Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Meðferð Ávöxtunarmálsins hafin í sakadómi: Pétur Björnsson rengir ekki tölur og framsetn- ingu sakargifta í ákæru YFIRHEYRSLUR hófust í Ávöxtunarmálinu í sakadómi Reykjavíkur í gær, með því að Pétur Björnsson, fyrrverandi meðeigandi Ávöxtunar sf. og verðbréfamiðlari, var yfirheyrður um efni ákærunnar sem tekur til meintra brota á lögum um sparisjóði, viðskiptabanka, verðbréfamiðl- un, bókhald, hlutafélög, verðlag samkeppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti og almennum hegningarlögum. Þau brot sem Pétri, ýmist einum eða með öðrum ákæru, Ármanni Reynissyni, Reyni Ragnarssyni og Hrafni Bachmann, eru gefin að sök varða hundruð milljón króna hagsmuni og í yfirheryslunum véfengdi hann ekki þá útreikninga sem settir eru fram í ákærunni, kvaðst telja tölur réttar enda teknar úr bókhaldi félagsins og sagðist í svari við einni spurningu ekki hafa les- ið ákæruna með það fyrir augum að véfengja hana. Pétur neitaði ásök- unum um að óeðlilega hefði verið staðið að reikningsskilum Ávöxtunar sf og Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf og sagði meðal annars að niður- staða skipta í þrotabúi Ávöxtunar sf - þar sem eignir reyndust, að sögn Atla Gíslasonar hrl, sækjanda málsins, 10-35 milljónir króna en ekki 139 milljónir króna eins og greint var frá í reikningsskilum - skýrðist meðal annars af þeirri keðjuverkun gjaldþrota sem orðið hefði í tengslum við það að Ávöxtun komst í þrot. Pétur játaði að hafa til- kynnt hlutafélagaskrá um 11,1 milljón króna innorgun hlutafjár í Brauð- gerð Suðurnesja þegar ekkert hlutafé hafði verið innborgað og að hafa selt, í ógáti, lausafé sem Kjötmiðstöðin hafði á kaupleigu. í ákærunni er þeim Pétri og Ár- manni gefið að sök að hafa sameigin- lega aflað félaginu fjár frá stofnun 1983 til 16. desember 1986 með þvi að taka við fé frá almenningi til ávöxtunar með útlánum og geymslu. Hafi innlánin í september 1986 num- ið ekki undir 55 milljóum króna og með þessari starfsemi hafi verið brot- ið gegn lögum um sparisjóði og við- skiptabanka. í september 1986 hafí Pétri verið veitt leyfi til verðbréfam- iðlunar en Ávöxtun hafi áfram verið rekin í óbreyttu formi og eftir það og til ágústmánaðar 1988 er starf- semin stöðvaðist, hafí verið gerðir til viðbótar 201 ávöxtunarsamningur„ um 49 milljónir króna án þess að þeir hafi uppfyllt þær skyldur verð- bréf amiðlara að halda þessu fé ásamt kröfum sem kaupa átti fyrir hvern einstakan viðskiptamann á sér- greindum reikningum heldur hafi þeir haft féð allt í einum sjóði. Mótnmælir ekki útreikningi í ákæru Við árslok hafi innlagnir á ólögleg- um ávöxtunarsamningum numið 81,5 milljónum króna. Pétur mót- mælti ekki þessari tölu fremur en öðrum útreikningum eða orðalagi í ákærunni en sagðist ekki hafa talið ávöxtunarsamningana ólöglega auk þess sem það hefði betur þjónað hagsmunum smærri viðskiptavina og komið í veg fyri mismunun að ávaxta féð í stærri sjóði þar annars hefði veltuhraði á reikningi þeirra minnk- að. I þessum kafla ákærunnar eru þeir Ármann Reynisson einnig taldir hafa lokkað almening með blekking- um til