Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ Í'RIÐ, •JUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 11 Dalasýsla: Hundrað ára vígsluafmælis- Staðarfellskirkju minnst Hvoli, Saurbæ 100 ÁRA víglsuafmælis Staðarfellskirkju í Dölum var minnst sunnu- daginn 1. september sl. Hátíðarguðsþjónusta fór fram í kirkjunni kl. 2. e.h. og var hún fjölsótt. Þar prédikaði biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, og sóknarpresturinn, sr. Ingiberg J. Hannesson, þjónaði fyrir altari. Fimm aðrir prestar voru við- staddir kirkjuathöfnina, en að henni lokinni var samkoma í fé- lagsheimilinu á Staðarfelli þar sem á borðum voru rausnarlegar veit- ingar í boði sóknarnefndar. Þar flutti sóknarpresturinn ágrip af sögu kirkjunnar í hundrað ár og ræður fluttu auk hans sr. Þórir Stephensen, er áður þjónaði Stað- arfellskirkju um skeið svo og sr. Rögnvaldur Finnbogason auk bisk- upsins herra Ólafs Skúlasonar. Var dagurinn í heild mjög ánægjulegur og komu margir að til að gleðjast með sóknarfólki í tilefni dagsins. Veðrið var tiltölu- lega hliðhollt þó vætusamt væri þessa daga, þá skein sólin um miðjan daginn og varpaði geislum sínum yfir staðinn eins og til að árétta birtu og fegurð hins skæra ljóss í bland við döggina, sem líf- snæringu gefur. Og við vitum að hvort tveggja er jafn mikilvægt til vaxtar og þroska í mannlífinu. Staðarfellskirkja var vígð 11. október 1891, teiknuð og byggð af Guttormi Jónssyni frá Hjarðar- holti fyrir forgöngu Hallgríms Jónssonar, er þá var bóndi á Stað- arfelli. Hún hefur verið sóknar- kirkja æ síðan og þjónar sóknar- fólki, svo og þeim, er á Staðarfelli búa, en þar var í áratugi rekinn húsmæðraskóli og nú starfar þar meðferðarheimili á vegum SÁA, og lætur að líkum, að kirkjan er sótt af mörgum, og hafa sumir sagt að hún sé e.t.v. með mest notuðu kirkjum landsins, enda eiga þangað margir erindi, sem á staðn- um dvelja og eru að reyna að ná tökum á lífí sínu og byggja það upp. Þá er horft til þess máttar, sem einn getur bjargað þegar mik- ið liggur við og er grundvöllur þess, að menn öðlist rétta trú á lífið og tilveruna og sæki þangað Staðarfellskirkja. =VAPLEX= TREFJAGIPSPLÖTUR ÁVEGGI.LOFTOGGÓLF KANTSKURÐUR SEM EGG ÖRUGGTNAGLHALD ABRUNAFLOKKUR VIÐURKENNTAF ELDVARNA- EFTIRLITI RlKISINS HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.Þ0R6RÍMSS0N&C0 ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 þann kraft sem dugar til eflingar sálar og anda í uppbyggingarstarf- inu. Staðarfellskirkja hefur verið vel við haldið, og undanfarið hafa far- ið fram nokkrar lagfæringar á kirkjunni og hún öll máluð að utan. Þá var settur ljóskross á gafl for- kirkjunnar og er hann gjöf frá systkinunum frá Breiðbólsstað þeim Guðbjörgu, Friðjóni, Sigur- björgu, Sturlu og Halldóri, til minningar um foreldra þeirra. Þá var vígður í hátíðarguðsþjón- ustunni nýr hökull og stóla, er var gjöf til kirkjunnar frá héraðssjóði prófastsdæmisins. Þessi minning- ardagur kirkjunnar var mönnum greinilega hvatning til að hlúa að kirkju sinni og minnast með þakk- læti og gleði þeirrar þjónustu sem þeir hafa þar notið í gegnum tíðina. - IJH. Að lokinni hátíðarguðsþjónustu í Staðarfellskirkju. í fremri röð frá vinstri: Sr. Þórir Stephensen, Helga Steinarsdóttir Hvoli, sr. Ingi- berg J. Hannesson Hvoli, biskupsfrú Ebba Sigurðardóttir og biskup- inn, herra Olafur Skúlason, Kristín Thorlacius og sr. Rögnvaldur Finnbogason Staðastað. Aftari röð: Sr. Hreinn Hákonarson Laugar- gerði, Anna Nilsdóttir og sr. Friðrik J. Hjartar Ólafsvík og sr. Jens H. Nielsen Búðardal. Einstakt tilboð HIGH ° SPEED ° FEATURE0 o ^^ o ¦. - m o °COLOUR ° °PRINTING° o ° PARK ° H Prenthraði: Gæðaletur: Leturgerðir: Leturstærðir: Pappírsfærsla: Pappírsgangur: Litir: 225 stafir/sek 12CPI 45 stafir/sek 12CPI 5 grunnleturgerðir 10, 12, 17, 20 s/t Valsogpinnar Að aftan og neðan 7 litir (litaborði fylgir) í upphafi skólaárs eru margir nemendur að leita sér að góðum tölvum og prenturtim. Úrvalið er mikið og erfitt um val. En hú er tækifærið til að eignast hraðvirkan, hljóðlátan, vandvirkan og fjölhæfan prentara. Því í september bjóðum við einn vinsælasta prentarann frá STAR á frábæru verði, en það er LC-200 ritvinnsluprentari. Við viljum sérstaklega benda á þann möguleika að hægt er að prenta liti' og einnig að vera með 2 gerðir pappfrs í prentaranum í einu (Paper Park). Kr. 26.700,- (Stgr. m/VSK, gildir aðeins ef pantað er í september). Hafið samband við okkur eða einhvern söluaðila okkar: Einar J. Skúlason...................Reykjavík Tölvutæki - Bókval.................Akureyri Prentverk Austurlands.........Egilsstöðum Tölvutækni...............................Reykjavík ÖRTÖLVUTÆKNI Tölvukauphf. Skeifunni 17 sími 687220 fax 687260 ' Sr-m*i*+^l**m**~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.