Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 i Þýsk kvikmyndahátíð: Hárnákvæmt jafnvægi Kvikmyndir Amaidur Indriðason Jafnvægi („Balance"). Sýnd í Regnboganum á þýskri kvik- myndahátíð. Leikstjórn, handrit, kvikmyndataka, klipping og hljóð: Wolfgang og Cristoph Lau- enstein. Teiknimynd. 8. mín. V- Þýskaland. 1989. Hin stutta teiknimynd Jafnvægi eftir tvíburabræðurna Wolfgang og Cristoph Lauenstein hreppti óskar- inn sem besta stutt-teiknimyndin árið 1990 og er sannarlega vel að þeim verðlaunum komin. Sagt er að bræðurnir hafi gert myndina á tveimur árum í kjallaran- um heima hjá foreldrum sfnum. Hún er ótrúlega frumleg, skopleg og skemmtileg, hugmyndin íðilsnjöll og úrvinnslan hin ánægjulegasta úttekt á afleiðingum þess að hár- fínt, lífsnauðsynlegt jafnvægi rask- ast, í þetta sinn sökum græðgi. Teiknimyndin, sem er svart/hvít, er einfaldleikinn uppmálaður. Leik- myndin er tólftommu þykkur fer- hyrndur fleki sem svífur í einhvers- konar tómi en uppi á honum hafast við nokkrar númeraðar fígúrur, all- ar eins, mjóslegnar í síðum þykkum frökkum. Engin sjáanleg hreyfing er á flekanum nema hann rís og hnígur eftir því hvernig þungi safn- ast á hann. Fígúrurnar eiga í stöð- ugri hættu að renna framaf. Það eina sem heldur þeim á flekanum og á lífi þar með er samkomulag um að halda flekanum láréttum. Ef einn hreyfir sig verða allir að hreyfa sig svo jafnvægið raskist ekki. Lífið á flekanum þrífst aðeins í fullkomnu jafnvægi. Vandræðin hefjast þegar fígúr- urnar einn daginn veiða neðan úr tóminu kassa mjög dularfullann. Hann raskar hinu hárnákvæma jafnvægi en það sem verra er, fígúr- urnar taka að berjast um hann þar til aðeins ein er 'eftir andspænis kassanum og stendur þannig til ei- lífðar því hreyfi hún sig er úti um hana. Hér er einkar snorturlega að verki staðið, hugmyndin jafn ein- föld og skýr og útlitið sjálft. Boð- skapurinn um nauðsyn á jafnvægi á völtu skákborði heimsins þar sem samvinna og samlyndi er undirstað- an kemst til skila á einkar áhrifa- ríkan, myndrænan hátt. Síðasta gönguförin Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Síðasta gönguför Wallers („Wall- ers letzter gang"). Sýnd í Regn- boganum á þýskri kvikmynda- hátíð. Leikstjóri, handritshðf- undur og framleiðandi: Christian Wagner. Aðalhlutverk: Rol 111- ing, Sibylle Canonica. 100. mín. V-Þýskaland. 1988. Opnunarmyndin á kærkóminni þýskri kvikmyndahátíð, sem hófst í Regnboganum um síðustu helgi, var Síðasta gönguför Wallers eða „Wallers letzter gang" frá 1988 eftir einn af gestum hátíðarinnar, Christian Wagner. Myndin er hans höfundarverk því hann er allt í senn leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi, en hún var útnefnd til Felixins, nýju evrópsku kvik- myndaverðlaunanna og að auki hlaut hún m.a. verðlaun þýskra ^kvikmyndagagnrýnenda árið 1989. Síðasta gönguför Wallers er at- hyglisverð mynd frá einum af arf- tökum þýsku nýbylgjunnar. Hún s§gir frá lífshlaupi titilpersónunnar Wallers í afturhvarfi síðasta daginn hans í vinnunni sem eftirlitsmaður með járnbrautarteinum við litla sveitasamfélagið sem hann býr í. Starfið sem hann gegnir er úrelt orðið eins og hann sjálfur, tíma- skekkja, en hann þrjóskast við. Gamall maður sem gengur með skúflykil eftir teinunum, slær í járnið, herðir skrúfu og gengur afram. Á leiðinni sér hann líf sitt ganga hjá frá æsku til fullorðinsára áður en hann sjálfur hverfur inní þokumistur, eða móðuna miklu bók- staflega, og saga hans er öll. Líf hans er varla hægt að kalla mjög viðburðaríkt eða dramatískt frekar en starfið sem hann innir af hendi. Hin lágstemmda, hægláta frásögn í leikstjórn Wagners tónar það enn frekar niður. Minningar hans eru næstum alfarið sneyddar tilfinningasemi en við sjáum hvern- ig þær hafa mótað hinn gamla Waller. Hann er fámáll og einrænn og dapurleg persóna, sem heldur sig útaf fyrir sig, er vinafár og ein- manalegur. Okkur birtast svip- myndir úr lífi hans; strákur í skóla, lærlingur við járnbrautirnar, kallað- ur í stríðið. Eftir stríðið verður hann ástfanginn af dóttur verksmiðju- stjórans. Þegar hún deyr af barns- förum vinnur hann yfirráðaréttinn yfir barninu þeirra af föður hennar. En hann getur ekki gleymt