viðskipta við fyrirtæki sín með auglýsingum á árinu 1987 og til 1. september 1988, þar sem ávöxtun ávöxtunarbréfa Verðbréfasjóða Ávöxtunar sé kynnt með heilu eða broti úr prósenti og gengi þeirra sem fjórum aukastöfum, sem gefið hafi viðskíptamönnum ranglega til kynna að nákvæmir og traustir útreikning- ar byggju að baki. Sama gildi um ávöxtunarsamninga þar sem lofað hafí verið 12-15% raunávöxtun þegar ákærðu hafi ekki getað dulist að við það loforð gætu þeir ekki staðið. Atli Gíslason sækjandi spurði Pétur ítarlega út í hvaða útreikningar hefðu legið að baki auglýstu gengi ávöxtunarbréfanna en Pétur neitaði að hafa lokkað almenning til við- skipta með blekkingum. Auglýst hefði verið sú ávöxtun og það gengi sem þeir hefðu talið sig geta staðið við. Sækjandinn vísaði í samþykktir verðbréfasjóðsins um að reikna ætti út stöðu sjóðsins og gengi bréfanna daglega til að fá fram daglegar upp- lýsingar um nettóstöðu sjóðanna. Pétur Björnsson sagði að gengi hefði verið ákveðið daglega. Þótt ekki hefði verið farið að ákveðum samþykkt- anna hefði vérið unnið eftir aðferð sem miðað hefði í sömu átt. Tölur í auglýsingunum hefðu byggst á út- reikningum á bókaðri innistæðu í sjóðum félagsins en ekki uppgjöri á raunvirði eigna og skulda. Þótt ná- kvæmt bókhald hefði ekki legið fyrir á hverjum tíma hefði hann ekki þurft á því að halda til að vita hve mikið af kröfum sjóðurinn ætti. Ekkert mat lagt á tryggingar Spurt var út i hvernig háttað hefði verið mati á kröfum og tryggingum að baki þeim. Pétur Björnsson sagði að gert hefði verið ráð fyrir að allar kröfur yrðu greiddar og ekkert sjálf- stætt mat hefði nokkru sinni verið gert á raunvirði þeirra og greiðslu- getu skuldara. Sækjandi spurði hvort viðskiptavinir hefðu ekki mátt ætla að farið yrði eftir samþykktum sjóðs- ins við útreikning á genginu og sagð- ist Pétur þá ekki telja að viðskipta- vinir hefðu mikið verið með sam- þykktir félagsins fyrir augunum. Hann játaði því hins vegar að sam- þykktir félagsins hefðu verið látnar liggja frammi á skrifstofum Ávöxt- unar til að viðskiptavinir gætu kynnt sér þær. Þá sagði Pétur aðspurður að samþykkt stjórnar sjóðsins um mótum fastra starfsreglna til að meta verðmæti eigna í samráði við löggiltan endurskoðanda félagsins hefði ekki verið framkvæmd. Sækjandi rakti að_ 19. ágúst 1988, eftir að mál rekstur Ávöxtunar komst í hámæli, hefði Pétur gert ávöxtunar- samning við einstakling og lofað honum 18% ársávöxtun umfram verðbólgu og spurði hvort honum hefði ekki mátt vera ljóst ef hann hefði kannað kröfueígn Ávöxtunar og skoðað stöðu trygginga að hann væri að lofa upp í ermina á sér. Pétur sagði að það kynni að vera að á þeim tíma hefði mátt komast á þeirri niðurstöðu en hins vegar hefði þarna verið unnið að breytingum í því skyni að treysta stöðuna. Eignir 10 - 35 millj. en ekki 139 millj. í 2. kafla ákærunnar eru Pétur, Ármanh Reynisson og Reynir Ragn- arsson löggiltur endurskoðandi ákærðir fyrir hvernig þeir höguðu reikningsskilum fyrir Avöxtun sf árið 1987. Þeim er gefið að sök að hafa rangfært ársreikning Ávöstun- ar sf, sem var áritaður af endurskoð- andanum með því að ofmeta