Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 4
IffM VnfU/^T'V-T' , \'M fnOA '.T/'T.Thíi:/
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991
Landsvirkjun:
Ný tillaga að línuleið
frá Fljótsdalsvirkjun
Fyrri tillaga auglýst um mánaðamót
Landsvirkjun hefur að undanförnu látið kanna nýja tillögu að línu-
leið Fljótsdalslínu. Línuleiðin fylgir fyrri tillögu Landsvirkjunar að
Þríhyrningsvatni, þar er stefnan tekin norðvestur og farið yfir Jök-
ulsá á Fjöllum norðan við FerjufeU, leiðin Uggur síðan suðvestur í
Suðurárhraun þar sem hún samlagast að nýju fyrri tillögu. Agnar
Olsen, forstððumaður verkfræðideildar, segir að búið sé að kanna
leiðina lauslega og skrifa greinargerð sem rædd verði á fundi Lands-
virkjunar, Náttúruverndarráðs og Skipulags rikisins í lok mánaðar-
ins. Um mánaðamótin verður komið upp auglýsingum á fyrri tillögu
Landsvirkjunar á línuleið í 7 sveitarfélögum sem línan færi um.
AKUREYRI
LINUSTÆÐIB -
(Tenging milli A og C)
FUÓTSDALSVIRKJUN
Fjórar tíllögur að linuleið. Línustæði A með byggðlínu og línustæði B. Línustæði C, sem auglýst verður
um næstu mánaðarmót, og njýja tillaga Landsvirkjunar, linustæði E.
Agnar sagði að með nýj'u tillög-
unni, sem nefnd hefur verið línu-
stæði E, væri verið að koma til
móts við ýmis sjónarmið. „Við kom-
um til dæmis til móts við þá sem
eru mótfallnir því að spilla Jökul-
dalsheiði með nýrri línuleið," sagði
Agnar. Fram kom að Landsvirkjun-
armönnum litist illa á að fylgja
byggðalínu (línustæði A) en önnur
línuleið (línustæði B) færi yfir
Veggjastykki þar sem væru mikið
um gjár auk þess sem línan væri
í mikilli hæð og þveraði Suðurá.
Greinargerð Landsvirkjunar um
nýju tillöguna að línuleið verður
rædd á fundi Landsvirkjunar-
manna, Náttúruverndarráðs og
Skipulags ríkisins í lok mánaðar-
ins. Tillagan gerir ráð fyrir 10-12
km lengri línuleið en fyrri tillaga
Landsvirkjunar.
Sigurður Thoroddsen, aðstoðar-
skipulagsstjóri, sagði að undirbún-
ingur við auglýsingu tillögu Lands-
virkjunar (línustæði C) væri hafinn
og auglýsingarnar sennilega komn-
ar upp í 7 sveitarfélögum um mán-
aðamót. Tillögurnar hanga upp í
sveitarfélögunum í 6 vikur en eftir
þann tíma hafa menn 2 vikur til
viðbótar til þess að skila athuga-
semdum til hreppsnefnda. Hrepps-
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00
/ Heimild: Vsðuretofa li
{Byggt á veðurspá kf. 18.15 f gtar)
VEÐURHORFURIDAG, 17. SEPTEMBER
YFIRLIT: Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er 992 mb lægð sem
þokast norður en fyrir norðaustan land er 1.013 mb hæð. Skammt
suðvestur af Færeyjum er 988 mb lægð á leið norðaustur.
SPÁ: Suðaustanátt um allt land, sumstáðar allhvöss við suður-
ströndina, en hægara annars staðar. Að mestu þurrt norðan- og
norðvestanlands, en annars staðar rigning.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG; Norðvestan- og norðanátt, víða all-
hvöss vestantil á landinu, skúrir vestanlands og á annesjum norðan-
lands, en að mestu þurrt annars staðar. Hiti 8 til 9 stig.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Sunnan- og suðaustan kaldi um suðvest-
an- og vestanvert landið, en hægviðri í öðrum landshlutum. Lítilsh
áttar súld eða rigning á annesjum suðvestanlands, en að mestu
úrkomulaust annars staðar. Hiti 6 til 7 stig.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TÁKN: 'C y Heiðskírt T x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind-stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. ¦\ Q Hitastig: 10 gráður á Celslus y Skúrir * V El
*\Jjm Léttskýjao / / / / / / / Rigning == Þoka
* •Qjmk Hálfskýjað / / / * / # = Þokumóða ', ' Súld
A f *¦/ # Slydda / * / * * * J OO Mistur —J- Skafrenningur
M'm* * # * * Snjókoma # # # VZ Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl, 12:00 ígær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavík
hití veour
5 skýjað
10 skýjað
Bergen 12
Helsinkl 17
Kaupmannahöfn 18
Narssarssuaq 3
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Þórshöfn
3
16
17
10
skýjað
léttskýjað
skýjað
súld
súld
hálfskýjað
léttskýjað
rigning
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlin
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrid
Malaga
Mallorca
Montreal
NewYork
Orlando
París
Madeira
Róm
Vín
Washington
Winnipeg
31
17
27
22
22
27
23
19
17
19
17
23
29
28
28
19
23
25
23
24
26
20
24
10
léttskýjað
þokumóða
þokumóða
skúrás.klst,
rigning
heiðskírt
skýjað
skýjað
skýjað
alskýjað
þokumóða
skýjað
háifskýjað
léttskýjað
léttskýjað
þoka
þokumóða
mistur
skýjað
skýjað
léttskýjað
rigningás.klst.
þokumóða
alskýjað
nefndir fjalla um athugasemdirnar,
þá fara þær fyrir Skipulag ríkisins
og umhverfismálaráðherra sem
staðfestir línuleiðina endanlega.
