Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞR'lÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 199Í
*r$milrfafrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingt Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Ríkisstjórn Carls-
sonsfallin
Borgaraflokkunum í Svíþjóð
tókst að að fella stjórn
Ingvars Carlssons, leiðtoga jafn-
aðarmanna, í þingkosningum
síðastliðinn sunnudag. Þeim
mistókst hins vegar að ná þeim
þingmeirihluta, sem hugur
þeirra stóð til. Niðurstöður kosn-
inganna sýna ótvíræða hægri
sveiflu, en hún var ekki jafn
afgerandi og björtustu vonir
borgaraflokkanna stóðu til.
Flokkur jafnaðarmanna og
Vinstri flokkurinn tapa báðir
fylgi. Hægri flokkurinn og
Kristilegir demókratar styrkja á
hinn bóginn stöðu sína. Niður-
staðan er engu að síður sú að
hvorki hægri né vinstri blokkin
í sænskum stjórnmálum háfa
hreinan þingmeirihluta að leiks-
lokum. Höfuðástæða þessa er
umdeilt framboð, „Nýtt lýð-
ræði", sem sakað hefur verið
um lýðskrum, og bæði hægri og
vinstri flokkar lýstu ósamstarfs-
hæft fyrir kosningarnar. Það
situr nú uppi^með 25 þingmenn
og hugsanlega „oddastöðu" að
kosningum loknum. Græningjar
misstu hins vegar öll þingsæti
sín, 20 talsins.
Jafnaðarmannaflokkurinn
fékk óumdeildan skell í kosning-
unum síðast liðinn sunnudag.
Það hefur ekki gerzt eftir stríð
— og reyndar ekki frá árinu
1928 talið - að flokkur jafnað-
armanna hafi farið niður fyrir
40% kjörfylgi í Svíþjóð. „Ég
myndi ekki segja að það væri
stjórnarskrárbrot að jafnaðar-
menn fái undir 40% atkvæða en
það liggur við," sagði Olof Pett-
erson, prófessor í stjórnmála-
fræðum við Uppsalaháskóla á
dögunum. Þessi orð, í gamni
töluð, lýsa engu að síður þeirri
yfirburðastöðu, sem Jafnaðar-
mannaflokkurinn hefur haft í
sænskum stjórnmálum. Flokk-
urinn hefur lengst af farið með
stjórnartaumana í Svíþjóð, ef frá
eru talin árin 1976-1982, þegar
borgaraflokkarnir sátu í ríkis-
stjórn.
Að þessu sinni fékk Jafnaðar-
mannaflokkurinn aðeins 38,2%
kjörfylgi (43,2% 1988) og 138
þingmenn í stað 156 áður. Rjör-
i fylgi Vinstri flokksins (áður
Kommúnista) rýrnaði úr 5,8% í
4,5% og þingmannatala hans úr
21 þingmanni í 16. Jafnaðar-
I menn og Vinstri hafa samtals
154 þingsæti af 349. Vinstri
blokkina skortir því töluvert á
hreinan þingmeirihluta.
Hægri flokkurinn hlaut 18,3%
kjörfylgi árið 1988. Hann styrk-
ir stöðu sína nú, fær 22,1% at-
kvæða og 80 þingmenn í stað
66 áður. Kristilegir demókratar,
sem ekki áttu þingmenn á liðnu
kjörtímabili, vinna og vel á, fá
7,2% kjörfylgi í stað 2,9% 1988,
og 26 þingmenn. Það veikir á
hinn bóginn stöðu hægri blokk-
arinnar að bæði Þjóðarflokkur-
inn og Miðflokkurinn tapa kjör-
fylgi. Þjóðarflokkurinn fékk
9,2% atkvæða í stað 12,2% 1988
og 33 þingmenn í stað 44 áður.
Miðflokkurinn fékk 8,6% at-
kvæða í stað 11,3% áður og 31
þingmann í stað 42 áður. Hægri
blokkin, þ.e. Hægri flokkurinn,
Þjóðarflokkurinn, Miðflokkurinn
og Kristilegir, hefur samtals 170
þingmenn. Hana skortir því
herzlumuninn að því marki sínu
að yinna hreinan þingmeirihluta.