tekjur og eignir og leyna skuldastöðií Pét- urs og Ármanns og skyldra og ná- kominna aðila við félagið. Þá er ákært fyrir óreiðu í bókhaldi ásamt skorti á afstemmíngum. Þannig séu heildareignir tilfærðar á 139,2 millj- ónir en að áliti skiptastjóra sé verð- mæti þeirra áætlað 35 milljónir að því gefni að 25 milljón króna riftun- armál við skilanefnd Verðbréfasjóðs Ávöxtunar vinnist í Hæstarétti. Reikningasskilin hafí verið til þess falin að villa um fyrir Bankaeftirliti Seðlabanka og viðskiptamönnum fé- lagsins og almenningi. Rakin eru dæmi um samtals 65,9 milljón króna ofmat eigna félagsins í kröfum á fyrirtæki og einstaklinga sem þá voru eða urðu skömmu síðar gjald- þrota. Um er að ræða meðal annars Kjötmiuðstöðina, Hjört Níelsen hf og Hughönnun hf, sem Ármann og Pét- ur áttu að stærstum hluta, en tvö þau fyrstnefndu fengu rekstrarfé frá Ávöxtun inn á opinn viðskiptareikn- ing án þessa að tryggingar væru settar jafnóðum. Pétur Björnsson kvaðst ekki fall- ast á að hafa rangfært ársreikning Ávöxtunar af ásetningi en miðað við það sem síðar hefði komið í ljos mætti ef "tíl vill segja að tekjur og eignir hefðu reynst ofmetnar. Ársreikningurinn var fyrst og fremst skattframtal Atli Gíslason, sérlegur sækjandi í málinu, sagði að í samþykktum fé- lagsins væri kveðið á um hverm'g standa skyldi að gerð reikningsskila og spurði hvort Pétur teldi að reikn- ingsskil ársins 1987 hefðu verið í samræmi við samþykktir félagsins. Pétur kvaðst gera ráð fyrir því og sagði að ársreikningur Ávöxtunar hefði fyrst og fremst verið skatt- framtal, gert til að senda skattstof- unni. Sækjandi spurði hvort það rétt- lætti minni nákvæmni við gerð ars- reikningsins og hvort ef til vill hefði verið gerður annar óopinber árs- reikningur. Pétur neitaði því og sagði að í ársreikningnum hefðu átt að felast nákvæm reikningsskil. Sækjandinn sagði að í ársreikning- inum hefðu vextir verið reiknaðir á allar kröfur, án nokkurrar athugunar á þeim tryggingum sem að baki stæðu enda hefði svo farið að stærst- ur hluti þeirra hefði tapast. Pétur sagði að ákveðið hefði að reikna vexti á allar kröfur fyrirtækisins og hefði ekki verið talin þörf á að beita við það sérstakri varfærni. Þá hefðu all- ar skuldir borið vexti. Sækjandi sagði að með þessum vaxtareikningi hefði staða fyrirtæk- isins verið bætt um 26 milljónir króna og komið í veg fyrir að niðurstaðan yrði 30,7 milljón króna tap, en Pétur neitaði að það hefði verið tilgangur- inn. Sækjandi sagði af þessum 26 milljónum væru 12 beinlínis ofreikn- aðar vegna klaufalegrar villu. Gagn- rýni á ársreikninginn svaraði Pétur sagði að Ávöxtun hefði verið sam- eignarfélag sem ætlað hefði verið að standa undir öllum skuldbinding- um. Hins vegar væri erfitt þegar fyrir lægi hver niðurstaðan hefði orðið að standa gegn þeim sem segðu að sjá hefði mátt þetta og hitt fyrir. Þannig vildi hann ekki gera athuga- semdir við þau atriði ákærunnar þar sem segði að eignir væru ofmetnar enda byggðist það á niðurstöðu sem fengin væri eftir á, þegar allt það sem í kringum Ávöxtun var hefði verið hrunið til grunna. Gjaldþrota aðilar fengu fyrirgreiðslu Sækjandi spurði hvort