Tillaga Landsvirkjunar verður
einnig auglýst í Lögbirtingarblað-
inu og fleiri dagblöðum.
Síðumúli 2:
Tjón vegna vatnsleka f
Töluvert valnstjón varð í Síðumúla 2 þegar hosa af kaldavatnskrana
í einu fyrirtækjanna í húsinu losnaði og vatn flæddi um allt húsið.
Hosa losnaði af-kaldavatnskrana
í setningarfyrirtæki á annarri hæð
og vatn lak yfir í sex önnur fyrir-
tæki á báðum hæðum hússins. Lek-
inn uppgötvaðist þegar árvökull
gæsluvörður frá Securitas hf, sem
átti leið fram hjá um kl. 5.30 á
sunnudagsmorgunin, sá að eitthvað
var athugavert og lét vita.
Hallur Leopoldsson, fram-
kvæmdastjóri auglýsingaskrifstof-
unnar Argus á efri hæð hússins,
sagði vatnið hefði verið farið að
renna niður stiga af efri hæðinni,
út um útidyrnar og niður beygjuna
að Ármúla þegar komið hefði verið
að húsinu um kl. 6 . Þá hefðu
slökkviliðsmenn verið búnir að
skrúfa fyrir inntakið í húsinu en
síðar hefði verið komist að upptök-
um lekans í litlu framköllunarher-
bergi í setningarfyrirtæki á hæð-
inni. Töluverðan tíma tók að dæla
vatni úr húsinu en Hallur sagði að
unnið hefði verið í fyrirtækinu á
mánudag. Hann sagði að ekki væri
búið að meta tjónið enda væri ekki
vitað hvort skipta þyrfti um teppi
eða hversu tjón á innveggjum væri
mikið. Þá benti Hallur á að ekki
væri vitað um hversu mikið tjón á
alls kyns smáhlutum væri að ræða.
Víetnömsku flóttamennirnir:
Sumir hafa náð góð-
um tökum á íslensku
- segir Hólmfríður Gísladóttir
FJÓRIR víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands 5. septem-
ber. Alls hafa því 30 Víetnamar komið til landsins í ár, eða sami
fjöldi og í fyrra, en sljórnvöld ákváðu árið 1989 að á tímabilinu
1990 til 1992 yrði tekið á móti 60 víetnömskum flóttamönnum.
Hólmfríður Gísladóttir, sem annast málefni flóttamannanna fyrir
hönd Rauða kross Islands, segir að fólkinu, sem hingað kom í fyrra,
hafi almennt vegnað vel og nokkrir úr hópnum frá því í sumar
hafi þegar náð ótrúlega góðum tökum á íslenskunni. Karlmennirn-
i r hafi aUir fengið vinnu en konurnar eigi erfiðara með að komast
ut á vinnumarkaðinn, þar sem erfiðlega gangi að tryggja börnun-
um dagvistarrými.
Samkvæmt ákvörðun stjórn-
valda komu 30 víetnamskir flótta-
menn hingað til lands í fyrra. í vor
og sumar komu 26 til viðbótar og
þann 5. september komu þeir 4
síðustu úr hópnum. Hólmfríður
Gísladóttir segir að almennt hafi
fólkinu, sem hingað kom í fyrra,
vegnað vel, enda sé þetta duglegt
fólk og sparsamt. Hún segir að
allir karlmennirnir sem hingað
hafa komið í ár hafi fengið vinnu
og þegar séu tvær kvennanna líka
komnar út á vinnumarkaðinn. Ekki
hafi verið vandi að útvega fólkinu
vinnu heldur hafi atvinnurekendur
haft samband við Rauða krossinn
og óskað eftir starfsmönnum. Þeir
sem hafi ráðið Víetnamana hafi
verið það ánægðir, að þeir hafí
verið tilbúnir til að taka við fleirum.
„Okkur finnst mikilvægt að kon-
urnar vinni úti," segir Hólmfríður.
„Það er nauðsynlegt að þær fái
þannig tækifæri til að kynnast
þjóðfélaginu með sama hætti og
karlmennirnir, 'en loki sig ekki af.
í sínum gamla hugarheimi meðan
karlmennimir laga sig að íslensku
samfélagi. Hins vegar er við erfið-
leika að stríða hvað barnagæsl-
una varðar. Við höfum ekki enn
fengið dagvistarrými fyrir börn-
in þó að starfsfólk Dagvistar
barna hafi sýnt okkur mikinn
velvilja og þau séu þar á for-
gangslista."
Hólmfríður segir að í hópi Víet-
namanna séu 12 börn. Þar af séu
6 um það bil eins og hálfs árs
gömul, 3 um það bil fjögurra ára
og 3 séu komin á grunnskólaald-
ur. Það sé afar mikilvægt að þau
komist inn á dagvistarstofnanir til
að þau eigi auðveldara með að til-
einka sér íslenskuna. Foreldrarnir
fái tilsögn í málinu á námskeiðum,
sem skipulögð séu af Náms-
flokkum Reykjavíkur og njóti
meðal annars aðstoðar frá Ví-
etnömunum sem komu hingað
1979 en það verði einnig að
tryggja að börnin nái að tileinka
sér tungumálið áður en þau hefji
skólagöngu.
Að sögn Hólmfríðar gengur
fólkinu misvel að læra íslensku
en nokkrir úr hópnum sem hing-
að kom í sumar hafí náð ótrú-
lega góðum árangri. Þar sé
einkum um að ræða fólk, sem
hafi áður lært einhver önnur Evr-
ópumál.
?