Morgunblaðið - 17.09.1991, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.09.1991, Qupperneq 30
 30 MORGUNBLÁÐIÐ ÞRlÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 1961 H3Hi/i:>lTtl.')8 .71 hUOA«I JUHflri______________ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpá(sson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ríkisstjórn Carls- sons fallin Borgaraflokkunum í Svíþjóð tókst að að fella stjórn Ingvars Carlssons, leiðtoga jafn- aðarmanna, í þingkosningum síðastliðinn sunnudag. Þeim mistókst hins vegar að ná þeim þingmeirihluta, sem hugur þeirra stóð til. Niðurstöður kosn- inganna sýna ótvíræða hægri sveiflu, en hún var ekki jafn afgerandi og björtustu vonir borgaraflokkanna stóðu til. Flokkur jafnaðarmanna og Vinstri flokkurinn tapa báðir fylgi. Hægri flokkurinn og Kristilegir demókratar styrkja á hinn bóginn stöðu sína. Niður- staðan er engu að síður sú að hvorki hægri né vinstri blokkin í sænskum stjórnmálum háfa hreinan þingmeirihluta að leiks- lokum. Höfuðástæða þessa er umdeilt framboð, „Nýtt lýð- ræði“, sem sakað hefur verið um lýðskrum, og bæði hægri og vinstri flokkar lýstu ósamstarfs- hæft fyrir kosningarnar. Það situr nú uppi-ineð 25 þingmenn og hugsanlega „oddastöðu“ að kosningum loknum. Græningjar misstu hins vegar öll þingsæti sín, 20 talsins. Jafnaðarmannaflokkurinn fékk óumdeildan skell í kosning- unum síðast liðinn sunnudag. Það hefur ekki gerzt eftir stríð — og reyndar ekki frá árinu 1928 talið — að flokkur jafnað- armanna hafi farið niður fyrir 40% kjörfylgi í Svíþjóð. „Ég myndi ekki segja að það væri stjórnarskrárbrot að jafnaðar- menn fái undir 40% atkvæða en það liggur við,“ sagði Olof Pett- erson, prófessor í stjórnmála- fræðum við Uppsalaháskóla á dögunum. Þessi orð, í gamni töluð, lýsa engu að síður þeirri yfirburðastöðu, sem Jafnaðar- mannaflokkurinn hefur haft í sænskum stjómmálum. Flokk- urinn hefur lengst af farið með stjórnartaumana í Svíþjóð, ef frá eru talin árin 1976-1982, þegar borgaraflokkarnir sátu í ríkis- stjórn. Að þessu sinni fékk Jafnaðar- mannaflokkurinn aðeins 38,2% kjörfylgi (43,2% 1988) og 138 þingmenn í stað 156 áður. Kjör- fylgi Vinstri flokksins (áður Kommúnista) rýrnaði úr 5,8% í 4,5% og þingmannatala hans úr 21 þingmanni í 16. Jafnaðar- menn og Vinstri hafa samtals 154 þingsæti af 349. Vinstri blokkina skortir því töluvert á hreinan þingmeirihluta. Hægri flokkurinn hlaut 18,3% kjörfylgi árið 1988. Hann styrk- ir stöðu sína nú, fær 22,1% at- kvæða og 80 þingmenn í stað 66 áður. Kristilegir demókratar, sem ekki áttu þingmenn á liðnu kjörtímabili, vinna og vel á, fá 7,2% kjörfylgi í stað 2,9% 1988, og 26 þingmenn. Það veikir á hinn bóginn stöðu hægri blokk- arinnar að bæði Þjóðarflokkur- inn og Miðflokkurinn tapa kjör- fýlgi. Þjóðarflokkurinn fékk 9,2% atkvæða í stað 12,2% 1988 og 33 þingmenn í stað 44 áður. Miðflokkurinn fékk 8,6% at- kvæða í stað 11,3% áður og 31 þingmann í stað 42 áður. Hægri blokkin, þ.e. Hægri flokkurinn, Þjóðarflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegir, hefur samtals 170 þingmenn. Hana skortir því herzlumuninn að því marki sínu að vinna hreinan þingmeirihluta. Ástæða þess að hallað hefur undan fæti hjá sænskum krötum er efalítið maVgþætt. Stefna þeirra hefur þótt nokkuð hvikul