Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Eitt af stærri hlaupum í Súlu - segir Ejrjólfur Hannesson á Núpsstað HLAUP hófst í Súlu um kl. 13 síðastliðinn sunnudag og stóð það enn í gær, að sögn Eyjólfs Hannessonar á Núpsstað. Eyjólfur sagði í gær við Morgunblaðið að mikið vantaði enn upp á að hlaupinu væri lok- ið, en það hefði byrjað að minnka í ánni strax á sunnudag um sjö- leytið. Eyjólfur sagði að hlaupið hefði engin spjöll unnið, þetta væri svipað hlaup og áður, en þó með þeim stærri. Eyjólfur er á níræðisaldri og er fæddur og uppalinn á Núps- stað sem er spölkorn frá ánni. Að sögn Odds Sigurðssonar jarð- fræðings hjá Orkustofnun stendur hlaupið óvenjulega stutt yfir að þessu sinni. Menn frá Vatnamæl- ingum fóru austur að Súlu í fyrra- kvöld en þegar þeir komu var hlaup- inu að mestu lokið. „Þetta er ekki eins og Súluhlaup eru vön að vera. Þau standa yfirleitt yfir í tvo daga en ég hef engar skýringar á þessu," sagði Oddur. Hann sagði að hlaup hefði komið í Súlu upp úr miðjum ágústmánuði en lítið orðið úr því vegna jakastíflu sem myndaðistí mynni Grænalóns. Hann sagði að fátt væri vitað um hlaupið þar sem engir síritar væru í ánni. Ekki væri hægt að mæla með sírita þar sem vatnsborðið í ánni hækkar ekki heldur grefur hún sig dýpra í far- veginn. „Fyrir mér er þetta óskýrt mál. Það koma tvö hlaup í sumar og bæði eru þau lítil. Ég man ekki til þess að tvö hlaup hafi orðið á sama sumri. En vegna þess að það eru engir síritar þá gætu hlaup farið fram hjá okkur," sagði Oddur. » ? ? Tveir í gæslu vegna nauðgunar: Sent eftir 3. manninum TVEIR bandarískir varnar- liðsmenn af Keflavíkurvelli hafa verið úrskurðaðir í allt að tíu daga gæsluvarðhald, en þeir eru grunaðir um að hafa nauðgað íslenskri konu frá Keflavík inni á vallarsvæð- inu, ásamt þriðja varnarliðs- manninum. Sá kom til lands- ins í gær og hefur lögreglan krafist að hann verði úrskurð- aður í samsvarandi gæslu- varðhald og hinir tveir. Lögreglan í Keflavík, sem fer með rannsókn málsins, varðist allra frétta. Hún lét senda eftir þriðja manninum til Banda- ríkjanna og kom hann til lands- ins í gærmorgun. Skemmdarverk í kirkjugarði SKEMMDIR voru unnar á kross- um og hróflað við legsteinum í gamla kirkjugarðinum við Suð- urgötu um síðustu helgi. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem skemmdir eru unnar í garðinum. Engar skemmdir voru unnar á leiðum en hróflað við leg- steinum og trjágróður og krossar voru skemmdir. Starfsmenn kirkjugarðsins hafa af og til verið við gæslu í kirkjugarð- inum um nætur einmitt vegna slíkra skemmdarverka. Morgunblaðið/Ingvar Hjól og bíll skella saman á Miklubraut Bifreið og reiðhjól skullu saman á gatnamót- um Miklubrautar og Grensásvegar síðdegis í gær. Tveim bílum var ekið samsíða suður Grensásveg til að beygja austur Miklubraut og kvaðst bílstjórinn á vinstri akrein hafa gefíð hinum gætur og því ekki séð hjólreiða manneskjuna fyrr en um seinan. Hún kom Grensásveg úr gagnstæðri átt og var að fara yfir Miklubraut þegar áreksturinn varð. Bíl- stjórinn af miðreininni ók í burtu af slysstaðn- um. Hjólreiðakonan meiddist á öxl og var flutt á Slysadeild. 