Ástæða þess að hallað hefur
undan fæti hjá sænskum krötum
er efalitið maVgþætt. Stefna
þeirra hefur þótt nokkuð hvikul
næstliðin ár. Árið 1988 börðust
þeir gegn aðiM Svía að Evrópu-
bandalaginu. Árið 1991 sækir
ríkisstjórn þeirra um slíka aðild.
Árið 1988 lofaði flokkurinn að
loka kjarnorkuverum í Svíþjóð.
Skömmu síðar var mörkuð sú
stefna að treysta áfram á kjarn-
orku sem ódýran orkugjafa.
Þeir hafa staðið fyrir viðamikl-
um skattkerfisbreytingum, sem
voru á margan hátt réttlætan-
legar, en bitnuðu að hluta til á
hefðbundnum kjósendahópi
þeirra. Bryddað hefur á atvinnu-
leysi, sem er nýjung hjá Svíum.
Þá hefur hrun sósíaíismans í
Sovétríkjunum og Austur-Evr-
ópu haft óbein áhrif og gefið
frjálslyndum sjónarmiðum byr
undir báða vængi. Carl Bildt,
formaður Hægri flokksins,
beindi t.d. þeirri spurningu til
kjósenda: „Af hverju eigum við
að fara að auka sósíalisma í
Svíþjóð á sama tíma og menn
eru að afnema hann alls staðar
annarsstaðar?" En trúlega er
meginástæða fylgistaps jafnað-
armanna sú að sænskur almenn-
ingur treystir borgaraflokkun-
um betur til að bæta efnahags-
ástandið í landinu.
Það eru vissulega eftirtektar-
verð tíðindi að ríkisstjórn Ing-
vars Carlsson, leiðtoga sænskra
jafnaðarmanna, er fallin. Of
snemmt er að spá um hvers
konar landsstjórn tekur við í
Svíþjóð. Trúlegt er að Carl Bildt,
formanni Hægri flokksins (Hóf-
sama sameiningarflokksins)
verði falin stjórnarmyndun en á
þessu stigi málsins ómögulegt
að segja til um hver niðurstaðan
verður.
KOSNINGAR I SVIÞJOÐ
Ingvar Carlsson formaður
jafnaðarmannaflokksins;
Ovíst hvort bíða þurfi í
þrjú ár eftir kosningum
ÓSIGUR Jafnaðarmannaflokksins í sænsku þingkosningunum á sunnu-
dag var afdráttarlaus. Flokkurinn sem hefur srjórnað Svíþjóð nánast
samfleytt síðustu sex áratugi, ef frá eru skilin árin 1976-1982, er enn
stærsti flokkur Svíþjóðar, hlaut 37,6% atkvæða, en allt frá árinu 1928
hefur flokkurinn ekki fengið færri en 40% atkvæða. Ingvar Carlsson,
formaður Jafnaðarmannaflokksins, reyndi að klóra í bakkann á kosn-
inganóttinni og sagði flokkinn hafa unnið kosningabaráttuna. Þá hefðu
jafnaðarmenn unnið upp fylgistap sitt í skoðanakönnunum að verulegu
leyti en fyrr á árinu mældist fylgi þeirra undir 30%. „Stundum verður
jafnvel flokkur jafnaðarmanna að fara í stjórnarandstöðu," sagði Carls-
Jafnaðarmenn höfðu allt fram á
síðustu stundu bundið vonir við að
kjósendur myndu þegar á reyndi
kjósa „öryggið" og tryggja að þeir
héldu sínum hlut. Frammistaða
Monu Sahlin, vinnumálaráðherra, í
sjónvarpsumræðum á föstudags-
kvöld, jók einnig trú þeirra á að
„Sahlin-áhrifin" myndu snúa taflinu
við. Sú varð hins vegar ekki raunin.
Ingvar Carlsson sagði að nú væri
það hlutverk Carls Bildts, sem væri
sigurvegari kosninganna, að axla
ábyrgð^ og mynda starfhæfa ríkis-
stjórn. I stuttri ræðu á kosningavöku
jafnaðarmanna sagði formaður
flokksins að hann væri ekki viss um
að menn yrðu að bíða í þrjú ár þang-
að til hægt yrði að breyta þessum
úrslitum í nýjum kosningum. Flokk-
urinn og verkalýðshreyfingin yrðu
að vera reiðubúin að geta hafið kosn-
ingabaráttu með skömmum fyrir-
vara.