næstliðin ár. Árið 1988 börðust þeir gegn aðild_ Svía að Evrópu- bandalaginu. Árið 1991 sækir ríkisstjórn þeirra um slíka aðild. Árið 1988 lofaði flokkurinn að loka kjarnorkuverum í Svíþjóð. Skömmu síðar var mörkuð sú stefna að treysta áfram á kjarn- orku sem ódýran orkugjafa. Þeir hafa staðið fyrir viðamikl- um skattkerfísbreytingum, sem voru á margan hátt réttlætan- legar, en bitnuðu að hluta til á hefðbundnum kjósendahópi þeirra. Bryddað hefur á atvinnu- leysi, sem er nýjung hjá Svíum. Þá hefur hrun sósíalismans í Sovétríkjunum og Austur-Evr- ópu haft óbein áhrif og gefið fijálslyndum sjónarmiðum byr undir báða vængi. Carl Bildt, formaður Hægri flokksins, beindi t.d. þeirri spurningu til kjósenda: „Áf hveiju eigum við að fara að auka sósíalisma í Svíþjóð á sama tíma og menn eru að afnema hann alls staðar annarsstaðar?“ En trúlega er meginástæða fylgistaps jafnað- armanna sú að sænskur almenn- ingur treystir borgaraflokkun- um betur til að bæta efnahags- ástandið í landinu. Það eru vissulega eftirtektar- verð tíðindi að ríkisstjórn Ing- vars Carlsson, leiðtoga sænskra jafnaðarmanna, er fallin. Of snemmt er að spá um hvers konar landsstjórn tekur við í Svíþjóð. Trúlegt er að Carl Bildt, formanni Hægri flokksins (Hóf- sama sameiningarflokksins) verði falin stjórnarmyndun en á þessu stigi málsins ómögulegt að segja til um hver niðurstaðan verður. KOSNINGAR I SVIÞJOÐ Ingvar Carlsson formaður jafnaðarmannaflokksins: Óvíst hvort bíða þurfi í þrjú ár eftir kosningum ÓSIGUR Jafnaðarmannaflokksins í sænsku þingkosningunum á sunnu- dag var afdráttarlaus. Flokkurinn sem hefur stjórnað Svíþjóð nánast samfleytt síðustu sex áratugi, ef frá eru skilin árin 1976-1982, er enn stærsti flokkur Svíþjóðar, hlaut 37,6% atkvæða, en allt frá árinu 1928 hefur flokkurinn ekki fengið færri en 40% atkvæða. Ingvar Carlsson, formaður Jafnaðarmannaflokksins, reyndi að klóra í bakkann á kosn- inganóttinni og sagði flokkinn hafa unnið kosningabaráttuna. Þá hefðu jafnaðarmenn unnið upp fylgistap sitt í skoðanakönnunum að verulegu leyti en fyrr á árinu mældist fylgi þeirra undir 30%. „Stundum verður jafnvel flokkur jafnaðarmanna að fara í stjórnarandstöðu," sagði Carls- Jafnaðarmenn höfðu allt fram á síðustu stundu bundið vonir við að kjósendur myndu þegar á reyndi kjósa „öryggið“ og tryggja að þeir héldu sínum hlut. Frammistaða Monu Sahlin, vinnumálaráðherra, í sjónvarpsumræðum á föstudags- kvöld, jók einnig trú þeirra á að „Sahlin-áhrifm“ myndu snúa taflinu við. Sú varð hins vegar ekki raunin. Ingvar Carlsson sagði að nú væri það hlutverk Carls Bildts, sem væri sigurvegari kosninganna, að axla ábyrgð og mynda starfhæfa ríkis- stjóm. I stuttri ræðu á kosningavöku jafnaðarmanna sagði formaður flokksins að hann væri ekki viss um að menn yrðu að bíða í þijú ár þang- að til hægt yrði að breyta þessum úrslitum í nýjum kosningum. Flokk- urinn og verkalýðshreyfingin yrðu að vera reiðubúin að geta hafið kosn- ingabaráttu með skömmum fyrir- vara. Framkvæmdastjóri flokksins, Bo Tyresson, sagði einnig, í viðtali við blaðamenn, að ekki væri hægt að útiloka kosningar innan eins árs. Carlsson sagði strax á sunnudags- kvöld að ekki væru lengur þinglegar forsendur fyrir því að ríkisstjóm hans sæti lengur og á mánudags- morgun hélt hann