Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 25 ! < < i < < í ( ( 4 4 4 I I I I Leiðsögnkona — án ferðamanna eftir Oddnýju Sv. Björgvins Sérkennilegar eru þessar síbyljur sem öðru hvoru dynja á landslýð þegar ýmsir leiðsögumenn taka sig til og tjá sig um atvinnugrein sína og ferðamál í heild. Ekki verður sagt að þar ríki víðsýni eða lítil- læti. Fýrir alllöngu gekk einn þeirra fram á ritvöllinn og flokkaði þau erlendu starfssystkini sín sem ráðist hafa hér til starfa (með sérstöku leyfi Ferðamálaráðs) sem hinn versta sjóræningj^lýð. Þá blöskraði undirritaðri þessi makalausu öfga- skrif og andmælti. En lofaði um leið sjálfri mér og öðrum að annað væri verðugra viðfangsefni. Því miður tekst mér ekki að standa við það fyrirheit. Tilefnið er grein sem leiðsögukonan Birna Bjarnieifsdótt- ir ritar í Morgunblaðið 28. ágúst sl. undir fyrirsögninni Þýskir „leið- sögumenn" hafa einangrast - ekki þeir íslensku. Ekki skortir talsmanninn sjálfs- ■ HAUSTMÓT Taflfélags Kópavogs hefst sunnudaginn 15. september kl. 14.00. Telft verður þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14.00 og þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 20.00. Umhugsunartími verður tvær klukkustundir fyrir fyrstu 40 leikina og síðan í bið. Biðskákir verða ákveðnar síðar. ■ SKÁKFÉLAG Hafnarfjarðar hélt útiskákmót fimmtudaginn 5. traustið og hann lætur sig ekki muna um að dæma heila stétt í einu þróaðasta ferðamannalandi veraldar, um leið og eigin verðleikar eru vel tíundaðir. Lái mér einhver yfirlýstan áhugaskort að taka þátt í þessum „leik“, en nokkur orð af þessu tilefni. BB ræðst harkalega að mér fyrir að sinna starfi mínu sem blaðamað- ur. Býsna sérstætt að vega að blað- amanni sem er miðill fyrir skoðanir annarra í viðtölum. Hluti af starfi mínu er að taka viðtöl við bláókunn- ugt fólk eins og Kneissl-systkinin, Rosskopf og fleiri, fólk sem ég hef hvorki séð né heyrt — fyrr né síðar — og því síður þegið svo mikið sem kaffibolla af. Að ég hafi aldrei sinnt íslenskum leiðsögumönnum í mínum skrifum. Hefur BB gleymt t.d. nýlegu spjalli sem ég átti við hana um stofnun Ferðamálaskóla íslands? Annars eru íslenskir leiðsögumenn svo dug- legir að koma skoðunum sínum á framfæri, að hallað hefur á málstað hinna eins og segir í formála að viðtali við Rosskopf. september 1991 við Thorsplan í Hafnarfirði. 32. fyrirtæki tóku þátt í mótinu. Úrslit urðu þau að Sælgætisgerðin Drift (Andri Áss Grétarsson) sigraði í mótinu og hlaut 6 vinningar af 7 mögulegum. í öðru sæti varð Tryggvi Olafsson úrsmiður með 5,5 vinninga og í þriðja sæti Svansbakarí með 5 vinninga. Rosskopf og starfsbræður eru viðskiptavinir Islendinga og eiga sem slíkir rétt á umfjöllun. Orðið ;!viðskiptavinur“ felur mikið í sér. Eg lít á erlent ferðamálafólk sem viðskiptavini mína, en er langt frá þjónkun við þá eins og greinarhöf- undur vænir mig um. Að ég sé neikvæð í skrifum um íslensk ferðamál og Ferðamálaráð íslands. í umfjöllun minni um ís- lensk ferðamál fyrir nokkrum árum komu vissulega fram bæði jákvæð og neikvæð sjónarmið. íslensk ferð- amál eru mitt áhugasvið (öll atvinn- ugreinin, ekki bara leiðsögumenn) og starfsvettvangur svo ég hef leit- ast við að koma alþjóðlegum sjónar- miðum á framfæri. Eða er það vilji íslenskra ferðamálaaðila að vera jafn þröngsýnir og vagnhestur með augnablöðkur? Ovarlegt er að ráðast á aðra með gijótkasti úr glerhúsi eins og BB gerir. Fáir hafa deilt meira á FÍ en hún í ræðu og riti, jafnvel þegar hún átti sæti þar sjálf ásamt undir- ritaðri og enn deilir hún á það í fyrrnefndri grein. T Heílsuvörur nútímafólks Oddný Sv. Björgvins Eftirfarandi brot úr símbréfi frá Davíð Vilhelmssyni hjá Flugleiðum í Frankfurt (birt með leyfi Flug- leiða) sýna glöggt, hvað íslenskir aðilar sem vinna að markaðssetn- ingu erlendis eiga við að glíma: „Við erum orðin dauðleið á þeirri neikvæðu umfjöllun sem birst hefur um erlenda ferðamenn og ferða- skrifstofur. Með grein Birnu Bjarn- leifsdóttur er mælirinn endanlega fullur. Vissulega má margt gera betur og alltaf leynist svartur sauður ein- hvers staðar. En þessar heiftarlegu árásir og niðurrif, sem bornar eru á borð almennings, sem alls ekki þekkir málin nógu vel efnislega, hafa skapað neikvæða stemmningu hjá mörgum stærstu ferðaheildsöl- unum. Birna gerir mikið úr þeim dags- verkum sem hún segir að tapast hafi vegna þeirra 66 útlendinga sem fengu undanþágu í sumar. Fróðlégt væri að vita, hvað mörg dagsverk væru ekki „til“, ef við hefðum ekki haft útlenda ferðaheildsala eins og t.d. Studiosus og Kneissl, sem um ára- og áratugaskeið hafa unnið markvisst að sölu á íslandsferðum.