Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 3 Smárahvammsland: Skipulagsnefnd vill ekki breyta skipulagi SKIPULAGSNEFND Kópavogs hefur hafnað erindi Frjáls framtaks hf., um að hluta Smárahvammslands verði breytt úr atvinnuhverfi í íbúðarhverfi. Er þetta í annað sinn, sem farið er fram á breytta nýtingu í landi Smárahvamms. Erindið hefur verið lagt fyrir bæjarráð, þar sem afgreiðslu þess var frestað. Sigurður Geirdal bæjarstjóri, seg- ir að beiðnin um breytingu komi of seint fram og því hafi henni verið hafnað í skipulagsnefnd. Þegar íbúð- arhverfi eigi í hlut verði að taka til- lit til þjónustu við íbúana, skóla og dagheimili en ekki hafi verið gert Reykjavík: Óskað leyf- is fyrir tvo einkaskóla ÓSKAÐ HEFUR verið eftir því við skólamálaráð að veitt verði leyfi til að stofna tvo einkaskóla í Reykjavík. Hefur Ragnari Júl- íussyni forstjóra kennslumála- deildar verið falið að kanna stöðu einkaskóla í borginni áður en ákvörðun verður tekin. Annað erindið er frá Braga Jós- efssyni, sem óskar eftir leyfi til að stofna Miðskóla er brúi bilið milli Isaksskóla og Tjamarskóla, það er fyrir börn á aldrinum 11 til 13 ára. Er þetta í annað sinn sem farið er fram á leyfi til stofnunar skólans en heimild menntamálaráðherra þarf til að stofna nýjan skóla og Svavar Gestsson fyrrverandi menntamála- ráðherra hafnaði beiðninni. Nú hefur verið óskað eftir því við Ólaf G. Ein- arsson menntamálaráðherra, að hann staðfesti skipulagsskrá fyrir skólann. Þá hefur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson félagi í kristilega sam- félaginu Orði lífsins óskað eftir heimild borgarráðs og skólamála- ráðs til að stofna skóla fyrir l., 2. og 3. bekk grunnskóla næsta vetur, sem síðan stækki um einn bekk á ári. Meðmæltir erindinu eru söfn- uðurnir Vegurinn, Krossinn og Fíladelfía. Að sögn Ragnars Júlíussonar hef- ur honum verið falið að kanna stöðu einkaskólans í kerfinu með hliðsjón af Landakotsskóla, Aðventistaskó- lanum, ísaksskóla og Tjarnarskóla. ráð fyrir neinu slíku á því svæði sem um er að ræða. Svæðið er við Reykjanesbraut og ætlað undir at- vinnustarfsemi, skrifstofuhúsnæði og léttan iðnað. Sigurður sagði, að þegar fyrri beiðnin barst um skipulagsbreytingu í Smárahvammslandi, hafi verið búið að skipuleggja íbúðarhverfin endan- leg í nágrenninu og því hæg heima- tökin, þar sem þjónusta var á næsta leiti. Fyrirtækin Hagkaup hf., Ikea og Byko hafa einnig tryggt sér lóðir við Reykjanesbraut og í samningi bæjarins við þessi fyrirtæki, segir að stefnt skuli að því að fram- kvæmdir hefjist árið 1989 og að þeim verði lokið árið 1995. Sagði Sigurður að ekki væri hægt að bíða með þær framkvæmdir mikið leng- ur, þar sem framkvæmdir í nágrenn- inu væru um það bil að hefjast. Breitt yfir fjallhestana Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Leitir á Hrunamannaafrétti hafa gengið bærilega vel. Þó var þoka að stríða fjallmönnum svo að spillti fyrir smölun hluta úr tveimur dögum. Fjall- menn eru 33. Þeir fóra af stað á fímmtudag og föstudag og réttað verður í Hrunarétt á morgun, fimmtudag. Stefán Jónsson í Hrepphólum, fjall- kóngur Hrunamanna, og sonur hans Ólafur voru að breiða yfir fjallhestana þegar fréttaritara bar að í Svínárnesi sem er á miðjum afrétti