Morgunblaðið - 17.09.1991, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.09.1991, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Friðarsáttmáli í Suður-Afríku: Vonast til að blóð- baði linni í landinu Soweto, Jóhannesarborg. Reuter. ÁTÖK í sjálfstjórnarhéruðum blökkumanna í Suður-Afríku lágu að mestu niðri um helgina og í gær, eftir að ríkissljórnin og blökkumanna- samtök skrifuðu undir friðarsáttmála á laugardag. Vonast menn til að brátt linni blóðbaðinu í landinu. Vikuna áður en sáttmálinn var undirritaður skarst oft í odda á milli blökkumanna og alls létust 145 manns í átökum. Aðfaranótt gærdagsins létust sjö manns. Reuter Stuðningsmaður Zviads Gamsakhurdia, forseta Georgíu, dansar fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Tbilisi á sunnudag. Þar fór fram sérstakur fundur þingsins sem m.a. gerði allar sovéskar eigur í landinu upptækar. Kirkjunnar menn og háttsettir menn í viðskiptalífinu áttu mestan þátt í því að koma á fundi leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, Inkatha frels- isflokks Zúlúmanna og forystumenn ríkisstjórnarinnar, þar sem friðar- sáttmálinn var undirritaður. Sátt- málinn kveður á um að stofnaðar verði fimm nefndir þar sem fulltrúar allra aðila eiga sæti. Nefndimar eiga að hafa eftirlit með því að friður verði haldinn og ef átök verða munu þær stilla til friðar. Þrátt fyrir að ekki hafi verið mik- ið um átök á milli blökkumanna eft- ir að sáttmálinn var undirritaður, vöruðu leiðtogarnir við of mikilli bjartsýni. „Við gerum okkur engar Georgía: Þúsundir manna krefjast af- sagnar Gamsakhurdia forseta grillur um að sáttmálinn sé töfra- sproti," sagði Nelson Mandela, for- seti Afríska þjóðarráðsins. „Und- irskriftir okkar einar og sér munu ekki varpa ljósi á veg friðarins." Afríska þjóðarráðið og önnur blökkumannasamtök hliðholl því beindu þeim tilmælum til íbúa sjálf- stjórnarhéraða blökkumanna að halda sig innandyra í gær og í dag til að mótmæla ofbeldi. Ekki var farið eftir þessum tilmælum og lífið gekk sinn vanagang á flestum stöð- um. Nóg var að gera hjá almennings- vögnum og lestum og flest fyrirtæki voru opin. Talsmaður Afríska þjóð- arráðsins sagði í gær að of snemmt væri að meta hversu vel heppnaðar aðgerðirnar væru, en leiðtogar flestra annarra blökkumannasam- taka sögðu að þær leiddu aðeins til sundrungar. „Reynslan sýnir að slík- ar aðgerðir sundra fremur en sam- eina, og þeir sem ekki hlíta kallinu verða útskúfaðir,“ sagði Khulu Sibi- ya, ritsjóri blökkumannablaðsins Ci ty Press. Georgíumenn vilja aðild að Sameinuðu þjóðunum Tbilisi. Reuter, Daily Telegraph. MEIRA EN tíu þúsund andstæðingar Zviads Gamsakhurdia, forseta Georgíu, söfnuðust saman á Lýðveldistorginu í höfuðborginni Tbilisi í gær og kröfðust afsagnar forsetans. Nær tuttugu sljórnarandstöðu- flokkar stóðu að mótmælunum og fyrrverandi forsætisráðherra lands- ins, Tengis Sigua, sem Gamsakhurdia rak í síðasta mánuði, ávarpaði fundinn. Hann sagði forsetann bera ábyrgð á glæpsamlegum verkum, „hann var meira að segja í sambandi við valdaránsmennina". Sigua, sem verið hefur verið í stæðingar forsetans héldu fund sinn felum að undanförnu af ótta við handtöku, sagði að færi forsetinn frá yrði hægt að koma fljótlega á umbótum í landbúnaði, einkavæð- ingu og tryggja mannréttindi sem Gamsakhurdia er sakaður um að bijóta. Óstyrkir þjóðvarðliðar, vopnaðir skammbyssum og vélbyssum, stóðu umhverfis forsætisráðherrann fyrr- verandi en reyndu ekki að stöðva hann. Gamsakhurdia er einmitt sak- aður um að beita varðliðunum gegn andstæðingum sínum. Á meðan and- Koivisto af- þakkar laun Helsinki. Frá Lars Lundsten, frétta- ritara Morgunblaðsins. MAUNO Koivisto, forseti Finnlands, tilkynnti á föstu- daginn að hann hygðist af- þakka 10.000 mörk (u.