eigendur Ávöxtunar hefðu keypt Lögbirting- arblaðið og lesið tilkynningar um gjaldþrot. Tilefni spurningarinnar væri að meðal þeirra sem Avöxtun hefði keypt af hæpnar kröfur væru kaupsýslumenn sem orðið hefðu marggjaldþrota ogað í ársreikningi hefði meðal annars verið talin með í ósundurliðuðum lista yfir útistand- andi eignir 365 þúsund króna krafa á fyrirtæki sem þá hafði verið í skipt- ameðferð í tvö ár. Opinberir aðilar báðu aldrei um viðbótarupplýsingar Sækjandi spurði Pétur hvort hann teldi að utanaðkomandi aðili gæti glöggvað sig á eignastöðu félagsins með því að lesa ársreikninginn, sem verið hefði markleysa ein. Pétur sagði að reikningurinn hefði ekki verið ætlaður utanaðkomandi. Hins vegar hefði hann verið sendur banka- Morgunblaðið/Þorkell Atli Gíslason hrl., sækjandi Ávöxtunarmálsins, gengur í dómsal í gær. eftirliti og skattstofu og þeim aðilum hefðu verið allar viðbótaruppiýsingar heimilar en aldrei hefði verið kallað eftir slíku. Pétur Björnsson sagðist aðspurður telja að farið hefði að halla undan fæti hjá Ávöxtun þegar komið var fram á árið 1988 er ljóst hefði orðið að væntingar sem gerðar hefðu verið til fjaffestinga stæðust ekki, einkum vegna hruns a'fasteignamarkaði. Þá hefði verið farið að huga að breyting- um og farið hefði verið í fyrirtækja- rekstur, svo sem með Ragnarsbakarí og Kjötmiðstöðina í því skyni að bæta stöðu þeirra og selja með hagn- aði. 40% eigna óinnheimtanlegar kröfur Um ársreikning Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf árið 1987 er ákært fyrir stórfellt ofmat tekna pg eigna og leynd yfir skuldastöðu Ármanns, Péturs og tendra. aðila við sjóðinn. Á efnahagsreikningi eru eignir taldar um 253 milljónir króna en að áliti skilanefndar eru 110,5 milljónir óinn- heimanlegar kröfur. Ekki hafi verið gætt viðurkenndra reikningsskílaað- ferða og reikningsskiin hafi verið til þess fallin að villa um fyrir Banka- eftrliti, viðskiptamönnum og almenn- ingi. Ýmsar stærstu kröfur hafi lítt eða ekki verið tryggðar og skuldar- arnir í veikri fjárhagstöðu enda brátt gjaldþrota og því segir í ákæru að hafi borið brýna nauðsyn til að meta verðmæti krafnanna einstaklings- bundið en það hafí ekki verið gert heldur talið nægja að leggja til hlið- ar til afskrifta allt of lágar fjárhæðir. Pétur Björnsson kvaðst telja að ársreikningurinn hefði verð samvisk- usamlega gerður og hann mótmælti því að nokkru hefði verið leynt. Hins vegar kvaðst hann ekki gagnrýna talnastærðir í ákæru og kvaðst að- spurður lítt þekkja til þess hvort brot- ið hefði verð gegn bókhalds- eða hlut- afélagalögum. Sækjandi sagði að í samþykktum félagsins væri óheimilt að lána meira til eins aðila en 5% sjóðsins og spurði hvort frávik þau sem til voru frá því hefðu verið gerð með samþykki stjórnar sjóðsins. Pét- ur sagði svo ekki vera og sagði einn- ig að stjórn sjóðsins hefði aldrei veitt heimild til að fyrirtæki í eigu hans eins og Kjötmiðstöðin fengju lán á opinn viðskiptareikning. Sækjandi vitnaði til bréfs Reynis Ragnarssonar löggilts endurskoð- anda til Ávöxtunar þar sem hann hefði sagt að viðskipti Ávöxtunar við Kjötmiðstöðina væru innlánsstarf- semi