Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 Um 45 þúsund fjár slátrað á Akureyri Slátrun hefst hjá Sláturhúsi KEA á miðvikudaginn kemur. Alls verður slátrað um 45.000 fjár. Um 120 manns starfa við sláturhúsið í sláturtíð- inni, sem stendur í hálfan annan mánuð. Slátursala er jafnan mikil og á síðasta ári varð Sláturhús KEA að fá slátur frá Húsavík til að anna eftirspurninni. Öli Valdimarsson sláturhússtjóri sagði að fyrirhugað væri að slátra- -^■10.700 fjár í reglulegri slátrun en auk þess yrði slátrað 4.158 ám vegna fækkunar búfjár. Þetta væri hið svo- kallaða Mexíkókjöt. Áætlað væri að þessum ám yrði slátrað síðast, enda væri enn óljóst hver háttur yrði hafð- ur á. Óli sagðist telja að rétt að selja þetta ærkjöt, það væri mun betra og eðlilegra en að grafa það. Megin- atriðið væri þó að hér væri verið að stíga mikilvægt skref sem menn hefðu lengi veigrað sér við að taka: að fækka búfé og koma á eðlilegu jafnvægi þannig að kjötbirgðir gengju að mestu leyti upp á hveiju ári. Um hugmyndir sem komið hafa •frarn um slátrun frá júlí til jóla sagði Óli að þar væri á ferð merkilegt mál. Með því móti væri hægt að hafa jafna og eðlilega vinnu við slát- urhúsin, rétt eins og í slátrun naut- penings, en því fylgdu ævinlega vandræði þegar vinna þyrfti í törnum eins og sauðfjárslátrun hefði verið hér á landi. Sláturhúsin gætu sem best slátrað sauðfé smátt og smátt á löngum tíma. Vandinn lægi hjá bændum að breyta fengitíma og burði fjárins og skipuleggja og sund- urgreina lömb meira en gert er. -Enginn vildi til dæmis kjöt af nýslátr- uðum hrút sem orðinn væri of gam- all. Hrútsbragð væri ekki vinsælt. Þá yrði að breyta göngum og réttum eða hafa fé heima meira en gert hefði verið. Einnig þyrfti að breyta neysluvenjum fólks og það tæki tíma. Fáir íslendingar gætu hugsað sér að borða ófrosið kjöt. Fjöldi manna keypti nýtt kjöt og léti gera að því, úrbeina, saga og pakka, en frysti það svo áður en þess væri neytt. Við fros- tið missti Iambakjöt bragð eins og allt annað sem fryst væri, en þetta bragð virtist fólk ekki vilja. Óli sagði að svæði það sem fengi slátrað á Akureyri næði frá Svarfað- C ’xardal og Öxnadal og Hörgárdal að norðan og vestan, fram Eyjafjörð og út með austurströndinni allt austur í Fnjóskadal. Á þessu svæði væru Fimmtán börn í skólanum Grímsey. SKÓLASTARF vetrarins er hafið í Grímsey. I skólanum verða í vetur 15 börn en 7 börn á skóla- skyldualdri verða að fara í land til að stunda nám sitt. Á komandi vetri eru aðeins tveir starfsmenn við grunnskólann í ^SSrímsey, skólastjóri og kennari. Af þeim sökum verða fleiri grunnskóla- nemar úr Grímsey við nám í landi en áður. Nú verður kennt í eynni til og með 7. bekk en nemendur í 8., 9. og 10. bekk verða við nám á Dalvík (5), á Laugum í Reykjadal (1) og í Reykjavík (1). Þrír þessara nemenda eru í 8. bekk og eiga að fermast í vor, en tveir eru í 9. bekk og tveir í 10. bekk. Á síðasta veti'i tókst að ráða að skólanum þriðja kennarann og þá voru fermingar- nemendurnir heima. Börnin sem send eru til lands í skóla eru ýmist á heimavist eða hjá ættingjum. Eins og á þessu má sjá glíma Grímseyingar við kennaraskort og eru ekkert ánægðir með að senda börn, jafnvel undir fermingaraldri, í land til þess að þeir geti verið í skóla, en menn verða að sætta sig við þetta þegar ekki er um annað _^að ræða. - HSH 4-5 sláturhús þótt aðeins eitt væri notað. Það kvað hann óskynsamlegt og þar væri verið að eltast við útlen- skar reglur sem ekki væri einu sinni farið eftir í þeim löndum þar sem þær væru settar. Slíkar kröfur væru til einskis annars en að gera erfiðara að selja afurðir. Vissulega væri nauð- synlegt að hafa þrifaleg og snýrtileg sláturhús og þau væru mörg til þótt þau uppfylltu ekki ströngustu kröf- ur. Þau ætti skilyrðislaust að nota, ekki síst ef sláturtíðin yrði lengd í marga mánuði. Óli sagði slátursölu jafnan mikla, enda væru þetta hagkvæm matar- kaup. Ekki væri komið fast verð á slátur nú, en bráðabirgðaverð á Húsavík væri 565 