Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 32
m MORCUNSHA0IÐ -LAUUAFíDAGLÍH 7/. SEPTEMBEH' L99L Steinn Guðmunds- son — Minning Fæddur 16. desember 1904 Dáinn 1. september 1991 í dag kveð ég elskulegan tengda- föður. Steini, eins og hann var ávallt nefndur, var fæddur á Ytri-Búðum í Bolungarvík, sem var hans æsku- heimili. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Steinssonar frá Ósi í Bolungarvík og Guðríðar Hanni- balsdóttur frá Neðri-Bakka í Langadal. Þau bjuggu allan sinn "^búskap á Ytri-Búðum. Foreldrar Steina létust báðir langt um aldur fram, móðir hans þegar hann var 17 ára en faðir hans fórst í sjóróðri á opnum báti 2 árum síðar. Steini ólst upp við sjómennsku föður síns og varð fljótt ljóst að hugur hans stefndi í þá átt, því aðeins 13 ára var hann farinn að stunda sjó frá Bolungarvík á opnum bátum eins og þá tíðkaðist. Þeim fækkar nú óðum gömlu mönnunum sem uppiifðu og tóku þátt í þeim gífuriégu breytingum, sem þróun í útgerðarháttum frá opnum árabát- um til nýtísku skuttogara, hafði í för með sér. Steini var einn þessara .manna, því sjómannsferill hans náði svo til óslitið yfir 50 ár. Um 1925 flytur hann til ísafjarðar og stundar þaðan sjóinn á stærri vélbátum. Þegar Samvinnubátarnir komu til ísafjarðar um 1928 réðst Steini í skiprúm hjá Jóni Kristjánssyni og var með honum allt til ársins 1936. Næstu 8 árin stundaði hann sjóinn á „Hugunum" sem utgerðarfélagið Muninn hf. gerði út. Þar var hann aðallega í skiprúmi hjá Guðbjarti Jónssyni, skipstjóra, og Indriða Jónssyni, skipstjóra. Þegar togar- arnir ísborg og Sólborg komu til ísafjarðar réðst hann á ísborgina og var þar að mestu óslitið hjá Ragnari Jóhannssyni Eyfirðings, skipstjóra fram til ársins 1956. Næstu árin stundaði Steini ýmsan veiðiskap. Hann var nokkur sumur á síldyeiðum, m.a. á Guðbjörginni hjá Ásgeiri Guðbjartssyni, skip- stjóra, og á rækjuveiðum og skaki með skipstjórum s.s. Sigutjóni Hall- grímssyni, Bergmanni Þormóðs- syni, Agnari Guðmundssyni og Ól- afi Össurarsyni. Steini var félagslyndur og sat m.a. í stjórn Sjómannafélags ísa- fjarðar um árabil og var heiðursfé- lagi þess. Hinn 30. september 1939 kvænt- ist Steini eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Hannibalsdóttur frá Betaníukoti í Önundarfírði. Þau eignuðust 5 dætur sem allar lifa föður sinn. Þær eru, Sigrún Björk, fædd 19. nóvember 1938, Elva Bryndís, fædd 23. nóvember 1941, Bára Guðmunda, fædd 9. júní 1943, Lilja Guðrún, fædd 13. desember 1948, og Aðalheiður Steina, fædd 15. apríl 1952. Steini og Heiða stofnuðu heimili sitt á Tangagötu 10 á ísafirði, og bjuggu þar allan sinn búskap. Arið 1967 reistu Steini og Heiða sér sumarbústað í Tungudal, þar sem þau dvöldu jafnan á sumrum. Þar var oft gestkvæmt og mörg sumur eyddu þær dæturnar, sem fluttar voru frá Isafirði og fjölskyld- ur þeirra, sumarleyfinu sínu í sum- arbústaðnum „inní skógi“. Mínar fyrstu minningar um Steina tengjast einu helsta áhuga- máli hans, spilamennskunni, þó að aldrei yrði ég þar virkur þátttak- andi. Faðir minn, Gunnar Ásgeirs- sson, var hins vegar spilafélagi Steina og er mér fast í barnsminni þar sem ég sé þessa tvo annars að mörgu leyti áþekku menn stika stórum upp Silfurgötuna til fundar við spilafélagana. Spilið sem átti hug þeirra allan var auðvitað brids. Steini var um skeið virkur félagi í Bridsfélagi ísafjarðar en átti þó lengst af sína