Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 29 Reuter Samband næst við hnött sem kannar ósonlagið Samband komst á í gær við 633 milljóna dollara gervihnött sem bandaríska geimfeijan Discovery kom á braut um jörðu fyrir helgi en með honum er ætlunin að rannsaka áhrif mengunar á jörðinni á efstu lög gufuhvolfsins, einkum á ósonlagið. Á sunnudag urðu flug- menn geimferjunnar að nauðbeita hreyflum feijunnar til þess að afstýra árekstri við leifar sovéskrar Cosmos 955-eldflaugar í 658 kílómetra hæð yfir jörðu. Meðfylgjandi myndir voru teknar úr banda- rískum gervihnetti beint yfir Suðurskautinu, sú efri 11. september í fyrra og sú neðri nákvæmlega ári síðar. Ljósu blettimir eru göt á ósonlaginu. Finnar kanna kosti og galla aðildar að EB; Akvörðun um aðildarum- sókn á fyrrihluta næsta árs Aho bjartsýnn á að samningunum um EES ljúki í október Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ESKO Aho, forsætisráðherra Finnlands, sagði við blaðamenn í Brussel í gær að þarlend sljórnvöld væru að láta meta kosti og galla aðildar að Evrópubandalaginu (EB) og endanleg afstaða til aðildar lægi að öllum líkindum fyrir á fyrrihluta næsta árs. Aho sagði að þrátt fyrir allt tal um að Finnar væru að missa af lest- inni þá stæði ekki til af þeirra hálfu að stökkva á neina lest án þess að ljóst væri hvert hún væri að fara. Aho kvaðst telja mjög góðar líkur á að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) ljúki fyrir októberlok. Finnski forsætisráðherrann átti í gær fundi með Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar EB og Frans Andriessen sem fer með samskipti við ríki utan bandalags- ins, auk þeirra hitti Aho Henning Christophersen og Martin Bange- mann úr framkvæmdastjórn EB. Á fundunum var íjallað um stöð- una í samningunum á milli Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA) og EB um EES. Aho sagði að ljóst væri að mikill vilji væri innan framkvæmdastjómarinnar til að ljúka samningunum sem fyrst. Hann sagðist sjálfur bjart- sýnn á að ljúka mætti viðræðunum fyrir lok október. Mikið réðist þó af því að skynsamleg og hagnýt lausn fyndist á deilunum um greið- ari aðgang sjávarafurða að mörk- uðum EB, sama gilti og um um- ferð flutningabíla um Alpana og önnur óleyst ágreiningsmál í samningunum. Aho sagði að þessa dagana væri unnið að því á vegum finnsku stjórnarinnar að meta kosti og galla mögulegrar aðildar að EB. Innan EES-samningsins væri 80-85%' af efnahagslegum þætti aðildar en Finnum væri mik- iivægt að vita gjörla hvert EB stefndi í framtíðinni áður en ákvörðun um umsókn verður tek- in. Leiðtogafundur EB í Ma- astricht á Hollandi í desember gæti skipt sköpum í þvi efni. Ljóst væri að heldur þrengdist að hlut- leysi í Evrópu en enn væri hugsan- legt að samrýma það aðild að EB. Töluverður tími fór í umræður um ástandið í Eystrasaltsríkjunum og Sovétríkjunum á fundunum og Aho sagði að Finnar hefðu mikinn áhuga á samstarfí við þessar þjóð- ir um efnahagslega uppbyggingu. Hann nefndi m.a. fjárfestingar í umhverfisvemd, samskipta- og samgöngukerfi auk landbúnaðar og matvælaiðnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.