krónur. Yfirleitt sedist allt slátur upp hjá Sláturhúsi KEA og í fyrra hefði þurft að fá á sjötta þúsund slátra frá Húsavík til að anna eftirspurn. Hins vegar sagði hann að fólk birgði sig síður upp af kjöti nú en áður, enda víðast unnt að kaupa hálfa og heila skrokka allt árið um kring. Veiðihundar þjálfaðir á Akureyri Á Akureyri var á dögunum í heimsókn sænskur hundaþjálfari, Thorkild Mogensen, ásamt konu sinni Britt, í þeim tilgangi að skoða English Springer Spaniel hunda, en alls eru á Akureyri 8-10 hundar af þessu kyni. Þetta eru veiðihundar, notaðir til að sækja veiðibráð, en væntan- leg eru ný lög, a.m.k. í Svíþjóð, þar sem fuglaveiðar verða bannaðar án þess að notaðir séu veiðihundar. Jón Guðmundsson, ræktandi hund- anna, sagði að Svíinn hefði talið akureyrsku hundana afar góða. Hann hefði farið með þá og eigendur þeirra í veiðiþjálfun á Kaupangsbökk- um, framan við Ákureyri og þar hefðu huiidarnir verið reyndir og fylli- lega uppfyllt óskir eigendanna, fundið nýskotna fugla sem menn hefðu ekki getað komið auga á. Á innfelldu myndinni eru Thorkild og Britt Mogensen ásamt hundinum Alex, sem Mogensen telur afbragðsgóðan, en Alex vann meðal annars það afrek í vetur að sækja hjálp fyrir eig- anda sinn, Bergþór Ásgrímsson, þegar hann slasaðist um nótt. Sýning á hundum af þessu kyni verður haldin í Kolaportinu í Reykjavík eftir hádegi í dag. Morgunblaðið/Rúnar Þór Álafoss á Akureyri: Nýtt vefnaðar- og fatagerðar- fyrirtæki tekur við rekstrinum Samningar tókust með Landsbankanum og Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar NÝTT fyrirtæki verður stofnað á Akureyri til að yfirtaka vefnað og fatagerð Álafoss á Akureyri og sölu framleiðslunnar. Fyrirtækið mun Laka húsnæði Álafoss/Landsbankans á leigu. I tillögum Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar um stofnun félagsins er gert ráð fyrir að starfsmönn- um fækki um nokkra tugi. Söfnun hlutafjár að upphæð a.m.k. 60 miHj- ónir króna er þegar liafin. Hið nýja fyrirtæki verður formlega stofnað um næstu mánaðamót. Baldvin Valdimarsson hefur verið ráðinn til að undirbúa starfið og stjórna fyrirtækinu. Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að komist hefði verið að samkomulagi við Landsbankann um að Iðnþróun- arfélagið stofnaði til nýs fyrirtækis sem tæki við rekstri Álafoss á Akur- eyri. Samkomulagið væri gert með fyrirvara um samþykki stjórnar Landsbankans, væntanlegra hlut- hafa í hinu nýja fyrirtæki og stjórnar Iðnþróunarfélagsins, sem ábyrgðist málið í núverandi stöðu. Gert væri ráð fyrir því að hið nýja fyrirtæki keypti af Rekstarafélagi Landsbank- ans vélar og tæki sem þyrfti til rekstrarins og sömuleiðis væri ráð- gert að leigja húsnæðið, sem áfram yrði í eigu Landsbankans. Þetta sam- komulag væri byggt á drögum sem Iðnþróunarfélagið hefði lagt fram. I samkomulaginu felst að nýtt fé- lag taki yfir rekstur vefdeildar og fataframleiðslu Álafoss. Þar sagði Ásgeir að hefðu unnið allt að 190 manns þegar mest hefði verið, en ljóst væri að þar yrði nokkur fækk- un. Ef björtustu vonir rættust yrðu þar störf fyrir um 130 manns. Rætt- ust þær ekki að fullu gætu starfs- menn orðið eitthvað færri. I hinum bjöitu vonum væri reiknað með ein- hverri sölu til Sovétríkjanna, þau mál væru vissulega ótiygg eins og staða mála væri þar austurfrá, en það yrði reynt. Hingað til hefði veru- legur hluti framleiðslu Álafoss farið á þennan markað og ekki væri í þessum áætlunum geit ráð fyrir nema broti af því. Ásgeir sagði að orsök fækkunar starfsmanna fælist í minni fram- leiðslu en verið hefði hjá Álafossi. Þar hefði verið mjög mikil fram- leiðsla en reksturinn erfiður meðal annars vegna þess hve Sovétmark- aðurinn hefði verið þar stór þáttur. Samningar hefðu iðulega gengið seint og treglega og framleitt hefði verið í óvissu um sölu og birgðir hlað- ist upp og skuldir jafnframt. Ekki væri reiknað með því að þessi háttur yrði jafnþungur hjá hinu nýja fyrir- tæki. Eitthvað yrði væntanlega áfram selt til Sovétríkjanna en fyrir