8,7% verðhækkun dilkakjöts þrátt fyrir meiri niðurgreiðslur Grundvallarverð til bænda hækkar um 10,63% SMASOLUVERÐ dilkakjöts hækkaði í gær úr 425 krónum kílóið í 462 krónur, eða um 8,7%, og er þá miðað við 1. flokks dilka- kjöt í 2. verðflokki í ósundurtekn- um heilum skrokkum. Á fundi fimmmannanefndar í gær var akveðin 4,5% hækkun slátur- og heildsölukostnaðar frá því í fyrra- haust, samkvæmt ákvörðun sex- mannanefndar hækkar verðlags-- grundvöllur sauðfjárafurða um 10,63% miðað við 1. september síðastliðinn. Fyrir síðustu helgi var útlit fyrir að smásöluverðið myndi hækka um 15-20%, en ríkis- stjórnin ákvað þá að auka niður- greiðslur um tæplega 22 krónur á kíló frá því sem verið hefur, eða um 10%. Miðað við svipaða innanlandssölu dilkakjöts og var á síðasta verðlags- ári, eða um 8.300 tonn, þá nemur aukning niðurgreiðslna á framleiðsl- una í haust um það bil 150 milljónum króna á ársgrundvelli. Þar af má Textavarp: íslenskir broddstafir sjást ekki TístaðÞ,DístaðÐog%kemurístaðÆ Tilraunasendingar RÚV á textavarpi hafa leitt í h'ós, að ís; lensku broddstafirnir sjást ekki né bókstafirnir Þ, Ð, Y og Æ. I þeirra stað verður notast við T í stað Þ, D í stað Ð, og % í stað Æ. Sérstakan búnað þarf til að ná íslensku bókstöfunum en þau tæki sem lengst hafa náð nema alla bókstafi nema Ý. Hörður Vilhjálmsson settur út- hér. Hvort hann hefur verið hann- varpsstjóri segir að innflytjendur aður fyrir eitthvert ákveðið mark- sjónvarpstækja hafi haft góðan fyrirvara um væntanlegar útsend- ingar á textavarpi en að þeir hafi sennilega ekki brugðist eins fljótt við og æskilegt hefði verið. Út- sendingar hófust í ágúst en ætlun- in er að hefja útsendingu í tilraun- askyni á vísi að textavarpi í lok september á 25 ára afmæli sjón- varpsins. Til að ná íslensku stöfunum þarf að setja sérstakt spjald í tækin og er kostnaður vegna nauðsynlegra breytinga talinn vera á milli 5 til 10.000 krónur fyrir tækið. Að sögn Eyjólfs Valdi- marssonar tæknistjóra sjónvarps- ins, eru móttakarar sjónvarps- tækjanna misjafnlega þróaðir til að taka á móti textavarpi. „Elstu móttakarar sýna alla stafi nema íslensku broddstafina og auk þess Þ, Ð og Æ," sagði hann. „Þá ræðst það einnig af umboðsmönn- um hvaða textabúnaður er seldur aðssvæði og oft er það tilviljun hvaða tæki lenda hér. Sum geta verið með spönsk tákn og þá hafa sumir sérhljóðar kommu. Eftir því sem búnaðurinn þróast á næstu árum aukast líkur á að íslensku stafirnir verði með. Fullkomnustu tæki ráða nú þegar við alla stafina nema Ý, en Philips mun ætla að taka bókstafmn inn á næstunni. Við getum sagt til um hvaða tákn eiga að koma í stað þeirra bókstafa sem ekki eru fyrir hendi, T í stað Þ, D í stað Ð og A eða E í staðin fyrir Æ eða %. Þetta höf- um við sagt, þannig að fólk sem á tæki með þessúm takmörkunum á að geta nýtt sér útsendingarn- ar. Það á að vera