Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 31 Minning: Baldur Reyuir Sig- urðsson frá Blönduósi Fæddur 17. mars 1929 Dáinn 29. ágúst 1991 Okkur hjónin setti hljóð, þegar dóttir okkar Jóhanna hringdi frá Þórshöfn aðfaranótt 29. ágústs sl. og sagði okkur að Baldur, tengda- faðir hennar, væri allur. Baldur, Kristín kona hans og Sigþór bróðir Baldurs höfðu komið í heimsókn til Jóhönnu og Sigurðar sonar þeirra, þá fyrr um kvöldið. Við þessar fréttir, tóku minning- arnar að hrannast upp og allar fal- legar. Af lífskeðju Baldurs Reynis Sigurðssonar frá Blönduósi þekkt- um við hjónin ekki nema nokkra hlekki, en þeir sönnuðu strax ágæti sitt og þar styrkti hans ágæta kona, Kristín Bjarnadóttir, veikasta hlekkinn, svo að eftir var tekið. Barnabörnin draga okkur eldra fólkið hvert að öðru, enda er fram- gangur barnanna sameiginlegt áhugamál. Baldri kynntumst við hjónin sér- staklega eftir að hann kom heim frá Lundúnum, eftir hjartaupp- skurð. Sú aðgerð gekk blessunar- lega vel og það var aðdáunarvert, hve Baldur tók vel og alvarlega hinu stranga endurhæfinga „prógr- ammi“, enda hresstist hann fljótt. Við hjónin urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með Balla og Stínu, í ferðalög, hér innanlands og lika með börnunum. Þær ferðir voru afar skemmtilegar. Því var stundum slegið fram, að gaman væri að fara til Lundúna til að heilsa upp á stórborgina, svona rétt í virðingarskyni við vel heppn- aðan uppskurð. „Nei, aldeilis ekki,“ sagði Balli. Lyktin í borginni er vond. Má ég heldur biðja um ferð um okkar eigið land. Hér höfum við ijallaloftið tært og heilnæmt. Ekki ætla ég aðrekja ættir Bald- urs eða uppruna. Það gera þeir sem betur til, þekkja, en eitt veit ég, hann var af góðu fólki kominn. Hann innsiglaði það með framkomu sinni. Fróður var hann um menn og málefni og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Sitt heimahérað þekkti hann vel og leiðina á milli Blöndu- óss og Reykjavíkur þekkti hann eins og lófa sinn, hvern stein og hverja holu, enda ók hann þá leið og fleiri í mörg ár fyrir Kaupfélag A-Hún- vetninga. Það var alltaf notalegt, að koma á heimili Baldurs og Kristínar, á Húnabraut 18. Þegar leið okkar hjónanna lá til Þórshafnar, þá var fyrsti áfangi ávallt Blönduós, vegna þess, að Húnabraut 18 var nokkurs konar „nafli“ norðurleiðarinnar. Viðkoma annars staðar var eigin- lega ekki í dæminu. Við sjáum nú að baki góðum dreng og hafí hann þakkir fyrir það, sem hann lagði okkur til. Það var allt gott. Ég lýk þessum fátæklegu orðum mínum með hans eigin: „Nú fáum við okkur í nefið, við höfum unnið til þess.“ Kristínu og allri fjölskyldu Bald- urs óskum við velfarnaðar og vott- um þeim innilega samúð. Helga og Helgi Það var mikil tilhlökkun á mínu heimili, Balli afi, Stína amma og Diddi frændi voru að koma í heim- sókn. Frí tekið í vinnu og á leikskól- anum til þess að hægt væri að njóta þessara daga með þeim. Ég tók á móti þeim um kvöldmatarleytið með mikilli gleði. Strax var rætt um hvernig eyða ætti dögunum. Ferð út á Langanes, berjamó og margt fleira. En gleðinni var snögglega kippt frá okkur. Tengdafaðir minn var allur rétt upp úr miðnætti. Af hveiju, af hveiju hann? Var ekki nóg komið? Þrjár stórar að- gerðir á þremur árum og síðan þetta. Hver er tilgangurinn? Við þessari spurningu fáum við ekkert svar. En ég trúi því að almættið leggi okkar spor hér á jörð, og hon- um Baldi hefur verið ætlað annað hlutverk hinum megin við móðuna miklu. Baldur var fæddur í Brekkukoti í Austur-Húnavatnssýslu 17. mars 1929. