Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Óbreytt verð í þrjú ár! Hækkar 15. október. Myndatökur frá kr. 7.500,00 innifalið 6 myndir 9x12 cm og 2 stækkanir 20 x 25 cm. Ljósmyndastofumar: Bama og fjölskylduljósmyndir Armúla 38 sími 6-77-6-44 Ljósmyndastofan Mynd Hafnarfirði sími 5-42-07 Ljósmyndatofa Kópavogs sími 4-30-20 ÓSLITIÐ EFNI ALLAN SÓLARHRINGINN Fréttir, íþróttir, framhaldsþættir, fræðslumyndir, getrauna- og leikjaþættir, barnaefni, bíómyndir, heilsurækt, matreiðsla, náttúrulífsmyndir, „sápuóperur", tónlistarmyndbönd ofl. ofl. HEILDARLAUSN á móttöku gervihnattasendinga Heimilistæki hf. hefur hafið sölu á nýju kerfi sem heitir 7V 2000 til móttöku á gervihnaftasendingum, fyrir einstaklinga, fjölbýli, hótel og stofnanir. IrtVwwww traustur búnaöur fyrir íslenskar aöstæöur. #1iVWWWW leitaðu upplýsinga hjá okkur um gervihnatta- sjónvarp - við vitum allt um málið. —■ Heimilistæki hf — |. | Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 ezmmmmmm WHHKKM (/foe*m,$ueáyia/t£e^ósaMHýyuM, HHBHi „Þetta kemur okk- ur ekkert við“ eftir Lárus H. Blöndal Inngangur I mars sl. og nú í sumar varð vart við jarðskjálfta í Hveragerði og nágrenni. Við íslendingar og þá sérstaklega Hvergerðingar og ná- grannar vorum óþyrmilega minntir á þessa ógn náttúruaflanna. í tímans rás höfum við aðlagað okkur að beiska hlutanum í mikilli fjöl- breytni móður náttúru s.s. jarð- skjálftum, eldgosum, fárviðrum og snjóflóðum. Þrátt fyrir það blundar með mörgum okkar sá möguleiki að náttúruhamfarir séu á næsta leiti, eins og kom fram í svari eins viðmælanda fréttamanns i Hvera- gerði: „Eg hélt að hinn stóri væri kominn." Fólk, sem á einn eða ann- an hátt er minnt á mögulegar hætt- ur, er gjarnan meira á varðbergi gagnvart þeim. Það gerir þá e.t.v. einhverjar fyrirbyggjandi ráðstaf- anir, hugleiðir viðbrögð sín og ann- arra við hugsanlegum válegum at- burðum og tekur meira mark á við- vörunum um hættur. Rannsóknir sýna, að vissir félagslegir og sál- fræðilegir þættir geta hindrað fólk í að bregðast við válegum atburðum á rökrænan og skynsaman hátt. Hér á eftir verður fjallað um þrjá slíka þætti, þ.e. félagslegar aðstæð- ur, viðb'rögð við miklu álagi og ákveðinn þankagang. Skoðum fyrst þann síðastnefnda nánar. Hvernig hugsum við? Fólk virðist oft hagnýta sér eins konar „vitrænan sparnað", þ.e. hafi það t.d. myndað sér ákveðna skoðun á einhveiju er tilhneiging til að halda í hana. Og ekki bara það. Sterkrar tilhneigingar gætir til að vega og meta allar nýjar viðeigandi upplýsingar á þann hátt að þær falli að tiltekinni skoðun. Þetta er gjaman skoðað í ljósi þess hversu ógnvekjandi það getur verið að lifa við óvissu og óöryggi. Óljósar upp- lýsingar varðandi mat á áhættu eru t.d. þekktur streituvaldur. Til að komast hjá óvissunni grípur fólk iðulega til lausna, sem það þekkir og er öruggt með, þrátt fyrir að þær geti verið óskynsamlegar og haft afdrifaríkar afleiðingar. Þá hafa aðstæður sem framkalla mikla streitu augljós áhrif á hugsanagetu fólks. Hæfnin til þess að meðtaka, vinna úr og meta upplýsingar skerð- ist. Hugsunin verður gjarnan ósveigjanlegri og það dregur úr getu einstaklingsins til að leysa vandamál og að átta sig á því hvað máli skiptir. Annað sem getur haft áhrif á áhættumat er að treysta um of eigin mati á yfírvofandi hættu. Lárus H. Blöndal „ Annað sem getur haft áhrif á áhættumat er að treysta um of eigin mati á yfirvofandi hættu. Slíkt virðist vera býsna algengt, og eru sérfræðingar þar ekki undanskildir. Oft ger- um við okkur einfald- lega ekki grein fyrir því, hversu lítið við vit- um.