Hruna- manna. Samband veitinga- og gistihúsa ritar fjármálaráðherra bréf: Telja bændur selja fæði og gistingu í leyfisleysi SAMBAND veitinga- og gistihúsa hefur sent fjármálaráðherra bréf þar sem kvartað er yfir því að bændur selji fæði og gistingu án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Paul Richardsson, framkvæmdastjóri hjá Ferðaþjónustu bænda hf., segir mögulegt að bændur veiti ferða- mönnum þjónustu án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Ástæðan er að hans sögn erfiðleikar við að fá heilbrigðisfulltrúa á afskekkta staði úti á Iandi og töf við afgreiðslu umsókna. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gisti- húsa, segir að í fylgiskjali með frum- varpi til ferðamála séu taldir upp 30 bændur með tilskilin leyfí til þess að selja gistingu og fæði. í lit- myndabæklingi frá Ferðaþjónustu bænda séu hins vegar taldir upp yfir 130 þjónustuaðilar. Af þessum sök- um hefði verið ákveðið að senda fjár- málaráðherra bréf, með afriti til sam- göngu- og landbúnaðarráðherra, þar sem krafist sé skýringa á þessum mismun. Hún kvað fjarri að Samband veitinga- og gistihúsa hefði eitthvað á móti bændagistingunni sem slíkri. Sambandið vildi einungis að allir sætu við sama borð. Þá nefndi hún að bændur ættu að borga virðjsauka- skatt af matarsölu en óvíst væri hvernig færi með slíkar greiðslur frá bændum sem ekki hefðu atvinnu- rekstrarleyfi. Nauðsynleg úttekt hefði heldur ekki verið gerð á heil- brigðis- og öryggismálum hjá þess- um bændum. Paul Richardson, framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda hf., segir að á fylgiskjali með frumvarpi um ferðamál vanti nokkra leyfishafa enda sé frumvarpið frá því í fyrra. Auk þess séu í bæklingnum taldir upp aðilar sem ekki þurfí umtalað leyfí. Mætti þar nefna hesta- og báta- leigu. Hann segir að dregist hafí í kerfínu að afgreiða leyfí og erfítt sé að fá heilbrigðisfulltrúa til þess að gera úttekt á bæjum á afskekktum stöðum. Því geti verið að bændur sem ekki hafí tilskilin leyfí selji ferða- mönnum þjónustu sína. Paul sagði að Ferðaþjónustan hefði síðastliðin 3 ár verið með sérstakt eftirlit með þjónustu sem veitt er á bóndabæjum. Þá hefði verið gefinn út bæklingur um skil á virðisaukaskatti og dreift til bænda innan ferðaþjónustunnar. Bandaríska strandgæzlan telur Dolphin-þyrlumar henta ílla við leitar- o g björgnnarstörf: Vandamál sem ekki eiga síður við hjá Landhelgisgæzlunni - segir Bogi Agnarsson þyrluflugsljóri BANDARISKA strandgæzlan telur frönsku Aérospatiale Dolphin- þyrlurnar of þungar og kraftlitlar og þær henti ekki til þeirra verkefna, sem þeim séu ætluð, þ.e. leitar- og björgunarstarfa. Þetta kemur fram í flugtímaritinu Flight International, sem út kom í lok ágúst. Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF, er svipaðr- ar gerðar og Dolphin-þyrlur strandgæzlunnar. Bogi Agnarsson, flugstjóri hjá Gæzlunni, segir að sömu gallar séu á TF-SIF og þyrlum bandarisku strandgæzlunnar og séu vandkvæði í notkun hennar raunar ekki síðri vegna erfiðra aðstæðna á íslandi. I Flight International er vitnað til úttektar strandgæzlunnar á at- viki þar sem Aérospatiale HH-65 Dolphin-þyrla skemmdist og önnur neyddist til að losa eldsneyti við björgun tveggja slasaðra