“ Sem sagt, með ákveðinni svalt- sýni, eftir áframhaldandi niðurrifs- skrif, má e.t.v. sjá fyrir sér um- ræddan greinarhöfund með mjög takmarkaðan hóp af erlendum ferð- amönnum. Ef BB og/eða aðrir þeir sem aðhyllast „boðskapinn“ ætlast enn til að þeir séu teknir alvarlega er þeim ráðlagt í fullri vinsemd að horfa til fleiri átta — að taka af sér blöðkurnar. Höfundur ritar um feröamál í Morgunblaöið UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 6. - 9. september 1991 Helgin var frekar tíðindalítil, þrátt fyrir nokkurn eril eins og aðrar helgar. Alls voru 132 öku- menn kærðir fyrir umferðarlaga- brot, þar af 59 fyrir of hraðan akstur. Allgott ástand var í miðborg Reykjavíkur bæði föstudags- og laugardagskvöldið, þrátt fyrir mikinn mannfjölda, um 7.000 manns fyrra kvöldið og um 4.000 síðara kvöldið. Mikið af ungling- um, eins og búast mátti við, enda eru tvær fyrstu helgarnar i sept- ember þær helgarnar sem oftast hafa verið hvað erfiðastar fyrir lögreglu í miðborginni varðandi unglingana. Um fyrri helgi var nokkuð um það að það þurfti að hella niður áfengi sem unglingar höfðu um hönd í miðborginni og nokkrir drukknir unglingar voru færðir í athvarf það sem lögregla og íþrótta- og tómstundaráð höfðu komið upp, þangað sem foreldrar koma til að sækja börn sín. Afskipti sem lögreglan þurfti að hafa af unglingum þessa helgi var mjög lítil miðað við fjölda þeirra og fimm unglinga þurfti að færa í athvarfið á föstudags- kvöldið, eða um helmingi færri en sama kvöld vikunni á undan. Ölvun unglinga á föstudags- kvöldið var með alminnsta móti og á laugardagskvöldið bar lítið á ölvuðum unglingum og engan þurfti að færa í athvarfíð. Um klukkan þijú aðfaranótt laugar- dagsins varð óeinkennisklæddur lögreglumaður var við slagsmál á mótum Pósthússtrætis og Aust- urstrætis. Lögregla skarst strax í leikinn og var árásarmaðurinn færður í fangageymslu. Atvik höfðu verið þau, að umræddur árásarmaður hafði ráðist á tvær stúlkur og kysst þær og þegar kærasti annarrar þeirra hafði farið að skipta sér af, hafði sá kossaglaði slegið hinn í andlitið. Málið sætir rannsókn. Nokkur minni háttar skemmdarverk voru framin og undirgengust flestir tjónvaldamir dómsátt að morgni eftir að hafa gist fangageymslu. Með sama hætti luku nokkrir aðilar málum sínum með dómsátt fyrir slagsmál og ölvunarlæti. í fleiri tilvikum var um að ræða eldra fólk en tvítugt. Þegar á heildina er litið var framkoma unglinganna mjög góð og hefur reyndar lagast mikið á síðustu misserum. Segja má að engin vandræði sé varðandi yfir 95% unglinga sem vilja bara fá að skemmta sér í sátt og sam- lyndi við aðra. Það er örugglega óvíða í höfuðborgum annarra landa, sem unglingar eru til jafn lítilla vandræða og hér á landi. Hins vegar er það svo að oft er ranglega sett samasemmerki milli galsa í unglingum, sem oft- ast er án illinda, og alvarlegra ofbeldisverka. Alvarlegustu of- beldisverkin eru hins vegar í fæstum tilvikum framkvæmd af unglingum, þau eiga sér oftast stað milli ölvaðs fullorðins fólks á veitingastöðum eða í heimahús- um. Aðfaranótt sunnudagsins var maður á sextugsaldri handtekinn og færður á lögreglustöð grunað- ur um að hafa gabbað, eða reynt að gabba, slökkvilið í brunaút- köll. Mjög alvarlega er tekið á slíkum málum. Töluvert hefur borið á hnupli úr verslunum að undanfömu, sérstaklega í sambandi við skólabækur. Fjögur tilvik voru kærð til lögreglunnar um helg- ina. Við undirritaðar höfum selt verslun okkar, Dömu- og herrabúdina, Laugavegi 55. Þökkum viöskiptin á liðnum árum. Gyöa og Guöríöur Gunnarsdœtur. DAF400 Mikið rými og gott verð! DAF 400 er rúmgóöur, buröarmikill og þægilegur sendibíll, sem hentar íslenskum aöstæöum óvenju vel. Hann fæst í fjölmörgum útgáfum, meö eöa án háþekju meö hleðslurými allt aö 12.3 rúmmetrum, og sem pallbíll eöa vinnubíll meö lengdu húsi og sætum fyrir 7 manns. Heildarþyngd er 2.8, 3.1 eöa 3.5 tonn og vélin er 2.5L meö forþjöppu, 96 hö DIN, afl- mikil og sparneytin í senn. DAF 400 er hundruöum þúsunda ódýrari en keppinautarnir, og kostar nú aöeins: Pallbíll frá kr. 1.943.037 stgr. m/Vsk. Sendibíllfrákr. 2.215.887 stgr m Vsk Viö eigum DAF 400 sendibíla á lager og til afgreiðslu strax. Hafiö samband við sölumenn okkar, sem veita nánari upplýsingar. DAF 400 — Álitlegur kostur! V.Æ.S.HF Fosshálsi 1 ® 67 47 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.