Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 29 Reuter Samband næst við hnött sem kannar ósonlagið Samband komst á í gær við 633 milljóna dollara gervihnött sem bandaríska geimfeijan Discovery kom á braut um jörðu fyrir helgi en með honum er ætlunin að rannsaka áhrif mengunar á jörðinni á efstu lög gufuhvolfsins, einkum á ósonlagið. Á sunnudag urðu flug- menn geimferjunnar að nauðbeita hreyflum feijunnar til þess að afstýra árekstri við leifar sovéskrar Cosmos 955-eldflaugar í 658 kílómetra hæð yfir jörðu. Meðfylgjandi myndir voru teknar úr banda- rískum gervihnetti beint yfir Suðurskautinu, sú efri 11. september í fyrra og sú neðri nákvæmlega ári síðar. Ljósu blettimir eru göt á ósonlaginu. Finnar kanna kosti og galla aðildar að EB; Akvörðun um aðildarum- sókn á fyrrihluta næsta árs Aho bjartsýnn á að samningunum um EES ljúki í október Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ESKO Aho, forsætisráðherra Finnlands, sagði við blaðamenn í Brussel í gær að þarlend sljórnvöld væru að láta meta kosti og galla aðildar að Evrópubandalaginu (EB) og endanleg afstaða til aðildar lægi að öllum líkindum fyrir á fyrrihluta næsta árs. Aho sagði að þrátt fyrir allt tal um að Finnar væru að missa af lest- inni þá stæði ekki til af þeirra hálfu að stökkva á neina lest án þess að ljóst væri hvert hún væri að fara. Aho kvaðst telja mjög góðar líkur á að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) ljúki fyrir októberlok. Finnski forsætisráðherrann átti í gær fundi með Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar EB og Frans Andriessen sem fer með samskipti við ríki utan bandalags- ins, auk þeirra hitti Aho Henning Christophersen og Martin Bange- mann úr framkvæmdastjórn EB. Á fundunum var íjallað um stöð- una í samningunum á milli Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA) og EB um EES. Aho sagði að ljóst væri að mikill vilji væri innan framkvæmdastjómarinnar til að ljúka samningunum sem fyrst. Hann sagðist sjálfur bjart- sýnn á að ljúka mætti viðræðunum fyrir lok október. Mikið réðist þó af því að skynsamleg og hagnýt lausn fyndist á deilunum um greið- ari aðgang sjávarafurða að mörk- uðum EB, sama gilti og um um- ferð flutningabíla um Alpana og önnur óleyst ágreiningsmál í samningunum. Aho sagði að þessa dagana væri unnið að því á vegum finnsku stjórnarinnar að meta kosti og galla mögulegrar aðildar að EB. Innan EES-samningsins væri 80-85%' af efnahagslegum þætti aðildar en Finnum væri mik- iivægt að vita gjörla hvert EB stefndi í framtíðinni áður en ákvörðun um umsókn verður tek- in. Leiðtogafundur EB í Ma- astricht á Hollandi í desember gæti skipt sköpum í þvi efni. Ljóst væri að heldur þrengdist að hlut- leysi í Evrópu en enn væri hugsan- legt að samrýma það aðild að EB. Töluverður tími fór í umræður um ástandið í Eystrasaltsríkjunum og Sovétríkjunum á fundunum og Aho sagði að Finnar hefðu mikinn áhuga á samstarfí við þessar þjóð- ir um efnahagslega uppbyggingu. Hann nefndi m.a. fjárfestingar í umhverfisvemd, samskipta- og samgöngukerfi auk landbúnaðar og matvælaiðnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.