skógar- höggsmanna í Oregon. í skýrslunni segir að Dolphin-þyrlurnar séu kraftlausar, alltof þungar og hætti til að fá aðskotahluti í spaðana. Flugstjóri þyrlunnar, sem skemmdist, varð að hætta við að hífa mennina um borð vegna þess að þyrlan var of kraftlaus til að geta hangið í loftinu eins og björg- unarþyrlur eiga að gera. Hann reyndi því að lenda þyrlunni við erfíðar aðstæður. Seinni þyrlan losaði sig við 230 kíló af eldsneyti og gat þá náð mönnunum inn úr tíu metra hæð. I skýrslu strand- gæzlunnar er látin í ljós sú skoðun að um einfalt björgunarverkefni hafí verið að ræða og eldri strand- gæzluþyrlur hefðu ráðið við það án vandkvæða. Þyrlur bandarísku strandgæzl- unnar eru knúnar bandarískum Lycoming-hreyflum, en í TF-SIF er franskur hreyfill, sem er örlítið TF-SIF, Aérospatiale SA-365 Dolphin-þyrla Landhelgisgæzl- kraftminni, að sögn Boga Agnars- sonar flugstjóra. Hann segir að strandgæzluþyrlurnar séu hins vegar talsvert þyngri en þyrla Landhelgisgæzlunnar. „Þessi vandamál eiga samt við hjá okkur líka, og raunar miklu frekar," sagði Bogi. „Við höfum margoft lent í vandræðum vegna þess hvað þessi vél er máttlaus. Þetta er í raun ekki nema meðalstærð af þyrlu. Við erum í mjög fjöllóttu landi, þurfum bæði að fara út á sjó og upp í fjöll. Þegar menn eru í slíku flugi með ekki stærri vél segir það sig sjálft að þeir lenda oftar en ekki í vandræðum.“ Bogi segir að erfítt sé að láta þyrluna hanga í loftinu hátt yfir jörðu. „Þegar nær kemur jörðu myndar þyrlan loftpúða undir sér og þá geta menn hangflogið nokkru þyngri. Eftir því sem ofar dregur verður vélin hins vegar að fljúga meira sjálf þegar hún fer út úr púðanum, og það dregur úr burðargetunni." „Þessi vandamál eiga ekki síður við hér en hjá Bandaríkjamönnun- um. Ég hugsa að það sé að meðal- tali þrisvar á ári, sem við lendum í svona vandræðum," sagði Bogi. „Slys verða við þannig aðstæður, að vélin ræður hreinlega ekki við þær. Stærri og kröftugri vél er það, sem okkur skortir, og við bíð- um spenntir eftir þeirri niðurstöðu, sem þyrlukaupanefndin mun vænt- anlega skila á næstunni." :iiili Umferð í ágúst: Yanþekking á hægrirétti helsta orsök árekstra MEIRA EN fjórðungur þeirra 170 árekstra sem lögreglan í Reykjavík gerði skýrslur um í ágústmánuði er rakinn til þess að almennur umferðarréttur hafi ekki verið virtur á gatnamótum, að sögn Gylfa Jónssonar lög- reglufulltrúa í slysarannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Næstalgengasta skýringin var talin sú að aðalbrautarréttur væri ekki virtur þar sem bið- skyldu- eða stöðvunarskyldu- merki voru við gatnamót. Þijátíu og einn einstaklingur slasaðist í 170 árekstram í borginni í ágúst, samkvæmt skýrslum lög- reglu. Eitt banaslys varð í borginni í ágúst. Rúmlega fjórðungur þessara árekstra varð vegna þess að al- mennur umferðarréttur, hægri rétt- urinn, var ekki virtur. Rúmiega fimmtungur er rakinn til þess að aðalbrautarréttur, þ.e. biðskylda og stöðvunarskylda, hafí ekki verið virtur. í 17,8% tilvika er talið að of stutt þil liafi verið milli bíla. Talið var víst að of mikill hraði hefði valdið 8,6% árekstranna og í 7,4% tilvika voru ökumenn sem hlut áttu að árekstrum grunaðir um ölv-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.