Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C tYgnnHbiMfe STOFNAÐ 1913 210. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Harðnandi bardagar í Króatíu: Níu EB-ríki íhuga að senda vopnaðar her- sveitir til Júgóslavíu Amsterdam, Belgrad, Zagreb. Reuter, The Daily Telegraph. NÍTJ ríki Evrópubandalagsins (EB) ihuga nú að senda vopnaðar sveit- ir á vegum Vestur-Evrópusambandsins til að binda enda á blóðsút- hellingarnar i Króatíu. Bardagarnir í lýðveldinu færðust enn í auk- ana í gær á sama tíma og Carrington lávarður, sem stjórnar ráð- stefnu um frið í Júgóslavíu, kom til landsins til að reyna að koma á vopnahléi. Hans van den Broek, utanrikis- ráðherra Hollands og formaður ráð- herraráðs Evrópubandalagsins, lagði til að rætt yrði á fundi Vestur- Evrópusambandsins á fimmtudag hvort það ætti að senda friðargæslu- sveitir til Júgóslavíu. Hann kvaðst gera ráð fyrir því að þær yrðu að- eins vopnaðar léttum byssum. Vest- ur-Evrópusambandið er varnar- bandalag níu EB-ríkja af tólf, en írland, Danmörk og Grikkland eiga ekki aðild að því. EB hefur þegar sent óvopnaða friðargæslusveit, skipaða óbreyttum borgurum, til Júgóslavíu. Luka Bebic, varnarmálaráðherra Króatíu, sagði í gær að tilraunir bandalags- ins til að koma á friði hefðu hingað til líkst „skrípaleik". Ante Markovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, sagði að júgóslavnesk stjórnvöld gætu ekki bundið enda á blóðsúthelling- arnar án áðstoðar EB og Sameinuðu þjóðanna. Króatískir þjóðvarðliðar börðust í gær við serbneska skæruliða og sveitir Júgóslavíuhers víðs vegar um Króatíu. Um 40 manns höfðu þá fallið í bardögunum frá því á laugar- dag en alls hafa hátt í 500 manns beðið bana síðan átökin hófust fyrir þremur mánuðum, er Króatar lýstu yfir sjálfstæði. Bardagarnir virðast vera að breiðast út til Bosníu-Herzegovínu því útvarpið í Belgrad skýrði frá því að herinn hefði auglýst eftir sjálf- boðaliðum í lýðveldinu. Þá skýrði breska útvarpið BBC frá því í gær- kvöldi að ungverski herinn hefði aukið viðbúnað sinn við landamærin að Júgóslavíu vegna þess að júgó- slavneskar herþotur hefðu ítrekað rofið lofthelgi Ungverjalands í árás- arferðum til Króatíu. Króatíska út- varpið sagði að Ungverjar hefðu skotið niður tvær júgóslavneskar herþotur en ungversk stjórnvöld vís- uðu því á bug. Loftvarnaflautur voru tvisvar þeyttar í Zagreb, höfuðborg Kró- atíu, í gær og Andrija Raseta, næst æðsti yfirmaður herdeildar Júgó- slavíuhers á svæðinu, kvaðst ekki geta útilokað að þotur hersins gerðu loftárásir á borgina. Carrington lávarður kom í gær til hafnarborgarinnar Dubrovnik við Adríahaf og hyggst ræða við for- seta Serbíu og Króatíu og yfirstjórn júgóslavneska hersins í bænum Ig- alo í Svartfjallalandi. Hann sagði það afar ólíklegt að ráðstefnan um frið í Júgóslavíu, sem haldin er í Haag, bæri árangur ef ekki næðist samkomulag um vopnahlé á næstunni. Reuter Úkraínumenn mótmæla sambandssáttmála Úkraínskir andstæðingar Sovétríkjanna gengu um götur Kíev í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar um fullt sjálfstæði landsins. Ríkisráð Sov- étríkjanna, sem nú er valdamesta stofnun sam- bandsríkisins, kom saman í gær til að ræða sam- vinnu lýðveldanna í framtíðinni. Engir fulltrúar voru frá Georgíu og Moldovu, sem hafa eins og Eystrasaltsríkin lýst yfir fullu sjálfstæði, en sam- þykkt var í grundvallaratriðum áætlun tíu lýðvelda um efnahagsbandalag sem gera skal hverju lýð- veldi kleift að halda sjálfstæði sínu. Áætlunin verð- ur lögð fyrir ráðið til fullnaðarsamþykktar í byrjun næsta mánaðar. Sjá „Þúsundir manna krefjast..." á bls. 28. Sænski Jafnaðarmaniiaflokkiu-iim bíður annan mesta kosningaósigur sögu sinnar: Myndun sterkrar