Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 34
•34 , ,MO,RGUNBhVÐIÐ LAUGARPAGGR 7. SBPTEMRBR;1991 Ö/lum þeim, sem aö glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, heillaskeytum eöa hlýju hand taki á áttrœÖisafmœlinu, fœri ég alúðarþakkir. LifiÖ heil. Jón Bjarnason. SONGVAKEPRNI SJÖN VARPSST OÐVA EVROPU 1992 Ríkisútvarpið - Sjónvarp auglýsir hér með eftir sönglagi til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1992, sem fram fer í Svíþjóð í mai. . Undankeppnin fer fram í Sjónvarpinu í janúar og febrúar. J^r- Þátttökuskilyrði: Þátttaka er öllum heimil. Laginu skal skila á nótum eða hljóðsnældu og má það taka allt að þijár mínútur í flutningi. Frumsaminn texti á íslensku skal L fylgja. Lagið má ekki hafa komið út á nótum, hljómplötu, snældu eða mynd-» bandi og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi. J^r- Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni höfundar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu um- slagi, sem merkt skal sama dulnefni. Ríkisút.varpið áskilur sér einkarétt á flutningi laganna í útvarpi og sjón- varpi meðan á keppninni stendur. J^r- Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir sigurlagið ásamt ferð fyrir höfund lags og texta til að vera viðstaddir úrslitakeppnina í Svíþjóð. Séu höfundar tveir eða fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um. J^r- Sigurlagið verður framlag íslenska Sjónvarpsins til Söngvakeppni sjónvarps- stöðvaEvrópu 1992. Nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar veitir dagskrárstjóri Innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, sími 693731, Laugavegi 176, Reykjavík. J^r- Utanáskrift er: Ríkisútvarpið - Sjónvarp, „söngvakeppnin 1992“, Laugavegi 176,105 Reykjavík. J^r- Skilafrestur er til 15. nóvember 1991 .TF SJONVARPIÐ fclk f fréttum Frá borðhaldi apótekaranna. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson HÖFN í HORNAFIRÐI Apótekarar á landsbyggðinni funda Fimmtán lyfsalar af landsbyggð- inni sátu árlegan fund sinn á Hótel Höfn á laugardaginn var. Þessir fundir hafa verið síðustu helgi í ágúst árlega frá 1984 og er þar fjallað um sérstöðu lyfsala á landsbyggðinni jafnframt því að menn gera sér glaðan dag. A fundinum var meðal annars rætt um erfiðleika nokkurra apó- teka á landsbyggðinni. Jón Björns- Son formaður Apótekarafélagsins tjáði fréttaritara að tuttugu og einn lyfsali væri í þessum óformlega fé- lagsskap. Auk fundar var farið á Skála- fellsjökul og makar fundarmanna fóru að Breiðamerkurlóni. Létu mjög vel af því þrátt fyrir dumb- ungsveður. - JGG. NOREGUR Leikkona verðlaunuð fyrir túlk- un á Sigurlín í Sölku Völku Norsku leikkonunni Jorunni Kjellsby hafa verið veitt leik- listarverðlaun ársins í Noregi fyrir túlkun sína á Sigurlínu móður Sölku í sýningu Det Norske Theater í Osló á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Norskir leiklistargagnrýn- endur veita verðlaunin ár hvert fyr- ir það leiklistarframlag sem merk- ast þykir á leikárinu. Veita má verð- launin leikstjóra, leikara, leikrita- höfundi eða öðrum listamanni fyrir frábæra frammistöðu í norsku leik- listarlífi. Verðlaunaafhendingin fór fram á þriðjudaginn. I ræðu sem Eilif Straume, for- maður Félags norskra leiklistar- gagnrýnanda, flutti við afhendingu verðlaunanna líkti hann túlkun Jor- unnar á Sigurlínu við það þegar blóm, sem traðkað hefur verið á, rís á ný. Fór hann lofsorðum um leik hennar í því hlutverki sem færði henni umrædd verðlaun. Jorunn Kjellsby hefur leikið við vaxandi orðstír allt frá því hún hóf feril sinn 17 ára gömul hjá Borgar- leikhúsinu í Þrándheimi. Hún var um skeið fastráðin við norska sjón- varpsleikhúsið auk þess sem hún hefur leikið fjölmörg hlutverk í kvikmyndum, sjónvarpi og á sviði, og hefur um árabil verið fastráðin við Det Norske Teater. Leikstjóri sýningarinnar á Sölku Völku í vetur var Stefán Baldursson en leikmynd og búninga við sýning- una gerði Þórunn S. Þorgrímsdóttir. NORDFAG Margréti Indriða- dóttur veitt verðlaun fyrir störf sín Margrét Indriðadóttir, fyrrum fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hlaut sérstök verðlaun Samtaka starfsmannafélaga ríkisútvarps og sjónvarps á Norðurlöndum (Nordfag) en þau voru afhent í fyrsta skipti miðvikudaginn 4. september. 55 fulltrúar, þar af 40 frá hinum Norðurlöndunum, sitja nú þing samtakanna sem haldið er á Hvanneyri. Þing af þessu tagi eru haldin annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum. í frétt frá samtökunum segir að verðlaunin skuli veitt þeim ein- staklingi sem að mati dómnefndar hafi unnið ötullega að því að breiða út hugmyndina um ljósvak- artúðla sem þjónustustofnanir í þágu almennings. Verðlaunin verði framvegis veitt þegnum þess lands þar sem þingið sé haldið hveiju sinni. Margrét Indriðadóttir starfaði í 36 ár á fréttastofu ríkisútvarps- ins þar af 18 ár sem fréttastjóri. í áliti dómnefndar segir að frétta- stofan hafi á rúmlega 60 ára starfstíma sínum verið ein virtasta fréttastofnun landsins. Margrét Indriðadóttir hefði haft forystu um breytingar og endurbætur á fjölbreyttri þjónustustarfsemi stofunnar. Hún hafi átt mikinn þátt í að efla fréttastofuna, sam- hliða vexti sjónvarps og annarra útvarpsstöðva. Fréttastofan hafi veitt hlustendum ómetanlega þjónustu og besta þegar mest hafi legið við. Þá hafi þótt eins- ætt að þessi fyrstu verðlaun sam- takanna féllu Margréti í skaut. Dómnefndina skipuðu: Brynja Benediktsdóttir, forseti Félags ís- Morgunblaðið/Sverrir Margrét Indriðadóttir með verðlaunagripinn. lenskra listamanna, Haraldur Ól- afsson, dósent, Lúðvik Geirsson, formaður Blaðamannafélags ís- lands, dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, og Ævar Kjartansson, dagskrárgerðarmað- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.