læsilegt en það þarf að læra að lesa þetta í upp- hafi." Eyjólfur sagði að mönnum hafi komið á óvart hvað það eru fá tæki sem eru tilbúin að taka á móti íslensku stöfunum. Lagfæra ------------------------------------------ I fullkomnu taxtavarpi mí vlj* um 800 sidur af t»xta »da •infoldum grafiokum upplyaingumt * 2< linur, 40 »t»fir í línu * 8 litir í forgrunni og 8 í bakgrunni- TVQFOLD Hm BLIKKANDI TEXTI r aru nyn mogul«ik«r »«m textavarpid bydur í medfird taxta. M........UIIHIIIIIIIIIIii Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýnishorn af tilraunaútsendingu frá textavarpi RÚV. Eins og sjá má er d í stað ð, brodd vantar yfir broddstafi og % merki er í stað æ. þurfi hugbúnað í sumum nýrri tækjanna svo að þau geti tekið á móti sendingum. „Þetta er stig sem við urðum að fara í gegn- um," sagði hann. „Það var ekki um annað að ræða. Fólk varð að fá að reyna hvað tækin réðu við og um leið að aðstoða þá sem þurfa að breyta sínum tækjum. Við erum að koma á kerfi sem ætlunin er að reka í áratugi." gera ráð fyrir að 50 milljónir komi til greiðslu á þessu ári, en um 100 milljónir á því næsta. Niðurgreiðslur á dilkakjöt í 2. verðflokki nema nú tæplega 237 krónum á kíló, en þær voru áður 215 krónur. * Á fundi sexmannanefndar á sunnudaginn var ákveðið að hækka verðlagsgrundvöll sauðfjárafurða um 10,63% frá því sem hann var í desem- ber 1989, en grundvallarverð til bænda hefur verið óbreytt síðan þá. Grundvallarverð á kjöti í 2. verð- flokki, sem er um 75% framleiðslunn- ar, hækkar úr tæplega 395 krónum í 438,31 krónu fyrir hvert kíló, en fyrir kjöt í úrvalsflokki hækkar grundvallarverðið úr 414,69 kr. í 460,22 kr. Launaliður verðlags- grundvallarins hækkar um 12,8%, en af öðrum kostnaðarliðum hækkar áburður um 18,3%, og ýmis gjöld, eins og til dæmis tryggingar, fast- eignaskattur og aðstóðugjald, hækka um 13%. Kostnaður vegna flutninga eykst um 10,5%, kjarnfóður um 6,1% og rekstrarvörur um 3,3%. Kostnað- ur vegna véla lækkar hins vegar um 3,2%, og sömuleiðis lækkar kostnað- ur vegna þjónustu um 2,4% og við- halds um 5,7%. Á fundi fimmmannanefndar í gær yar ákveðið að hækka slátur- og heildsölukostnað um 4,5%, en honum til viðbótar kemur 12 kr. verðmiðlun- argjald á hvert kíló, sem er óbreytt frá því fyrra. Samtals nemur þessi kostnaður 152,95 kr. á kíló, sem er um 4,2% hækkun frá því í síðustu sláturtíð. Samkvæmt ákvörðun fimmmannanefndar er hámarkssmá- söluverð með virðisaukaskatti á kjöti í 2. verðflokki í ósundurteknum heil- um skrokkum nú 462 krónur á kíló, en það var áður 425 krónur, og nem- ur hækkunin 8,7%. Smásöluverð á kjöti í úrvalsflokki hækkar úr 439 krónum kílóið í 477 krónur. í sölu- verð kjötsins hefurverið reiknað með endurgreiðslu virðisaukaskatts, sem nemur 8,45% af niðurgreiddu heild- söluverði. Smásöluálagning á kjöti í 2. verðflokki hækkar úr 31 krónu í 33,70 krónur, eða um 8,7%, og virðis- aukaskattur hækkar úr 83,54 krón- um í 90,82 krónur á kíló. ¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.