á fund forseta sænska þingsins og afhenti honum beiðni sína um lausn frá embætti. Margir af forystumönnum flokks- ins, þar á meðal nokkrir ráðherrar, hafa ítrekað að þeir telji ekki ástæðu til að Ingvar Carlsson segi einnig af sér sem formaður flokksins. Urslit sænsku þingkosninganna Fjöldi þingmanna v80 34 31 26 21,9% -----------V” Hægri flokkarnir fá samtals 171 þingmann en 175 þarf til að mynda meirihlutastjórn 16 25 £ 3,4% IJVWÝ l#l® c ‘S 4,5% 6,7% S +3,6% +4,1% -2,9% -3,0% Heimild.' Sænska utanrikisráðuneytið. Óvanjlegar breytingar gætu oröið þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fýrir. -2,1% -1,3% -5,6% Carl Bildt formaður Hægriflokksins: Borgaraleg stjórn eftir sögulegt tap vinstrimanna CARL Bildt, flokksins, var formanni Hægri- ákaft fagnað er Nýtt lýðræði veldur óvissu TRÚÐAR sænsku kosningabaráttunnar, þeir Ian Wachtmeister og Bert Karlsson, fögnuðu ákaft og skutu upp flugeldum eftir að ljóst var að flokkur þeirra Nýtt lýðræði næði inn á sænska þingið. Það voru hins vegar ekki margir stjórnmálamenn sem fögnuðu með þeim. Flestir hörm- uðu að Nýtt lýðræði hefði náð slíkum árangri og þegar þeir Wachtmeist- er og Karlsson mættu í upptökusal sænska sjónvarpsins til að taka þátt í umræðum um úrslitin yfirgáfu formenn Þjóðarflokksins og Miðflokks- ins salinn. Nýtt lýðræði, flokkurinn sem eng- inn annar flokkur vill eiga nokkuð samstarf við og oft er sakaður um lýðskrum og borinn saman við Fram- faraflokk Carls Hagens í Noregi, fékk atkvæði 6,7% sænskra kjósenda. Ekki verður hægt að mynda borgaralega stjórn gegn vilja þingmanna hans en Nýtt lýðræði er hins vegar að mörgu leyti óskrifað blað. Framboðslistar flokksins voru búnir til í miklum flýti og ekkert er vitað um hvemig þing- menn hans eiga eftir að taka afstöðu til málefna. í kosningabaráttunni voru það Wachtmeister og Karlsson einvörð- ungu sem voru áberandi. Þúsundir manna mættu á kosningafundi þeirra - fyrst og fremst skemmtunarinnar vegna. Tvímenningarnir reyttu af sér brandara samhliða því sem þeir skýrðu fólki frá því hvernig þeir vildu leysa vanda Svíþjóðar og hlóðu upp tómum bjórkössum. Þeir sögðust vilja ódýrari mat og lægri skatta. Vinsældir þeirra hafa fyrst og fremst verið túlkaðar sem afleiðing almennrar óánægju með stjórnmála- menn. Þrátt fyrir óvægnar árásir ann- arra stjórnmálamanna og fjölmiðla hafa þeir haldið fylgi sínu síðustu vik- ur. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal fólks á kjörstað af SIFO-stofn- uninni fyrir sænska sjónvarpið voru það fyrst og fremst óánægðir kjósend- ur Jafnaðarmannafiokksins og Hægri- flokksins sem greiddu „greifanum og þjóni hans“, eins og þeir Wachtmeist- er og Karlsson hafa oft verið kallaðir, atkvæði. hann talaði á kosningavöku flokks síns á Ariadne-hótelinu í Stokkhólmi eftir að fyrstu áreið- anlegu kosningatölurnar höfðu birst í sjónvarpi. Bildt lagði áherslu á að Hægriflokkurinn hefði náð næst bestu kosningu í sögu flokksins og að vinstrimenn hefðu aldrei haft eins veika stöðu á sænska þinginu. „Þetta er sögu- legt tap,“ sagði Bildt. Hægri- flokkurinn fékk 21,9% atkvæða en var með 18,3% í síðustu kosn- ingum. í mörgum sveitarfélögum vann flokkurinn mjög stóra sigra og fékk til dæmis fleiri atkvæði en jafnaðarmenn í höfuðborginni Stokkhólmi. Formaður