Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 ífíeiimnn þettas scL ðem- oLLi öLLum, þrssam- deiLam ? " Ást er... ... afneitun á óhollum mat. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffmu 'I Má ég biðja um 76 smur- brauðsneiðar, 75 buff/tart- ar og eina með rækjum. HÖGNI HREKKVISI Hrista af sér slenið Dýravernd - barnavernd Það hefur töluvert verið skrifað undanfarið í Velvakanda um dýra- vernd og ýmsar skoðanir komið fram. Það stakk mig að í einu af þessum bréfum var gerður saman- burður á dýravernd og barna- vernd. Mér finnst þetta vera farið að líkjast því sem er í erlendum borgum þar sem dýrin eru orðið mikilvægari í hugum fólks en börnin. — Já, mikilvægi barnanna vill oft gleymast í þessari umræðu. Hér í Hafnarfirði þar sem al- gert hundabann er, að vilja mikils meirihluta bæjarbúa, þurfa hunda- eigendur ekkert að hugsa um lög eða rétt eins og aðrir borgarar, „það er mannréttindamál að eiga hund“. Skítt með börnin sem koma skelfingu lostin heim vegna þess að stóri hundur nágrannans er svo taugaveiklaður að hann urrar og sýnir tennurnar af minnsta tilefni. Eða börnin sem leika sér á Hamr- inum og koma öll útötuð í hunda- skít heim. Hvað gerir svo lögreglan? Ekk- ert, hún er stikkfrí. „Þetta er svo óþægilegt mál.“ Kannski er ástæð- an sú að jafnvel lögregluþjónar eiga hund — í hundabanni — og skammast sín ekkert fyrir. Eg nefni hunda vegna þess að hundar þurfa mikinn tíma. Og stór hluti þeirra sem fá sér hund hafa ekki einu sinni tíma fyrir börnin sín. En samt fær fólk sér hund, helst stóran og mikinn. Eða er það kannski eins og í sögunni um hjónin sem unnu bæði úti, áttu tvö börn. Maðurinn vann mikla aukavinnu en fann sér samt tíma til að starfa í stjórn íþróttafé- lagsins og nokkrum nefndum, svo það urðu ekki margar frístundirn- ar fyrir börnin og fjölskylduna. Konan vann hálfan daginn, stund- aði leikfimi þrisvar í viku, sauma- klúbbur tvisvar í mánuði, og svo var það kvöldskólinn í frönsku og rússnesku sem var náttúrlega bráðnauðsynlegur. Svo eitt kvöldið þegar hjónin loks hittust uppi í rúmi fékk eiginmaðurinn þessa frábæru hugmynd; „við k'aupum hund! Það er svo gott fyrir börnin." Dýravinur Mig langar spyija hvort að ekki væri hægt að fá morgunleikfimi á ýmsum tímum á morgnana, til dæmis klukkan 8, 9 og 10. Eg er ein af þeim sem hef notfært mér morgunleikfimina í gegnum árin. Eftir að tímunum var breytt get ég ekki farið í leikfimina, hún er I Alþingistíðindum frá 1982,- á þingskjali 247-282 í SÞ stendur til- laga til þingsályktunar, um vegar og brúargjörð yfir Gilsfjörð. Flutn- ingsmenn Sigurlaug Bjarnadóttir, Alaxander Stefánsson, Sighvatur Björgvinsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Skúli Alexandersson, Friðjón Þórð- arson. Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að hún hlutist til um að Vegagerð ríkisins láti fara fram rannsókn á hagkvæmni vegar og brúargjörðar yfír Gilsfjörð. Gert verði ráð fyrir þessu verkefni við afgreiðslu vegaáætlunar í ár. Þar stendur einnig: Umtalsverðar um- bætur á vegi fyrir fjörðinn hafa ekki verið gjörðar síðastliðin 15 ár. Vegurinn stenst því ekki þær kröfur sem gera verður til þjóðvega í dag. Á honum eru brýr sem eru orðnar lélegar og þarfnast endurnýjunar. Með mörgum fleiri orðum lýsa nefndarþingmenn þeirri miklu þörf fyrir nefndri brúargjörð, þar á með- al að stytta veginn um 20 kíló- metra. Þið getið um það 1982, að allt of seint fyrir mig og svo er um fleiri sem ég þekki. Eins væri frábært að fá meiri fræðslu í sambandi við skrokkinn á sér, fyrir fólk á öllum aldri. Einnig ráðleggingar um mataræði. Sem sagt, allt um hollustu. Hildur Kristín Jakobsdóttir undanfarinn 15 ár hafi ekki verið gjörðar endurbætur á veginum sem sæmi nútíðarvegum. Við þau 15 ár hafíð þið svo bætt við 9 árum. Sam- tals 24 árum án þess að ljúka slíku vegaverki, sem jafn mikill þörf er á að vinna, svo sem þið hafíð lýst svo rétt sem þið hafið gjört. Af nefndum ástæðum sendi ég ykkur þessar línur, sem