“ Slíkt virðist vera býsna algengt, og eru sérfræðingar þar ekki undan- skildir. Oft gerum við okkur einfald- lega ekki grein fyrir því, hversu lít- ið við vitum. Erfitt getur því orðið að átta sig á því hve miklar upplýs- ingar þarf til að geta metið sem best aðsteðjandi vanda. Það er jú forsenda markvissra viðbragða. Viðbrögð við miklu álagi Viðbrögð okkar við mjög miklu álagi, s.s. náttúruhamförum, má til einföldunar skipta í of lítil eða of mikil viðbrögð. Umfjöllun fjölmiðla hefur því miður m.a. skapað þá mynd að ofsahræðsla sé mjög al- geng viðbrögð fólks við vá. í einni rannsókn kom t.d. í Ijós, að átta af hveijum tíu héldu að ofsa- hræðsla væri aðalvandamálið við náttúruhamfarir og stórslys. Slíkt er ekki tilfellið. Fólk heldur yfirleitt ró sinni og bregst skynsamlega við. Ofsahræðsla brýst út helst við að- stæður, þar sem fólk upplifír veru- lega lífshættu og þarf að beijast um mögulegar útgönguleiðir, sem eru um það bil að lokast. Þá getur mikil óvissa um yfirvofandi hættu og hvernig hún kunni að þróast ýtt undir of mikið viðbrögð. Sama gild- ir ef upplýsingar eru óljósar og mótsagnakenndar t.d. um umfang hamfaranna eða hvernig bregðast skuli við hættunni. Of lítil viðbrögð geta verið fólgin í afneitun á yfirvofandi hættu eða hættu sem í raun er til staðar. Hver þekkir ekki viðbrögð eins og „þetta er ekkert alvarlegt", „það gerist ekkert hérna“ eða „þetta kemur okkur ekkert við?“ Vegna þessa er m.a. ekki tekið-mark á viðvörunum sem gefnar eru og beð- ið er alveg þangað til ljóst er að hætta er á ferðum. Sumir halda kyrru fyrir á hættusvæðunum, þrátt fyrir að hættan sé augljós. Stérkrar tilhneigingar gætir sem sagt til að afneita eða vanmeta mögulega ógn af náttúruhamförum eða slysum. Gildir það bæði fyrir einstaídinga og stærri hópa eða samfélagsheild- ir. Slík tilhneiging getur hindrað nægilegan undirbúning og viðbún- að. Félagslegar aöstæður Þá eru viðbrögð við válegum at- burðum m.a. háðar félagslegum aðgerðum, t.a.m. hvernig nágrann- ar, vinir og fjölskyldan bregðast við. Ákvörðun um brottflutning af slysstað er t.d. iðulega tekin sam- eiginlega af slíkum hópum. Aðvör- un um vá fyrir dyrum kallar á veru- leg viðbrögð ef hún er styrkt félags- lega. Upplýsingar frá fjölmiðlum um náttúruhamfarir fá oft merk- ingu og öðlast rhikilvægi í samtölum og samskiptum fólks. Fjölskyldan hefur mikla þörf fyrir að sameinast við válega atburði. Fólk bíður oft með aðgerðir s.s. brottflutning af hættusvæði, þar til talið er að öryggi allra fjölskyldumeðlimanna sé staðfest. Það fer jafnvel aftur inn á hættusvæðið, ef óvissa ríkir um einn eða fleiri fjölskyldumeðlimi. Mikilvægi undirbúnings Sterk tengsl eru á milli góðrar þjálfunar í því hvernig bregðast skal við vá og skynsamlegra við- bragða í válegum aðstæðum. Lítil þekking, reynsla og undirbúningur eykur möguleikana á því að við grípum t.d. til hegðunar sem við þekkjum — án tillits til þess hvort hún sé skynsamleg eða ekki. Þá er lítt undirbúnu fólki hættara við að láta undan stjóm annarra þegar válegir atburðir eiga sér stað. Við slíkar aðstæður getur nánast hver sem er orðið stjórnandi. Sé hann hæfur er það til góðs. Afleiðingarn- ar geta aftur á móti orðið hörmuleg- ar, ef stjórnandinn er vanhæfur. Okkar eigin undirbúningur Lítum okkur nær. Hvað með okkar eigin undirbúning gagnvart náttúruhamförum, slysum eða óhöppum utan heimilis eða í heima- húsum? Vitum við t.d. að á síðum 966 til 976 í símaskránni eru grein- argóðar leiðbeiningar Almanna- varna ríkisins um viðbrögð við vá? Höfum við gert einhveijar ráðstaf- anir á eða við heimili okkar, t.d. varðandi bruna, rafmagn, geymslu lylja eða yfirbreiðslu yfír heita potta eða ker? Að sjálfsögðu getum við ekki stöðugt verið að hugsa um allar mögulegar hættur í umhverfí okkar. Við gemm þá sennilega ekk- ert annað. Staðreyndin er hins veg- ar sú að tiltölulega lítinn tíma þarf til að gera tilhlýðilegar ráðstafanir um mögulegar hættur. Það getur skipt sköpum — er það ekki næg ástæða? Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 5.000" á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Verðiö miðast við skuldabréf lil tvcggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 ► > i | í \ \ j Höfundur er sálfræðingur og starfnr sj&lfstætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.