Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 35
MORGUfrBLÁÐIÐ LAÚGARDÁGUR 7. SKPTEMBRR 1991 35 „Sitl' gæti Elísabet Bretadrottning’ verið að segja. STEFNA Tyson „krónískur þjóhnappa- strjúkari“ "C'yiTum heimsmeistari í hnefa- leikum og núverandi stórnúm- er í skemmtanalífinu í Bandaríjun- um, Mike Tyson, fer nú fyrir dóm- stóla þar sem maður að nafni J. Morris Anderson hefur stefnt hon- um og ætlar sér rámlega 20 milljón- ir dollara í skaðabætur. Anderson þessi skipulagði og hélt- „Ungfrú svört Bandaríkin“, fegurð- arsamkeppni, í Indianapolis í fyrra og taldi það mikið og gott ráð að fá Tyson til að vera í dómnefnd. Keppnin myndi vekja svo dæma- laust mikla athygli ef slagsmála- tröllið væri í hásæti. Tyson, sem er mikill kvennabósi, en orðlagður fyrir að misþyrma sambýliskonum sínum, var heldur en ekki til í tusk- ið og í keppninni voru 23 þokkadís- ir leiddar í sundbolum fyrir augu kappans. Starf dómara í slíkri keppni útheimtir mikil samskipti við keppendur, viðtöl, móttökur og fleira og fleira. Og þá komum við að stefnunni sem nú hvílir á Tyson: Kynferðisleg áreitni. Anderson seg- ir Tyson hafa verið „krónískan þjó- hnappastrjúkara“ og að hann hafði lagt þannig hendur á 10 af 23 kepp- endum og stúlkunum hafi öllum lið- Mike Tyson ið illa út af þessu, enda benti slíkt framferði til þess að Tyson vildi fá þær í rúmið með sér og slíku hafi e.f.t.v. fylgt einhver loðin fyrirheit um velgengni í væntanlegri keppni. Og það er ekki nóg með að Ander- son hafi höfðað mál á hendur Tyson fyrir hönd allra stúlknanna sinna, ungfrú Svört Bandaríkin, hin 27 ára gamla Rosie Jones hefur upp á eigið eindæmi stefnt Tyson fyrir að leggja sig í einelti og stijúka brjóst sín og þjóhnappa í tíma og ótíma þrátt fyrir hávær mótmæli sín og þrátt fyrir að oft væri aragrúi af fólki á næstu grösum sem sá framferði hans. Og kviðdómur velt- ir nú fyrir sér vitnisburði í hliðar- máli að þessu máli, þeim ásökunum að Tyson hafi nauðgað einni stúlk- unni í hóteiherbergi... AKVEÐNI Drottning röggsöm og ákveðin [" eiðtogar nokkurra helstu iðnr- íkjanna fengu að reyna það á dögunum, að Elísabet Bretadrottn- ing er ákveðin og stjornsöm. Er stjórnarherrarnir hittust á fundi í Lundúnum notuðu þeir tækifærið einn eftirmipdaginn og sóttu Elísa- betu heim. í lok fundarins var stillt upp til hópmyndar eins og jafnan er gert við slík tækifæri. Eftir nokkrar vangaveltur um það hvar hver ætti að sitja eða standa, fannst loks lausn, en er Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands gekk síð- astur í salinn, tók Elísabet á sig rögg og vísaði Lubbers til sætis þótt ljóst hafi mátt vera hvar hann átti að sitja. George Bush var mjög skemmt yfir tilburðunum, eins og sjá má á myndinni og þótti honum drottningin sýna þarna úrvalsgóða kennslukonutakta. COSPER - Hvers vegna finnirðu aldrei pláss á ströndinni, fyrst allir aðrir geta það? Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Áttu barn á skólaaldri? Þá geturðu hugsanlega haft áhuga á Dans-Nýjung Barnabæ, sem kynnir nýtt á Islandi: 9 mánaða námskeið fyrir börn á aldrinum 5-7 ára. Kennt verður frá kl. 8-1 2 og síðan 13-17. Hvað vilt þú gera fyrir barn þitt??? ...Vandaðu valið! Hjá okkur læra börnin dans, söng, leiklist, slökun, framsögn, framkomu, kurteisi, borðsiði, að vinna með liti, við bökun, lestur og teiknun. Unnið verður úr frábærum barnabókum sem Vaka- Helgafell gefur út og Gáski segir frá. Oll kennsla miðast við að vera barni þínu til gagns oggleði. Skólinn tekur til starfa mánudaginn 9. sept. Skírteinaafhending verður laugardaginn 7. sept. kl. 14.00-18.00 ísíma 677270. MÓDEL MYND! er nýtiskuskóli, sniðin að þörfnm fólks í nútíma þjóðfélagi MÓDEL MYND! er skóli sem þjónar aldrinum 7-60 ára af báðum kynjum. MÓDEL MYND! starfar í 6 vikur í senn, ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Aðalkennarar skólans eru: Guðrún Ólafsdóttir (Snúlla) og Kolbrún Aðal- steinsdóttir (Kolla) sem sameina nú margra ára kunnáttu sína ásamt fjölda annarra sérhæfðra kennara. Kringlunni, símar 12934 - 677270. Ath. Við erum á besta stað í bænum. Við erum íKRINGLUNNI. Afhending skírteina verð- ur laugardaginn 14/9 kl. 10-17 á 3. hæð. Kennslan byrjar mánu- daginn 16/9. Mætum öll kát og hress. Kærar kveðjur. Snúlla og Kolla. 7-9 ÁRA: Strákar og stelpur: Lærið á skemmtilegum námskeiðum. Vantar börn til sýningastarfa. í boði er góð kennsla, mikið og nytsamlegt nám. 10-12 ÁRA: Strákar og stelpur: Sett upp tískusýning. Hverjir eru möguleikar mínir? Feimni, ganga í takt við músík, tíska - efni, hreyfing, dans, leiklist, myndataka, myndbandsstund, auglýsingar. HIP HOP músík og spor. 13 ÁRA OG ELDRI: Módel námskeið hjá MÓDEL MYND. Okkur vantar stráka á skrá. Unglingar, ef þið viljið læra þá getum við kennt ykkur spennandi námskeið með spennandi nýj- ungum. Leitum að hæfileikaríku fólki. Staða 1. Byrjendur, söfnun í möppu, að bera sig vel, tíska, húð og hár, undirstaða. Staða 2. Framhald af stöðu 1. Þyngra og við ætlumst.til meira af þér. Staða 3. Módeling-auglýsingar, mynda- taka, módelum komið á fram- færi, diploma, prófskjöl afhent. KONUR! KONUR! KONUR! 40 ÁRA OG ELDRI! NYTT! Ekki sitja heima. Komið heldur og prófið eitthvað fyrir ykkur sjálfar! NÁMSKEIÐ SEM TEKUR Á MÖRGU Kynningar, óöryggi, mín eigin sjálfsímynd, göngur, stöður, sjálfsöryggi, tíska, fataval, svar í síma, halda veislur, borðskreyting- ar, hormónabreytingar, skilnaðir, sorgir. HJÓN! HJÓNAKLÚBBAR! HJÓN! Því ekki að breyta til og læra eitthvað saman sem gaman er aðl! Að bera sig vel, halda veislur, partý, mann- leg samskipti, leikfimi, dans, ganga í takt við músík, leiklist, kynningar, samtalsþætt- ir, boðið út, hvernig vill hún að þú sért? Hvernig vill hann að þú sért? Leikurinn Tarsan og Jane! Komdu fram við mig eins og ég kem fram við þig. Hjón í nútíma þjóðfélagi o.s.frv. Aldursskipting .J'.J ara 13-15 ára 20-30 ára 10-12 ara 16-20 ára 30-40 ára Leiðbeinum með skreytingar fyrir brúð- kaup og útstillingar fyrir verslanir. Innrítun hafin sunnudag 8/9 kl. 13-18 og öll kvöld hessa viku. Símar 677270 og 12934

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.