sem bryti gegn lögum og spurði hvers vegna þessari lánastarfsemi hefði verið haldið áfram eftir að þar var ljóst. Pétur sagði að þetta hefði ekki verið útlán rétt væri að ræða um heldur fyrirgreiðsla, svo sem kröfukaup. Hins vegar hefðu kröfur ekki skilað sér á móti eins og til stóð. Pétur sagði að engin vinna hefði við gerð reikningsskilanna verið lögð í að meta sjálfstætt raunvirði krafna - heldur - hefðu þær verið færðar til eignar úr bókhaldi. Hann hefði talið að kröfurnar mynu inheimtast að fullu þótt það kynni að kosta fyrir- höfn og vinnu í einhverjum tilvikum. 7,2 milljónir týndar Sigurður G. Guðjónsson hrl, verj- andi Reynis Ragnarssonar, yakti at- hygli Péturs á að skuld íslenskra matvæla í Hafnarfirði, sem Pétur átti 20% í, sem í ársreikningi sjððsins verið talin 9,7 milljónir, hefði reynst 2,5 milljónir króna. Pétur sagðist engar skýringar hafa á mismuninum. Iðnaðarbankinn hefði innheimt skuldina og greiðslan verið Iögð á ákveðinn hlaupareikning þar sem skráður hefði verið á nafn Péturs. Hann kvaðst enga skýringu hafa á hvers vegna þessar 7,2 milljónir hefðu ekki komið fram í bókhaldi sjóðsins en sagði að peningarnir hefðu ekki runnið til sín persónulega. Nánar er fjallað um fyrrgreindar 9,7 milljónir í einum kafla ákærunn- ar sem beinist að því hvernig Pétur einn hafi hagnýtt sér og fyrirtækjum sínum fé úr verðbréfasjóðum Ávöxt- unar en hann er talinn hafa notað verulegan hluta af fjármunum sjóð- anna í eigin þágu eða í þágu fyrir- tækja sem hann átti hlut í. Þannig hafi hann valdið þeim sem keypt höfðu hlutdeildarbréf í sjóðumim fjártjóni eða verulegri hættu á slíku tjóni. Spurningu um hvort hann hefði eitthvað við framsetningu ákærunn- ar að athuga sagðist Pétur jörnsson ekki hafa lesið ákæruna með það fyrir augum að véfengja það sem þar stæði. Fyrrgreind 9,7 milljóna skuld var í skilmálalausum peningalánum á opnum viðskiptareikningi auk þess sem keyptir höfðu verið reikningar íslenskra matvæla á þriðja aðila. Pétur sagðist ekki muna til að stjórn sjóðsins hefði veitt sér formíega heimild til þessara viðskipta. Hann var spurður hvers vegna hann hefði ekki tekið tryggingar frá íslenskum matvælum og sagði að sjálfur hefði hann haft vitneskju um stöðu is- lenskra matvæla og því vitað hver staða þess var. Hann hefði aldrei lánað óskyldum aðila þessa fjárhæð án þess að taka tryggingar. Alls er Pétur í þessum kafla ákær- unnar talinn hafa ráðstaðað 17,1 milljónum króna af fé verðbréfa- «jóðsins til eigin fyrirtækja og til að greiða fyrir persónuleg hlutafjárkaup í fyrirtækjum. Meðferð málsins^ verður haldið áfram í dag þegar Armann_ Reynis- son meðeigandi Péturs að Ávöxtun, verður yfirheyrður. Dómsformaður í Ávöxtunarmálinu er Pétur Guðgeirs- son sakadómari en meðdómendur hans eru löggiltu endurskoðendurnir Sigurður Stefánsson og Sigurður Pálsson. Verjandi Péturs Björnsonar er Skarphéðinn Þórisson hrl; verjandí Ármanns er Hilmar Ingimundarson hrl; verjandi Reynis Ragnarssonar er Sigurður G. Guðjónsson hrl og verjandi Hrafns Bachnann, sem á aðild að einum kafla ákærunnar, er - Jón Magnússon hrl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.