Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991
27
Landsbankí vinnur að breyt-
ingu á mati á veðhæfni eigna
ísafirði.
BANKASTJÓRN og bankaráð Landsbankans funduðu nýlega á ísafirði
og skoðuðu jafnframt nokkur stærstu viðskiptafyrirtæki hans á norð-
anvérðum Vestfjörðum. Að sögn formanns bankaráðs eru fiskvinnslu-
stöðvar hér mjög vel búnar og hér er rekinn mikill og blómlegur fisk-
iðnaður og því sé ekki óeðlilegt þótt bankinn láni verulegar upphæð-
ir hingað umfram innlán, en af 4,7 milljarða útlánum bankans á Vest-
fjörðum koma 1,7 milljarðar af innlánsreikningum Vestfirðinga.
Þessar upplýsingar komu fram á lánshæfni einstaklinga og fyrirtækja
blaðamannafundi sem bankastjórn
hélt, ásamt formanni bankaráðs,
Eyjólfí K. Sigurjónssyni.
Þar kom einnig fram að bankinn
er nú að breyta mati á veðhæfni
eigna úr ákveðnu hlutfalli af bruna-
bótamatsverði, sem er nálægt bygg-
ingarkostnaðarverði, í hlutfall af
markaðsverði eftir sjálfstæðu mati
bankans. Þessi breyting rýrir mjög
þar sem fasteignaverð er lágt eins
og víðast á Vestfjörðum, en er nauð-
synlegt að sögn bankastjóranna til
að tryggja hagsmuni bankans.
Landsbankinn er nú með 5 af-
greiðslustaði á Vestfjörðum, á
Isafirði, Bíldudal, Tálknafirði, Pat-
reksfirði og í Króksfjarðarnesi.
Króksfjarðarnes er þó ekki tekið inn
í samantekt bankans yfir starfsem-
ina á Vestfjörðum. Útibúið á ísafirði
er lang stærsti afgreiðslustaðurinn,
en á síðasta ári unnu þar 23 menn
og voru lánaðir út_3,8 milljarðar, en
innlán numu 1,3. Á seinasta ári var
einungis eitt útibú á Vestfjörðum
með hærri innlán en útlán, en það
var útibú Samyinnubankans á Pat-
.reksfirði þar sem innlán námu 200
milljónum, en útlán einungis 88.
Samvinnuútibúið á Patreksfirði var
sameinað Landsbankaútibúinu á
þessu ári.
Markaðshlutdeild Landsbankans í
útlánum á Vestfjörðum er mjög há
eða 63,6% allra útlána í bankakerf-
inu. íslandsbanki og 5 sparisjóðir
eru því með 36,4%, Landsbankinn
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Bankastjórn Landsbankans ásamt formanni bankaráðs og útibússijór-
anum á Isafirði. Frá vinstri: Birgir Jónsson útibússtjóri, Sverrir
Hermannsson bankastjóri, Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður bank-
aráðs, Björgvin Vilmundarson bankastjóri og Halldór Guðbjarnason
bankastjóri.
er hins vegar með lægra hlutfall
innlána eða 47,9%. Samtals voru
útlán banka og sparisjóða 7,5 millj-
arðar á Vestfjörðum á síðasta ári
en heildarinnlán 3,6 milljarðar. Það
kom fram á fundinum að hlutfall
innlána af útlánum hefur lækkað
Krýsuvíkurskólinn:
Kaþólski biskupinn
blessar kapelluna
KAÞÓLSKI biskupinn á fslandi, séra Alfred Jolson, blessaði á
fimmtudag kapelluna í Krýsuvíkurskóla við hátíðlega athöfn, að
viðstöddum sjúklingum, leiðbeinendum og forráðamönnum Krýsu-
víkursamtakanna.
Athöfnin fór fram að ósk banda-
rísks leiðbeinenda, Tyron J. Mc-
Ginnis, sem starfað hefur í Krýsu-
vík undanfarna tvo mánuði, en
hann er kaþólikki. Auk þess er
annar leiðbeinandi og einn sjúkl-
ingur kaþólskir. Eftir að starfsemi
Krýsuvíkursamtakanna komst af
stað í skólahúsinu í Krýsuvík í
sumar hafa verið þar í meðferð
13 sjúklingar, sem ánetjaðir hafa
verið eiturlyfjum, en nú eru átta
í meðferð. Stór þáttur í meðferð-
inni er trúin, og því hefur kapell-
an, sem vígð var fyrir 4 árum,
verið mikið notuð til bæna- og
guðsþjónustuhalds. Því þótti til-
hlýðilegt að fá einnig blessun ka-
þólska biskupsins vegna þeirra
aðstæðna sem hafa skapast.
Kr. Ben.
Frá athöfninni í kapellunni á fimmtudag. Biskupinn er annar frá
hægri á myndinni, og hægra megin við hann er aðstoðarprestur
hans, sr. Patrick Breen.
síðasta áratuginn. En Eyjólfur K.
Sigurjónsson formaður bankaráðs
sagði að með tilliti til hins háa hlut-
falls sjávarútvegs og fiskiðnaðar í
atvinnustarfsemi á Vestfjörðum vildi
bankinn stuðla að sterkari stöðu
þeirra greina hér og því væri þetta
hlutfall ekki óeðlilegt, enda væri
Landsbankinn lang stærsti lánveit-
andi \ sjávarútvegsgreinum á land-
inu. Á ísafirði er skipting útlána
bankans þannig að 53% fara til sjáv-
arútvegs 14% til einstaklinga, 10%
til iðnaðar 8% í landbúnað, 7% í
verslun og þjónustu og 8% í annað.
Bankinn bauð starfsmönnum og
viðskiptavinum bankans til hófs í
stjórnsýsluhúsinu, þar afhenti for-
maður bankaráðs ísafjarðarkaup-
stað að gjöf málverk eftir Kristján
H. Magnússon og Menntaskólanum
á ísafírði manntöfl. Ólafur Helgi
Kjartansson, forseti bæjarstjórnar,
tók við málverkinu og gat helstu
æviágripa listamannsins sem var
fæddur á ísafirði oggat sér á stuttri
ævi orðstír bæði austan hafs og vest-
an. Bjórn Teitsson skólameistari, tók
við manntöfhmum úr hendi Eyjólfs
og má segja að þau komi að mjög
góðum notum ef dregið verður úr
kennslu við skólann í vetur vegna
síðbúinna sparnaðaráforma mennta-
málaráðherra.
- Úlfar
Afbrag&stæki fyrir öll eldhús
Við kynnum ykkur Tefal, framleiðanda framúrskarandi eldhústœkja. Hér eru
viðurkennd tœki á ferðinni, fallega hönnuð, bæði fjölhœf og auðveld í notkun.
Tefal er í dag með söluhœstu framleiðendum á sviði smcerri heimilistækja
og leiðandi í hönnun þeirra ogþróun. Lítið inn hjá okkur og kynnið
ykkur línuna frá Tefal. Með þessum tœkjum
verða eldhússtbrfin tilhlökkunarefni!
11 ^^H I
Umboðsmenn um land allt.
BRÆÐURNIR
PJOKMSSONHF
Lágmúla 8. Sími 38820