Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER'1991 33 Gunnar Smárason. Finnbogi Rútur. FJALLGÖNGUR Gengn á Mont Blanc Fyrir nokkrum vikum gengxi tveir ungir íslenskir fjallagarpar á Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu. Það voru þeir Finnbogi Rútur Arnarson fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, og Gunnar Smárason viðskiptafræði- nemi. Myndirnar sem þessu fylgja eru teknar á fjallstindinum og eins og sjá má er útsýni þaðan stórkostlegt. Svo sem sjá má, var þetta sannkallað furðufataball. Þarna má grilla í ýmis kunn andlit, Egil Ólafsson, Svavar Egilsson, Hallgrím Thor- steinson, Björk Guðmundsdóttur og beint fyrir ofan koll hennar er „Steve“, söngvari hljómsveitarinnar Marrilion. UPPAKOMA FURÐULEG FOT A FURÐUFATABALLI Fyrir skömmu var haldið „Furðufataball" á skemmtistaðnum Hótel Borg þar sem veitt voru bitastæð verðlaun fyrir furðulegasta klæðn- aðinn. Það var Veröld sem stóð fyrir verðlaununum, sólarlandaferð og var Svavar Egilsson forstjóri afhenda umslagið góða. ins og myndin ber með sér var þetta allskrautleg uppákoma og sem von var var þar margt kunnra andlita úr íslenska fjölm- iðla,- skemmtana- og viðskipta- heiminum. Sérstakir gestir á ballinu voru hins vegar meðlimir merkilegr- ar rokkhljómsveitar frá Bretlandi. Marrilion heitir hún og hefur lengi verið geysivinsæl í Bretlandi og víða í Evrópu þótt ekki sjáist lög hennar oft á vinsældarlistum. Margir muna þó ugglaust eftir hugljúfri ballöðu fyrir nokkrum árum sem hét „Ke- leigh.“ Sveitin er þó ekki söm nú og þá, hinn svipmesti meðlima ferðaskrifstofunnar mættur til að hennar, söngvarinn „Fish“ hefur farið eigin slóðir, en nýr söngvari, „Steve“ er tekinn við og er sveitin nú að reyna að festa sig í sessi á ný eftir svo mikla andlitslyftingu. Marrilion-menn voru staddir hér á landi vegna þess að eitt myndbanda þeirra af lagi af nýútkominni plötu sveitarinnar var tekið upp hér á landi. Ekki tóku kapparnir lagið fyrir landsmenn þótt margir hefðu viljað heyra í þeim. Þeir voru hins vegar hinir alþýðlegustu og virtust ekki síður kunna að skemmta sér heldur en landsmenn. Jodie Foster og Adam Hann-Bird í hlutverkum sínum í „Little Man Tate“. KVIKMYNDIR Foster bæði leikur o g leikstýrir Leikkonan Jodie Foster, sem fór á kostum sem lögregluskóla- nemi sem gómar fjöldamorðingja í kvikmyndinni „Silence of the lambs“, eða „Lömbin þagna“ ein so hún var skýrð á íslensku, reynir nú fyrir sér í fýrsta skipti sem leik- stjóri í kvikmyndinni „Little Man Tate“. Jafnframt fer Foster með eitt af aðalhlutverkunum í mynd- inni. Foster leikur móðir drengs sem er ofviti, en fær lítil tækifæri til að þroska sig í lélegum skóla sem hann gengur í. Fjallar myndin um togstreitu milli móðurinnar og sál- fræðings sem Diane Wiest leikur. Sálfræðingurinn vill koma drengn- um í sérskóla fyrir súpergáfuð börn, en móðirin telur slíkt hinn mesta óþarfa. Foster segist ætla að taka sér gott frí eftir myndina, það hafi reynst sér mun erfíðara en hún ætlaði að leikstýra og leika. Annað væri nóg fyrir hvern meðaljón. „Það er vel framkvæmanlegt, en veru- lega lýjandi," segir Foster. firgentínskur tungó á HóteiBot°^ í Iv-öid Einstaeð sýning argentínsku dansarana Danielu Areuri og Armando Orzuza frá Buenos Aires. Þau eru í hópi bestu tangódansara þar um slóðir. Auk þess koma fram hljóðfæraleikararnir Reynir Jónasson og Simon Kuran og spila á harmóniku og fiðlu. Kynnir kvöldsins verður Kolbrún Halldórsdóttir. Kl. 19.30-21.00 kenna þau Daniela og Armando grunnspor í argentínskum tangó. Sýningin hefst kl. 22.00 Hótel Islana kynnir Föstudagskvöldið 6. september: BUENÖS AIRES TANCO" DaniHa Arcuri «!£ Vniiamlo Or/.n/a ■ ■■■«.«. 1 HVI'IJVII Laugardagskvöldid 14. september: í HJART4STVÐ - LOVE ME TENDEK Söngvnrnr: Björgvin, Eyjúlfur ogSigrún Eva |ÖHj HÖTEL Staðurjýrir glasilegt fólk Gleesilegttr 10 rétta valmatseðill Miðasala og borðapantanir i sima 687111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.