við fyrirsjáanlegar aðstæður samdráttar í hagkerfínu, minnk- andi atvinnu og einkaneyslu hlýtur atvinnulífíð að gera þá kröfu til ríkisvaldsins, að það gefi undirstöð- um velferðarkerfísins, atvinnulífínu í landinu, svigrúm og dragi stórlega úr lántökuþörf ríkissjóðs, hús- næðiskerfís og annarra opinberra aðila og það án skattahækkana. Það er forsenda vaxtalækkunar og þar með aukinna fjárfestinga og atvinnu og tryggrar afkomu," seg- ir að lokum í ályktuninni sem var samþykkt samhljóða á fimmtudag. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Slökkviliðið réð niðurlögum elds í skúr við Axis húsgögn á elleftu stundu, því litlu munaði að eldurinn næði að læsa sig í aðalbygginguna. Grunur um íkveikju: Lá við stórtjóni í bruna Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú hvort kveikt hafi verið í skúr við Axis húsgögn í Kópavoginum á fimmtudagskvöld. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var skúrinn alelda og munaði litlu að eldurinn næði að læsast í aðalbygginguna. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins var kveikt í gámi við Smiðjuveg 9a um kvöldmatarleytið á fimmtudag. Um klukkan 23 var svo tilkynnt um eldinn við Axis, sem er í næsta húsi, eða við Smiðjuveg 9. Þegar slökkviliðið kom að skúrn- um, sem er byggður yfír rafmagns- töflur og loftpressur, var hann al- elda. Þegar tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins var ljóst að litlu hefði mátt muna, því rúður í aðal- byggingunni voru farnar að springa. Fiskskorturinn á mörkuðunum innanlands: Oþolandi ástand sem kall- ar á markvissar aðgerðir - að mati sumra þingriianna Reykjaneskjördæmis MIKILL fiskskortur hefur verið á mörkuðunum hér inn- anlands að undanförnu og hefur hann meðal annars vald- ið því, að ekki liefur tekist að halda uppi fullri vinnu í ýms- . um fiskvinnsluhúsum. Af þeim sökum hefur eitthvað verið um, að fólki hafi verið sagt upp störfum, einkum á Suður- nesjum, og fram hafa komið ásakanir um, að stórir aðilar stefni að því leynt og ljóst að þrengja að þeim, sem eiga allt sitt undir markaðinum. Um þetta eru skiptar skoðanir og ef skoðaðar eru upplýsingar frá Aflamiðlun kemur í ljós, að ferskfiskútflutningurinn er verulega minni en á sama tíma fyrir ári. Skorturinn að undanförnu kann Iíka að eiga sína skýringu í því, að kvótaár- inu lauk nú í ágústiok og þá voru flest skip búin með sinn kvóta, einkum þorskkvótann. Morgunblaðið leitaði álits nok- kurra manlia, meðal annars sumra þingmanna Reykjanes- kjördæmis, á stöðu þessara mála og fara svör þeirra hér á eftir: „Á síðasta þingi sínu gerði Verkamannasambandið mjög af- gerandi ályktun um, að sett yrði löggjöf um, að öllurn afla yrði landað heima og hann boðinn upp hér,“ sagði Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og varaformaður Verkamannasam- bandsins. „Verkamannasambandið og einstök verkalýðsfélög hafa hvað eftir annað ályktað og talað fyr- ir þessu máli og það hef ég gert. Þetta er líka stefna Alþýðu- flokksins en það hefur ekki náðst pólitísk samstaða um þessar breytingar með sumurn öðrum flokkum. Ef öllum afla yrði land- að heima yrði það til að auka vinnsluna hér og þar með atvinn- una. Að sjálfsögðu gætu útlend- ingar boðið í fiskinn en þeir yrðu þá að koma hingað til þess,“ sagði Karl Steinar. Sagði hann, að það ástand, sem nú ríkti hjá fiskvinnslufólki á suðvestur- svæðinu, væri óþolandi og hefði fulltrúi Verkamannasambands- ins í Aflamiðlun af þeim sökum óskað eftir, að þessi mál yrðu sérstaklega rædd á næsta fundi hennar. Hefur Verkamannasam- bandið krafist þess, að honum verði flýtt. Örþrifaráð að beita boðum og bönnum „Mér finnst það örþrifaráð fyrir okkur íslendinga að beita boðum og bönnum í atvinnulífinu en í fiskveiðunum gilda þær regl- ur og í skjóli þeirra hafa ákveðin skip eða útgerðir raunverulegan eignarrétt á7 miðunum," sagði Árni Ragnar Árnason alþingis- maður urn það ástand, sem nú ríkir á innlendu fiskmörkuðum. „Mér finnst það hins vegar miður þegar þessi réttur er not- aður til að veita fóki í öðrum löndum atvinnu_ við að vinna íslenskan físk. Ég er hlynntur því, að þessu verði breytt þótt ég komi ekki í fljótu bragði auga á leiðina en ég tel, að núverandi fiskveiðistefna taki ekki nógu mikið tillit til fiskvinnslunnar í landinu. Það kom fram í mínu máli og ýmissa annarra, sem töluðu fyrir Sjálfstæðjsflokkinn í kosningunum í vor. Eg tel það óviðunandi fyrir okkur íslend- inga að flytja úr landi og selja við dagprísum hráefni, sem fer til vinnslu erlendis. Mér finnst það heldur ekki koma nógu vel fram hvenær