Morgunblaðið - 17.09.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.09.1991, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Tryggingar Nýva- trygging hjá Sjóvá- Almennum SJÓVÁ-Almennar hafa sett á markaðinn nýja vátryggingu sem nefnist Afkomutrygging. Þessi trygging býður upp á greiðslur á varanlegum lífeyri ef heilsu- Ijón verður en ekki tímabundnar bætur eins og þekkist hér á landi. Tilgangur Afkomutryggingar- innar er að draga úr fjárhagslegum þrengingum sem geta orðið vegna starfsorkumissis af völdum sjúk- dóms eða slyss. í fréttatilkynningu segir að Afkomutryggingin sé fyrir alla þá sem vilja koma málum sínum þannig fyrir borð að til viðbótar heilsutjóni þurfi ekki að komatekju- missir sem mundi auka enn frekar á þjáningar þær sem fylgdu heilsu- brestinum. Ennfremur segir í kynn- ingarbæklingi að ef maður sem hefur Afkomutryggingu missir starfsorku sína af völdum sjúkdóms eða slyss þá greiða Sjóvá-Almennar honum umsaminn lífeyri einu sinni í mánuði meðan starfsorka hans er skert. Lífeyririnn er greiddur allt til 65 ára aldurs. Verslun Eigendaskipti og uppsagn- ir hjá Illum ’s vöruhúsinu Umfangsmiklar breytingar skila sér hægt Danska vöruhúsið Illum’s við Strikið í Kaupmannahöfn, sem áður hét Illum, hefur undanfarin misseri verið tekið rækilega í gegn og breytt og bætt í hólf og gólf. Breytingarnar voru gerðar til að bæta aðstöðuna í húsinu og gera það meira aðlaðandi. Undirbúningur undir næsta ár- þúsund sagði í auglýsingum húss- ins. Sá undirbúningur virðist ekki ætla að skila sér sem skyldi. 2. september sl. yfirtók nýr eig- andi reksturinn. Til skamms tíma hefur vöruhúsið verið í eigu sænskra aðila, en hluti af húsnæðinu er leigður út. Þannig er til dæmis matvörubúðakeðjan Irma með stóra og glæsilega búð í kjallaranum. Þó breytingunum hafi lokið síðastliðinn vetur hefur veltan ekki aukist sem skyldi og þá var ákveðið að selja vöruhúsið. Kaup- andinn var helsti keppinauturinn, nefnilega Magasin du Nord, vöru- húsið sem stendur við Kóngsins Gartner Group á íslandi 20 sept. 1991 Ráöstefna um tölvunet og einmenningstölvur veröur haldin á Hótel Sögu föstudaginn 20. september kl. 9.00-15.00. Sérstakur gestur verður Peter Holm, forstjóri Gartner Group í Danmörku. Aðrir fyrirlesarar: Carsten Wegmann European Program Director - Local Area Communication Peter Sondergaard European Program Director - PC Computing Nærnet sem hluti af tölvuumhverfi fyrirtækja. Misleitt netumhverfi hefur leitt til bráðabirgðalausna sem hvorki eru hagkvæmar né sveigjanlegar og einmenningstölvur tengjast trauðla kerfunum sem eru fyrir. Fjallað verður um þróun nærneta, áætlanagerð notenda, stefnu helstu framleiðenda og rætt um kostnaðarmat. Skilvirk notkun einmenningstölva. Ekki er nægilegt að sjá notendum fyrir tilbúnum viðföngum ofan úr hillu til að nýta hinar öflugu borðtölvurtil fullnustu. Fjallað verður um hvernig aðrir þættir koma inn í myndina, eins og t.d. biðlara/miðlara líkanið. Ráöstefnan er öllum opin. Ráðstefnugjald er 7.500 kr. Skráning í síma (91) 24120. SKAGFJORÐ = í íi i y u i j j, d Krislján Ó. Skagljörð hf., Hólmaslóð 4, 101 Reykjavik, sími 24120 nýja torg, aðeins steinsnar frá 111- um’s. Forráðamenn Magasin hafa tilkynnt að af fjögur hundruð starfsmönnum Illum’s verði um hundrað sagt upp störfum. Upp- sagnir verða mest í þjónustudeild- um fyrirtækisins, en ekki meðal búðarfólksins. Ætlunin er að gera rekstur beggja húsanna hægkvæm- ari með því að fella saman ýmsa þætti hans, en sjálfar búðirnar eiga eftir sem áður að vera hvor með sínum svip. Nýju eigendurnir hafa tröllatrú á Kaupmannahöfn sem verslun- arbæ með tilkomu brúnna yfir Stórabelti og Eyrarsund og stækk- un flugvallarins á Kastrup. Kaupin á Illum’s eru hugsuð sem