Hægriflokksins sagðist telja víst að mynduð yrði borgaraleg ríkisstjórn þó að á því yrðu viss vandkvæði. Staðan í þinginu væri mjög flókin en ferlið yrði að hafa sinn gang. Lagði hann áherslu á að borgaraflokkamir yrðu að axla Sænsk blöð um úrslitin: Krafa um ný viðhorf til grundvallaratriða SÆNSK dagblöð fjölluðu um kosningaúrslitin í gær, hver skilaboð kjósenda hefðu verið, einnig helstu möguleika á samsteypustjóm. Dagens Nyheter taldi ljóst að fylgistap jafnaðarmanna væri afdrifa- ríkara en ósigur þeirra 1976 er borgaraflokkarnir mynduðu sljórn. I kosningunum þá hefði helsta deiluefnið verið Rjarnorkuverin og framtíð þeirra og þar að auki hefði Miðflokkurinn verið sterkastur borgaraflokkanna en hann stæði næst jafnaðarmöunum af borgara- flokkunum. Blað jafnaðarmanna, Aftonbladet, taldi tíðarandann í heiminum og slæmt efnahagsástand valda erfiðleikum jafnaðar- manna. Baráttumál Hægriflokksins hafi verið að koma jafnaðar- mönnum frá og það hafi tekist. Nú verði Carl Bildt, leiðtogi hægri- manna, að standa við stóra orðin og sanna að hann sé fær um eitt- hvað annað en klofningsstarfsemi og árásarstefnu. „Umskiptin núna eru af öðru tagi en fyrir fimmtán árum,“ segir Dagens Nyheter í forystugrein. „Borgaraflokkamir hafa sigrað eft- ir kosningabaráttu sem snerist um hefðbundin ágreiningsmál hægri- og vinstriflokka; skatta, velferðar- þjóðfélagið, sjóðasósíalismann [áætlun jafnaðarmanna um að nota digra sjóði verkalýðshreyfingarinn- ar til að kaupa hlutafé í fyrirtækj- um], lífeyrismál, hlutverk ríkis- valdsins o.s. frv. Úrslitin gefa til kynna ákveðna ósk almennings, ósk um nýja stefnu í helstu ágrein- ingsefnum." Blaðið segir að þau öfl í flokki jafnaðarmanna sem barist þafi fýrir nútímalegri stefnu muni nú fá aukinn byr í seglin. Ingvar Carlsson hafí á hinn bóginn staðið sig vel í erfiðri baráttu, hafi forðast yfírboð og því geti flokkur- inn staðið vel að vígi í umræðunni á næstunni. Blaðið álítur að þar sem Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóðarflokksins, hafi fyrirfram vís- að á bug öllu samstarfi við Nýtt lýðræði, sé mikilvægt að mynduð verði minnihlutastjórn borgar- flokka sem reyni að fá stuðning jafnaðarmanna í a.m.k. sumum málum. Það skipti meira máli en hvaða flokkar verði í stjórninni. Expressen segir að stund sann- leikans hafi runnið upp fyrir jafnað- armenn, er reynt hafi að notast við gömul og slitin slagorð. Þeir hljóti nú að skilja að þriðja leiðin svo- nefnda, milli „hálfs sósíalisma" og markaðsbúskapar, sé ófær. Eftir ósigurinn 1976 hafi flokkurinn og verkalýðshreyfingin litið á ástandið sem undantekningu frá reglunni, tilviljunarkennda „truflun" á eðli- legum gangi sænsks samfélags. - Kosningarnar nú hafi verið sögu- legar, ef til vill sé tími hinnar miklu óreiðu í sænskum stjórnmálum hafínn. „Var það þetta sem kjós- endur vildu’“ spyr blaðið. í annarri forystugrein þess er eindregið mælt með þriggja flokka stjórn hægrimanna, Þjóðarflokksins og Kristilegra. Með því að taka Kristi- lega með í stjórnina sé hægt að hindra að stjórnin fái of hörkulegt hægra yfirbragð. I forystugrein Svenska Dagblad- et segir að enginn jafnaðarmaður telji lengur mögulegt að endur- skapa hina sterku stöðu flokksins er hann hafði í nær hálfa öld. Líta megi á niðurstöðuna að