Morgunblaðið - 17.09.1991, Page 18

Morgunblaðið - 17.09.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Sægreifar verða að aðlaga sig að raunveruleikanum eftir Svein Rúnar Valgeirsson Er sú stund runnin aftur upp, að atvinnurekendur séu komnir í þá aðstöðu að geta sagt við sína launa- menn: „Ef þú gerir ekki eins og ég vil, þá skalt þú bara hypja þig, án þess að það sé tekið tillit til gildandi samninga"? Hér áður fyrr höfðu atvinnurek- endur þetta vald, en það er iiðin tíð og ég skora á launafólk til sjós og lands að bregðast hart við, ef ein- hver viðleitni er höfð í frammi til að endurvekja þann draug. Því miður hafa nokkrir útgerðar- menn sýnt tilburði í þessa átt og einn þeirra látið til skarar skríða. En ekki er gengið hreint til verks, heldur eru menn beittir þrýstingi á marga vegu. T.d. með því að segja mönnum upp á fölskum forsendum eða mönnum er boðið að taka sér frí á meðan úterðarmaðurinn fær sér ódýrara vinnuafl og þá í leiðinni veit viðkomandi að hann hefur orðið af starfmu, ef hann lætur ekki til leiðast. Ekki er við þá sjómenn að sak- ast, sem hafa gengist undir þá nauðasamninga að kaupa kvóta með útgerðinn. Einstakir skipveijar eða skips- hafnir hafa ekki alltaf þá aðstöðu að standa upp í hárinu á útgerðar- manni sínum, enda ekki til þess ætlast. Sjómenn eiga að snúa sér til síns stéttarfélags með öll svona mál. Síðan er það stjórnar viðkom- andi stéttarfélags að ákveða aðgerð- ir og í framhaldi af því getur reynt á samtakamátt sjómanna. Ég skora því á alla þá sjómenn sem hafa látið til leiðast að kaupa kvóta með útgerðinni, að gera sér grein fyrir alvöru þessa máls og snúa sér til síns stéttarfélags. Ábyrgð ykkar er mikil. Ef ekki verður tekið strax á þessu máli og það látið kyrrt liggja, eruð þið að brjóta niður og eyðileggja öll þau réttindi og þá samninga sem ykkar stéttarfélög hafa náð með áralangri „Ég skora því á alla þá sjómenn sem hafa látið til leiðast að kaupp. kvóta með útgerðinni, að gera sér grein fyrir alvöru þessa máls og snúa sér til síns stéttar- félags.“ baráttu og ósérhlífni, sem kostað hefur t.d. mörg verkföll og ýmiskon- ar harðræði sem svo langri vinnu- stöðvun gjarnan fylgir. Það yrði of langt mál að telja upp allt sem áunnist hefur, en ég get þó ekki látið hjá líða að minna á t.d. ákvæði 'um uppsagnarfrest, Vökulögin, ákvæði um frídaga, rétt- indi er slys eða veikindi ber að, ákvæði um uppgjör og kauptrygg- ingu, hafnarfrí og svona mætti lengi telja. Félagar, í sama hvaða stéttarfé- lagi þið eruð! Látið af þessari ósvinnu og snúið ykkur til stéttarfélags. Sveinn Rúnar Valgeirsson Höidum áfram að styrkja og standa vörð um rétt okkar til vinnu og mannsæmandi lífskjara. Látið ekki blekkingarhjal útgerðarmanna villa ykkur sýn. Helstu rökin sem ég hef heyrt fyrir þátttöku sjómanna í þessum kvótakaupum eru þau að ef ekki er um þátttöku að ræða verði skipinu lagt. En hvers vegna? Það er vegna þess að kvóti sá sem falur er, er svo dýr að útgerðin hef- ur ekki efni á að kaupa hann, án þátttöku áhafnar. Sjómenn! Leyfum þeim að stoppa skipin. Ef enginn hefur efni á að kaupa kvóta „þá verður heldur eng- inn kvóti seldur“. Sem þýðir að kvótasölumenn (sægreifar) verða að aðlaga sig að raunveruleikanum og lækka verðið til samræmis við mark- aðinn ef þeir ætla að selja! Sjómenn! Við þurfum að efla stétt- ai-vitund okkar og standa saman ef skipveijar eða skipveiji verður af plássi vegna þess að þeir vilja ekki taka aukinn þátt í rekstri útgerðar- innar, umfram umsamda kostnaðar- hlutdeild. Skora ég á alla sjómenn að taka sér til fyrirmyndar sjómennina á Akureyri og á Austfjörðum, sem svo tryggilega stóðu saman við ákvörðun á fiskverði sl. vetur. Sjáum til þess að það fari enginn sjómaður í þau skipsrúm sem menn hafa verið rekn- ir úr vegna þessara hluta. Sem fyrrverandi formaður í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Verð- andi vil