lægi að yfirtaka stærstan hluta þeirra markaða sem Álafoss hefði unnið á og hluti samkomulagsins væri að nýja fyrirtækið gengi inn í þá samninga eftir því sem hægt væri. Þar væri aðallega um að ræða Evrópumarkað og Japan. Varðandi sölumál fyrirtækisins taldi Ásgeir líkiegast að ekki yrði stofnað til sérstaks fyrirtækis sem annast mundi þau, heldur yrði fram- leiðsla og sala hvort tveggja í hönd- um fyrirtækisins sjálfs. Ekki er endanlega ákveðið hveijir verða rekstraraðilar hins nýja fyrir- tækis. Ásgeir sagði að þegar væri hafin hlutafjársöfnun og verið væri að ræða við ýmsa aðila um að koma inn í félagið, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Stefnt væri að því að safna að minnstá kosti 60 milljónum króna í hlutafé til að setja rekstrarfé- lagið í gang. Að sögn Ásgeirs er hæpið að hið nýja fyrirtæki verði formlega stofnað fyrr en um næstu mánaðamót og þangað til hefur Iðnþróunarfélagið fingur á undirbúningi félagsstofnun- ar. Til að stýra þessu undirbúnings- starfi hefur Iðnþróunarfélagið ráðið framkvæmdastjóra, Baldvin Valdi- marsson, sem áður hefur meðal ann- ars verið við stjórn Sana og K. Jóns- sonar & Co. Ásgeir sagði að stefnt væri að því að Baldvin tæki síðan við framkvæmdastjórn fyrirtækisins þegar það hæfi störf. Þar með ætti afskiptum Iðnþróunarfélagsins af fyrirtækinu að ljúka. Baldvin Valdimarsson sagðist hafa komið mjög skyndilega í þetta nýja starfi, en hér væri greinilega um erfitt verkefni að ræða. Hann kvaðst þó gera sér góðar vonir um að það tækist miðað við fyrirliggjandi áætl- anir. Fyrst lægi fyrir hjá að athuga markaðsmál fyrirtækisins og móta heilsteypta markaðsstefnu fyrir það. Onnur skipulagning fyrirtæksins ylti á því. Að þessu ^yrði unnið nú næstu daga. Steinþór Olafsson, ráðgjafi hjá Iðnþróunarfélaginu, verður til að- stoðar við þetta í upphafi. „Vissulega blunda einhvers staðar í okkur metn- aðarfull vaxtarsjónarmið,“ sagði Baldvin, „en mikilvægast er þó að gera þá starfsemi arðbæra sem hér er. Eins og málin standa í dag verð- ur það ekki gert öðru vísi en með eitthvað takmarkaðri starfsemi en hefur verið hérna.“ Vöruleiðir-Samskip: Samvinna um vöru- flutninga á landi NU UM mánaðamótin hófst samstarf vöruflutningafyrii'tækisins Stefnis og Samskipa um vöruflutninga á landi undir nafninu Vöruleiðir-Sam- skip. Með þessu eru sameinaðir flutningar Stefnis á Akureyri og þeir flutningar sem Landflutningadcild Samskipa á Holtabakka í Reykjavík yfirtók þegar Bifreiðadeild KEA var lögð niður. Með því að sameinast um afgreiðslu þessa huggjast aðilar auka og tryggja þjónustu í land- flutningum til og frá Norðurlandi. Páll Hermannsson, forstöðumaður Landflutningadeildar Samskipa, sagði að hér væri ekki um samein- ingu fyrirtækjanna að ræða né yfir- töku annars á hinu. Stefnisbílstjórar ættu áfram bíla sína og ækju þeim en samstarfsfyrirtækið Vöruleiðir- Samskip sæi um vöruafgreiðslu og markaðsmál. Hagsmunir fælust í því að bílstjórarnir einbeittu sér nú að því sviði sem þeir væru sérfræðingar í, flutningunum sjálfum, en aðrir sæju um rekstur vöruafgreiðslunnar auk þess að afla viðskipta. Páll sagði að áætlunarferðir flutn- ingabíla yrðu samræmdar, þær yrðu jafntíðar og áður en bílar yrðu nýtt- ir betur. Við það gæti þeim fækkað eitthvað. Vöruleiðir-Samskip hefðu þegar tekið yfir rekstur vöruáf- greiðslunnar á Akureyri og í október yrði rekstrarformi Vöruleiða í Reykjavík breyt.t með svipuðu móti. Páll sagði vonir standa til að með sameiningunni næðist það megin- markmið að styrkja þá í samkeppn- inni og tryggja reglulegar og örugg- ar áætlunarferðir, góða vörumeðferð og góða þjónustu. Á Akureyri og út frá staðnum væri einhver mesti land- flutningamarkaður hérlendis. Þegar allt væri talið væru vikulega um 30 ferðir flutningabíla á vegum Vöru- leiða-Samskipa frá Akureyri austur, vestur og suður um land og frá fyrir- tækinu færu vöruflutningabílar til allra staða sem slíkt samband hefðu við Akureyt'i. íf*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.