föstu spilafélaga. Hans er nú sárt saknað af félögum hans á þeim vettvangi. Það var svo ekki fyrr en ég kynntist Steina sem verðandi 3 persónuleg kynni en þó sérstaklega eftir að við Lilja fluttum búferlum til ísafjarðar síðla árs 1976. Margar hlýjar minningar streyma fram um skemmtilegar samverustundir á Tangagötu 10 hjá Steina og Heiðu þegar rifjuð er upp liðin tíð. Þaðan eiga öll afa og ömmubörnin, bæði þau sem nutu þess að alast upp á Isaflrði í skjóli afa og ömmu og eins þau sem búa í Reykjavík og í Gautaborg, sínar góðu minningar. Steini var afar barngóður og þó hann væri með betri bridsspilurum og hefði sinn metnað í því sam- bandi, hafði hann einnig mikla ánægju og gleði af að spila og tefia við afabörnin þegar þau komu í heimsókn. Oftast vissi afi þá meira um spil mótspilaranna en þeir sjáif- ir, en það kom ekki fram í öðru en góðri tilsögn og víst er að börnin nutu þess að spila við afa. Sem tengdaföður, : okkar' hófust, + Ástkær faðir okkar og sonur, ÓTTAR HERMANN GUÐLAUGSSON, andaðist þann 3. september. Fyrir hönd aðstandenda, Vivan Hrefna Óttarsdóttir Cavat, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Maria Hermannsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNGEIR PÉTURSSON, Álfheimum 68, lést í Borgarspítalanum þann 5. september. Sigurrós Eyjólfsdóttir, Herdis Gunngeirsdóttir, Viðar Gunngeirsson. Eiginmaður minn, + PÁLL PÁLSSON fyrrum bóndi í Efri Vík, lést á hjúkrunarheimili aldraðra áKirkjubæjarklaustri, fimmtudag- inn 5 september. Magnea G. Magnúsdóttir. dæmi um það aðdráttarafl sem Steini hafði á börn iangar mig að segja frá því að fyrir nokkrum árum þegar eitt barna okkar Lilju var að byija skólagöngu lá leiðin til afa og ömmu á Tangagötu 10 eftir að skóla lauk, þar sem staldrað var við í góðu yfirlæti þar til mamma og pabbi voru búin að vinna. Nú bar svo við að kennari barnsins hafði samband við foreldrana og kvartaði undan því að krakkinn léti sig hverfa úr skólanum áður en skólatíminn var úti. Okkur kom þetta mjög á óvart því barninu þótti skemmtilegt í skólanum. Þegar að var gáð kom í Ijós að eftirvænting- in eftir að komast niður á Tanga- götu til að spila „66“ við afa varð skyldurækni unga nemandans yfír- sterkari. Steini lærði ungur að bjarga sér sjálfur, eins og títt var um fólk af hans kynslóð, en jafnframt var hann ávallt reiðubúinn til að aðstoða aðra sem hjálpar voru þurfí. Hann var mikill jafnaðarmaður í eðli sínu og var flokksbundinn Alþýðuflokks- maður. Hann fylgdist vel með inn- lendum sem erlendum fréttum og hafði ávallt ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar. í baráttu sinni við þann erfíða sjúkdóm, sem að lokum dró hann til dauða, á hann aðdáun allra. Ástvinir hans eiga góðar minningar frá liðnu sumri frá ættarmóti niðja Guðmundar Steinssonar og Guðríð- ar Hannibalsdóttur sem haldið var í Bolungarvík 12.-14. júlí 1991. Þar var Steini hrókur alls fagnaðar þó flestum væri Ijóst að mjög var af honum dregið. Minningin um þennan góðan dreng mun geymast og aldrei gleymast þeim sem nutu þess að kynnast honum. Megi Guð styrkja þig, Heiða mín, í sorg þinni og veita þér gleði við góðar minningar. Aðstandendum öllum færi ég dýpstu samúðarkveðjur. Langri og viðburðaríkri ævi er lokið. Guð blessi minningú Steins Guð- mundssonar. Ásgeir Erling Gunnarsson Þann 1. september sl. andaðist tengdafaðir minn, Steinn Guð- mundsson, á