ég benda á að margir forver- ar okkar, sér í lagi í S/s Verðandi og Utvegsbændafélagi Vestmanna- eyja hafa í gegnum tíðina verið for- göngumenn ýmissa góðra. mála, sjó- mönnum og aðstandendum þeirra til handa. Setjum ekki ljótan blett á minn- ingu og verk þessara góðu manna, með því að vera forgöngumenn í því að bijóta niður réttindi launamanna til að fara eftir löglegum kjarasamn- ingum sinna stéttarfélaga. Höfundur er stýrimaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. CB FORHITARAR MIÐSTÓÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Hagkvæmt heilbrigðiskerfi eftirÁrnaM. Mathiesen Undanfama daga hefur farið fram mikil umræða um heilbrigðis- kerfi þjóðarinnar og hugmyndir heil- brigðisráðuneytisins um sparnað og hagræðingu í rekstri þess. Umræðan hefur snúist um niðurskurð á ein- stökum stofnunum og afstöðu ein- stakra manna og hópa til þessa. Það er mjög miður að umræðan skuli einungis hafa fjallað um málið á þennan hátt, en ástæðan er einföld — umræðan verður betra fjölmiðla- efni ef þessi hliðin snýr upp. Vandinn í ríkisfjármálunum Rót þessarar umræðu er vandinn í ríkisfjármálunum og rekstri heil- brigðiskerfisins. Þessi vandi er svo mikill að hann krefst þess að á hon- um sé tekið og því er frekari um- ræða þar sem litið er til heildarinnar fremur en einstakra stofnana bráð- nauðsynleg. Heilbrigðis- og trygginganefnd Sjálfstæðisflokksins hefur á undan- förnum árum unnið mikið og gott starf. Niðurstöður þessa starfs má sjá í ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðis- og tryggingamál. Þar koma fram tillögur um rekstur heilbrigðiskerfis- ins til aukinnar hagræðingar og spamaðar. Tillögur Sjálfstæðisflokksins í ályktun landsfundarins er lagt til að breyta þvi heilbrigðiskerfi sem við nú rekum og þróast nú í átt til sífellt meiri miðstýringar. Lagt er til að það skuli gert m.a. með því að greina á milli ábyrgðar á greiðsl- um fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu og ábyrgðar á rekstri þeirra stofn- ana sem þjónustuna veita án þess að minnka þjónustuna eða á nokk- um hátt að draga úr öryggi þegn- anna sem hið opinbera tryggir. Þetta verði gert með því að koma á fót .sjúkrasamlögum (mun stærri en áð- ur þekktust) sem hafi rekstrarlegt sjálfstæði og ábyrgist greiðslur fyrir skilgreinda þjónustu óháð afkomu ríkissjóðs hveiju sinni. Sjúkrasam- lögin eigi síðan viðskipti við þær rekstrarlega sjálfstæðu stofnanir sem besta og hagkvæmasta heil- brigðisþjónustu geta boðið á hveijum tíma. Ahrif breytinganna Þessar breytingar munu auka ábyrgð og sjálfstæði þeirra sem „En þessi stefna Sjálf- stæðisflokksins er þvert á þá stefnu að auka miðstýringu og fækka heilbrigðisstofn- unum þar sem aðgerðir eru framkvæmdar, þannig að þær séu nær einungis framkvæmdar á ríkisspítölum í Reykjavík.“ stjórna heilbrigðisstofnunum, auka fjölbreytni í rekstrarformum, auka samstarf og sérhæfingu stofnana og þar með auka hagkvæmni og sparn- að í rekstri. Þessar breytingar munu styrkja heilbrigðiskerfið og auka þannig öryggi þegnanna. En þessi stefna Sjálfstæðisflokksins er þvert á þá stefnu að auka miðstýringu og fækka heilbrigðisstofnunum þar sem aðgerðir eru framkvæmdar, þannig að þær séu nær einungis fram- kvæmdar á ríkisspítölum í Reykjavík. Ef þessi þróun til mið- stýringar og samþjöppunar heldur Árni M. Mathiesen áfram mun það torvelda og jafvel koma í veg fyrir að stefna og hug- myndir Sjálfstæðisflokksins nái fram að ganga til hagsbóta fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðina. Höfundur er 3. þingmaður Reykjaneskjördæmis. V etr artímimi hjá SJÓVÁ-ALMENNUM er frá níu til fímm Haustið er komið og veturinn nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfir í vetrarafgreiðslutíma sem er frá klukkan níu til fimm. Vetrartíminn gildir frá 15. september til 1. maí. SJ OVADHnALM E N N AR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.