Framkvæmdastjóri flokksins, Bo
Tyresson, sagði einnig, í viðtali við
blaðamenn, að ekki væri hægt að
útiloka kosningar innan eins árs.
Carlsson sagði strax á sunnudags-
kvöld að ekki væru lengur þinglegar
forsendur fyrir því að ríkisstjórn
hans sæti lengur og á mánudags-
morgun hélt hann á fund forseta
sænska þingsins og afhenti honum
beiðni sína um lausn frá embætti.
Margir af forystumönnum flokks-
ins, þar á meðal nokkrir ráðherrar,
hafa ítrekað að þeir telji ekki ástæðu
til að Ingvar Carisson segi einnig
af sér sem formaður flokksins.
Úrslit sænsku
þingkosningan
s80
34
21,9%
3
—V~
Hægri flokkarni
171 þingmann i
að mynda meiri
-3,0% -2.Í
Heimild: Sænska utartrikísráðuneytið.
Ówrulegar breytingar gastu orðið þar sem en
Carl Bildt formaðui
Borgara
sögulegt
CARL Bildt, formanni Hægri-
flokksins, var ákaft fagnað er
Nýtt lýðræði veldur óvissu
TRÚÐAR sænsku kosningabaráttunnar, þeir Ian Wachtmeister og Bert
Karlsson, fögnuðu ákaft og skutu upp flugeldum eftir að ljóst var að
flokkur þeirra Nýtt lýðræði næði inn á sænska þingið. Það voru hins
vegar ekki margir stjórnniálamenn sem fögnuðu með þeim. Flestir hörm-
uðu að Nýtt lýðræði hefði náð slíkum árangri og þegar þeir Wachtmeist-
er og Karlsson mættu í upptökusal sænska sjónvarpsins til að taka þátt
í umræðum um úrslitin yfírgáfu formenn Þjóðarflokksins og Miðflokks-
ins salinn.
Nýtt lýðræði, flokkurinn sem eng-
inn annar flokkur vill eiga nokkuð
samstarf við og oft er sakaður um
lýðskrum og borinn saman við Fram-
faraflokk Carls Hagens í Noregi, fékk
atkvæði 6,7% sænskra kjósenda. Ekki
verður hægt að mynda borgaralega
stjórn gegn vilja þingmanna hans en
Nýtt lýðræði er hins vegar að mörgu
leyti óskrifað blað. Framboðslistar
flokksins voru búnir til í miklum flýti
og ekkert er vitað um hvernig þing-
menn hans eiga eftir að taka afstöðu
til málefna.
í kosningabaráttunni voru það
Wachtmeister og Karlsson einvörð-
ungu sem voru áberandi. Þúsundir
manna mættu á kosningafundi þeirra
- fyrst og fremst skemmtunarinnar
vegna. Tvímenningarnir reyttu af sér
brandara samhliða þvísem þeir skýrðu
fólki frá því hvernig þeir vildu leysa
vanda Svíþjóðar og hlóðu upp tómum
bjórkóssum. Þeir sögðust vilja ódýrari
mat og lægri skatta.
Vinsældir þeirra hafa fyrst og
fremst verið túlkaðar sem afleiðing
almennrar óánægju með stjórnmála-
menn. Þrátt fyrir óvægnar árásir ann-
arra stjórnmálamanna og fjölmiðla
hafa þeir haldið fylgi sínu síðustu vik-
ur. Samkvæmt könnun sem gerð var
meðal fólks á kjörstað af SIFO-stofn-
uninni fyrir sænska sjónvarpið voru
það fyrst og fremst óánægðir kjósend-
ur Jafnaðarmannaflokksins og Hægri-
flokksins sem greiddu „greifanum og
þjóni hans", eins og þeir Wachtmeist-
er og Karlsson hafa oft verið
kallaðir, atkvæði.