stúlk- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Árni Grant á Jeppsteer stingur hér spyrnugrind Jónasar Karls Harðarsonar af i opna flokknum og tryggir sér meistaratitilinn í þessum flokki. Árni ók aðeins á afturdrifinu, fjarlægði drifbúnaðinn að framan og náði þannig góðum aksturstíma. íslandsmót í sandspyrnu; Þrjú íslandsmet slegin „SANDSPYRNA er stríð við startljósin, sá sem er sneggstur á ljósun- um og hefur bíl með gott grip vinnur. Það er mikil spenna tengd þessu, brautin er stutt og það má ekkert bregðast ef þú ætlar að vinna," sagði Sigurjón Haraldsson sem tryggði sér íslandsmeistaratit- ilinn í sandspyrnu sérútbúinna bíla á sunnudaginn. Þá fór fram loka- keppni íslandsmótsins á vegum Kvartmíluklúbbsins og Bílabúðar Benna á bökkum Ölfusár, skammt frá Eyrarbakka. Sigurjón yann sitt annað mót í bíla að getu, en hann skortir reynsl- röð og setti íslandsmet á brautinni, sem þó var öldótt og erfið yfirferð- ar þó bein væri. Ford Pinto Sigur- jóns fór brautina á 3.975 sekúnd- um, sem er met í flokki sérútbúinna bíla, en keppt var í sjö flokkum. „Þetta var spennandi keppni, ég vann Stefán Björnsson í úrslitum eins og síðast, við höfum svipaða una á ljósin, enn sem komið er. Það voru mikil læti í keppninni, bílarnir létu illa í öldóttri brautinni, en það kom sér vel að aka á nýjum sérsmíð- uðum skóflum með einskonar ausu- munstri," sagði Sigurjón, sem er gamalreyndur kvartmílukappi. Jeppamenn ¦ létu að sér kveða í keppninni, Árni Grant hirti titilinn í opna flokknum með því að sigra Jónas Karl Harðarson í úrslitum, en hann lagði einnig Árna Kópsson að velli í auglýstu einvígi, en þeir óku ekki í sama flokki. Munaði miklu að Árni Grant hafði betra grip, léttari keppnistæki og ók að- eins í afturdrifinu. Hann sýndi ótrú- lega grimmd í keppninni og var vel að titlinum kominn, ók best á 4.065 sekúndum. Vilhjálmur Ragnarsson varð meistari í flokki sérútbúinna jeppa, vann Árna Kópsson í úrslitum en Árni setti hinsvegar íslandsmet á tímanum 4.349 sekúndur. Guðbjörn unni sinni, minningarnar um hana sækja fast á hann síðasta daginn við teinana. „Waller" er lítil og mannleg, ljóð- ræn mynd. Hún er í lit nema minn- ingarnar eru filmaðar í svart/hvítu, yfirbragðið þungt og dapurlegt, hin hæga frásögn óvægin og gerir kröf- ur til áhorfandans. Fjallað er um ellina eins og nú tíðkast nokkuð í bíómyndum af einlægni og virðingu og raunsæi, söknuðinn eftir liðnum tímum og uppgjör við fortíðina. Mynd sem talar til manns á sinn yfirlætislausa hátt. Úr opnunarmynd þýsku kvik- myndahátíðarinnar, Síðasta gönguför Wallers. OFNHITASTILLIR Á INNRENNSLI EÐA ÚTRENNSLI OFNS DANFOSS ofnhitastillar eru tvenns konar og ætlaðir til notkunar við mismunandi skilyrði: DANFOSS RA 2000 er ætlaður á innrennsli ofna en DANFOSS FJVR á útrennsli þeirra. Meginregla framleiðandans er að nota skuli RA 2000: Hann nemur herbergishita og heldur þeim kjörhita, sem valinn er, á hagkvæman hátt. Þar sem hitasveiflur eru miklar, t.d. í forstofum eða bílageymslum, hentar FJVR hins vegar betur: Hann stjórnar hitastigi á útrennslisvatni frá ofninum óháð herbergishita. Veldu réttan ofnhitastilli. Veldu DANFOSS! Það borgar sig. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF Til frambúðar þakrennur Litir: Hvítt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. Sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmlðjan Funi sf., Smiðjuvegi 28, Kóp. S. 91-78733 Blikksmiðjan Vík hf., Smiðjuvegi 18c, Kóp. S. 91-71580 Blikksmiðja Einars sf., Smiðjuvegi 4b, Kóp, S. 91-71100 Blikksmiðjan Höfði, Eldshöfða 9, Rvk. S.686212 Borgarblikksmiðjan hf., Álafossvegi 23, Mosfellsb. S. 91-668070 Stjörnublikk hf., Smiðjuvegi 1, Kóp. S. 91-641144 Blikkás hf., Skeljabrekku 4, Kóp. S. 91-44040 Blikksmiðja Erlendar, Hnífsdalsvegi 27, isaf. S. 94-4488 Blikkrás hf., Hjalteyrargötu 6, Akureyri. S. 96-27770 Blikk og bílar, Túngötu 7, Fáskrúðsfirði. S. 97-51108 Blikk hf., Gagnheiði 23, Selfossi. S. 98-22040 Blikksmiðja Agústs Guðjónssonar, Vesturbraut 14, Keflav. S. 92-12430 Blikksmiðjan Eintækni, Bygggörðum 4, Seltjarnesi. S. 91-611665. lSVOR byggingarefni. Dalvegi 20, Kópavogi, sími 91-641255, pósthólf 435, 202 Kópv. fax 641266. I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.