Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Nýr hrossakjötsmarkaður opnast í Japan: Bændur fá 22 þús- und kr. fyrir hrossið Skrokkarnir úrbeinaðir og aðeins fluttir út helstu vöðvar af afturhluta Sauöárkróki. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur gengið frá samningí um sölu á verulegu magni af hrossakjöti á Japansmarkað fyrir Slátur- samlag Skagfirðinga á Sauðárkróki. Skrokkarnir eru úrbeinaðir og aðeins fluttir út helstu vöðvarnar úr afturparti hrossins. Að sögn Gísla Halldórssonar framkvæmdastjóra Slátursamlags- ins, komu fyrir nokkru fulltrúar japönsku kaupendanna og kynntu sér aðstæður hjá Slátursamlaginu, sýndu heimamönnum hvernig þeir vildu að kjötið væri úrbeinað og frágengið og undirskrifuðu samn- inga um kaupin. I byrjun sagði Gísli að frá Slát- ursamlaginu færi um eitt tonn af kjöti á viku, en síðan tvöfaldaðist magnið og vildu japönsku kaup- endurnir fá kjöt allt til áramóta og jafnvel lengur. Magni Þór Geirs- son sölustjóri hjá SH sagði að 35 hross þyrfti vikulega í þessa vinnslu eða alls um 1.000 hross á ári. Gísli sagði að ekki væri vitað enn sem komið er hversu mörg hross væri hægt að fá til slátrun- ar, en markaður virtist nægur og væru þeir Slátursamlagsmenn þessa dagana að þreifa fyrir sér með að fá hross til slátrunar frá Húsavík og verið væri að kynna málið í Eyjafirði, en reynt yrði að fá hross af öllu Norðurlandi til þess að svara kröfum þessa nýja markaðar. Virðist sem loks hilli undir að bændur fái nokkuð fyrir hrossa- kjötið, en lengi hefur varla fengist verð fyrir kjötið sem greiddi slátur- kostnað, en nú greiðir Slátursam- lagið bændum 22 þúsund krónur fyrir hvert hross, fast verð, og er það uppgert innan mánaðar. Er þetta 8-10 þúsund kr. hærra verð en fengist hefur fyrir sölu á aftur- pörtunum í heilu lagi á Japans- markað. Þá sagði Gísli einnig að nú væri hugsanlegt að Sölumiðstöðin hefði fundið enn einn kaupanda í Japan sem vildi kaupa bæði lamba- og ærkjöt, en enn væri ekki vitað hvernig þyrfti að ganga frá og meðhöndla kjötið eða hversu hátt verð fengist fyrir það. Sýni verða send út á næstunni. Gísli sagði þetta dæmi allt í frum- skoðun, en ljóst að ef af kaupunum yrði væri um verulegt magn af kjöti að ræða. - BB Morgunblaðið/Arni Sæberg Yfirvinnubann sjómanna á kaupskipum skollið á Yfirvinnubann Sjómannafélags Reykjavíkur skall á í gær, en það gildir á kaupskipum í heimahöfnum. Yfirvinnubannið hefur það í för með sér að kaupskip geta ekki látið úr höfn á tímabilinu 17-08 virka daga né á laugardögum og sunnudögum. Það kemur til með að raska verulega áætlunum skipafélagnna, en mörg skip í áætlunarsiglingum hafa Iagt úr höfn seint á kvöldin. Myndin var tekin af Laxfossi í Hafnarfjarðarhöfn í gær, en hann var þá nýkominn til hafnar. Spánverjar halda enn fast við kröfu um veiðiheimildir SPÁNVERJAR halda enn fast við kröfu um að veiðiheimildir í lög- sögu EFTA-ríkja komi á móti tollfrjálsum markaðsaðgangi fyrir sjávarafurðir á evrópsku efnahagssvæði. Þetta kom fram í viðræðum Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra við Pedro Solbes Mira sjávrútvegsráðherra Spánverja og hann segir að fundur þeirra hafi valdið sér vonbrigðum. teldum okkur vera að semja við Evrópubandalagið sem heild, en ekki einstok ríki þess og