borgara- legrar stjórnar framundan - segir Carl Bildt formaður Hægriflokksins INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, gekk í gær á fund Thage G. Petersons, for- seta sænska þingsins, og bað um lausn fyrir sig og ráðuneyti sitt eftir mikinn ósigur Jafnaðar- mannaflokksins í kosningum um Bandaríkin: Máli Norths vísað frá Washington. Reuter. DÓMARI í bandarískum alrík- isdómstóli féllst í gær á beiðni saksóknara í íran-kontramál- inu svokallaða um að allar ákærur á hendur Oliver North yrðu felldar niður. North var sakfelldur árið 1989 fyrir aðild að leynilegri sölu á vopnum til írans á árun- um 1985-86, en hann var þá ráð- gjafi Banda- ríkjaforseta í ör- yggismálum. Ágóðanum, milljónum dala, var síðan varið til stuðnings við kontra-skæruliða Oliver North í Nicaragua þótt Bandaríkjaþing hefði bannað aðstoð við þá. Hann var fundinn sekur um að hafa eyðilagt leyniskjöl í Hvíta húsinu, reynt að torvelda rannsókn þings- ins á málinu og þegið gjöf sem hefði brotið í bága við lög. Banda- rískur áfrýjunarréttur vísaði hins vegar málinu aftur til alríkisdóm- stólsins á þeirri forsendu að vitnis- burður Norths við yfirheyrslur á þinginu kynni að hafa haft of mikil áhrif á vitni gegn honum við réttarhöldin. Sérlegur saksóknari í íran- kontramálinu bað síðan um að ákærurnar yrðu felldar niður og viðurkenndi að hann gæti ekki fengið North sakfelldan að nýju. helgina, þann næstmesta í sögu flokksins. Hlutu þeir 37,6% at- kvæða. Tveir borgaralegu ('lokk- anna, Hægriflokkurinn og Kristilegi demókrataflokkurinn, bættu við sig og fengu kristileg- ir kjörna menn á þing í fyrsta skipti. Miðflokkurinn og Þjóðar- flokkurinn töpuðu hins vegar töluverðu fylgi. Flokkurinn Nýtt Iýðræði fékk 6,7% atkvæða, og Vinstriflokkurinn náði naum- lega þeim 4% sem nauðsynleg eru til að fá menn á þing, hlaut 4,5% atkvæða. Umhverfisflokk- urinn, sem fékk 3,4%, hverfur hins vegar af þingi.. Eftir að Carlsson hafði afhent lausnarbeiðni sína gengu formenn flokkanna hver á fætur öðrum á fund þingforsetans. Almenn sam- staða er um að Carl Bildt, for- manni Hægriflokksins, verði veitt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn og mæltu formenn allra flokka með þv! við forseta þingsins. „Verkefnið framundan er að mynda eins sterka borgaralega ríkisstjórn og kostur er á," sagði Bildt eftir klukkustund- ar langan fund með Peterson, en þeir hittast aftur í dag. Fyrir kosningar stefndu borg- araflokkarnir að því að mynda sam- an fjögurra flokka ríkisstjórn en fyrir slíkri stjórn er ekki þingmeiri- Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, afhendir Thage Peter- son, forseta sænska þingsins, afsagnarbeiðni sína í gær. hluti. Störf hennar væru háð því að þingmenn Nýs lýðræðis greiddu ekki atkvæði gegn henni. Bengt Westerberg, formaður Þjóðar- flokksins, og Olof Johansson, for- maður Miðflokksins, hafa þegar sagt að ekki komi til greina að sitja í stjórn sem þarf að reiða sig á atkvæði Nýs lýðræðis. Westerberg ítrekaði í gær að hann vildi ekki sitja í fjögurra flokka ríkisstjórn, sem væri í slíkri stöðu, og Johans- son sagði ólíklegt að flokkur hans myndi eiga aðild að ríkisstjórn eft- ir fylgistapið í kosningunum. Alf Svensson, formaður Kristílegra demókrata, sem hingað til hefur útilokað hvers konar samvinnu við Nýtt lýðræði, sagði í gær að at- huga yrði þann kost að mynda rík- isstjórn sem væri háð þeim flokki.Ian Wachtmeister, annar for- ystumanna Nýs Jýðræðis, sagði í sænsku sjónvarpi á sunnudags- kvöld að hann sæi enga vankanta á því að styðja borgaralega stjórn. Hins vegar myndi flokkurinn fella slíka stjórn ef störf hennar væru í anda jafnaðarmanna. Sjá fréttir á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.