þessu sinni sem inngöngu smáflokkanna á vettvang sænskra stjórnmála en einnig megi tala um hægrisveiflu. Samvinna Þjóðarflokksins og hægrimanna hafi haft að markmiði að færa þungamiðjuna í stjórnmál- unum nær stefnu þessara flokka en kjósendur hafi ákveðið að ganga mun lengra til hægri. „Möguleikinn á meirihlutastjórn er augljós,“ seg- ir blaðið. „Nú er til reiðu meiri- hluti flokka sem andvígir eru sósíalisma, mun öflugri meirihluti en sá sósíalistameirihluti sem jafn- aðarmenn hafa stutt sig við.“ Svenska Dagbladet segir gömlu flokkana hafa reynt að sverta Nýtt lýðræði í kosningabaráttunni í von um að geta haldið flokknum utan þings. Nú sé ljóst að Westerberg og Bildt eigi að mynda minnihluta- stjóm sem byggi á sameiginlegri stefnuskrá flokkanna fyrir kosn- ingamar. „Vandinn er ekki hvemig slíkri stjórn gengur að stjórna held- ur hvernig jafnaðarmönnum geng- ur að gegna hlutverki stjórnarand- stöðu.“ ábyrgð sameiginlega. Það var ekki eins glatt yfir kosn- ingavöku Þjóðarflokksins en hann fékk 9,2%. Bengt Westerberg, for- maður flokksins, segist hins vegar vera sæmilega ánægður, að hans mati hafi flokkurinn komið stefnu sinni vel á framfæri við kjósendur. „Ég var vonsviknari yfír kosn- ingaúrslitunum 1988,“ sagði West- erberg. Hann segir flokk sinn hafa tekið ákveðna áhættu með því að spyrða sig saman við Hægriflokkinn fyrir kosningar en flokkarnir lögðu fyrir nokkru fram sameiginlega stefnu- skrá í efnahagsmálum undir heitinu „Nýtt upphaf fyrir Svíþjóð“. „En ef menn ætla að vinna saman í rílris- stjórn eftir kosningar verða menn að leggja drög að því fyrir kosning- ar,“ sagði formaður Þjóðarflokks- ins. Enn daufara var andrúmsloftið hjá Miðflokknum. Flokkurinn fékk 8,4% atkvæða en hafði 11,3% í síð- ustu kosningum. Er þetta mesti ósigur sem flokkurinn hefur beðið síðan á þriðja áratugnum og þegar em farnar að heyrast raddir um að formanninum Olof Johansson beri að segja af sér. Raunar var jafnvel um tíma óvíst hvort honum tækist að halda þingsæti sínu. Flokkurinn hafði fyrir kosningar einsett sér að taka þátt í ríkisstjórn með hinum borgaraflokkunum þremur en nú er óvíst hvort af því verði. Eftir að kosningaúrslitin lágu fyrir sagði Johansson að nú væri það þeirra sem hefðu unnið sigúr í kosningunum að mynda ríkisstjórn. Einungis ef „þjóðarheill“ væri í húfi myndi Miðflokkurinn eiga aðild að ríkisstjórn. I ræðu á kosningavök- unni sagði hann að mjög erfitt myndi reynast að stjórna landinu eftir kosningar vegna þess í hversu afdráttarlausa hópa menn hefðu skipst. Einn stærsti sigurvegari kosning- anna er Alf Svensson og flokkur hans, Kristilegi demókrataflokkur- inn. Hann náði 7,0% atkvæð'a og kom þar með mönnum inn á þing í fyrsta skipti þótt að flokkurinn hafi tekið þátt í kosningunum síðan 1964. Raunar hefur Svensson setið eitt kjörtígiabil á þingi en það var vegna kosningabandalags sem kristilegir höfðu gert við Miðflokk- inn. „Ótrúlegt," sagði Svensson um úrslitin. Það eina sem skyggði á sigurinn væri hve mörg atkvæði Nýtt lýðræði hefði fengið. Af því hefði hann miklar áhyggjur. Stefnt að samstarfi Islands og Litháen í mennta- og menningarmálum: Litháar sýna íslenska skólakerfinu áhuga - segir Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra ISLAND og Litháen stefna að samstarfi