Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 14
m MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17: SBPTEMBER 1S91 Ný menntastefna? eftir Eggert Lárusson Ný ríkisstjórn með nýjum menntamálaráðherra hefur tekið við völdum. Háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins var yfírieitt lítil eftirsjá í fyrri ríkisstjóm eftir hin illa þokkuðu lög sem hún setti á kjarasamninga þeirra. Ástandið gat varla versnað og margir fögn- uðu nýrri ríkisstjórn. Eftir að hafa legið undir feldi í nokkra mánuði hefur Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra nú tekið til hendinni og sýnt vald sitt og jafnframt byijað að afhjúpa stefnu sína í menntamálum. Skoðum nú hvað ráðherrann hefur tekið upp úr poka sínum. Kennaraskortur Ráðherrann hefur tilkynnt Kennaraháskólanum að áralöng vinna við að undirbúa framkvæmd laga um skólann skuli lögð á hill- una, fresta skuli að lengja kenn- aranámið um eitt ár. Astæðuna segir hann vera meintan kennaras- kort eftir þrjú ár. Ráðherrann verður hins vegar að fara að gera sér grein fyrir því að skortur á menntuðum kennurum er sár nú og hefur reyndar verið landlægur í marga áratugi. Og sífellt sígur á ógæfuhliðina. Vilji hann raun- verulega draga úr þessum skorti hefur margsinnis verið bent á að í landinu eru fjölmargir kennara- menntaðir menn sem hafa ekki efni á að stunda það starf sem þeir hafa menntað sig til og eru við önnur störf og léttari og betur launuð. Til að leysa úr kennaras- kortinum þarf að gera starfið gim- ilegt með því að stórbæta launa- kjörin og starfsaðstöðu kennara og nemenda. Ekki er að sjá að vilji sé til þess hjá þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Hún hefur látið þann boðskap út ganga til starfsmanna sinna að engar kjarabætur sé að hafa í komandi kjarasamningum og reyndar engar kjarabætur næstu 3 árin fái ríkisstjórnin sínu framgengt! Þá á kennaraskortur- inn örugglega eftir að verða sár- ari en nú og skiptir þá litlu máli hvort liðlega 100 kennarar útskrif- ast úr Kennaraháskólanum það ár. Eitt er jákvætt við málflutning ráðherrans. Hann segist hafa áhyggjur af því sem kann að ger- ast eftir þijú ár. Þar er um óvenju- lega framsýni að ræða hjá íslensk- um stjórnmálamanni. Vonandi hefur hann til að bera glögg- skyggni líka til að sjá í hveiju vandinn er fólginn og þrek og áræði til að beijast fyrir réttu lausnunum. Börnin okkar eiga skilið að fá það besta, þeirra er framtíð þjóðarinnar. Skólagjöld Til að koma saman fjárlögum að þessu sinni hefur ríkisstjórnin pfið afar sniðugan blekkingarvef. I sumar tóku ráðherrar saman óskalista hver úr sínu ráðuneyti eins og jafnan gerist við fjárlaga- gerð. Það óvenjulega var að leggja saman alla listana á þessu stigi og fá út ímyndaðan fjárlagahalla sem nam yfir 20 milljörðum. Síðan var með reglulegu millibili dælt yfir þjóðina fréttaefni um það að verið væri að takast á við vanda sem væri nær óyfirstíganlegur. Á meðan fór fram hin raunverulega vinna fram við gerð fjárlaganna þar sem strikað var yfir stóran hluta af óskaverkefnum ráðherr- Eggert Lárusson „Skólamál á íslandi eru að komast í vonlausa aðstöðu. Enginn árang- ur næst lengur með því að spila bara vörn.