Sænsk blöð um úrslitin:
Krafa uni ný viðhorf til grundval
SÆNSK dagblöð fjölluðu um kosningaúrslitin í gær, hver skilaboð
kjósenda hefðu verið, einnig helstu möguleika á samsteypustjórn.
Ðagens Nyheter taldi Ijóst að fylgistap jafnaðarmanna væri afdrifa-
ríkara en ósigur þeirra 1976 er borgaraflokkarnir mynduðu stjórn.
I kosningunum þá hefði helsta deiluefnið verið kjarnorkuverin og
framtíð þeirra og þar að auki hefði Miðflokkurinn verið sterkastur
borgaraflokkanna en hann stæði næst jafnaðarmönnuni af borgara-
flokkunum. Blað jafnaðarmanna, Aftonbladet, taldi tíðarandann í
heiminum og slæmt efnahagsástand valda erfiðleikum jafnaðar-
manna. Baráttumál Hægriflokksins hafi verið að koma jafnaðar-
mönnum frá og það hafi tekist. Nú verði Carl Bildt, leiðtogi hægri-
manna, að standa við stóru orðin og sanna að hann sé fær um eitt-
hvað annað en klofningsstarfsemi og árásarstefnu.
„Umskiptin núna eru af öðru
tagi en fyrir fimmtán árum," segir
Dagens Nyheter í forystugrein,
„Borgaraflokkarnir hafa sigrað eft-
ir kosningabaráttu sem snerist um
hefðbundin ágreiningsmál hægri-
og vinstriflokka; skatta, velferðar-
þjóðfélagið, sjóðasósíalismann
[áætlun jafnaðarmanna um að nota
digra sjóði verkalýðshreyfingarinn-
ar til að kaupa hlutafé í fyrirtækj-
um], lífeyrismál, jhlutverk ríkis-
valdsins o.s. frv. Úrslitin gefa til
kynna ákveðna ósk álmennings,
ósk um nýja stefnu í helstu ágrein-
ingsefnum." Blaðið -segir að þau
öfl í flokki jafnaðarmanna sem
barist hafi fyrir nútímalegri stefnu
muni nú fá aukinn byr í seglin.
Ingvar Carlsson hafi á hinn bóginn
staðið sig vel í erfiðri baráttu, hafi
forðast yfirboð og því geti flokkur-
inn staðið vel að vígi í umræðunni
á næstunni. Blaðið álítur að þar
sem Bengt Westerberg, leiðtogi
Þjóðarflokksins, hafi fyrirfram vís-
að á bug öllu samstarfi við Nýtt
lýðræði, sé mikilvægt að mynduð
verði minnihlutastjórn borgar-
flokka sem reyni að fá stuðning
jafnaðarmanna í a.m.k. sumum
málum. Það skipti meira máli en
hvaða flokkar verði i stjórninni. mt
Expressen segir að stund sann- se
leikans hafi runnið upp fyrir jafnað- ve
armenn, er reynt hafi að notast við eii
gömul og slitin slagorð. Þeir hljóti Se
nú að skilja að þriðja leiðin svo- ha
nefnda, milli „hálfs sósíalisma" og að
markaðsbúskapar, sé ófær. Eftir ur
ósigurinn 1976 hafi flokkurinn og en
verkalýðshreyfingin litíð á ástandið m
sem undantekningu frá reglunni, á
tilviljunarkennda „truflun" á eðli- ir
legum gangi sænsks samfélags.. hl
Kosningarnar nú hafí verið sögu- só
legar, ef til vill sé tími hinnar miklu en
óreíðu í sænskum stjórnmálum að
hafínn. „Var það þetta sem kjós-
endur vildu'" spyr blaðið. í annarri flc
forystugrein þess er eindregið lýi
mælt með þriggja flokka stjórn ur
hægrimanna, Þjóðarflokksins og þi
Kristilegra. Með því að taka Kristí- og
lega með í stjórnina sé hægt að st
hindra að stjórnin fái of hörkulegt st
hægra yfirbragð. in
I forystugrein Svenska Dagblad- sli
eí segir að enginn jafnaðarmaður ur
telji lengur mögulegt að endur- ui
skapa hina sterku stöðu flokksins st
er hann hafði í nær hálfa öld. Líta