Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 21 heilbrigðiskerfi sé rétta leiðin til tekjujöfnunar eða hvort unnt sé að fínna hagkvæmari leiðir. Niður- greiðslur hvort heldur er á menntun eða heilbrigðisþjónustu nýtist bæði þeim tekjulægri og þeim efnameiri. I mörgum tilvikum eru hinir efn- ameiri í betri aðstöðu til þess að nýta sér niðurgreidda þjónustu rík- isins. Það er vegna þess að þjón- ustugjöldin eru oftast aðeins brot af heildarkostnaði við að nýta sér þjónustu. Foreldri utan af landi sem fer með barn sitt til lækninga í Reykjavík þarf að greiða ferðir, uppihald og verður fýrir vinnutapi sem oft fæst ekki bætt. Oft má finna það út að niður- greiðsla á þjónustu sé alls ekki hagkvæm leið til tekjujöfnunar en samt er erfitt að hverfa frá henni. Ef allir unglingar á framhaldsskóla- aldri fengju t.d. árlega peninga- greiðslu frá ríkinu jafnháa þeirri upphæð sem kostar að veita þeim menntun yfir veturinn og samhliða væri þjónustan ekki að neinu leyti niðurgreidd er næsta víst að ein- ungis hluti unglinganna myndi fara í skóla. Hinir myndu nota pening- ana í hluti sem þeir teldu þarfari en skólanám. Einhveijir myndu jafnvel skila bróðurpartinum aftur til ríkisins með viðskiptum við ákveðna einkasölu á vegum þess. Að sjálfsögðu vill enginn taka upp svona fyrirkomulag vegna þess að tekjujöfnunin verður að vera skilyrt við það að viðkomandi fari í skóla. Það breytir hins vegar ekki vanda- málinu við að of stórtækar niður- greiðslur á þjónustu leiða til sóunar. Ofgaleysi nauðsynlegt Hér að framan hefur verið reynt að skýra eðli og tilgang gjalda fyr- ir þjónustu sem niðurgreidd er og oft veitt af hinu opinbera. Nauðsyn- legt er að umræða um þessi mál sé öfgalaus því engum er greiði gerður með því að sóun eigi sér stað. Mikið liggur líka við að tekju- jöfnun sé markviss ekki síst á þeim stöðnunartímum sem nú þjaka at- vinnulíf okkar. Of miklar niðurgreiðslur á opin- berri þjónustu þjóna engum öðrum tilgangi en þeim að rýra getu sam- félagsins til þess að halda uppi al- mennri velferð á erfiðum tímum. Höfundur er alþingismaður. ALLT fyrirGLUGGANN úrvai, gæði, þjónusta Rúllugluggatjöld sérsniöin fyrir hvern glugga eftir máli. Margar geröir af dúk í mörgum litum. Sendum í póstkröfu um land allt Einkaumboð á íslandi Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870-688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 IjGrænt Grænt númer: 99-6770 \ / Tannrétting-afélag- Islands: Hafnar ósanngjömum aðg-erðum yfirvalda Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi frá félögum í Tannréttinga- félagi íslands: Vegna villandi frétta í fjölmiðlum vill Tannréttingafélag íslands (TRÍ) vekja athygli á eftirfarandi: Heilbrigðisyfirvöld hófu aðgerðir til að létta af sér kostnaði vegna tannréttinga í árslok 1989. Fyrsta skref ráðuneytisins var byggt á rang- færslum og misskilningi, en því mrð- ur var ábendingum okkar um það efni enginn gaumur gefinn. Tannlæknum var ætlað að úr- skurða hverjir af viðskiptavinum þeirra tækju á sig þann kostnað sem sjúkratryggingar greiddu áð_ur, en TRÍ og Tannlæknafélag íslands (TFÍ) hafa staðið fast á því frá upp- hafi að það skuli vera hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að ákvarða hveijir hljóti endurgreiðslu og hversu mikla. Starfsmenn TR gerðu sér einnig grein fyrir annmörk- um flokkunarinnar og hafa heldur ekki viljað taka hana að sér. Trygg- ingaráð greip þá til þess ráðs í jan- úar 1990 að stöðva endurgreiðslur vegna allra nýrra tannréttingaað- gerða og þannig standa málin enn. Ennfremur var gefin út ný reglugerð sem batt að mestu enda á endur- greiðslur á ferðakostnaði vegna tannréttinga. Samninganefndir hafa nokkrum sinnum á síðastliðnum tuttugu mán- uðum komist nálægT því að ná ár- angri og talsmenn TR hafa lýst því yfir í fjölmiðlum, t.d. eftir samninga TR og TFÍ í mars 1991, að málið væri leyst og að flokkun yrði í hönd- um Tr. Jafnoft hefur komið í ljós að starfsmenn TR standa á kröfu sinni um að fá flokkunarplaggið fullunnið í sínar hendur, en iáta sér hvorki nægja sérfræðilega greiningu á tann- skekkjunni, né öll önnur sjúkragögn sem standa til boða. Yfirvöld eru í sparnaðarham þessa dagana og síðustu yfiriýsingar form- anns Tryggingaráðs benda til þess að þau hyggist ná fram sparnaðará- formum sínum, m.a. með því að tak- marka endurgreiðslur vegna tann- réttinga til frambúðar við alvarle- gustu tilvik, svo sem klofinn góm og mikla tannvöntun. Þeir sem þurfa á tannréttingu að halda af öðrum ástæðum geta samkvæmt því ekki gert sér vonir um að endurgreiðslur hefjist að nýju. Allir félagar í Tannréttingafélagi íslands hafna því að taka þátt í þess- um ófaglegu og ósanngjörnu aðgerð- um yfirvalda. Við teljum okkur hvorki siðferðilega né faglega sæm- andi að mismuna sjúklingum okkar með þessum hætti og hörmum að valdhafarnir nota þá afstöðu okkar sem tylliástæðu til að hætta endur- greiðslum vegna tannréttinga. Árni Þórðarson, Gísli Vil- hjálmsson, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Einarsson, Ketill Högna- son, Margrét Rósa Grímsdóttir, Ólafur Björgúlfsson, Ólöf Helga Brekkan, Pétur H. Ól- afsson, Ragnar M. Traustason, Sæmundur Pálsson, Teitur Jónsson og Þórður Eydal Magnússon. KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500 ÞAD ER ERFITT AD DRÚA BILIÐ ÞEGJIR HEILSAN BILAH Veist þú hvað bíður þín fjárhagslega ef þú slasast eða veikist? Kynntu þér málið! Afkomutrygging Sjóvá-Almennra tryggir fjárhagstöðu þína ef starfsorkan skerðist af völdum slyss eða veikinda. Þar sem velferðarkerfinu sleppir taka Sjóvá-Almennar við. * ^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.