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Bjarnason og Anna Sig- urðardóttir. Þann 28. október 1951 gekk Baldur í hjónaband með Krist- ínu Bjarnadóttur frá Blönduósi. Eignuðust þau fjögur börn, Huldu, Sigurð, Ingibjörgu og Reyni. Afa- börnin eru 15. Ekki ætla ég að rekja ættir nán- ar, heldur að minnast á manngæsku tengdaföður míns, því betri og ljúf- ari mann hef ég varla hitt á minni lífsleið. Okkar kynni hófust þegar leiðir okkar Sigurðar lágu saman 1985. Kvíði var í mér að hitta tengdaforeldrana á Blönduósi en sá kvíði var óþarfur. Smáhik og síðan opnir armar, armar sem tóku manni fagnandi. Við Sigurður bjuggum á Blöndu- ósi í þrjú ár. Margt var skrafað og brallað á þeim árum, og góðar stundir áttum við saman í kringum hestamennskuna. Ekki var það hesturinn sem ég saknaði mest þeg- ar við fluttum til Reykjavíkur held- ur Baldur, því hann var of langt í burtu. En síminn var líka mikið notaður. Ef eitthvað vafðist fyrir manni þá hringdi maður norður. Aldrei var sagt nei ef á-hjálp eða aðstoð þurfti að halda því hann var boðinn og búinn, og þá sérstakleg^ gagnvart sínum afkomendum því þau sátu fyrir öllu öðr-u. Baldur hafði góða kímnigáfu og hæfilegan skammt af stríðni. Stríðni sem allir tóku vel, því henni fylgdi ævinlega gleði og hlátur. Ékki eru gleði og hlátur nóg á lífs- leið, því þarf eitthvað að fylgja. Og það voru tnargir kostir sem fylgdu Baldri, dugnaður, kraftur og kjark- ur til að takast á við hvað sem var. Sá kjarkur kom best í ljós í hans veikindum, engin uppgjöf, hann skyldi sigra. Og hann sigraði. En kallið kom sem enginn sigr- ar, og þar sjáum við á eftir góðum manni, en minningarnar lifa. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrðlegt oss hún kveikir Ijós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. (H.H.) Blessuð sé minning tengdaföður míns, Baldurs Sigurðssonar. Jóhanna Helgadóttir Hann Balli gfi okkar hefur nú verið kallaður á burt og viljum við systkinin senda honum okkar hinstu kveðju. Afí var mikill baráttu- og bjart- sýnismaður, sem hann sýndi í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur eða þurfti að takast á við. Orðið uppgjöf var ekki til í hans orðabók. Hann var einn af föstu punktun- um í lífi okkar, alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Til í að gera allt með okkur eða fyrir okkur. Afi hafði kímnigáfuna á réttum stað, var fljótur að svara á hnyttinn hátt og erfítt að reka hann á gat. Slík ráðstöfun sem þessi er fyrir ofan manns skilning, en sú vissa okkar að hann sé á æðri stað og líði vel gerir sorgina ekki eins erf- iða. Allar þær yndislegu samveru- stundir sem við áttum með honum eru óteljandi og munu aldrei gleym- ast. Það er okkur dýrmætt að hafa átt með honum samleið. Elsku amma, guð varðveiti þig og styrki á þessum erfíðu stundum. Kristín Sigurey Sigurðar- dóttir, Guðmundur Snorri Sigurðsson, Bald- ur Reynir Sigurðsson. Royal súkkulaðibúðingur - eftirlæti bamanna ÚTSALA VEGGFÓÐUR, GÓLFDÚKAR, BAÐHERBERGISÁHÖLD, BAÐMOTTUR, BAPHENGI Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup á útsölu Veggfóðrarans. 15-50% afsláttur af gólfdúkum, veggfóðri, gólfkorki, baðmottum, baðher- bergisáhöldum og baðhengjum. Athugið að útsalan stendur aðeins í eina viku. VEGGFÓDRARINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK SÍMAR:(91)- 687171 / 687272 VERKSMIÐJU UTSALA frá 3. september í húsi Sjóklæðagerðarinnar Skúlagötu 51,1. hæð. Útlitsgallað og eldri gerðir a£ sport- og vinnufatnaði. STÍGVÉL REGNFATNAÐUR barna, kvenna, karla SJÓFATNAÐUR NYLONFATNAÐUR KAPP-FATNAÐUR barna, kvenna, karla VINNUFATNAÐUR samfestingar, buxur, jakkar, sloppar VINNUVETTLINGAR Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-14. O O ^—> SEXTIU CG SEX NORÐUR SJÓKLÆÐAGERÐIN HF • SKÚLAGÖTU 51

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.