framtíð- arfjárfesting, því áætlað er að það taki þrjú eða fjögur ár að snúa mínus í plús í rekstri Illum’s, en samkvæmt síðustu tölum er tapið á fyrirtækinu rúmlega 120 milljónir dkr. Stjórnunarfélagið Námskeið um aukinn árangur í samskiptum Á VEGUM Stjórnunarfélags íslands er væntanlegur hingað til lands John W. Alden leiðbeinandi og ráðgjafi bandaríska stórfyrirtækisins AT&T. Ætlunin er að halda námskeið dagana 19. og 20. september fyrir starfsmenn fyrirtækja um aukin áhrif og árangur í samskiptum. verður flallað um hvemig þátttak- endur geta nýtt sem best þær auð- lindir sem þeir hafa aðgang að, auk- ið afköst sín, hámarkað hagnað, auk- ið árangur í samningum og fengið skýrari mynd af sjálfum sér í við- skiptasamböndum með því að styrkja boðskipti, virkja athyglisgáfuna og líkamlega orku. Einnig munu þátt- takendur fá þjálfun í að virkja undir- menn og samstarfsmenn á árang- ursríkan hátt. John W. Alden hefur haldið fjöl- mörg námskeið hér á landi fyrir bandaríska þátttakendur auk þess sem nokkur ljöldi íslendinga hefur einnig sótt námskeið hans. Nám- skeiðið sem hann heldur á vegum Stjómunarfélags íslands er ætlað fólki í viðskiptalífinu og öðrum sem sinna samningagerð, stjómun, rekstri, kynningarstörfum eða sölu- mennsku. Á námskeiðinu sem verður 19. og 20 september kl. 16-19 báða dagana Matvæli Nutrasweet í Evrópu NUTRASWEET AG hefur nýlega kunngert að fyrirtækið hyggist í samvinnu við japanska fyrirtækið AJinomoto Co og NutraSweet Comp- any í Bandaríkjunum reisa verksmiðju í Dunkirk í Frakklandi þar sem framleitt verður sætuefnið NutraSweet. Staðaval fyrir slíka verk- smiðju í Evrópu hefur lengi staðið yfir og margir staðir verið skoðað- ir. Kostnaður við gerð nýju verksmiðjunnar nemur allt að níu milljörð- um íslenskra króna og er áætlað að smíði hennar verði lokin innan tveggja ára. I verksmiðjunni munu starfa allt að 170 manns. I fréttatilkynningu frá Kynningar- stofu NutraSweet á íslandi kemur fram að bygging verksmiðju í Frakk- landi sé annað stóra skrefið sem NutraSweet stígur á þessu ári í átt að aukinni þjónustu við Evrópubúa. Fyrr á árinu setti móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum upp nýjar höfuð- stöðvar í Evrópu, NutraSweet Europe. Þær eru í París. Aðalfram- kvæmdastjóri nýju höfuðstöðvanna er Nick E. Rosa, fyrrum varaforseti móðurfyrirtækisins í Bandaríkjun- um. NutraSweet er nú notað í yfir 2.200 tegundum matvæla og drykkj- arfanga í Evrópu og meira en 4.800 tegundum um allan heim eftir því sem segir í fréttatilkynningunni. „Evrópskir neytendur hafa fagnað kostum þess að fá náttúrulega sætt bragð án meðfylgjandi hitaeininga og framleiðendur matvæla hafa brugðist við með því að setja á mark- að fjölbreytt úrval matar og drykkja sem fá hið sæta bragð frá Nutra Sweet,“ segir Jan N. Bergmann, for- seti NutraSweet AG. „Það bætir þjónustu okkar við þessa framleið- endur að sætuefnið verður framvegis framleitt í Evrópu.“ Vid erum med forrit til ad halda utan um markaðsetninguna, bókhaldid, lagerinn og margt fleira. t»mk Jáerf) Jmmrariiin ojr/ tw.€?jrk±r ðO rla//a Éil ad tfaren^erajwif um GMfjnLzéi jþeirra. ÁN SKULDBINDINGAR %KORN Ármúla í Sími 91-689826, Opið9-12og 13-16. FLUGLEIÐIR — Söluskrifstofa Flugleiða í Zurich í Sviss hefur nú verið rekin í 20 ár. Af því tilefni var svissneskum starfsmönn- um boðið í ferð til íslands og flugu þeir beint milli Zurich og Keflavík- ur. Starfsmennirnir urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að að verða sam- ferða Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, en hún var að leið heim frá Suður-Ameríku. Forstöðumaður skrifstofunnar, Richard Guggerli, stendur til hægri við frú Vigdísi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.