á sem flestum sviðum mennta- og menningarmála. Þetta var niðurstaða viðræðna Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra og Darius Kuolys mennta- málaráðherra Litháen í Vilnius, höfuðborg landsins, á laugardag þar sem Ólafur var í opinberri heimsókn. Lithár hafa sérstakan áhuga á íslenska skólakerfinu og segir Ólafur að þeim verði sendar um það allar þær upplýsingar sem þeir óska. Ólafur ræddi einnig við menntamálaráðherra Lettlands í Riga um möguleika á menn- ingarsamskiptum Islands og Lettlands. „Við ætlum okkur að taka upp samstarf á sviði menningarmála á sem flestum sviðum, það er ótví- ræður áhugi á því í Litháen og efa ekki að sami áhugi sé hér heima,“ sagði Ólafur G. Einarsson en hann kom á sunnudag úr opinberri heim- sókn til Litháen. Með honum í för var Kristinn Hallsson deildarsér- fræðingur í lista- og safnadeild menntamálaráðuneytisins. Ólafur átti ýtarlegar viðræður við Darius Kuolys menntamálaráð- herra Litháen. „Við ræddum fram og aftur um möguleika á samskipt- um landanna á sviði mennta- og menningarmála. Þeim er mjög áfram um að fá upplýsingar varð- andi skólakerfið, sem þeir bæði vilja og þurfa að breyta, vegna þess að það fellur ekki að þeirra óskum að vera áfram í sovéska kerfinu. Við munum að sjálfsögðu verða við því. Við ræddum einnig um sam- skipti á sviði menningarmála, með- al annars um möguleika á að senda listamenn til þeirra og þeir til okk- ar. Lithár, og raunar allar Eystra- saltsþjóðimar, eiga það sameigin- legt með okkur að þar er mjög rík sönghefð; þeir eiga til dæmis afar góða kóra,“ sagði Ólafur. Að fundi þeirra Ólafs og Kuolys loknum var haldinn blaðamanna- fundur, sem Ólafur sagði að hefði verið mjög fjölmennur. „Það var mjög greinilegt hve sérstakan hug íbúar landsins bera almennt til ís- lands. Það kom vel fram á þessum blaðamannafundi sem var mjög langur og þar komu fram fjölmarg- ar spurningar. Mér var sagt um kvöldið, að fundurinn hefði verið mjög fyrirferðarmikill í fréttum útvarps og sjónvarps,“ sagði Ólaf- ur. Á laugardagskvöld var opnuð alþjóðleg hátíð strengjakvartetta í Vilnius með leik Reykjavíkurkvart- ettsins og Ólafur flutti ávarp við það tækifæri. Hann sagði, að leik- ur Reykjavíkurkvartettsins hefði fengið frábærar viðtökur, og aftur hefði komið greinilega fram sá hugur sem menn báru tii íslands. Þegar Ólafur var spurður hvort honum virtist Litháum og hinum Eystrasaltsríkjunum hafí tekist að viðhalda menningarlegu sjálfstæði sínu eftir innlimun þeirra í Sovét- ríkin, svaraði hann að enginn vafi léki á að nú þegar þau hefðu feng- ið sjálfstæði væri að vakna feiki- legur áhugi fyrir að koma einkenn- um sínum til skila. „Þett er til dæmis mjög áber- andi í borg eins og Vilnius þar sem Ólafnr G. Einarsson eru yfir 30 kirkjur en aðeins fjórar þeirra fengu að vera opnar á tíma- bili kommúnistastjórnarinnar. Nú er verið að opna hinar hverja af annari og það er mjög greinilegt að trúin er mjög rík í fari þjóðar- innar. Þetta er allt að vakna að nýju.