Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 27 Landsbankí vinnur að breyt- ingu á mati á veðhæfni eigna ísafirði. BANKASTJÓRN og bankaráð Landsbankans funduðu nýlega á ísafirði og skoðuðu jafnframt nokkur stærstu viðskiptafyrirtæki hans á norð- anvérðum Vestfjörðum. Að sögn formanns bankaráðs eru fiskvinnslu- stöðvar hér mjög vel búnar og hér er rekinn mikill og blómlegur fisk- iðnaður og því sé ekki óeðlilegt þótt bankinn láni verulegar upphæð- ir hingað umfram innlán, en af 4,7 milljarða útlánum bankans á Vest- fjörðum koma 1,7 milljarðar af innlánsreikningum Vestfirðinga. Þessar upplýsingar komu fram á lánshæfni einstaklinga og fyrirtækja blaðamannafundi sem bankastjórn hélt, ásamt formanni bankaráðs, Eyjólfí K. Sigurjónssyni. Þar kom einnig fram að bankinn er nú að breyta mati á veðhæfni eigna úr ákveðnu hlutfalli af bruna- bótamatsverði, sem er nálægt bygg- ingarkostnaðarverði, í hlutfall af markaðsverði eftir sjálfstæðu mati bankans. Þessi breyting rýrir mjög þar sem fasteignaverð er lágt eins og víðast á Vestfjörðum, en er nauð- synlegt að sögn bankastjóranna til að tryggja hagsmuni bankans. Landsbankinn er nú með 5 af- greiðslustaði á Vestfjörðum, á Isafirði, Bíldudal, Tálknafirði, Pat- reksfirði og í Króksfjarðarnesi. Króksfjarðarnes er þó ekki tekið inn í samantekt bankans yfir starfsem- ina á Vestfjörðum. Útibúið á ísafirði er lang stærsti afgreiðslustaðurinn, en á síðasta ári unnu þar 23 menn og voru lánaðir út_3,8 milljarðar, en innlán numu 1,3. Á seinasta ári var einungis eitt útibú á Vestfjörðum með hærri innlán en útlán, en það var útibú Samyinnubankans á Pat- .reksfirði þar sem innlán námu 200 milljónum, en útlán einungis 88. Samvinnuútibúið á Patreksfirði var sameinað Landsbankaútibúinu á þessu ári. Markaðshlutdeild Landsbankans í útlánum á Vestfjörðum er mjög há eða 63,6% allra útlána í bankakerf- inu. íslandsbanki og 5 sparisjóðir eru því með 36,4%, Landsbankinn Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Bankastjórn Landsbankans ásamt formanni bankaráðs og útibússijór- anum á Isafirði. Frá vinstri: Birgir Jónsson útibússtjóri, Sverrir Hermannsson bankastjóri, Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður bank- aráðs, Björgvin Vilmundarson bankastjóri og Halldór Guðbjarnason bankastjóri. er hins vegar með lægra hlutfall innlána eða 47,9%. Samtals voru útlán banka og sparisjóða 7,5 millj- arðar á Vestfjörðum á síðasta ári en heildarinnlán 3,6 milljarðar. Það kom fram á fundinum að hlutfall innlána af útlánum hefur lækkað Krýsuvíkurskólinn: Kaþólski biskupinn blessar kapelluna KAÞÓLSKI biskupinn á fslandi, séra Alfred Jolson, blessaði á fimmtudag kapelluna í Krýsuvíkurskóla við hátíðlega athöfn, að viðstöddum sjúklingum, leiðbeinendum og forráðamönnum Krýsu- víkursamtakanna. Athöfnin fór fram að ósk banda- rísks leiðbeinenda, Tyron J. Mc- Ginnis, sem starfað hefur í Krýsu- vík undanfarna tvo mánuði, en hann er kaþólikki. Auk þess er annar leiðbeinandi og einn sjúkl- ingur kaþólskir. Eftir að starfsemi Krýsuvíkursamtakanna komst af stað í skólahúsinu í Krýsuvík í sumar hafa verið þar í meðferð 13 sjúklingar, sem ánetjaðir hafa verið eiturlyfjum, en nú eru átta í meðferð. Stór þáttur í meðferð- inni er trúin, og því hefur kapell- an, sem vígð var fyrir 4 árum, verið mikið notuð til bæna- og guðsþjónustuhalds. Því þótti til- hlýðilegt að fá einnig blessun ka- þólska biskupsins vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast. Kr. Ben. Frá athöfninni í kapellunni á fimmtudag. Biskupinn er annar frá hægri á myndinni, og hægra megin við hann er aðstoðarprestur hans, sr. Patrick Breen. síðasta áratuginn. En Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður bankaráðs sagði að með tilliti til hins háa hlut- falls sjávarútvegs og fiskiðnaðar í atvinnustarfsemi á Vestfjörðum vildi bankinn stuðla að sterkari stöðu þeirra greina hér og því væri þetta hlutfall ekki óeðlilegt, enda væri Landsbankinn lang stærsti lánveit- andi \ sjávarútvegsgreinum á land- inu. Á ísafirði er skipting útlána bankans þannig að 53% fara til sjáv- arútvegs 14% til einstaklinga, 10% til iðnaðar 8% í landbúnað, 7% í verslun og þjónustu og 8% í annað. Bankinn bauð starfsmönnum og viðskiptavinum bankans til hófs í stjórnsýsluhúsinu, þar afhenti for- maður bankaráðs ísafjarðarkaup- stað að gjöf málverk eftir Kristján H. Magnússon og Menntaskólanum á ísafírði manntöfl. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti bæjarstjórnar, tók við málverkinu og gat helstu æviágripa listamannsins sem var fæddur á ísafirði oggat sér á stuttri ævi orðstír bæði austan hafs og vest- an. Bjórn Teitsson skólameistari, tók við manntöfhmum úr hendi Eyjólfs og má segja að þau komi að mjög góðum notum ef dregið verður úr kennslu við skólann í vetur vegna síðbúinna sparnaðaráforma mennta- málaráðherra. - Úlfar Afbrag&stæki fyrir öll eldhús Við kynnum ykkur Tefal, framleiðanda framúrskarandi eldhústœkja. Hér eru viðurkennd tœki á ferðinni, fallega hönnuð, bæði fjölhœf og auðveld í notkun. Tefal er í dag með söluhœstu framleiðendum á sviði smcerri heimilistækja og leiðandi í hönnun þeirra ogþróun. Lítið inn hjá okkur og kynnið ykkur línuna frá Tefal. Með þessum tœkjum verða eldhússtbrfin tilhlökkunarefni! 11 ^^H I Umboðsmenn um land allt. BRÆÐURNIR PJOKMSSONHF Lágmúla 8. Sími 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.