“ anna eins og alltaf er gert. Til þess að ná endum sæmilega saman var ýmsu laumað með enda hafði jarðvegurinn verið undirbúinn. Vandi ríkissjóðs var orðinn svo mikill að sögn þessara ráðamanna að sjúklingar og unglingar í skóla skyldu nú fá sérmeðferð við skatt- lagningu: Innritunargjald á sjúkrahúsum og skólagjöld. Birtar voru villandi tölur um núverandi nemendagjöld og jafnframt sagt að „skólagjöld" mættu ekki vera hærri en 250 milljónir. í öllu talna- ELLEN BETRIX er eitt af virtustu snyrti- vörufyrirtækjum Þýskalands. ELLEN BETRIX kappkostar að fylgjast vel með öllum nýjungum í sambandi við snyrtivöruiðnaðinn og efnafræðingar fyrirtækisins eru í stöðugu sambandi við hinar ýmsu þróunar- og rannsóknar- stofur heims. í snyrtivörum ELLEN BETRIX er því að finna allar nýjungar sem koma húðinni til góða, hvort sem þær heita -liposome-ceramides-collagen- eða hin ýmsu vítamín. í áratugi hefur ELLEN BETRIX kappkostað að framleiða hina vönduðustu vöru á viðráðan- legu verði og ásamt hinni þekktu þýsku vöruvöndun og gæðakröfum fyrirtækisins, hefur ELLEN BETRIX orðið eitt af leiðandi snyrtivörufyrirtækjum Þýskalands. ELLEN BETRIX framleiðir m.a.: ANTI AGE LINE EXCLUSIVE LINE PURE & NATURAL LINE SENSITIVE LINE BIO MOIST LINE VITA BALANCE LINE CLEAR FACE LINE fyrir eldri húð fyrir kröfuharða húð fyrir ofnæmis húð fyrir viðkvæma húð fyrir þurra húð fyrir blandaða húð fyrir óhreina húð Auk þess: Make up línur - bað og body línur - naglasnyrtivörur - varaliti - mascara - blýanta - o.m.fl. Látið fagfólk í eftirtöldum verslunum leiðbeina yður: ' Clara, Kringlu, Laugavegi og Austurstræti - Snyrtivöruversl., Glæsibæ - Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76 - Holts Apótek - Gullbrá, Nóatúni - Hygea, Austurstræti - Soffía, Hlemmtorgi - Andorra, Hafnarfirði - Apótek Keflavíkur - Apótek Akureyrar - Hilma Húsavík - Ninja, Vestmannaeyjum - Snyrtihúsið, Selfossi - Ósk, Akranesi. ruglinu leit út eins og ríkisstjórn- in, sem var að koma með nýjar álögur, væri að lækka gjöld á nem- endur skólanna. Síðan upphófust deilur og kattarþvottur um það hvort þessar skatttekjur ríkissjóðs ættu að vera í fjárlögum og koma fram í ríkisreikningi eða ekki. Eins og slík bókhaldsatriði skipti ein- hveiju máli fyrir þann sem þarf að greiða? Aðalatriði málsins — misrétti til náms — hvarf næstum. Nám í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi er nú þegar mjög kostnaðarsamt fyrir nemendur. Sá kostnaður er svo mikill fyrir suma að þeir verða að hrökklast frá námi eða stunda það í hjáverkum. Vörn fyrir móðurmálið? Síðan gekk ráðherrann að ein- um af menntaskólum landsins og ógilti námskrá skólans sem forveri hans hafði samþykkt og starfs- menn voru farnir að vinna eftir. Taldi hann að námsskráin væri tilræði við móðurmálskennslu í skólanum. Bar hann fyrir sig álit kennslumálanefndar Háskóla Is- lands. Hver er maður að meiri að hlusta á góð ráð og fara eftir þeim. En hve góð voru þessi ráð? Var álit vísindamannanna við Háskól- ann byggt á vísindalegum niður- stöðum. Nei, þeim bara „fannst“ að stúdentar við háskólann þyrftu að vera betur að sér í íslensku en þeir væru sumir hveijir. Hvers vegna að taka mark á þessari ráð- gjöf? Hvers vegna hundsar ráðher- rann ráðleggingar þeirra fjöl- mörgu sem Rann hefur rætt við síðan hann tók við starfi en fer að þessum ráðum? Þeir svari því sem kunna að þræða refilstigu hugsanagangs atvinnustjórnmála- mannsins. Hvað næst? Það er von að spurt sé. Þessi þijú dæmi sem hér hafa verið til- tekin virðast lýsa einhverri varnar- áráttu menntamálaráðherra, Hann vill veijast meintum kennaraskorti eftir 3 ár, hann telur sig vera að veija móðurmálið og hann er að veija skólana gegn fátækum