við gætum ekki hagað okkar afstöðu með tilliti til hagsmuna einstakra EB-ríkja. Það er vitaskuld ekki varlegt að dæma heildarafstöðuna eftir samtal við fulltrúa einnar ríkisstjórnar," sagði Þorsteinn Pálsson. „Við áttum viðræður um stöðuna í Evrópubandalagssamningunum og ég gerði honum þar glögga grein fyrir okkar afstöðu. Hann fór yfir málið frá þeirra bæjardyrum séð og satt best að segja fannst mér hann neikvæðari en ég átti von á. Fyrst og fremst kom mér á óvart að hann skyldi enn halda uppi kröfunni um aðgang að fiskimiðum en það gerði hann mjög ákveðið. Þá gerði hann ekki mikið úr samningstilboði Norð- manna frá í sumar," sagði Þorsteinn Pálsson þegar Morgunblaðið ræddi við hann um fund þeirra Mira á Spáni í síðustu viku. Þorsteinn sagði að sjávarútvegs- ráðherra Norðmanna, Oddrunn Pett- ersen, hefði einnig rætt við Mira á Spáni en þar var stóð yfir fundur 40 sjávarútvegsráðherra víðsvegar að úr heiminum. Á þeim fundi hefði spænski sjávarútvegsráðherrann talað á svipuðum nótum. Þegar slitnaði upp úr samningum EFTA og Evrópubandalagsins í sumar, aðallega vegna ósamkomu- lags um sjávarútvegsmál, var talið að Spányerjar væru búnir að sætta sig við þá niðurstöðu sem fólst í til- boði Norðmanna. Tilboðið gerði m.a. ráð fyrir að auka hlut Spánverja í veiðiheimildum Evrópubandalagsins í norskri lögsögu. Þegar Þorsteinn var spurður, hvort viðræður hans við spænska sjávarútvegsráðherr- ann gæfu tilefni til að endurmeta stöðu Evrópuviðræðnanna svaraði hann að þarna væri aðeins um full- trúa einnar ríkisstjórnar innan Evf- opubandalagsins að ræða. „Ég tók það skýrt fram, að við Starfsfólki Freyju á Suðureyri sagt upp „ÞAÐ er varúðarráðstöfun að segja starfsfólki Freyju upp, skipið er innsiglað og frystihúsinu berst lítill at'ii," segir Guðmundur Mahn- quist forstjóri Byggðastofnunar. Hlutafjársjóður stofnunarinnar er stærsti hluthafi í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. Guðmundur segir menn vona að unnt verði að endurráða fólkið. Konunglega fílharmóníuhljómsveit- in í Lundúnum: Flutt verður verk eftir Askel Masson KONUNGLEGA fílharmómusveitin í Lundúnum flytur í lok mán- aðarins tónverk eftir Áskel Másson. Það verður flutt í þekktu tónleikahúsi þar í borg, Fairfield Hall í Croydon, undir stjórn Adrians Leaper. Einleikari með um áttatíu manna hljómsveil verður ung skosk listakona, Evelyn Glennie. Áskell kallar verk sitt Konsertþátt fyrir litla trommu og hljómsveit. Hann kveðst ekki vita til þess að Konunglega filharmóníusveitin hafi áður flutt tónsmíð eftir íslending. „Mig langar að fara til London og tala við Evelyn," segir Áskell, „hún hefur sýnt verkum mínum mikinn áhuga og slegið trommuna í Konsertþættinum á tvennum tónleikum á Englandi í sumar. Efnisskrá Fflharmóníusveitarinn- ar er almennt skipulögð langt fram í tímann og eiginlega bendir stuttur fyrirvari nú til þess að einleikarinn hafi óskað sérstak- lega eftir flutningi þessa verks. Hana langar að flytja meira eftir mig, í Bretlandi og Ástralíu og við þurfum að ræða það. Það hef- ur líka komið til tals að bjóða Evelyn að koma til íslands og leika með Sinfóníuhljómsveit- inni." Evelyn Glennie er 26 ára göm- ul. Hún er heyrnarlaus 'en leikur . engu að síður af snilld á slag- verkshljóðfæri. Glennie hefur