þeir, sem eru að selja erlendis, fá betra verð en hér heima,“ sagði Árni Ragnar Árnason. Pólitískar ákvarðanir Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingmaður Kvennalistans í Reykjaneskjördæmi, sagði, að ástandið væri tilkomið vegna pólitískra ákvarðana, sem hefðu verið teknar eða ekki teknar. Sagði hún það stefnu Kvennalist- ans að koma á byggðakvóta og taldi, að með honum hefði staðan að þessu leyti verið betri nú. „Við höfum lagt áherslu á, að allur afli sé vigtaður hér á landi en þótt nú sé verið að vinna að betra skipulagi í vigtarmálum virðist sem gámafiskurinn eigi að fara út óveginn. Það er mjög alvarlegt ef rétt er, að verulegt misferli eigi sér stað í gámaút- flutningnum og það er ekki síður alvarlegt, sem komið hefur fram, til dæmis hjá Sigurði Garðars- syni í Vogum, að einstaka útgerð sé orðin svo skuldbundin útlend- ingum, að hún verði að flytja fiskinn út í stað þess að selja hann fyrir gott verð hér heima. Á þessum málum verða stjórn- málamenn að taka tafarlaust, sagði Anna og kvaðst vilja taka undir með ályktunum bæjarráðs í Njarðvík og Hafnarfirði. Sagði hún sennilegt, að þetta mál yrði tekið upp þegar þing kæmi sam- an. Allur afli verði seldur innanlands Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins og þingmaður þess fyrir Reykjanes- kjördæmi, kvaðst hafa flutt um það tillögu á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins vorið 1988, að allur afli yrði seldur á mörkuð- um hér innanlands. Síðan hefði Alþýðubandalagið haldið fram þessari hugmynd og sérstaklega á síðustu mánuðum. Kvaðst hann ,hafa sannfærst um þetta fyrir löngu og enn betur eftir ítarlegar viðræður við ýmsa forsvarsnienn í sjávarútveginum. „Á síðustu vikum hef ég ferð- ast um Snæfellsnes, Vestfirði, um Suðurnesin og er að koma frá Vestmannaeyjum þar sem ég átti meðal annars fund með út- vegsbændum og forráðamönnum í fískvinnslunni. Það er alveg ljóst, að þessi hugmynd á vax- andi fylgi að fagna innan sjávar- útvegsins og ég get nefnt Vest- mannaeyjar sem dærni, að þar fínnst mér hafa orðið greinileg breyting á viðhorfum manna. Mér finnast menn vera opnari fyrir ýmsum nýjum hugmyndum og ég er sannfærður um, að til að veita fískvinnslunni á Islandi jafnan rétt á við fiskvinnsluna erlendis þá er það vænlegast að selja allan afla innanlands. Ég tel reyndar, að það ætti að taka upp strax í haust. Erlendir físk- kaupendur, sem vilja keppa við íslensku fiskvinnsluna, geta þá boðið í fiskinn hér heima,“ sagði Ólafur Ragnar. Um ítök útlendinga í íslensk- um útgerðarfélögum sagði Ólaf- ur, að vitað væri um slík tilvik en aftur á móti væri erfiðara að átta sig nákvæmlega á umfang- inu. Sagði hann, að vandinn væri hins vegar sá, að Evrópu- bandalagsríkin styrktu sína fisk- vinnslu með margvíslegum hætti og við værum því í raun að keppa við ríkisstyrkta atvinnugrein. Það vildi þó stundum gleymast í umræðunni um hugsanlega samninga við bandalagið. Sagði Ólafur að lokum, að þessi mál yrðu tekin upp á þingi þegar það kæmi saman. Eftirlitið ekki merkilegt „Við munum mjög fljótlega taka þessi mál til gagngerðrar skoðunar. Það eru uppi ólíkar skoðanir og fullyrðingar og óhjá- kvæmilegt að komast að því hvað er að gerast,“ sagði Þröstur Ól- afsson í utanríkisráðuneytinu þegar hann var inntur eftir skýr- ingum á fiskskortinum á mörk- uðunum hér innanlands. „Það er spurning hvort verið sé að flytja út fisk án leyfa og vissulega heyrist, að skipafélögin flytji út miklu meira af gámum en Aflamiðlun hefur leyft. Þetta verður að skoða og það verður að segjast eins og er, að eftirlit- ið með kerfinu er ekki mjög merkilegt. Svona kerfi, sem byggist á boðum og bönnum, verður hins vegar að hafa eftir- lit. Að vísu benda upplýsingar frá Aflamiðlun til, að verulega hafí dregið úr útflutningi miðað við sama tíma í fyrra og því kannski ekki við hana að sakast en fari eitthvað framhjá kann það að vera einhver skýring á litlu framboði á mörkuðunum hér,“ sagði Þröstur. „Svo heyrist líka, að erlendir aðilar séu búnir að kauþa upp og skuldbinda íslenskar útgerðir til að flytja aflann út. Það er ill- mögulegt fyrir okkur að sann- reyna það en samt virðist okkur, að þessi tengsl, sum að minnsta kosti, séu orðin nokkuð náin.“ Þröstur sagði, að í utanríkis- ráðuneytinu gerðu menn sér fulla grein fyrir'því ástandi, sem nú ríkti á íslensku fiskmörkuðunum, og það yrði tekið fyrir sem sér- stakt verkefni að komast til botns í því. Réðist það síðan af niðurstöðunni hvort eða til hvaða aðgerða yrði gripið. ÁC &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.