Sjúkrahúsinu á ísafirði á 87. aldursári, eftir stutta sjúk- dómslegu. Nú þegar vegir skilja um hríð, er mér ljúft að minnast hans með nokkrum kveðjuorðum. Steinn Guðmundsson, eða Steini, eins og hann var ætíð kallaður af vinum og venslamönnum, fæddist í Ytri-Búðum í Bolungarvík í byijun aldarinnar, sá þriðji í röðinni af átta alsystkinum og einni hálfsystur og ólst þar upp í þessum stóra systkinahópi. Það hús mun upphaf- lega hafa verið byggt sem verbúð á malarkambinum rétt innan við Stigahlíð og stóð þar fyrir opnu hafí. Mun oft hafa svarrað í sjónum í vetrarbrimum og e.t.v. hafa náin tengsl við hafíð strax á bernsku- árum Steina átt hvað mestan þátt í að hann valdi sér sjómennskuna að aðalstarfi á lífsleiðinni. Þann 30. september 1939 kvænt- ist Steini Árnýju Aðalheiði Hanni- balsdóttur frá Kotum í Önundar- fírði, fæddri 10. nóvember 1909, og lifir hún mann sinn. Þau eignuð- ust fímm dætur og ólu auk þess upp systurdóttur Aðalheiðar, eða Heiðu, eins og hún er ávallt kölluð. Dætur þeirra, makar og afkomend- ur eru: Sigrún Björk, fædd 19. nóvember 1938, gift Hauk Harðarsyni fjár- málastjóra hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og búa þau í Reykjavík. Þeirra böm eru: Dagrún Helga, skrifstofumaður, fædd 24. nóvem- ber 1962 og á hún einn son, Andra Má, fæddan 17.desember 1984, með Bergþóri Bjarnasyni. Vignir Bragi, viðskiptafræðingur, fæddur 13. janúar 1964. Á hann eina dótt- ur, Lilju, fædda 2. janúar 1990, með Katrínu Sif Ragnarsdóttur. Hafþór Már, sem fæddur var 4. desember 1966, en hann dó af slys- förum 20. jan. 1985. Elva Bryndís, fædd 23. nóvember 1941. Maki hennar var Kjartan Kjartansson, sem lést 1984. Hún býr í Reykjavík ásamt dóttur þeirra, Brynhildi Bjarneyju, fæddri 12. október 1976. Bára Guðmunda, fædd 9. júní, 1943. Hún var gift Rósari Ragnari Jóhannssyni og átti með honum einn son, Stein, sem fæddur er 6. júní 1964. Þau skildu. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR JÓNSSONAR, Bleikárgróf 7, Reykjavík. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Sigmar N. Jóhannesson, Áslaug Guðjónsdóttir, Þorleifur G. Jóhannesson, Jón Þ. Jóhannesson, Hólmfríður Þórarinsdóttir, Sigrún H. Jóhannesdóttir, Guðjón V. Sigurgeirsson, Anna B. Jóhannesdóttir, Friðþjófur Ö. Engilbertsson, Jóhanna K. Jóhannesdóttir, Jón E. Wellings, Óli S. Jóhannesson, Þorbjörg H. Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGVELDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Árholti 7, Húsavík, áður Hjallavegi 62, Reykjavík. Eiríkur Thorarensen, Guðlaug Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Guðmundur Magnússon, Sveinbjörn Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, María Magnúsdóttir, Jón Borgarsson, Árni Vilhjálmsson, Sævar Björnsson, Guðrún Armannsdóttir, Anna Mikaelsdóttir, Baldur Alfreðsson, Margrét Rósa Magnúsdóttir.GeirfinnurSvavarsson, Magnús Magnússon, Þórdfs Þorgilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Með Sveini Frímanni Jóhanns- syni átti Bára soninn Heiðar, sem fæddur er 15. september 1968. Bára fluttist til Svíþjóðar árið 1970 og hefur búið þar síðari ár í Gautaborg þar sem hún kennir handavinnu. Báðir synir hennar búa í Gautaborg og eru í sambúð með sænskum konum. Lilja Guðrún, fædd 13. desember 1948, gift Ásgeir Erling Gunnars- syni framkvæmdastjóra Rafboða. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru: Róbert, fæddur 7. nóvember 1968, í sambúð með Valborgu Sigurlín Konráðsdóttur, við nám_ í sjávarútvegsfræðum í Noregi, Ásgeir Hjörtur, fæddur 3. janúar 1975, Árný Elínborg, fædd 27. júní 1981, og Sigurður Steinar, fæddur 24. júní 1983. Aðalheiður Steina, fædd 15. apríl 1952, búsett á ísafirði. Sonur hennar með Sveini Krist- inssyni er Ámi Steinn, fæddur 27. júlí 1970, sjómaður á ísafirði. Ann- ar sonur er Valur Bjartmar, fæddur 21. desember 1976. Faðir hans er Daníel Engilbertsson. Guðrún Hansína Jónsdóttir, upp- eldisdóttir Heiðu og Steina, fædd 8. september 1938, maki Bernharð- ur Guðmundsson kennari í Kópa- vogi. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Börn þeirra eru: Kristín Heiðrún, fædd 12. nóvember 1956, maki Guðmundur Níels Guðnason. Börn hennar eru Kristrún Klara, sem á dótturina Hafdísi Elvu, Hörður Rúnar og Bernharður Marselíus. Ásthildur Elva fædd 15. ágúst 1960, sem gift er Hjörleifí Þór Jak- obssyni og eiga þau soninn Elvar Þór. Jón Valgeir, fæddur 3. ágúst 1966. Börn hans eru Kristín Tinna, Magnús Þorri og Elísabeth Tanja. Þau Heiða og Steini bjuggu allan sinn búskap á Tangagötu 10 á ísafirði og þar hófust kynni mín af þeim hjónum fyrir hartnær þrjá- tíu árum, er við Sigrún Björk elsta dóttir þeirra ákváðum að rugla sam- an reytum okkar. Á þeim tíma stundaði Steini sjómennsku og var oft langdvölum að heiman, sérstak- lega yfir síldarvertíðirnar. Mér var fljótt ljóst að hér hafði ég eignast tengdaforeldra, sem stóðu traustum fótum í íslensku mannlífi, eins og það gerist best, hann dugandi sjómaður og hún dæmigerð sjómannskona, sem fór létt með að bregða sér í hlutverk húsbóndans þegar hann var fjarver- andi á sjónum. Þessi kynni hafa eflst með árunum og orðið að djúpri vináttu án þess að skugga beri á. Snemma var Steini áræðinn, og eins og sækir í með slíka menn, hætti honum til að verða fyrir slys- um. Barnungur varð hann fyrir því að bátur, sem stóð á hlunnum uppi í fjöru féll á hann þar sem hann var að leik ásamt öðrum börnum. Var hann langa stund fastur undir honum áður en börnunum hug- kvæmdist að sækja hjálp. Hlaut Steini slæm brot sem hann átti lengi í. Ekki dró það þó úr áræðninni og var haft á orði að þeir bræðurnir Hannibal og hann hefðu þótt glann- ar er þeir voru að stökkva yfir gljúfrin í Laugardalsánni í ísafjarð- anjjúpi, þar sem nú er laxastiginn skammt ofan við brúna á þjóðvegin- um. Seinna þótti honum ekki bregða mikið er tundurdufl kom í vörpuna á togara sem hann var á en hann kom böndum á það ásamt skipsfé- lögum sínum. En það var ekki eini lífsháskinn sem hann lenti í á sjó- mannsferli slnum og þung raun hefur það verið honum að horfa á svila sinn og skipsfélaga Iemjast til dauða I brotsjó á togara, sem þeir voru á. Viðbrögð þeirra Heiðu og Steina við því slysi voru að taka dóttur þeirra hjóna í fóstur og ala hana upp til fullorðinsára eins og sitt eigið barn. Ekki slapp Steini við slys eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Átti hann lengi í veikindum eftir fótbrot sem hann hlaut um borð í ísborginni. Þá reyndi fyrir alvöru á Heiðu, en hún stundaði saumaskap í heimahúsi auk þess sem hún ann- aðist skúringar í Gamla bakaríinu um áratuga skeið. Steini hóf snemma að stunda sjó- inn frá Bolungarvík og síðar frá ísafirði. Réri hann fyrst á opnum árabátum upp á hlut en seinna tóku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.