þ.b. 140.000 ÍSK) af þeim hátt í 40.000 mörkum sem finnska ríkið borgar forsetanum í skattfrjálsa þóknun á mánuði. Koivisto segist ætla að skila fénu hjá ríkisféhirði á hverjum mánuði næstu tvö ár til þess að sýna samstöðu með þeim sem verða að bera hitann og þungann af þeirri efnahagskreppu sem nú stendur yfir í Finnlandi. Tilkynn- ing forsetans kom þegar hann fór af ríkisráðsfundi þar sem fjárlagafrumvarp næsta árs var afgreitt til þjóðþingsins. I ijárlagafrumvarpi sínu gerir ríkisstjórnin ráð fyrir verulegum niðurskurði í félagsmálum, enda hefur hún verið harkalega gagn- rýnd og hafa menn haldið þeirri skoðun fram að nú væri reynt að leggja velferðarþjóðfélagið í rúst. Hyggst stjórnin spara hátt í 10 milljarða finnskra marka (140 milljarða ísl.króna) með því að breyta lögum sem kveða á um félagslegt öryggi lands- manna. voru þúsundir stuðningsmanna hans á öðrum fundi, í grennd við skrifstof- ur forsetans, og var búist við því að hann ávarpaði fólkið. Gamsakhurdia er ákafur sjálf- stæðis- og þjóðernissinnni og barðist gegn yfirvöldum kommúnista ára- tugum saman áður en hann var kjör- inn forseti með miklum meirihluta atkvæða fyrr á þessu ári. Hann hef- ur þótt beita vafasömum aðferðum gegn andstæðingum sínum, látið fangelsa suma þeirra. Einnig er hann sakaður um að bijóta mann- réttindi þjóðabrota í landinu, einkum Osseta og Abkhaza, er vilja aukna sjálfsstjórn eða vera áfram hluti af Rússlandi en Georgíumenn hafna öllu slíku tali. Leiðtogi andstöðuflokksins Þjóð- fylkingarinnar, Nodar Natadze, sagði á útifundinum að Gamsakhur- dia hefði glatað siðferðislegum rétti sínum til að stjórna er hann lét ör- yggislögreglu bijóta á bak aftur mótmælaaðgerðir í Tbilisi fyrir tveim vikum. Síðan hafa verið dagleg mót- mæli í borginni og allmargir stuðn- ingsmenn forsetans hafa snúist gegn honum. Stúdentar hafa verið fram- arlega í flokki mótmælenda og í síð- ustu viku ákvað ríkisstjórnin að fresta skólahaldi af ótta við óeirðir. Þingmenn kommúnista, 64 að tölu, hafa flestir verið reknir af þingi landsins og flokkurinn bannaður. Á sunnudag gengu 40 þingmenn, þ. á m. nokkrir stuðningsmenn for- setans, -úr salnum til að mótmæla því að sljórnvöld neituðu að láta Sjónvarpa beint frá umræðum þar sem búist var við umræðum um tak- mörkun á völdum Gamsakhurdia og jafnvel áfsögn hans. Forsetinn hvatti þá til að standa með sér í barát- tunni gegn afskiptum „þriðja aðila" af málefnum landsins og er talið að hann hafi átt við Sovétstjórnina. Almenningur hliðhollur forsetanum Sovéskir og rússneskir ráðamenn hafa mótmælt afstöðu Georgíu- manna til krafna þjóðabrotanna. Talsmaður hóps þingmanna, sem annars hefur stutt forsetann, sagði að hann væri leiksoppur eigin ráð- gjafa sem væru að svíkja hann; þjóð- in yrði að fá að vita sannleikann. Þingið samþykkti að þjóðnýta allar sovéskar eignir í landinu og lýsti sovéskt herlið í landinu hernmámslið sem flytja bæri á brott. Georgíu- menn hafa lýst yfir fullu sjálfstæði og sótt um aðild að Sameinuðu þjóð- unum. Að sögn fréttamanna á staðnum virðist Gamsakhurdia njóta fylgis mikils meirihluta fólks í höfuðborg- inni. Sjóhvarpið sýndi í gær allar þingumræður sunnudagsins og var iitið á þá ákvörðun sem merki um sáttahug forsetans en um 100 frétta- menn, sem verið hafa í mótmæla- verkfalti vegna ritskoðunarstefnu yfirvalda, héldu þó áfram aðgerðum. Aquino stefn- ir þjóðinni gegn þinginu Washington, Manilla. Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, sagðist í gær vongóð um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framlengingu samnings við Bandaríkjmenn um afnot af flotastöðinni við Subic- flóa. Hún sagðist þess fullviss að þjóðin mundi snupra öldungdeild þingsins og samþykkja áfram- haldandi veru bandariskra her- sveita á Filippseyjum. Öldungadeildin hafnaði fram- lengingu herstöðvasamningsins í gær með aðeins eins atkvæðis mun, 12-1-1. Aquino áagði þingið ekki hafa breýtt í samræmi við vilja fólksins. „Mikill meirihluti þjóðar- innar vill endumýja samninginn um afhot af flotastöðinni við Subic- flóa,“ sagði forsetinn í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Brundtland um EES-samninginn: Andstöðuflokkar leysi þing- menn undan flokksaganum ÞÁ VERÐA aðrir að taka við ábyrgðinni,“ var svarið þegar norska blaðið Aftenposten spurði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hvað hún myndi gera ef samningurinn um Evrópska efnahagssvæð- ið (EES) næði ekki tilskildum meirihluta, þrem fjórðu atkvæða, á Stórþinginu. Tveir flokkar, Miðflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokk- urinn (SV), sem lagt hafa áherslu á andstöðuna við aðild landsins að Evrópubandalaginu og EES, unnu mikinn sigur í þingkosningun- um fyrir skömmu. Forsætisráðherrann hvetur forystu þeirra beggja til að leysa þingmenn sína undan flokksaga og leyfa þeim sem það vilja að styðja EES-samninginn. Norski forsætisráðherrann seg- ist fullviss um að lausn finnist í EES-viðræðunum. „Ég tel að æ fleiri skilji nauðsyn þess að við náum saman. Það tjón sem varð mánuðina júní-ágúst mun ekki skipta neinu máli þegar lögð verður áhersla á að finna viðunandi lausn.“ Aðspurð vildi hún ekki skýra nánar hvað hún ætti við með orðinu „við- unandi". Brundtland segist vita að margir liðsmanna SV og Miðflokksins séu hlynntir EES þótt þeir séu andvíg- ir aðild Noregs að sjálfu Evópu- bandalaginu. Hún segir greinilegt að mörgum kjósendum hafí ekki verið ljóst að aðeins tveir raunhæf- ir möguleikar séu í stöðunni fyrir Norðmenn þegar rætt sé um Evr- ópumálin. Annaðhvort aðild að væntanlegu EES eða landið sæki um aðild að EB. Tómt mál sé að tala um víðtæk- ari fríverslunar- samning lands- ins við EB sem nothæfa lausn. Yrði farin sú leið myndu lands- menn verða að sætta sig við að áðlaga sig Evr- ópubandalaginu án þess að hafa nokkur áhrif á framtíðarstefnuna í samskiptum Evrópuríkja. Ráðherrann telur brýnt að norsk fyrirtæki verði ekki útilokuð frá mörkuðum og segir að svo geti farið verði reynt að láta nýjan, tvíhliða samning um fríverslun duga. Einnig verði ráða- menn í atvinnulífi að vita hvert Brundtland stefni því að ella geti þeir ekki mótað framtíðarstefnuna. Hún spá- ir því að áður en langt verði liðið á vorið 1992, er atkvæðagreiðsla fer væntanlega fram á þingi um EES, muni hefjast umræður innan flokkanna áðurnefndu um málið og þá muni samstaðan þar á bæ rofna. Brundtland segir að Norðmenn hafi aldrei verið í sérlega góðri samningsaðstöðu í EES-viðræðun- um en hinar þjóðimar 18 á væntan- legu efnahagssvæði skilji væntan- lega betur afstöðu Norðmanna í sjávarútvegsmálunum en fyrr, tíminn að undanförnu hafi verið notaður til að útskýra málin fyrir þeim. Hún staðhæfír að úrslit kosn- inganna muni engin áhrif hafa á framhald viðræðnanna um EES- samninginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.