ökumaður, kjósandi og gjaldandi, að þið fyrr- verandi og núverandi alþingismenn látið nú þegar á þessu kjördæma- bili ljúka við nefnda vega og brúar- gerð yfír Gilsfjörð, svo sem þið sáuð vera þörf á fyrir 9 árum, 1982. Með von um að þið ljúkið nefndu verki áður en þið látið leggja mikinn kostnað í að hanna bratta kamba- brekku niður í miðjann og undir Hvalfjörð, og jafn bratta brekku úr miðjum Hvalfírði og upp á land vestan við Hvalfjörðinn. Við eigum of mikið af bröttum brekkum á okkar þjóðvegum og vafasamt hvort við eigum að fjölga þeim á næstu árum. Okumaður Brú yfir Gilsfjörð Víkveiji skrifar Víkverji brá sér í veiðiferð á dögunum vestur í Gufudal. Fátt er í raun eins skemmtilegt og ferðast um íslenzka náttúru, en það sem einatt skyggir á gleðina, eru blessaðir þjóðvegirnir. Þeir eru á köflum vart bjóðandi siðmenntuðu fólki. Má þar segja, að Vestfírðirnir skeri sig að nokkru úr, því að ástand vega í þeim landsfjórðungi er um það bil einum til tveimur áratugum á eftir þróuninni almennt. Sums staðar á landinu hefur smám saman bætzt við bundið slit- lag, stuttur spotti á hveiju ári. Má t.d. nefna leiðina frá Reykjavík og austur að Höfn í Hornafirði. í raun þarf ekki mikið átak til þess að ljúka þessari leið og leggja slitlag á þá tiltölulega stuttu spotta sem eftir eru. Má það teljast furðulegt, að ekki skuli nú þegar ráðizt í þetta, því að viðhaldskostnaður á þessum stuttu spottum hlýtur að vera mjög mikíll í samanburði við þá kafla sem þegar eru lagðir bundnu slitlagi. En í þessu má kannski segja, að dýrt er að vera fátækur. XXX * Utivist er hollt tómstundagaman og hvað er yndislegra, en dvelja í íslenzkri náttúru og renna fyrir fisk í ám og vötnum. Erindi Víkveija, í Gufudal, sem í upphafí er nefnt var raunar að renna fyrir silung í Gufudalsá. Skemmtunin við veiðiskap, þarf ekki alltaf að vera bundin við dýrar laxveiðiár, heldur er gnægð skemmtilegra vatnsfalla, sem gefa góðan silung og kosta mun minna. Dvölin varð ævintýri líkust, því að það var ekki nóg með að veiðifélagarnir fengju silung, heldur gaf áin einnig spikfeita og lúsuga laxa. Sett var í 6 laxa og 5 náðust á land ásamt tugum bleikja. Þarf ekki bara vana veiðimenn eða mikinn tilkostnað til þess að fá góðan afla. Næsti dalur við Gufudal er Djúpi- dalur. Þar býr bóndi, sem af eigin rammleik hefur komið sér upp fyrsta flokks sundlaug af miklum myndarskap. Bóndinn tjáði Vík- veija, að þetta hafí verið hugmynd, sem hafí kviknað hjá sér til þess að nýta jarðhita á staðnum. Einnig hafí hann verið slæmur í fótum og hafi hann haft trú á að heit böð gætu orðið honum góð. Raunin hefur orðið sú, að hann sem áður fyrr gekk við hækjur, fer nú flestra sinna ferða án þeirra og segist allur annar. Þarna getur fólk komið, synt og svamlað, þvegið af sér vegaryk- ið og látið sér líða vel fyrir aðeins 100 krónur. Furðu vekur, þegar ferðast er um ísland, að það horfí til undantekninga, að unnt sé að fá venjulegan íslenzkan mat á þjón- ustustöðum við þjóðvegi. Víkveiji hefur fundið til þess í sumar og hefur nánast skammazt sín, þegar í ljós kemur að á matseðlum stað- anna er aldrei hægt að fá t.d. fisk án þess að hann sé djúpsteiktur eða brasaður. Þetta er sérlega sárt, þegar um útlendinga er að ræða, sem komnir eru til landsins til þess að kynnast íslendingum og menn- ingu þeirra. Víkveiji hefur horft á þá standa ráðþrota með matseðlana í höndunum, þar sem aðalrétturinn er hamborgari og franskar. Hvar er hið rammíslenzka eldhús? xxx Lögreglan í Reykjavík hafði í gær samband við Víkveija og skýrði frá því að rangt væri, eins og fram kom í Víkveija í gær, að fíktað hafi verið við ljósbúnað Volvo-bíla lögreglunnar, þannig að unnt væri að hafa þá ljóslausa og í gangi. Lögreglan sagði, að sá andi, sem fram kæmi í Víkveija- pistlinum, að lögreglan sýnileg öll- um ætti að hafa þau áhrif, að fólk færi sér hægar í umferðinni, væri hárrétt og með þeim formerkjum vildi hún vinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.