Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú glímir við áhugavert við- fangsefni og munt sinna því langt fram yfir venjulegan vinnutíma til þess að ljúka því. Veittu smáatriðunum at- hygli en í þeim liggur lausnin. Naut (20. apríl - 20. maí) Hugleiðsla á við þig í dag og rétt er að gefa menningunni gaum. Nú er einnig tími til að skipuleggja framtíðará- formin. Þú færð fréttir frá fjarlægum vini. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það borgar sig ekki að taka vinnuna heima með sér í dag því það kemur bara niður á sambandi þinu við þá nánustu. Ekki byrgja vandamálin inn í ykkur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HBB Barnafólk ætti að gera eitt- hvað með börnunum, það veit- ir ánægju. Einstæðir gætu gengið rómantíkinni á vald. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Reyndu að framkvæma hug- myndir þínar áður en þær gleymast. Þú færð áhuga á gæludýrum og frændi eða frænka munu reynast þér vel. Meyja (23. ágúst - 22. september) Notaðu vel þau tækifæri sem gefast í dag til þess að njóta lífsins. Gefirðu þig sköpunar- gáfunni á vald muntu vinna ný afrek í dag. V°S . (23. sept. - 22. október) 4>"i£ Samskipti við einhvern ætt- ingja verða erfið en fjölskyldu- málin taka að öðru leyti góða stefnu. Rétt væri að skreppa á útsölur og flóamarkaði, þar gerast kaupin nú góð. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Besta ráðið til að hressa upp á sjálfan sig er að fara í öku- ferð út í sveit eða skoða söfn. Sinntu síðan áhugamálunum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) $) Þú munt kaupa eitthvað óvenjulegt, fornmunir, lista- verk eða eitthvað afar fram- andi á hug þinn. Nú er tæki- færi til að græða á áhugamál- unum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú lætur stjórnast ’af tilfinn- ingum í dag og allar líkur eru á að þú dettir í lukkupottinn. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Farðu þér rólega í öllu og reyndu að vinna upp svefn- leysi eða taka þér nauðsynlega hvíld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£* Þú ert hrókur alls fagnaðar og margir sækjast eftir nær- veru þinni. Taktu tilboðum sem berast og farðu frekar í heimsókn til annarra en að taka þér eitthvað fyrir hendur heima fyrir. Hafðu samband við fjarlæga vini. Stj'órnuspána á ad lesa sem dœgradv'ól. Spár af þessu lagi byggjast ekki á traustum grunni m'sindalegra staóreynda. ?iH!!??:!T!i?r!!?il!!!ÍT?T?!!ii!nnT!?!n!n.i!i!!!!::ii!!::::iiíii!! DYRAGLENS FENGítÍ/VUNN er { 6RÍOARL.BGA OmiETiMM!J NUtí. --- -**2- ©1991 Tribune Medl* Services. Inc. (o- GRETTIR OG FAPIR. HANS ) VAK FLÓN / ■sr (TíM t7AV?e> 7-51 TOMMI OG JENNI 7/w Þetta ezp&amði LJOSKA Siðan es satuppi mep STdfZAH POTTAF HENAH i ■ NU! FERDINAND 1 N\ p f>p SMAFOLK Hún er sætasta litla stelpan sem ég hef nokkru sinni séð ... Hvað ætti ég að segja til að kynnast henni ... Ég geri ekki ráð fyrir að svo vilji til, að þú hafir smákökur með þér, er það, ljúfan? BRIPS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Ég gat víst hnekkt spilinu með því að koma út í hjarta,“ sagði vestur vonsvikinn á meðan suður skráði 980 í NS-dálkinn fyrir 6 spaða, slétt unna: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 10863 ¥ ÁG972 ♦ 6 *ÁG4 Vestur ♦ 72 ¥4 ♦ G8742 ♦ KD1083 Austur * G ¥ KG5 ♦ D1093 + 97652 Suður * ÁKD954 ¥10863 ♦ ÁK5 *- Vestur Norður Austur Suður — • 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspii: laufkóngur. I suðursætinu var vanur og þrifinn maður, sem tók strax til við að hreinsa í kringum hjarta- litinn. Hann henti hjarta niður í laufás, trompaði lauf, tók ÁK í tígli, stakk tígul og síðasta laufið. Nú var allt klárt til að spila hjarta og gosa blinds. Og austur gat hvergi drepið niður fæti án þess að gefa slag. „Nei, makker minn,“ sagði austur hugreystandi. „Einspilið í hjarta dugir ekki til. Slemman stendur alltaf, en það lendir hins vegar á þér að vaða út á hreint gólfið á skítugum skónum í loka- stöðunni.“ Austur var með þessa spila- mennsku í huga: Sagnhafi drep- ur á hjartaás, hendir hjarta í þaufás og trompar lauf. Tekur ÁK í trompi, spilar þrisvar tígli og trompar. Síðan laufgosa og hendir hjarta. Vestur neyðist til að taka slaginn og spila út í tvöfalda eyðu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í St. Ingbert í Þýzkalandi í sumar kom þessi staða upp í viðureign Þjóðveijans U. Lau (2.300) og sovézka stór- meistarans Igor Glek (2.530), sem hafði svart og átti leik. 28. — Hxe3! og hvítur gafst upp, því hann tapar drottningunni eftir 29. Dxe3 — Hfl+. Glek varð efstur á mótinu ásamt landa sínum Tsjútsjelov og Nikitin, fyrr- um þjálfara Kasparovs og ung- verska alþjóðameistaranum Gyula Horvath, en sá var úrskurðaður sigurvegari á stigum. Þeir fjórir hlutu 7'A v. af 9 mögulegum. 250 þátttakendur voru á mótinu þar af 7 stórmeistarar. Mótshöldurun- um til mikilla vonbrigða varð Mik- hail Tal fyrrum heimsmeistari að hætta við þátttöku á síðustu stundu, en hann gekkst nýlega undir læknisaðgerð og var ekki útskrifaður af sjúkrahúsi í tæka tíð. Ekki hafa fréttir borist af því hversu alvarleg veikindi Tals séu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.