sér- hæft sig í hljóðfærinu marimba. Hún flutti í sumar einleikskafla í Konsertþætti Áskels með Sin- fóníuhljómsveit Birmingham í heimaborg sveitarinnar og í Sheffield. Hún hefur líka víða flutt einleiksverk Áskels, Prím. Glennie ,vill fara með Konsertþáttinn til Queensland í Ástralíu í mars á næsta 'ári og flytja hann í Guild- ford á Englandi í apríl. Áskell Másson samdi Konsert- þáttinn fyrir níu árum og tileink- aði hann sænskum slagverksleik- ara, Roger Carlsson. Samsetning- in lítil tromma og stór hljómsveit kemur þeim á jóvart sem ekki . þekjy'a.. yfirkið.. Áskell .segir~ það Morgunblaðið/KGA Áskell Másson tónskáld. líklega hið eina þar sem hún er notuð. Roger Carlsson frumflutti Kon- sertþáttinn með Sinfóníuhljóm- sveit íslands í Reykjavík 1982. Síðan hefur hann hljómað víða. Nefna má tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Gautaborg þar sem Carlsson sló trommuna og Finninn Esa-Pekka Salonen stjórnaði. Þá hefur verkið verið flutt í Kaup- mannahöfn af einleikaranum Gert Mortensen og Konunglegu sin- . fQníuhljómsveitinnL þar í. Landi___ Ákvörðun um uppsagnir um 60 manna var tekin á stjórnarfundi hluthafa í Freyju á laugardag. Þar var jafnframt ákveðið að taka engu tilboðanna sjö sem bárust í Hlaðs- vík, útgerðarfélag togarans Elínar Þorbjarnardóttur sem liggur inn- sigluð við landfestar. Fiskiðjan á þorra bréfa í Hlaðsvík, en boðin í Elínu þóttu öll of lág. Guðmundur Malmquist segir við- ræður í gangi um samstarf um rekstur Freyju; frystihússins og togarans. Helst sé horft til tveggja möguleika. Annars vegar að Fáfnir á Þingeyri komi til samstarfs við Freyju. Hins vegar að Frosti á Súðavík og Norðurtanginn' á ísafirði kaupi Freyju með þeim skil- málum að halda þar fullum rekstri. Þá segir Guðmundur að enn sé til athugunar að semja við útgerðarfé- lagið Hrönn á ísafirði um kaup á Elínu Þorbjarnardóttur, en Hrönn myndi nýta kvóta Elínar. Sveinn Björnsson forseti ISIlátinn SVEINN Björnsson, forseti íþróttasambands íslands, lést í Reykjavík f gær 62 ára að aldri. Sveinn fæddist í Reykjavík 10. október 1928, sonur hjónanna Björns G. Jónssonar, kaupmanns, og Ingibjargar Sveinsdóttur. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1947 og var framkvæmdastjóri Trípólíbíós frá 1946-1954, er hann gerðist kaupmaður. Sveinn starfaði mikið að félags- málum og gegndi fjölda trúnaðar- starfa á þeim vettvangi. Hann sat í stjórn Kaupmannasamtakanna í 10 ár og var þar af varaformaður í fimm ár. Hann var varaborgarfull- trúi frá 1974-1982. Hann sat í stjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur í 25 ár, þar af vara- formaður í 15 ár. Var í stjórn íþróttaráðs Reykjavíkur frá 1974 þar af formaður í 4 ár. í stjórn Iþróttanefndar ríkisins og Félags- heimilasjóðs frá 1969. Varaformað- ur Ólympíunefndar íslands frá 1973.1 stjórn ÍSÍ frá 1962, varafor- seti 1972-80 og forseti frá 1980. Fprmaður aþróttahátíðar. ÍSÍ.1970,. 1980 og 1990. í stjórn landsmálafé- Sveinn Björnsson lagsins Varðar í 20 ár, þar af for- maður í 3 ár. Fyrri kona Sveins var Áslaug Jónsdóttir, en hún lést 1960. Þau eignuðust tvö börn, Björn og Margréti. Eftirlifandi kona Sveins er Ragnheiður G. Thorsteinsson. .Þau eignuðust tvo syni, Geir - og Svein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.