“ Ólafur sagði að lokum, að sér hefði fundist afar lærdómsríkt og áhrifamikið að heimsækja þing- húsið í Vilnius, en þar standa enn öll götuvígin, sem reist voru í ján- úar þegar yfírvpfandi var árás so- véska hersins. Ólafur sagði að allt þinghúsið væri umgirt miklum steinblokkúm og teppum úr steypustyrktarjárni, sandpokar væru bak við gluggarúður á fyrstu hæðinni og vírnet fyrir öllum gluggum til að hindra að hægt væri að skjóta þar inn táragas- sprengjum. Sovéskum sendiráðsmanni vísað úr landi í Svíþjóð: — —— Notaði Island sem stökkpall til frekari frama innan KGB I VIÐTALI við Morgunblaðið, sem birtist þann 20. nóvember á síðasta ári, greinir Oleg Gordíjevskíj, fyrrum foringi í sovésku leyniþjónustunni (KGB), frá starfsemi hennar á íslandi. Hann minn- ist m.a. á Igor Leonídovítsj Níkíforov, fyrrum yfirmann KGB á Islandi og síðar í Svíþjóð, sem vísað var úr landi í Svíþjóð á dögun- um. Gordíjevskíj sagði að Níkíforov væri bráðvel gefinn maður sem náði svo miklum árangri á íslandi að þegar hann sneri til Moskvu var hann gerður að næst æðsta yfirmanni þeirrar deildar leyniþjónustunnar sem sá m.a. um Norðurlöndin. Nfkíforov er sakaður um víð- tækar njósnir í Svíþjóð og að hafa ráðið uppljóstrara til starfa að sögn Svenska Dagbladet. Níkí- forov er nú rúmlega fimmtugur að aldri og hann kom fyrst til starfa á íslandi árið 1979. Hann var skráður annar sendiráðsritari og blaðafulltrúi á lista íslenska utanríkisráðuneytisins árið 1980, en fyrsti sendiráðsritari 1981- 1983. Árið 1984 er hann skráður sem sendiráðunautur. Að sögn Gordíjevskíjs var hann yfirmaður KGB hér á landi árin 1981-1984. Níkíforov kom aftur til íslands í föruneyti Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga þegar leiðtogafund- urinn var haldin i Reykjavík í októ- ber 1986. Árið 1987 kom Níkíforov til starfa í sovéska sendiráðinu í Stokkhólmi en þá var Borís Pank- ín, núverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sendiherra í Sví- þjóð. Þetta gerðist þrátt fyrir áköf andmæli sænsku öryggislögregl- unnar. Það var Sten Andersson utanríkisráðherra sem tók þá ákvörðun að ganga þvert á ráð- leggingar hennar. Að sögn Svenska Dagbladet vissi Anders- son að Níkíforov væri útsendari KGB. Áður hafði honum verið neitað um vegabréfsáritun til Ástralíu þar sem hann átti að starfa við sovéska sendiráðið. Að sögn Svenska Dagbladet var Níkí- forov stöðvarstjóri KGB í Stokk- hólmi. Gordíjevskíj deildi herbergi með fyrrum yfirmanni KGB á Islandi og forvera Níkíforovs, Jevgeníj Gergel, í Moskvu 1981. Þar fékk hann mikið af upplýsingum um starfsemi KGB hér á landi. Hann sagði að Gergel hefði verið lúsið- inn, en ekki jafn skarpur og Níkí- forov. Þess má geta að Gergel var starfandi yfírmaður KGB í Stokk- hólmi árin 1969-1979. „Stað- reyndin er sú að allir KGB-foringj- ígor Níkíforov ar á íslandi voru færir í sínu starfí. Ég veit ekki hvernig á því stend- ur, líkast til vegna þess hve að- stæður voru erfiðar," sagði Gordíjevskíj í viðtalinu við Morg- unblaðið. Hann sagði að KGB-for- ingjarnir tveir sem að jafnaði væru staddir hér á landi væru yfirleitt mjög metnaðarfullir, þar sem þeir vilja nota ísland sem stökkpall til frekari frama innan leyniþjón- ustunnar og það væri alltaf tekið vel eftir þeim í Moskvu, einfald- lega vegna þess hversu Reykjavík- ur-stöðin væri fámenn. „Þeir eru því alltaf iðnir við kolann til að sýna yfirmönnum sínum í Moskvu fram á hvað þeir séu duglegir, þeir sofa ekki þessar löngu vetrar- nætur á íslandi," sagði Górdíjev- skíj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.