Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 35 r "\ |:HPTT Þýskimarkaðurinn bjargaði evrópsku bílaframleiðslunni Salan verður líklega svipuð og í fyrra vegna mikillar eftirspurnar í Austur-Þýskalandi FYRIR rúmlega hálfu ári voru allir sérfræðingar í bílaiðnaðinum sammála um, að þetta ár myndi einkennast af miklum samdrætti á Evrópumarkaði og margir spáðu því, að salan minnkaði um eina inilljóii bíla. Reyndin er hins vegar sú, að líklega verður salan svip- uð og í fyrra eða um 13,2 milljónir bíla. Er ástæðan aðeins ein, hinn óvænti efnahagsþróttur í sameinuðu Þýskalandi. Er nú búist við, að salan verði álíka mikil á næsta ári, minni í Þýskalandi en nokkru meiri á öðrum mörkuðum, en taki síðan kipp og komist í nýjar hæðir á árinu 1993. Sérfræðingar segja, að söluaukn- ingin í Þýskalandi hafi verið með ólíkindum en án hennar hefði salan á Evrópumarkaðnum dregist saman um 10%. Það er ekki síst eftirspurn- in í Austur-Þýskalandi, sem hefur komið á óvart. „Við sameininguna var austur- þýskt efnahagslíf ein rjúkandi rúst og atvinnuleysið í landshlutanum er enn mikið. Samt er eftirspurnin slík, að ætla mætti, að slagurinn stæði um síðasta bílinn," segir Pet- er Schmidt, markaðssérfræðingur Automotive Industry Data. Flestir bendir þó til, að þýski markaðurinn sé kominn að því að mettast og gera margir ráð fyrir, að salan á næsta ári verði 9,5-10% minni en nú. Valda því meðal ann- ars fyrirhugaðar skattahækkanir og einnig verður afnuminn skattaf- slátturinn, sem fylgdi því að kaupa bíl með hreinsibúnaði. Er hann ekki lengur undantekning, heldur meg- inreglan í evrópskri bílaframleiðslu. Á móti samdrættinum í Þýska- landi sjá menn fram á meiri eða minni aukningu í Frakklandi, Spáni og í Bretlandi. Metárið í evrópskri bílasölu var 1989, 13,4 milljónir bíla, og það er því ekki hægt að tala um miklar sveiflur síðan, að minnsta kosti ekki í samanburði við Bandaríkja- markað. Þar hefur salan verið að minnka frá 1988 þegar hún komst í 10,59 milljónir og spár fyrir þetta ár hljóða upp á 8,75 millj. Nokkurr- ar stöðnunar gætir einnig á Japans- markaði en búist er við, að þar selj- ist 4,95 millj. bíla í ár á móti 4,4 1989. Volkswagen í forystu Frá 1986 hefur Evrópa verið stærsti bílamarkaður í heimi og það eru Volkswagen-verksmiðjurnar þýsku, sem þar hafa forystuna með tæplega 17%. Helsti keppinauturinn er Fiat en fyrirtækið á þó í vaxandi samkeppni um annað sætið við Ford Motor Co. og hefur misst nokkurn markað í sjálfu heimaland- inu, ítalíu. Á bifreiðasýningunni í Frankfurt, sem stendur til 23. þessa mánaðar, tefla VW og General Motors (Opel og Vauxhall) fram nýjum gerðum, sem eru beinlínis settar til höfuðs Fiat. Er þar um að ræða þriðju útgáfuna af Golfinum frá VW og Opel og Vauxhall sýna nýjan Astra. Litlir fjölskyldubflar á borð við Ford Escort, Fiat Tipo, Renault 19 og Citroen ZX eru nú þriðjungur söl- unnar í Evrópu. Af öðrum nýjum bílum á sýning- unni má nefna nýja 106-módelið frá Peugeot og nýjan Civic frá Honda en þar er um að ræða nýja hönnun og nýja vél, sem er sögð stefnu- markandi hvað varða nýja staðalinn fyrir eldsneytiseyðslu. Þá er Mazda einnig/með nýjan bíl fyrir Evrópu- markaðinn. Hvafta kröfur gerir þú til nvrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, ab hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. Að hún sé aubveld í notkun, hljóblát og falleg. Síbast en ekki síst, aö hún endist vel án sífelldra bilana, og ab varahluta- og vibgerbaþjónusta seljandans sé góo. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira til, því þab fást ekki vandaban né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Veroib svíkur engan, því nú um sinn bjóoum vib ASKO þvottavélarnar, bæbíframhlabnar og topphlabnar, á sérstoku kynningarveroi: ASK010003 framhl. 1000 sn.vinding ASK011003 framhl. 900/1300 snún. ASK012003 frarnhl. 900/1300 snún. ASKO 20003 framhl. 600-1500 snún. ASK016003 topphl. 900/1300 snún. KR. 71.500 (67.920 stgr.) KR. 79.900 (75.900 stgr.) KR. 86.900 (82.550 stgr.) KR. 105.200 (99.940 stgr.) KR. 78.900 (74.950 stgr.) V. Góðir greiðsluskilmálar: 5% stabgreiðsluafsláttur (sjá ab ofan) oq 5% að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT raðgreiðslur til allt að 12mán.,ánútborgunar. ÞVOTTAVÉLAR 6 CERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR UPPÞVOTTAVELAR 5 GERÐIR /rORIX HATUNI 6A SIMI (91) 24420 J Rafbílar Merkur áfangi hjá Nissan í smíði rafbíla Nissan-bílaverksmiðjurnar japönsku hafa smíðað rafbíl, sera hefur það helst til ágætis sér, að rafhlöðurnar má endurhlaða á 15 mínút- um. Er það miklu styttri tími en þurft hefur hingað til. FEV-bíllinn frá Nissan er enn á tilraunastigi en^á rafhleðslunni er hægt að aka honum 160 km vega- lengd og hámarkshraðinn er 70 km. Er öll hönnun bílsins ólík því, sem tíðkast hefur í rafbílum hingað til, og sjálfar rafhlöðurnar vega ekki nema 200 kíló. Raunar er ekki gert ráð fyrir, að FEV-bíllinn verði sett- ur á markað, heldur er litið á hann sem mikilvægan áfánga að mark- inu. Nissan er einnig að vinna að öðrum rafbíl, .sem byggður er á Cedric-gerðinni, fernra dyra, og á hann að vera tilbúinn á næsta ári. Þá ætla stjórnvöld í Japan að hefja kaup á rafbílum fyrir opinberar stofnanir og ráðuneyti. Þá má geta þess, að Nissan og fleiri japönsk fyrirtæki eru þegar farin að hanna dreifingar- og þjónustunet fyrir raf- bílá én þáð verðuf að vera fyrir hendi þegar rafbílabyltingin hefst fyrir alvöru. Það, sem rekið hefur á eftir Niss- an og fleiri fyrirtækjum, er löggjöf, sem gengur í gildi í Kaliforníu árið 1998 en þá verða að minnsta kosti 2% af sölu helstu bílaverksmiðjanna að vera í bílum, sem engri mengun valda. Fimm árum síðar eða 2003 fer þetta hlutfall í 10%. Japönsku bílaverksmiðjurnar selja mikið á Bandaríkjamarkaði og falla því undir lögin. Bandarísku bílasmiðjurnar Gen- eral Motors ætla að koma fram með Impact-rafbílinn um miðjan þennan áratug og hann getur nú komist~200 km vegalengd og náð 90 km hraða. Það tekur hins vegar frá tveimur og upp í átta klukku- stundir að endurhlaða rafgeymana, allt eftir því hve straurnstyrkurinn Sumirbílar eru betri en aðrir Honda Accord er búinn miklum góðum kostum. Kostagripir liggja ekki alltaf á lausu, en þessi er það og til- búiivn til þinnar þjónustu. Bíll fyrir alla og við allra hæfi. Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 1.474.000,- stgr. Phonða HONDA A iSLANOl. VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 er mikill.- iii:iii!ii:;iii iuu W HOIVDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.