nem- endum. Skólamál á íslandi eru að komast í vonlausa aðstöðu. Enginn árangur næst lengur með því að spila bara vörn. Þjóðin þarfnast þess meir en nokkru sinni að fá menntamálaráðherra sem vill sækja fram fyrir hönd skólanna og nemenda þjóðinni til heilla í framtíðinni. Framtíð hverrar þjóð- ar verður nú á dögum til í skóíun- um. Höfundur er formaður Hins íslenska kennarafélags. Verkalýðsfélag Húsavíkur: Skattur á fjármagns- tekjur og fleiri skattþrep MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi frá Verkalýðsfé- lagi Húsavíkur: „Almennur fundur í Verkalýðs- félagi Húsavíkur, haldinn 12. sept- ember 1991, lýsir yfir áhyggjum sínum af þeim hugmyndum sem fram hafa komið í yfirstandandi íjárlagagerð, um niðurskurð og- auknar álögur á sjúklinga, aldr- aða, öryrkja og skólafólk. Ef slíkar hugmyndir ná fram að ganga er verið að velta vandanum yfir á þá þjóðfélagshópa, sem síst skyldi. Um leið og fundurinn vill taka undir ályktun framkvæmdastjórn- ar Verkamannasambands íslands frá 8. september sl. þá bendir hann á að eðlilegra og sanngjarn- ara sé, að mæta vanda ríkissjóðs með því að leggja skatta á fjár- magnstekjur og taka upp eitt eða fleiri skattaþrep á háar tekjur. Fundurinn vill leggja áherslu á að höfuðkostir þess að búa á ís- landi hafa jafnan verið taldir að við hefðum gott og velbúið vel- ferðarkefi, sem væri opið fyrir alla og hér væri stétaskipting minni en víðast hvar annars staðar. Því vill funduririn vara við öllum hug- myndum um að gera sjúkrahús og skóla að forréttindum hinna efnameiri og auka hér á efnahags- legan ójöfnuð. Þó eflaust eigi bara að stíga lítil skref, þá er hafin þróun í ákveðna átt, sem enginn veit hvar endar. Fundurinn krefst þess að í kom- andi kjarasamningum verði megin áhersla lögð á lífskjarajöfnun og hækkun lægstu kauptaxta, þannig að enginn kauptaxti verði undir skattleysismörkum. Það er ekki veijandi að greiða fullfrísku fólki laun, sem eru svo lág að það sé ekki talið fært um að leggja neitt að mörkum til sameiginlegra þarfa. Slíkt er ekki einungis óréttl- átt, heldur beinlínis niðurlægjandi. Jafnramt krefst fundurinn þess að vextir verði lækkaðir og það verði gert með lögum ef með þarf. Núverandi vaxtaokur, sem er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar út- gáfu húsbréfa, ásamt fákeppnis- aðstöðu á fjármagnsmarkaði, er með öllu óþolandi. Verði þessari stefnu fram haldið munu sífellt fleiri heimili og fyrirtæki komast í þrot. Þetta á ekki síst við um mörg fyrirtæki í sjávarútvegi, und- irstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, en þau eru jafnframt undirstaða byggðar út umlandið. Þá telur fundurinn óveijandi að viðhalda verðtryggingu á fjármagni á sama tíma og kaupgjald nýtur ekki slíkra tiygginga. Því krefst fund- urinn þess að horfið verði frá verð- tryggingu fjárskuldbindinga eins fljótt og nokkur kostur er.“ Nýr augnlæknir Hef opnað nýja augnlækningastofu á Laugavegi 24, Reykjavík. Tímapantanir í síma 91-629733. Gunnar Ás Vilhjálmsson, læknir. Sérgrein: Augnlækningar. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? * Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? + Vilt þú lesa meira af fagurþókmenntum? * Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 18. september. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja félaga sina til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN 10 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.